Morgunblaðið - 13.08.1978, Side 1
48SÍÐUR
173. tbl. 65. árg.
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Veðurguðir votta
Páli VI virðingu
Vatíkaninu. 12. áiíúst. Reuter — AP
TUGIR þúsunda syrgjenda
ásamt fjölda fyrirmanna
hvaðanæva að söfnuðust í dag
saman til að vera viðstaddir
jarðaríör Páls páfa, sem fram
fór klukkan fjögur síðdegis.
Var öryggisvörður ítölsku lög-
reglunnar meiri af þessu tilefni
en tíðkazt hefur um árabil.
Mannþyrpingin kom saman í
blíðskaparveðri til guðsþjónust-
unnar undir berum himni á
Sankti Péturs-torgi, en milljónir
urðu vitni að henni um heim
allan í sjónvarpi. Talsmenn
Vatíkansins hafa látið uppi að
um hálf milljón manna hafi leitt
jarðneskar leifar páfa augum á
fimm og hálfum degi, meðan
þær voru til sýnis á viðhafnar-
börum.
í hópi erlendra sendimanna
og þjóðarleiðtoga, sem til Róm-
ar komu af tilefninu, má nefna
eiginkonu Carters Bandaríkja-
forseta, Rosalynn, aðalritara
Sameinuðu þjóðanna, Kurt
Waldheim, Juan Carlos Spánar-
konung og Kenneth Kaunda
Sambíuforseta. Eitt af fáum
löndum, sem ekki sendu full-
trúa, voru Kínverjar, en þeir
hafa til þessa ekki haft nein
tengsl við Vatíkanið.
Páfinn var jarðsettur í fá-
breyttri kistu úr sýprusviði að
eigin ósk og hafði hann einnig
farið fram á að útfararguðs-
þjónustan yrði i eins einföldum
búningi og kostur væri á.
Öryggisráðstafanir. Lögregla tekur sér stöðu á Sankti Péturs-torgi á laugardag. skömmu áður en
útför Páls páfa VI fór íram.
Japanir luku sátt
vid Pekingstjórn
Peking, Tókýó, 12. ágúst,
Reuter, AP
JAPANIR og Kínverjar undirrit-
uðu í kvöld friðar- og vináttusátt-
mála og bundu þar með enda á
innbyrðis deilur sfnar eftir strfð.
Hafa sáttaviðræður þessar staðið
yfir um árabil og kann
samningurinn að hafa afgerandi
áhrif á hernaðarlegt jafnvægi f
álfunni.
í sáttmálanum, sem undirrit-
aður var í Peking, segir að bæði
löndin skuldbindi sig til að falast
ekki eftir yfirráðum í Asíu og á
Kyrrahafi og munu þau sporna
við fótum reyni eitthvert annað
land að gcra það.
Sovétríkin hafa að undanförnu
mjög haft horn í síðu vináttusátt-
málans og hafa mótmælt þeirri
kröfu Kínverja að fordæma „yfir-
ráðastefnu" einhverrar einnar
Stórregn í
NýjuDelhi
Nýju Di lhí — 12. áttúst — Reuter
Monsúnrigningar í héraðinu
kringum Nýju Delhí hafa ekki
verið meiri en í sumar undanfar-
in 84 ár, og enda þótt enn sé
mánuður eftir af rigningatíma-
bilinu er úrkoman þegar orðin
meiri en hún verður á öllu
tfmabiiinu í venjulegu árferði.
þjóðar í ákveðnum heimshluta og I landanna tveggja við aðra aðila.
finnst henni beint gegn sér. Engu Það voru þeir Sonoda utanríkis-
síður er gert ráð fyrir því í ráðherra Japan og kínverskur
samningnum að hann muni ekki starfsbróðir hans, Huang Hua,
hafa minnstu áhrif á samskipti I sem undir plaggið skrifuðu.
Loftbelgsfarar
yfIr hafid aftur
Presque Isle, Maine, 12. ágúst
ÞRÍR Bandarfkjamenn hófu sig á loft á laugardagskvöld, frá
fylkinu Maine, nyrst á austurströnd Bandaríkjanna, f tilraun til að
verða fyrstir manna til að fara yíir Atlantshafið í loftbelg. Tveir
kappanna hafa áður reynt, en för þeirri lauk með því að
loftbeigurinn hraktist fyrir vindum upp til íslands og nauðlenti við
Vestfirði. Ekki eru liðnar nema tvær vikur síðan tveimur Bretum
mistókst naumlega að komast yfir.
Þegar síðast spurðist sást til
loftbelgsins, „Tví-arnarins“ á
sveimi yfir ströndum Kanada og
bar hann heldur í austur.
Fullhugarnir þrír, Maxie Ander-
son, Ben Abruzzo og Larry
Newman, eru allir frá
Albuquerque í Nýju Mexíkó.
Aður en þeir lögðu upp kváðust
þeir vonast til að ná til Eng-
lands á 114 klukkustundum og
vera þar á miðvikudag.
Þremenningarnir ætluðu að
sögn að hækka sig í sjöþúsund
feta hæð á laugardag og kváðust
þeir fara í allt að 20000 feta hæð
yfir Azoreyjum. „Við förum
sólarleiðina í þetta sinn, hægt
og rólega. Þétta verður mun
hægari ferð en síðast og í miklu
betra veðri", sagði Anderson.
Það voru þeir Anderson og
Abruzzo, sem nauðlentu á hafi
undan Vestfjörðum 12. septem-
ber 1977. Má geta þess að í
samtali, sem Mbl. átti við
tvímenningana þá kom fram að
þeir hygðust aldrei framar
reyna slíka för.
Da Costa telur
horfur bjartar
Lissabon, 12. ágúst — Reuter.
VÆNTANLEGUR forsætisráðherra Portúgals Alfredo Nobre da Costa,
hefur látið í ljós bjartsýni um að honum muni takast að bræða saman
óflokksbundna ríkisstjórn, þrátt fyrir að flokkur jafnaðarmanna hafi
neitað að taka þátt í henni.
Da Costa kvaðst vonast til að geta hleypt stjórn sinni af stokkunum eftir
23 daga. Fráfarandi forsætisráðherra, dr. Mario Soares, barði enn lóminn
eftir fyrsta fund sinn með da Costa ú
júlí síðastliðinn.
„Jafnaðarmenn hafa rétt á að hafa
stjórn landsins áfram með höndum,
þar sem við höfum sigrað í öllum
kosningum, sem við höfum tekið þátt
í“ sagði hann. Fram kom hjá Soares
að enda þótt framkvæmdastjórn
jafnaðarmannaflokksins hefði neitað
aðild flokksins að stjórn da Costas,
væri ekki með öllu loku fyrir skotið
að einstökum jafnaðarmönnun yrði
leyft að sitja í stjórninni. Leiðtogar
allra hinna stóru flokka hafa lýst sig
reiðubúna til samstarfs um myndun
aí óréttmætri brottvikningu sinni 2.
bráðabirgðastjórnar. Kommúnistar
hafa þó sett það skilyrði að fulltrúar
allra fjögurra flokkanna taki sæti í
henni.
Talið er að fari stjórnarmyndun-
artilraunir Da Costas út um þúfur
verði það töluverður álitshnekkir
fyrir Eanes forseta og hafa m.a.
annars verið uppi raddir um að hann
muni þá jafnvel neyðast til að segja
af sér og efna til forseta- og
þingkosninga.
Eignaspjöll og
meiðsl í Beirút
Beirút — 12. ágúst — Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 20 manns
særðust í bardögunum í Beirút í
gærkvöldi. Ekki fara sögur af
mannfalli, en mikið eignatjón
varð í þessum átökum, sem
aðallega fóru fram í hverfum
kristinna manna en þau eru nú
orðin illa útleikin eftir skotbar-
daga að undanförnu. Hart var
barizt fram undir morgun. og
var beitt stórskotaliði, eldflaug-
um, skriðdrekabyssum. loft-
varnabyssum og öðrum stórvirk-
um skotvopnum.
Eins og vant er fer mjög á milli
mála hverjir áttu upptökin að
bardögunum í gærkvöldi, en
samningar um vopnahlé gengu í
gildi á miðvikudag. Falangistar
halda því fram að sýrlenzkir
gæzlusveitamenn hafi að tilefnis-
lausu hafið skothríð á kristna
hægri menn, en Sýrlendingarnir
halda því á hinn bóginn fram að
I þröngur hópur hægri öfgamanna
hafi hleypt öllu í bál og brand að
| þessu sinni.
Karpov fær
skák frestað
Baguio, 12. ágúst, Reuter.
ANATOLY Karpov fékk í morg-
un frestað tólftu einvígisskák
sinni og Viktors Korchnois um
heimsmeistaratitilinn í skák. Að
sögn aðstoðarmanna heims-
meistarans, mun Karpov hafa
kosið að hvflast eftir tap sitt
gegn áskorandanum á fimmtu-
dag.
Hvor keppandi um sig má
fara fram á frestun án sérstakrar
ástæðu þrisvar í þrjátíu skákum.
Tólfta skákin verður væntanlega
tefld á þriðjudag.
Andersson og Abruzzo (t.v.) við komuna til Reykjavíkurflugvallar í
september síðastliðnum eftir að þyrla björgunarliðsins hafði
bjargað þeim.