Morgunblaðið - 13.08.1978, Síða 22

Morgunblaðið - 13.08.1978, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978 Þættir eins og fyrrverandi drykkjuvenjur, magn neytts alkóhóls svo og krónískir kvillar geta haft á afleiðingarnar sem nefndar eru hér að neðan. f Antihístamín (þar á mcáal miin; lyf við kvcfi ok ofna'miskvillum) Drungi. slen, deyíð sækir á vegna verkana á miðtaujfakerfið. Aspirín Maga- og þarmablæðinjíar. Deyfilyf (t.d. C'odcinc ok llcroin) Alvarlegt ölæði, ölvíma vegna áhrifa á miðtaugakeríið. Miklar líkur á öndunarteppu. f Kvalastillandi ódeyfandi lyf (t.d. Tylcnol) Maga- og þarmaertinif. Líkur á innvortis blæðingum. e Antabus (lyf jtcKn áfcnKÍsncyzlu) Ileilsu- og þróttarroði, uppsöiur, drungi. Lyf gegn háum blóðprýstingi Aukin áhrif lyfsins. í sumum tilfellum getur blóðþrýstingur- inn lækkað um of og nálgazt hættulegt lágmark. f Blóðpynnandi ■yf Aukin áhrif lyfsins til blóð- þynningar í byrjun. Dvínandi áhrif lyfs við drykkju að stað- aldri. Lyf gegn sykursýki Svipaðar afleiðingar og þegar áfengi og Antabus lyf íara saman. Tilætluð áhrif lyfs fara og minnkandi. f Fúkalyf Svipaðar afleiðingar og þegar áfengi og Antabus lyf fara saman. Róandi lyf (t.d. Valium. Lihrium. Miltow n) Drungi, slen og deyfð. SAGT er að Helena af Tróju hafi leyst ópíum upp í víninu, sem hún veitti sorgmæddum hermönnum. er hana heimsóttu, til þess að losa þá við sorg þeirra. í dag færist það stöðugt í vöxt í heiminum að fólk veiti sjálfu sér sams konar lausn frá erfiðleikum og tilbreyt- ingalausum hversdagsleikanum. Algengt er að fólk blandi saman áfengi og alls kyns lyfjum, en afleiðingarnar geta oft verið mjög alvarlegar og hafa margir látist af þeim orsökum. Mál þétta vakti almenna athygli í apríl síðast liðnum, en þá var Betty Ford fyrrum forsetafrú í Bandaríkjunum, lögð inn á sjúkra- hús í Kaliforníu, en sjúkdómur hennar var það sem kalla mætti „tvöfaldur ávani“. Hún sagði við það-tækifæri: „Eg er ekki einungis háð þeim lyfjum, sem ég hef þurft að taka inn vegna liðagigtarinnar, sem ég þjáist af, heldur einnig áfengi." Sonur hennar, Steve, sagði að móðir hans hefði blandað saman valium og áfengi um nokkurt skeið og væri nú orðin háð þeirri blöndu. Nú þyrfti hún að heyja baráttu til þess að losna undan þessum ávana. Valium verkar þannig að það orsakar slökun í vöðvum, en það hefur verið nauðsynlegt fyrir Betty Ford vegna liðagigtar henn- ar. En sé því blandað saman við áfengi geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Áfengi dregur meðal annars úr áhrifum penisilíns og sé það drukkið ofan í aspirin getur það orsakað innvortis blæðingar, en það getur reynst langtímadrykkju- mönnum banvænt. En alvarlegasta hlið þessa máls er ef til vill sú að það færist nú stöðugt í vöxt að konur ánetjist þessum tvöfalda ávana. Flestar eru konurnar miðaldra eða eldri. í sumum tilfellum hafa þær átt við drykkjuvandamál að stríða um langt skeið, og síðan snúið sér að róandi lyfjum eða svefntöflum. í öðrum tilfellum hafa þær verið hófdrykkjumanneskjur og síðan þurft að taka inn lyf vegna sjúkdóma af ýmsu tagi, eins og til dæmis hjartabilunar. Hélt að eiginmaðurinn bæri ábyrgð á hamingju minni. Ein af þeim konum, sem við þetta vandamál hefur átt að stríða er Jean, búsett í Bandaríkjunum. Hún var byrjuð að neyta áfengis áður en hún fór að taka inn lyf og hefur hún þetta um reynslu sína að segja: „Ég held að áfengisneyslan hafi orðið að vandamáli hjá mér þegar ég var um fertugt. Maðurinn minn hringdi þá oft til mín úr vinnunni og sagði að hann kæmist ekki heim í kvöldmat, en ég vissi þó ósköp vel að hann var einhvers staðar með vinum sínum að drekka. Ég komst þá að raun um að ef ég fengi mér nokkra drykki áður en ég fór að sofa, þá væri mér alveg sama hvenær hann kæmi heim, og til þess að forðast rifrildi, valdi ég þann kostinn." „Þegar maðurinn minn fékk stöðuhækkun var drykkjuvanda- mál mitt orðið nokkuð slæmt, svo fjölskylda mín ákvað að ég þyrfti á hjálp sálfræðings að halda. Sál- fræðingurinn lét mig fá valium og svefntöflur til þess að ég drykki ekki á meðan. Loks lét hann mig fá antabus, og tók ég það í 18 mánuði. Ég drakk ekkert á þeim tíma, en samtímis tvöfaldaði ég valium- neysluna, og þegar ég hætti að taka inn antabusið byrjaði ég að drekka aftur. Jafnframt tók ég inn alls kyns lyf. En þá urðu þáttaskil í lífi mínu. Ég lá í rúminu mínu í Betty Ford fyrrum forsetafrú er hún yíirgeíur sjúkrahúsið í Kaliforníu, eftir að hafa fengið þar meðferð við tvöföldum ávana. einhverri annarlegri vímu og vildi helst fá að deyja. En þá hugsaði ég með mér að ekki gæti áfengið drepið mig og fyrst það gat ekki drepið mig ákvað ég að ekki gæti ég haldið áfram að lifa svona lífi. Ég fór inn á sjúkrahús og fékk þar rétta meðhöndlun og þar sem að viljinn var nú fyrir hendi tókst að hjálpa mér.“ „Eftir á sé ég að ástæðan fyrir drykkju minni og lyfjaneyslu er einungis sjálfsmeðaumkun og gremja út í allt og alla. Ég var einkabarn, og þegar ég giftist bjóst ég við að maðurinn minn kæmi í stað foreldra minna og systkina, sem ég eignaðist aldrei Ég gerði því ráð fyrir því að hann bæri ábyrgð á hamingju minni, en komst þó að raun um að lífið var enginn dans á rósum. Mér fannst ég ekki ráða neitt við neitt og fann að áfengið og lyfin veittu mér lausn frá áhyggjum hversdagslífs- ins. En nú sé ég hversu fáránlegt þetta allt var og er fegin að ég hef fundið sjálfa mig á ný.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.