Morgunblaðið - 13.08.1978, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 1978
37
ÞESSAR telpur, sem heita Hildur Sigurðardóttir og
Kristrún Birgisdóttir, efndu til hlutaveltu til ágóða
fyrir Dýraspítalann. Söfnuðu þær rúmlega 9300
krónum til stofnunarinnar.
ÞESSAR telpur, sem eiga heima í Vesturbænum,
efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Blindravinafélagið.
Söfnuðu þær 5300 krónum til félagsins. Þær heita
Signý Pétursdóttir, Guðrún Gyða Árnadóttir og
Sigríður G. Andersson.
ÞESSAR telpur héldu hlutaveltu til ágóða fyrir
Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra suður í Hafnarfirði,
að Miðvangi 10, og söfnuðu þær rúmlega 12100
krónum. Þær heita Hólmfríður Þórisdóttir og Hanna
Birna Kristjánsdóttir.
FYRIR alllöngu efndu þessir krakkar til hlutaveltu til
ágóða fyrir Blindravinafélag íslands. Söfnuðu þau
10.000 krónum. — Krakkarnir heita Kristín Helga
Olafsdóttir, Andri Aðalsteinsson og Auður Hjartar-
dóttir, en hlutaveltuna héldu þau að Einarsnesi 40,
Reykjavík.
Daði Jóhannesson
—Minningarorð
Fæddur 2. ágúst 1895.
Dáinn 1. ágúst 1978.
Hann var ungur fyrir vestan,
stundaði sjó fyrir austan og settist
að hér syðra í þéttbýlinu.
Glaðvær félagshyggjumaður,
einn þeirra, sem reyndu sam-
vinnuútgerð. Þeir höfðu stundað
færi og línu. Þar fannst Daða
aðbúnaður góður. Annan eins
veizlukost gat vart að líta og þar
fékkst af borðum.
En hækkandi kolaverð, sem þá
rýrði hlutaskipti áhafnar, rauf
rekstrargrundvöllinn og Daði
sneri sér meira að landvinnu.
Hann var búfræðingur að mennt
og notaði töluvert verkkunnáttu
sína á því sviði. Enn í dag má
finna vegakanta, vegghleðslur,
meistaraverk hans á sviði vega-
gerðar og landbúnaðarstarfa.
Margir minnast og sláttu-
mannsins. Hann sveiflaði ljánum í
görðum og gróðurvinjum höfuð-
borgarinnar. Honum var kært
hugsað til Ljárdals fyrir vestan og
hann átti landspildu á Kjalarnesi,
sem og heitir og Ljárdalur. Þar
eru varðveitt handbrögð hans,
hlaðnir veggir úr torfi og grjóti og
bakkinn svo að áin rennur frjáls í
farvegi sínum undir Esjuhlíðum
útí Kollafjörð.
Lífi hins háaldraða hættir oft til
að hyljast móðu gleymskunnar,
fyrnast yfir tíma og ár. Hann hóf
sjósókn ungur. Fyrst var hann á
skútum fyrir vestan. Þeir stund-
uðu einnig miðin hér syðra. Hann
sótti á vetrarvertíð í Vestmanna-
eyjum. Þaðan tók hann sér far
austur fyrir land vorið 1924 og
ætlaði norður. Hann sá fyrir sér í
draumi heimilið, sem hann mundi
dvelja á um sumarið. Honum
buðust ve'rtíðarsamningar á fjörð-
unum, þar sem skipið stöðvaði á
leið sinni norður.
Á Seyðisfirði kom hann á
heimili afa míns og ömmu. Heimil-
ið þekkti hann frá draumnum. Þar
þáði hann að vera kyrr og
sumarvertíðir hans á Seyðisfirði
urðu þrjár. Eitt ár var hann
samfleytt syðra. Ljóst er að Daði
hreifst af sumarblíðunni eystra,
sem vart á sinn líka. Landkosti þar
gjörþekkti hann og virti. Mann-
kostir hans, almenn lífsviðhorf og
heimilisástæður ástvina réðu bú-
festi hans í Reykjavík og Kópa-
vogi. Hann var einn af hvata-
mönnum að byggingu Dvalarheim-
ilis aldraðra sjómanna.
KÓR Langholtskirkju tekur
dagana 17,—20. ágúst þátt í
tólfta norræna kirkjutón-
listarmótinu, sem að þessu
sinni verður haldið í Hels-
inki í Finnlandi. Eru mót
þessi haldin á fjögurra ára
fresti og tilgangur þeirra er
að ky nýjungar í kirkjutón-
list á Norðurlöndunum.
Á mótinu í Helsinki mun kórinn
flytja ný verk eftir tónskáldin Jón
Ásgeirsson og Þorkel Sigurbjörns-
son, sem voru sérstaklega samin
fyrir kórinn til flutnings við þetta
tækifæri. Þá kynnir kórinn út-
Hrafnista fékk að gjöf andvirði
herbergis, sem Daði gaf til minn-
ingar um hjónin, sem hann
kynntist fyrir austan og hefði
lengur unnt þess að njóta starfs-
krafta sinna og þekkingar, þeim
Guðfinni Jónssyni skipa- og húsa-
smíðameistara og konu hans
Guðnýju Einarsdóttur. Eftir að
Daði fluttist að Hrafnistu vann
hann ótrauður í mörg ár, í
frystihúsum og byggingarvinnu
við slátt og tómstundirnar eru
ófáar í Ljárdal.
Daginn áður en árin urðu 83,
þegar orfið og ljárinn höfðu ekki
lengur afli að mæta, reyndist
„maðurinn með ljáinn“ ná yfir-
höndinni.
Þær urðu æði margar dag-
slátturnar í lokalotunni. Hann féll
loks reyrinn sterki er sláttuönnin
hafði staðið yfir fimm vikur.
sendingar dr. Róberts A. Ottósson-
ar fyrrum söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar á gömlum íslenzkum
sálmalögum. Guðni Þ. Guðmunds-
son organisti leikur verk eftir
Hallgrím Helgason.
I framhaldi af mótinu flytur kór
Langholtskirkju efnisskrá fyrir
finnska útvarpið og fer síðan í
tónleikaferð og syngur í borgunum
Turku, Tampere og Jyváskylá.
Kór Langholtskirkju heldur
tónleika n.k. mánudagskvöld í
Háteigskirkju kl. 21 og er það
lokaundirbúningur tónleikanna. Á
þessum tónleikum syngur kórin
eina af þeim efnisskrám sem
undirbúnar hafa verið fyrir Finn-
landsferðina.
Herbert Marinósson.
Kór Langholtskirkju
syngur í Finnlandi
Fréttir f rá PON
(Super multi mono tilament)
Að búa í haginn .... ^
Margreyndu þorskanetin úr japönsku
Amilan-nyloni bjóðast enn á lækkuðu verði, eða
aðeins $ 20.92 CIF ísland, pr. 1,5 x 8, 32 möskva.
Verðlækkun þessi getur fallið úr gildi án
minnsta fyrirvara. HAFIÐ ÞVÍ SAMBAND STRAX
og búið í haginn á hagkvæman hátt fyrir næstu
vertíð.
Aflamenn vilja af bragðsnet
c/Lntlan
VEIÐAR-
EÆRI
Pétur 0 Nikulásson
TRVGGVAGÖTU 8 SIMAR 22650 20110