Morgunblaðið - 14.10.1978, Page 19

Morgunblaðið - 14.10.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978 19 \ Þessir þrír crlendu kardinálar hafa verið nefndir líklegir bæði nú og s.l. sumar> Pirionio frá Argentínu. Franz Köning írá Austurríki og Willebrands frá Hollandi. Corrado Ursi írá Napólí hefur verið líkt við Jóhannes Pál og margir spá því að hann verði páfi. Kardinálasamkund- an er setzt á rökstóla Vangaveltur um þá sem taldir eru koma til greina í embætti páfa Kardinálasamkundan er á ný að setjast á rökstólana. annað páfakjör á örskömmum tíma er að hefjast. Víst þykir sumum þetta harla sérkennileg staða. Einn aldurhniginn kardináli sem tók þátt í að kjósa Jóhann- es Pál I sagði er hann kom aítur til Rómar. að ekki heíði hvarflað að honum að hann myndi eiga eftir að taka þátt i ' að kjósa fleiri páfa um sina daga. Eins og áður hefur verið fjallað um hér í Mbl. hafa menn verið varfærnari að spá um eftirmann páfa nú. Meðal ann- ars vegna þess hve kjör Jóhannesar Páls gekk þvert á allar úttektir spekinga og spár í þá átt fyrir nokkrum vikum. Þá kom einnig í ljós að svo virðist sem mögnuð andstaða hafi komið upp meðal meirihluta kardinála við að kjósa einhvern úr æðstu stjórn Páfagarðs. Menn eru ekki vissir um hvort þetta hafi breytzt, alténd halda menn því fram að Sergio Pignedoli sem mjög títt var nefndur hafi goldið stöðu sinnar og ekki sennilegt að samstaða næðist um hann núna. Sama gildir um ýmsa aðra frambæri- lega menn að margra dómi, en engu að síður hafa sumir þeirra verið nefndir á ný, og einna áleitnust eru nú nokkur þeirra nafna sem að vísu voru nefnd í sumar en þóttu ekki trúleg: Corrado Ursi, sjötugur erki- biskup í Napolí, er þar efstur á blaði úr hópi italskra kardinála. Hann er ástsæll og nýtur sérstaks trausts meðal hinna fátæku og snauðu í Napolí enda hefur hann unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu. Honum þykir um margt svipa til Jóhannesar Páls, og gæti það nú orðið honum til framdráttar enda ýmsir þeirrar skoðunar að fyrir valinu verði maður svip- aðrar gerðar og „páfinn bros- andi“. Ursi er lítt reyndur í alþjóðamálum, hógvær maður, hefur mikinn áhuga á umbótum í félags- og velferðarmálum, en sagður nokkuð íhaldssamur í trúmálum. Meðal annarra ítalskra kardinála, sem hafa verið nefndir, er enn á ný Giovanni Benelli, 57 ára gamall erki- biskup í Flórens. Hann þótti í það yngsta til að verða páfi en snögglegt fráfall Jóhannesar Páls kynni að hafa bre.vtt þeirri Enn er Pignedoli nefndur en ekki jafn sigurstranglegur og fyrr í sumar. áfstöðu. Og sá þriðji er Salva- tore Pappalardo, sextugur Sikil- eyjarbiskup. Það er hins vegar eftirtektar- vert að þeirri hugm.vnd virðist hafa aukizt mjög fvlgi á þessum síðustu dögum að valinn skuli páfi sem ekki er ítalskur. Þar hafa ýmsir verið til nefndir, Johannes Wiilebrands, Hol- Íandi, og Eduardo Pirionio frá Argentínu og Franz Köning frá Austurríki eins og síðast en nú hafa allmargir erlendir kardinálar til viðbótar komið inn í spilið, hversu ntikið sem er nú að marka þær vangaveltur. Þar má nefna Jean Villot, 72 ára, Frakklandi, Paulo Evaristo Arns, 57, Brasilíu, baráttumað- ur fyrir auknum mannréttind- um, Joseph Cordeiro, 60, Pakistani sem þekktur er fyrir mannúðarstörf, Karol Wojtyla, 58, frá Póllandi sem þykir sterkur leiðtogi í fjandsamlegu umhverfi. Hann talar reiprenn- andi ítölsku. Svo kynni þó vitanlega að fara að sagan endurtæki sig og óþekktur kardináli yrði sá sem settist í hásæti Péturs. Lögreglumenn myrtir á Spáni Hilltitó, Spáni, 1.5. okl. Al'. IIRYÐJUVERKAMENN réðu tveimur liigreglumönnum bana í dag í útjaðri Bilhaó. höfuðhorg baskahéraðanna á Norður-Spáni. Þriðji lögreglumaðurinn var særður alvarlega. Talið er að hryðjuverkamenn- irnir tilheyri aðskilnaðarsamtök- um Baska, en fyrr á árinu höfðu sautján lögreglumenn fallið fyrir kúlum hryðjuverkamanna úr þess- um samtökum. Með þessum morð- um eru þeir jafnframt orðnir 42 sem látist hafa á árinu í i" .irðum sem eru af pólitískum toga spunn- ar. Morðin í dag bar að með þeim hætti að þegar þrír lögreglumenn voru í eftirlitsferð í jeppabifreið í útjaðri Bilbaó hófu sex menn vopnaðir vélbyssum á þá skothríð. Lögreglumennirnir tveir létust samstundis. Hryðjuverkamennirn- ir földu sig bak við tré i fjallshlíð og skutu samstundis frá þremur stöðum á jeppann. Nýr forsætisráðherra Svlþjóðar: Hyggst fara að dæmi Hartlings OLLA UHsten, hinn nýi forsætis- ráðherra Svíþjóðar, er 47 ára að aldri. Ilann er þjóðfélagsfræðing- ur að mcnnt og var um hríð starfandi blaðamaður við Dagens Nyhetcr og skrifaði m.a. leiðara í það blað. en hann hefur nú um langt árabil haft stjórnmálin að aðalatvinnu sinni. Frama Ullstens hefur borið að mjög skjótt. Hann varð leiðtogi Þjóðarflokksins, minnsta flokks- ins í Svíþjóð, sem fulltrúa á á þingi, í janúar s.l„ þegar Per Ahlmark sagði af sér því atarfi af persónulegum ástæðum. Ullsten varð þá jafnframt aðstoðarforsæt- isráðherra og gegndi áfram ráð- herraembætti því, sem fer með málefni þau er varða aðstoð Svía við þróunarlöndin. Ullsten var kosinn á þing árið 1965, en féll í kjördæmi sínu í kosningunum 1973. Hann náði kjöri á ný 1976 og hefur síðan siglt hraðbyri upp á við innan Þjóðarflokksins. Sagt er að Ullsten hafi tekið sér danska stjórnmálamanninn Paul Hartling til fyrirmyndar og hygg- ist nú fara eins að og Hartling, þegar hann myndaði minnihluta- stjórn sína fyrir nokkrum árum og tvöfaldaði fylgi flokksins í næstu kosningum á eftir. Flokkur Ull- stens hefur nú aðeins 39 sæti af 349 í sænska þinginu. Ullsten þykir ekki mikill ræðu- maður, en hefur lagt sig þeim mun meir fram í innra starfi flokks síns. Hann var um tíma formaður landssamtaka yngri manna í Þj óðarf lokknum. Hinn nýi forsætisráðherra Sví- þjóðar er kvæntur og á tvær dætur á unglingsaldri. Kona hans er verkfræðingur. Þau hjón og dætur þeirra eru sögð mikið hestafólk. Ullsten var eitt sinn templari, en er það nú ekki lengur. Hann er talinn glaðvær og dugleg- ur en laus við valdagræðgi. Carter til Kína? London. 13. okt. AP. KÍNY'ERSKIR fylgdarmenn í föruneyti Iluangs Hua. Utan- ríkisráðherra Kína. létu á sér skilja í dag að verið gæti að Carter Bandarikjaforseti hygði á ferð til Peking á næsta ári. Slík heimsókn yrði þó aðeins ráðgerð ef síðari hluta viðræðna Bandaríkjamanna og Sövét- menna um takmörkun fram- leiðslu gereyðingarvopna lyki með samningum og niyndi til- gangur farar Carters þá tii Peking verða sá að útskýra samkomulagið fyrir Kínverjum jafnframt því sem fjallað yrði almennt um alþjóðamál. Engin staðfesting á þessum fyrirætlunum hefur fengizt hjá bandarískum ráðamönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.