Morgunblaðið - 14.10.1978, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1978
I
!
t •
V.#'
• ♦
V#
• *
• •
V.#'
• *
* *
v.#*'
• *
V.#4,
* *
v.#'
V.#'
v.#'
Morgunblaöið heiðr-
ar fjóra íþróttamenn
ÍÞRÓTTAVERÐLAUN MorKunblaðsins íyrir árið 1978
voru afhent á Hótel Loftleiðum í gær. Verðlaunamenn
Morgunblaðsins í ár eru Gunnar Einarsson, Haukum,
sem var valinn leikmaður íslandsmótsins í handknatt-
leik, Björn Jóhannesson Armanni, markakóngur í
handknattleik, Karl Þórðarson leikmaður íslandsmóts-
ins í knattspyrnu og Pétur Pétursson markakóngur í
knattspyrnu. Að venju afhenti Haraldur Sveinsson,
framkvæmdastjóri Arvakurs, útgáfufélags Morgunblaðs-
ins, verðlaunin.
Verdlaunamonn Mbl. 1978
SijítrysíKur Sigtryggsson blaða-
maður gerði grein fyrir verðlauna-
höfunum og sagði við það tæki-
færi:
„Nú eru liðin 7 ár síðan Morgun-
blaðið hóf að heiðra þá knatt-
spyrnumenn, sem fram úr skara á
Islandsmótinu ár hvert og 6 ár
síðan sami háttur var tekinn upp í
handknattleiknum. Við sem að
þessari verðlaunaveitingu stönd-
um, teljum að hún hafi unnið sér
fastan sess í íslenzkum íþróttum.
Nú eins og áður höfum við verið
gagnrýndir fyrir stigagjöf fyrir
einstaka leiki en enginn hefur
dregið í efa réttmæti þess að
verðlauna þá íþróttamenn, sem
hingað eru komnir í dag til þess að
taka við verðlaunum sínum. Til-
gangur verðlaunaveitingarinnar er
tvíþættur, að heiðra þá sem
íþróttamenn sem skara framúr og
auka áhuga á íþróttum. Við vonum
að þetta hafi tekizt.
Verðlaunamenn Morgunblaðsins
1978 eru þessir:
Leikmaður íslandsmótsins í
handknattleik er Gunnar Einars-
son markvörður, sem lék með
Haukum í síðasta íslandsmóti en
leikur nú með Árhus KFUM í
Danmörku. Gunnar er tvímæla-
laust sá leikmaður, sem mestar
framfarir sýndi á síðasta vetri og
hann var öðrum fremur maðurinn
að baki stórgóðum árangri Hauka-
liðsins Vegna verkfalls blaða-
manna síðastliðinn vetur voru ekki
gefnar einkunnir í öllum leikjum
Islandsmótsins. Kom það því í hlut
okkar íþróttafréttamanna
Morgunblaðsins að velja leikmann
Islandsmótsins. Það val var auð-
velt, því Gunnar hafði svo afger-
andi forystu í stigagjöfinni. Næst-
ir Gunnari voru Árni Indriðason
Víkingi, Haukur Ottesen KR,
Andrés Kristjánsson Haukum, Jón
Karlsson Val, Páll Björgvinsson
Víkingi og Jens G. Einarsson IR.
Markakóngur Islandsmótsins
varð Björn Jóhannesson Ármanni.
Björn hefur um árabil verið með
markhæstu mönnum í íslenzkum
handknattleik en hann hefur
aldrei fyrr hlotið þetta sæmdar-
heiti. Er hann vel að verðlaunun-
um kominn. Björn skoraði 86
mörk. Næstir komu Andrés
Kristjánsson Haukum með 78
mörk, Jón Karlsson Val með 78
mörk og Brynjólfur Markússon IR
með 76 mörk.
• Þröstur Stefánsson formaður íþróttabandalags Akraness. flytur ræðu sína. Pétur markakóngur. og
Karl Þórðarson eru til hægri. Ljósm. Emilía.
• P. Stephan framkvæmdastjóri Feyenoord. og formaður Ármanns
Gunnar Eggertsson.
Leikmaður íslandsmótsins í
knattspyrnu varð Karl Þórðarson
Akranesi með 60 stig í 18 leikjum,
eða 3,33 stig að meðaltali í leik,
sem er langbezti árangur, sem
náðst hefur í þessari einkunnagjöf.
Karl hefur vakið verðskuldaða
athygli í sumar fyrir frábæra leiki
bæði með Akranesliðinu og lands-
liðinu. Þessi háa stigatala er engin
tilviljun, Karl hefur unnið verð-
skuldað fyrir hverju einasta stigi.
Næstir Karli komu Atli Eðvalds-
son Val með 52 stig, Dýri Guð-
mundsson Val með 48 stig og Árni
Sveinsson IA með 50 stig.
Markakóngur íslandsmótsins er
annað árið í röð Pétur Pétursson
Akranesi. Hann skoraði 19 mörk í
17 leikjum, sem er nýtt markamet
í 1. deild. Næstur kom Ingi Björn
Albertsson Val með 15 mörk.
Oþarfi er áð fara mörgum oröum
um Pétur. Þóit hann sé aðeins 191
ára gamall héfur hann sannað
ótvírætt að hann er marksæknasti
leikmaður íslenzkrar knattspyrnu
um þessar mundir. Þetta hefur
ekki farið fram hjá erlendum
, félögum og í, fyrramálið mun
IPétur halda til Hötlands, þar sem
• hann hefur skrifað undir atvinnu-
samning við stórliðið Feyenoord.
Fylgja Pétri beztu óskir á þessum
tímamótum í lífi hans.“
Ávörp
Haraldur Sveinsson fram-
kvæmdastjóri afhenti íþrótta-
mönnum verðlaunin og árnaði
þeim heilla með þann árangur sem
þeir heföu náð og gæfu og gengis í
framtíðinni.
Síðan tóku til máls Hermann
Þórðarson formaður Hauka: Þakk-
aði hann framtak Morgunblaðsins
sem hann taldi vera lofsvert og
vekti verðskuldaða athygli. Það
væri stór stUnd fyrir íþróttamenn-
ina er þeir tækju við verðlaunum
þessum. Þá þakkaði Hermann Mbl.
fyrir góð íþróttaskrif blaðsins.
Ellert Schram formaður KSÍ
þakkaði framtak Mbl. og óskaði
íþróttamönnum sem heiðurinn
hlutu til hamingju. Karl Þórðar-
son hefði óumdeilanlega sýnt svo
góða frammistöðu á sumrinu aÖ
val hans væri hafið yfir gagnr-ýni.
Pétur Péturssori væri nú í annað
árið í röð að taka við verðláunum
sem markhæsti leikmaður íslands-
mótsins, og væri það ekki lítið
afrek. Pétur getur lesið leikinn á
sérstakan hátt og skorar því mikið
af mörkum af alhliða list, sagði
Ellert.
P. Stephan framkvæmdastjóri
Feyenoord, var meðal gesta og
sagði hann framtak Mbl. vera
lofsvert, og án alls efa ungum
mönnum mikil hvatning á íþrótta-
sviðinu. P. Stephan sagðist vona
að Pétri tækist að skora jafn mörg
mörk fyrir Feyenoord eins og hann
hefur skorað fyrir I.A. undanfarin
tvö ár.
Þröstur Stefánsson formaður
Iþróttabandalags Akranéás þakk-
aði Mbl. góð íþróttaskrif, en þau
væri mjög mikilvæg fyrir íþrótta-
hreyfinguna. Óskaði hann íþrótta-
mönnunum til hamingju með
verðlaunin og þakkaði Morgun-
blaðinu það lofsverða framtak er
það sýndi með verðlaunaafhend-
ingu þessari. Sagði hann áð
verðláun blaðsins virkuðu hvetj-
andi á íþróttastarfið og væru
eftirsóknarverð fyrir íþróttamenn.
- ÞR.
Færeyingar kom-
ust ekki til landsins
LANDSLEIKNUM í hand-
knattlcik sem vera átti
gegn Færeyjum í gær-
kveldi, er frestað um
óákveðinn tíma, vegna þess
að áætlunarflug til Fær-
eyja hefur brugðist.
Þetta kom fram í skeyti sem
Mbl. fékk í gærkvöldi frá
fréttaritara sínum í Færeyjum,
Jögvan Arge. I skeyti Arge
kemur einnig fram, að áætlun-
arflug frá Danmörku hafi verið
með eðlilegu móti og því ein-
kennilegt hvað brugðist hefði
hjá Flugfélaginu. Nýjasta veð-
urspáin á þessum slóðum er góð,
hæg vestiæg átt og gott skyggni.
Reynt verður að fljúga í dag
og ef það tekst munu liðin
væntanlega leika í Laugardals-
höll í dag.
• Frá verðlaunaafhendingunni í gær. Frá v. Hermann Jónsson
íþróttafréttaritari Mbl. í Vestmannaeyjum. markakóngur ísl. mótsins
í handknattieik í fyrra Björn Jóhannesson, Þórður Sigurðsson
varaformaður handknattleiksdeildar Hauka. og formaður Hauka
Ilermann Þórðarson.