Morgunblaðið - 03.12.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978
13
William Scobie, fréttamaður The Observer, lýsir manninum
sem tók yfir 900 karla, konur og börn með sér í dauðann
niöurkomiö. Þessi áætlun krefð-
ist mikilla fjármuna og hinum
trúuðu var sagt, að þeir ættu að
gefa fé af örlæti.
Hinn svarti trúsöfnuður hans
tók að vaxa mjög á árunum
1967—1970, þegar öll Bandarík-
in loguðu í óeirðum og uppþot-
um, og þá lofsöng síra Jim
„svörtu hlébarðana", Angelu
Davis og aðra „byltingarmenn".
Eftir að James Jones hafði
komið á fót nýjum „Alþýðu-
musterum“ í Los Angeles og
víðar og hafði eignast vini meðal
valdamikilla kalifornískra
stjórnmálamanna, tók allt
kristnihald að þoka til hliðar
fyrir stjórnmálaafskiptum.
Fylkisstjórar, borgarstjórar,
lögreglustjórar, héraðsdómarar
og margir aðrir áhrifamenn
komu á musteris-samkundur
hans. í kosningaundirbúningi í
Kaliforníu vann hðill herskari
af áhangendum James Jones
baki brotnu við að afla þeim
frambjóðendum atkvæða, sem
leiðtogi sértrúarflokksins hafði
sérstaka velþóknun á. Honum
var það leikur einn að hóa
saman 700 manna áheyrenda-
hópi á hálfum degi.
Endurhæfingarstöðvar hans
fyrir eiturlyfjaneytendur og
fátækrahjálp hans nutu víðtæks
fjárhagsstuðnings hjálpfúsra
manna. Hann fékk fjárveitingu
frá Kalíforníu-ríki, var útnefnd-
ur formaður kviðdóms, átti sæti
í nefnd, sem fjallaði um málefni
afbrotaunglinga. Moscone, borg-
veraldlegar reitur sínar. Hinir
fátæku gáfu musterinu fram-
færslustyrki sína eða helming-
inn af öllum sínum tekjum.
Aðrir gáfu andvirði heimila
sinna, stóreignir, loðfeldi, skart-
gripi, líftryggingar sínar. I
síðustu viku var skýrt frá því, að
hjón ein hefðu gefið sértrúar-
flokki Jones 18 mismunandi
fasteignir, sem metnar eru á
hálfa milljón bandaríkjadala.
„Alþýðumusterið" átti 15 banka-
reikninga og landspildur hér og
þar í Kaliforníu. Allar þessar
eignir voru undanþegnar skatti.
Þeir trúuðu innan sértrúar-
flokks Jones, sem gefið höfðu
allar eigur sínar, voru látnir
starfa að verkefnum, sem „Al-
þýðumusterið“ stóð að, og þetta
fólk var látið búa í frumstæðum
kommúnum, og látið fá tvo dali í
vasapeninga á viku. í einu tilviki
voru þessir fátæklingar látnir
búa í bílskúr, og þar sváfu tólf
manns við ótrlegustu þrengsli.
Það var þó ekki fyrr en á
síðasta ári, sem blöðin í Banda-
ríkjunum tóku að líta svolítið
nánar á málefni síra Jims, en
ástæðan var sú, að um það bil 30
fráfallnir úr sértrúarflokki
James Jones höfðu bundist
samtökum til þess að koma
opinberlega á framfæri kærum
um trúarlegar hýðingar innan
safnaðarins, einnig vegna
„iðrunar-funda", þar sem ein-
stakir meðlimir sértrúarflokks-
ins voru neyddir til að auðmýkja
og sverta hverjir aðra, og stóðu
fórnarlamb launmorðingja. Trú-
arleiðtoginn var borinn burtu af
sviðinu, en kom svo að vörmu
spori gangandi aftur fram til
fólksins í hreinni skyrtu, og
griðastaður fyrir trúflokk hans.
„Að undanskilinni Afríku, er
Guyana bezti staðurinn," sagði
einn af aðstoðarmönnum Jones.
„I því landi eru margir ensku-
mælandi, kristnir blökkumenn,
sem kynnu að gerast meðlimir
„Alþýðumusterisins."
Landnemarnir
Yfirvöldin í Guyana leyfðu
Jones að festa kaup á 27.000
Svona fór hin hroöalcga „athöfn“
fram þegar fjiilda-sjálfsmorðin
hófust í „Jonesbæ“. Börnin fengu
eiturskammtinn fyrst — í ávaxta-
safa.
mikið sem minnst á James Jones
og sértrúarflokk hans.
Eftir að litlar búðir höfðu
risið þarna í Guyana, héldu yfir
1000 meðlimir sértrúarflokksins
af stað og fóru alla þessa 8500
Skömmu eftir að þessi mynd var tekin af Jimmy
Jones í höfuðstöðvum hans í „Jonesbæ“ í Guyana
voru útsendarar hans búnir að ráða Leo Ryan
öldungardeiidarþingmann af dögum og fjórar
aðrar saklausar manneskjur að auki...
Nokkrum stundum síðar lá svo hinn sjálfskipaði
boðberi mannúðar og bræðralags liðið lík fimm fet
frá „hásæti“ sínu í kommúnu sértrúarflokksins.
Og kringum hinn fallna „frelsara“ lágu lík yfir
900 safnaðarmeðlima hans.
arstjóri í San Francisco, sem
hlotið hafði nauman meirihluta
í kosningunum, en vann með
tilstyrk James Jones, skipaði
hann forijiann húsnæðismála-
stjórnar San Franciscoborgar.
Með fyrirfólkinu
Árið 1976 var Jones boðið um
borð í einkaþotu varaforseta
Bandaríkjanna til þess að rabba
við Waltér Mondale; og eitt sinn
stóð hann við hlið Rosalynn
Carter, forsetafrúar Bandarikj-
anna, á sérstökum palli við
hátíðlegt tækifæri. Það virtist
koma forsetafrúnni mjög á
óvart, þegar mannfjöldinn tók
henni að vísu vel, en hyllti hins
vegar síra Jim með þvilíkri
hrifningu, að allt ætlaði af
göflunum að ganga.
Eftir því sem tímar liðu höfðu
mörg þúsund manns afhent
„Alþýðumusterinu" nær allar
slíkar samkomur oftast nætur-
lagt. Þá bar þessi hópur fráfall-
inna einnig fram kærur vegna
herfilegustu blekkinga í sam-
bandi við lækninga-samkomur
trúflokksins.
„Upprisan44
Fyrrverandi ritari leiðtogans
lýsti því, hvernig Jones hefði
sýnt söfnuðinum kjúkl-
inga-fóarn í servíettu og sagt, að
þetta væru „krabbameinsæxli",
sem gengið hefðu út af sjúkling-
um meðan á lækninga-samkom-
um stóð. Annar aðili sagði frá
því, á hvern hátt Jones prédik-
ari hefði sett á svið sína eigin
upprisu.
„Við heyrðum skot,“ sagði
Wayne Pietila, „Jones féll á
gólfið og skyrtan hans var öll
löðrandi í blóði." Þetta gerðist á
einni trúarsamkomunni. „Allir
héldu. að síra Jim hefði orðið
sagði að hann hefði læknað sig
sjálfur. Við mörg tækifæri sagði
hann, að hann gæti kallað dauða
menn aftur til lífsins."
Foreldrar 18 ára gamallar
stúlku hófu málsókn á hendur
Jones og kröfðust einnar
milljónar bandaríkjadala í
skaðabætur fyrir hönd stúlk-
unnar, þar sem þau fullyrtu, að
hún hefði verið flengd 75
sinnum með „mtuntunar-kefli"
sértrúarflokksins, en það var
tréspaði, sem fílefldur negri var
látinn hýða fórnarlömbin meö.
Stöðugt fleiri meðlimir sögðu
sig úr sértrúarflokki Jones. Það
var því kominn tími til að flytja
sig um set.
Á skoðunarferð um Suð-
ur-Ameríku, þar sem James
Jones hafði með sér tímaritið
„Esquire" með grein um „níu
beztu felustaði í heimi" sér til
leiðsagnar, — valdi hann svæði,
sem skvldi verða hinn rét.t.i
Jackie Speier, ein úr starfsliði Ryans öldungardeildarþingmanns. Hún
særðist í skotárásina í Guyana og fékk að auki taugaáfall; auðnaðist
samt að brosa við heimkomuna til Bandaríkjanna.
ekrum af landi, eftir að Jones
hafði lagt fram skrifleg með-
mæli með sér og starfsemi sinni.
Á meðal þeirra, sem eiga að
hafa undirritað meðmæli þessi
var forsetafrú Bandaríkjanna
og öldungadeildarþingmaðurinn
Sam Ervin, sem þó hefur fullyrt,
að hann hafi aldrei heyrt svo
km leið frá Kaliforniu til
Guyana, þar sem þeir svo unnu
16 klukkustundir á dag við að
fella frumskóginn, byggja kofa
og sá korni.
I ágústmánuði síðastliðið ár
sagði Jones af sér embættinu
hjá húsnæðismálastjórn San
Franciscoborgar, lokaði öllum
„Alþýðumusterunum“ í Kali-
forníu, nema musterinu í San
Franeisco og fór burt frá
Bandaríkjunum fyrir fullt og
allt með nokkrar milljónir
Sjá næstu
síðu
Michael Prokes, íyrrum
fréttamaður hjá CBS-sjón-
varpsstöðinni. gerðist
áróðursmeistari hins
„„endurholdgaða Krists".
Þriggja ára sonur hans var
eitt af íórnarlömbum múg-
æðisins í Guyana. Sjálfur
kaus hann að lifa og er nú
sakaður m.a. um þátttöku í
morðunum á flugvellinum.
Myndin er tekin eftir hand-
töku hans.