Morgunblaðið - 03.12.1978, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978
Gunnar Gunnarsson útibússtjóri Útvegsbankans í Hafnarfirði ásamt
starfsfólki sínu, þeim Aðalbjörgu Reynisdóttur, Aðalheiði Halidórs-
dóttur og Gylfa Árnasyni.
w
Utvegsbankiim opnar
útibú 1 Haf naríirði
ÚTVEGSBANI íslands opnar eftir
helgina útibú að Reykjavíkurvegi
60 í Hafnarfirði. Útibússtjóri er
Gunnar Gunnarsson, sem áður
gegndi starfi deildarstjóra í gjald-
eyrisdeild bankanna. Auk alhliða
bankaþjónustu mun útibúið sjá um
kaup og sölu á erlendum gjaldeyri,
taka við inn- og útflutningsskjölum
til afgreiðslu og annast opnun
bankaábyrgða. Þá verður á
næstunni boðið upp á afnot af
geymsluhólfum.
Ólafur Bjðrnsson formaður banka-
ráðs Útvegsbankans flutti ávarp við
opnun útibúsins. Hann gat þess að
Utvegsbankinn hefði lengi haft
áhuga á að opna útibú í Hafnarfirði
bæði vegna þess að það væri stefna
bankans að koma upp útibúum í
öllum kaupstöðum landsins og einnig
vegna viðskipta hafnfirzkra fyrir-
tækja við Útvegsbankann. Stefán
Jónsson forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar bar kveðjur bæjar-
stjóra og bæjarstjórnar og bauð
Útvegsbankann velkominn í bæinn.
Afgreiðsla bankans er um 200 fm
að stærð, og hefur Gunnlaugur G.
Björnsson annast alla skipu-
Iagningu.
Smíðastofa Jónasar Sólmunds-
sonar hefur smíðað innréttingar
eftir teikningum Guðmundar Jónas-
sonar, tæknifræðings, og uppsetingu
á þeim hefur Sveinn Guðmundsson,
húsasmíðam., framkvæmt. Aðrar
framkvæmdir höfðu með höndum:
Kristján Jónsson, múraram., Guðjón
Júlíusson, pípulagningam., Jón
Bjarnason, rafvirkjam., Anton
Guðmundsson, vélvirki, Ólafur Ólas-
son, veggfóðraram., Jón Ingi
Ragnarsson, málaram., Jóhannes
Guðmundsson, húsgagnasm. og
Baldur Ágústsson, framkv. stj. Vara
h.f, sem sá um uppsetningu á
eldvarna- og aðvörunarkerfum.
Umsjón með innréttingum hefur
umsjónarmaður bankans Guðjón
Guðmundsson, húsasmíðam. haft
með höndum.
Fjórar lit-
prentaðar
barnabækur
SETBERG hefur gefið út þessar
barnabækur: „Anna er dugleg
stúlka", „Pétur og Tommi", „Dísa
og dúkkan hennar" og „Gunnar
hjálpar dýrunum".
Anna fer að tína ber og villist á
leiðinni, en það sannast í bókinni,
að Anna er dugleg stúlka. En
Pétur og Tommi eru góðir félagar
og bralla margt. Svo er það
Gunnar sem þýtur ásamt hvolpin-
um Gutta út í skóginn til að hjálpa
dýrunum. Og loks í fjórðu bókinni
segir frá því hvernig Dísa hugsar
um dúkkuna sína, klæðir hana og
gefur henni matinn sinn, — og svo
getur Dísa raunverulega vaggað
henni í svefn, því að allt eru þetta
„tikk-takk-bækur“.
Málverka-
sýning í
Festi í
Grindavík
í DAG, sunnudag. verður opnuð
sýning í félagsheimilinu Festi í
Grindavík á verkum nokkurra
fra'gra íslenzkra myndlistar-
manna og eru öll verkin á
sýningunni til sölu. Rennur ágóði
af sölunni óskiptur til að koma
upp minnisvarða um drukknaða
menn frá Grindavík. Stendur
sýningin yfir til 7. desember og er
opin í dag kl. 14—22 en mánudag
til fimmtudags kl. 20—22.
Fjallfoss var hér í vikunni og
lestaði 900 tonn síldar er fara eiga
til Póllands. Atvinna hér hefur
verið með mesta móti, næg vinna
við síldina.
Þá hafa verið hér sýningar á
leikritinu Deleríum búbónis og var
það sýnt í gær, en það er
leikfélagið í Garðinum, sem stend-
ur að henni, og hefur henni verið
mjög vel tekið af heimamönnum.
— Guðfinnur
Eigum nú
I _ fyrirliggjandi eftirtaldar
UU&MM bifreiöar árg.’78
FIAT 127
L 2ja dyra
L 3ja dyra
CL 2ja dyra
CL 3ja dyra
Áætlað verð á
Verð 4 dag næstu sendingu
2.410.000.- 2.975.000
2.500.000.- 3.087.000
UPPSELDUR 3.112.000
UPPSELDUR 3.375.000
FIAT128
L 2ja dyra 2.760.000,- 3-362.000
L Station 2.940.000.- 3.562.000
CL 4ra dyra 3.010.000.- 3.700.000
CL 2ja dyra 3.550.000.- 4.260.000
CL 4ra dyra 3.610.000.- 4.368.000
SUPER
4ra dyra AUTOM. UPPSELDUR 4.980.000
FIAT 132
1600 4.030.000.- 4.668.000
2000 UPPSELDUR 5.316.000
2000 AUTOM. UPPSELDUR 5.556.000
Fólksbíll
Station
2.110.000.- 2.612.000
UPPSELDUR 2.750.000
Ef þiö geriö verösamanburð á þeim bílum sem fáanlegir eru
í dag kemur í Ijós að þú færö mest fyrir peninginn
þegar þu kaupir FIAT.
FIAT ER BILL
SEM BORGAR SIG
FÍAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
DAVÍÐ SIGURÐSSON hf.
SlOUMÚLA 35, SÍMI 85855.