Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 12
\ 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Bragi Asgeirsson: ^ Nokkur orð til Olafs Kvaran „ListasagnfræðinKurinn" Ólafur Kvaran velur þann kost að svara í málgagni sínu, Þjóðviljanum gagnrýni minni á fljótfærnislega grein hans um íslenzka nýlist í ársriti finnska myndlistarsam- bandsins, Taide, sem birtist í Morgunblaðinu 23. nóvember. Eins og þeim mun kunnugt, er lásu grein mína þá, var ársritið helgað kynningu á vettvangi norrænnar nýlistar. Ólafi er býsna mikið niðri fyrir að leiðrétta „rangar og villandi upplýsingar mínar ásamt dæma- lausum ósannindum". Ég fæ þó ekki annað séð en að öll grein hans beri þess vott, að málflutningurinn sé ekki eins hnökralaus og maðurinn vill vera láta, því að grein hans snýst upp í persónulegar ávirðingar og mála- flækjur. Atriði sem eru óskemmti- lega einkennandi fyrir islenzkar ritdeilur er rökin bresta. Nafn mitt kemur fyrir ekki sjaldnar en 20—30 sinnum i fjórdálka grein, ásamt skopmynd nokkurri sem er í litlum tengslum við það sem deilt er um og afhjúpar frekar tvíræðan tilgang höfundarins. Ég vil strax geta þess til að forðast misskilning, að greinar- stúfur minn er engan veginn skrifaður vegna þess að hlutur minn sé meira fyrir borð borinn en fjölda annarra. Skrif Ólafs eru vinsamleg í minn garð og sé ég ástæðu til að þakka þau hér, — en annað mál er að efnislega eru þau ekki rétt sett fram. Efnislega dýpt hef ég t.d. notað meira og minna í myndir mínar, allt frá því að ég var búsettur í Róm árið 1954, og ég hef unnið nær eingöngu í upp- hleyptar myndir frá árunum 1963—4. Ártalið 1965, sem Ólafur læðir hér að, er þannig misvísandi. Þá fæ ég samfylgd með Einari Hákonarsyni, sem ég á ekki skilið í þeirri merkingu að hafa flutt áhrif frá Francis Bacon til íslands. Hins vegar vil ég þakka Ólafi sérstak- lega fyrir að hafa bent mér á hinn ágæta ameríska listamann Joseph Cornell, en ég hef bætt upp fáfræði mína á þeim listamanni eftir að hafa lesið grein hans. Það er meinlaust en meiningarlítið að setja list mína undir hatt þessara listamanna. Ég hef aldrei verið sérlega hrifinn af Bacon þótt ég viðurkenni list hans, — Cornell er ekki frekar áhrifavaldur í list minni en ótal aðrir, er hafa notað efnislega dýpt í myndir sínar og/eða hvers konar fyrirbæri úr rekafjöru. Þeir eru annars fjöl- margir, sem hafa haft áhrif á mig, og hér er engu að leyna. Ég vil árétta, að ljósmyndir með grein Ólafs eru ekki í neinu beinu samhengi vð textann — og hér vil ég sérstaklega benda Ólafi Kvaran á það, að ritstjóra Taide, sem ekki mun þekkja mikið til íslenzkrar myndlistar frekar en fyrri rit- stjórar svo sem allir árgangar ritsins bera vott (ég fór í gegnum þá alla í Finnlandi í haust), varðar lítt, hvaða myndir greinarhöfund- ar velja. Það er takmörkuð reisn að láta slíka velja myndir fyrir sig og jafngildir því, að ritstjórinn hefði einnig farið fram á að fá að krukka í og ritskoða textana. Hér er nefnilega verið að kynna íslenzka list á hinum Norðurlönd- unum, og það kemur virkum íslenzkum myndlistarmönnum fyrst og fremst við, einkum ef þeir lifa og starfa á íslandi. Er þannig Hæsti vinningurinn í desember verða hæstu vinningarnir dregnir út. 9 fimm milljón króna vinningar eða samtals 45 milljón krónur á eitt númer. Endurnýjaðu strax í dag til að glata ekki vinnings- möguleikum þínum. 12. flokkur 9 @ 5.000.000,- 45.000.000.- 18 — 1.000.000,- 18.000.000,- 18 — 500.000,- 9.000.000,- 1.224 — 100.000,- 122.400.000.- 5.634 — 50.000.- 281.700.000.- 26.172 — 15.000,- 392.580.000.- 33.075 868.680.000.- 54 — 75.000,- 4.050.000- 33.129 872.730.000,- Vió drögum 12. desember ^HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi! Atriði úr Rokkballettinum 1955. Síðasta sýning ís- lenska dansflokksins og Þursaflokksins UNDANFARIÐ hafa Þursaflokkurinn og íslenski dansflokkurinn sýnt í Þjóð- leikhúsinu þrjá balletta, Pas de Quatre eftir Anton Dollin og sviðsetti hann sjálfur ballettinn ásamt íslenska dansflokknum, Rokkballettinn 1955 sem dansflokkurinn samdi sjálf- ur við vinsælustu lög Elvis Presleys og loks ballett Ingibjargar Björnsdóttur Sæmundur Klemensson. Tónlistina við síðasta ballettinn er samin og flutt af Þursaflokknum. Síðasta sýning á þessum ballettum verður í Þjóðleik- húsinu næstkomandi laug- ardagskvöld. 1 Ertu að baka? Pillsbury's Best hveiti 5 Ibs. 351 Strásykur 1 kg. 135 Opiö til kl. 10 föstudag Opiö til kl. 6 laugardag Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Allar bökunarvörur á Vörumarkaðsverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.