Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 13 Bragi Ásgeirsson ekki einkamál íslenzkra listfræö- inga né erlendra ritstjóra listtíma- rita — er vilja máski sumir hafa þetta svona og þannig eftir hentisemi, þó það sé í harla litlu samhengi við staðreyndir um vettvang íslenzkrar myndlistar. Ólafur Kvaran stikar vissulega frá Septem.bersýningunni til SUM og setur flest undir þeirra hatt líkast þvi að aðrir en meðlimir listhópanna tveggja hafi naumast verið til á tímabilinu. En hér komu einnig ýmis áhrif að utan, sem ekki er hægt að setja undir hatt þessara listhópa. Hann hefði að ósekju mátt víkja meir að hlut þeirra, er unnu utan listhópanna, — og vegna þess að slíkt hefur komið fyrir áður fann ég mig knúinn til andsvara. Hér koma til ýmsir áhrifavaldar um fjölmargt, og vil ég nefna hér nokkur nöfn sem dæmi: Hörð Ágústsson, Hjör- leif Sigurðsson, Sverri Haralds- son, Benedikt Gunnarsson, Eirík Smith, Hafstein Austmann, Stein- þór Sigurðsson, Guðmund Erró, Braga Ásgeirsson o.fl. — Ólafur hefði að ósekju mátt víkja að hlut þessara manna, er voru t.d. virkir löngu á undan SUM-mönnum, allt annað er söguleg fölsun. Flestir er hér voru nefndir héldu stórar, viðamiklar sýningar á tímabilinu á milli listhópanna tveggja og tóku þátt í flestum Haustsýningunum. Hví má ekki nefna hlut þeirra? Hví er miklu lesmáli eytt í Ragnheiði Jónsdóttur, en stöllu hennar, Björgu Þorsteins, sem verið hefur jafn virk á síðustu árum, að engu getið? Báðar eru dugandi listakonur. Ef svo er rétt, að raunsæi og konsept sé það sem aðallega hefur verið að gerast á Islandi á þessum áratug og sé einkennandi fyrir styrk og stöðu myndlistar á tímabilinu, af hverju er þá t.d. Hringur Jóhannesson gerður að fulltrúa raunsæisins, en ekki t.d. Eiríkur Smith, Einar Hákonarson eða Sverrir Haraldsson — skipa má Sverri á bekk með súrrealist- ískum raunsæismönnum. Hvar er hér hlutur Erró og hvi er hér Gunnars Arnar hvergi getið? — Það er hárrétt, að ekki er hægt að geta allra í stuttu yfirliti — en það er á sama hátt fullkomlega forkastanlegt í slíkri ritsmíð að ganga framhjá hlut fjölmargra á tímabilinu — láta sem þeir hafi ekki verið til. Grein Ólafs er einmitt sett upp á þann hátt að skírskota til sögulegs samhengis og þá er að halda sér við efnið. Það er alls ekki sögulegt samhengi (orðið skýrir sig sjálft) að tæpa á hinu og þessu á tímabilinu — draga eitt fram en sjást algjörlega yfir annað. Að þessu beindist gagnrýni mín öllu öðru fremur í skrifi mínu, svo sem hver getur séð og slík eru í hnotskurn „Furðuskrif mín“. og rangar og villandi upplýsingar. ásamt dæmalausum ósannind- um“. — Meginkjarninn þykir mér hér vera, að andlit íslenzkrar nýlistar sé það, sem gert hefur verið hérlendis og erlehdis af virkum íslenzkum myndlistar- mönnum, en ekki einungis það, sem misvitrum íslenzkum og erlendum listsögufræðingum þóknast að álíta (einnig úr fjar- lægð) að hafi skeð- Persónulegum ávirðingum Ólafs í minn garð ásamt vífilengjum og útúrsnún- ingum vísa ég til föðurhúsa. Teikningar og sögur í jólablað barnanna Að venju mun Morgunblaðið hafa sér- staka jólalesbók fyrir börn um hátíðarnar. Að því tilefni viljum við hvetja börn og unglinga til þess að senda myndir og sögur, sem eru e.t.v. á einhvern hátt tengd að- ventu, jólum eða nýju ári. Nauðsynlegt er að senda teikningar og frumsamið efni sem allra fyrst. Munið að merkja verkefnin vel og senda þau til Barna- og fjölskyldusíðu' Morgun- blaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík. Moby Dick í „Sígildum sögum” Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur gefið út í bókaflokknum Sígildar sögur með litmyndum hina víðfrægu sögu, MOBY DICK eftir Herman Melville. Islenska þýðingu gerði Andj-és Indriðason. Eins og í öðrum bókum þessa bókaflokks er efni sögunnar dregið mikið saman og bókin prýdd fjðlda litmynda. Lítid barn hefur Iitio sjonsvio t ■ i 3H § .. jjB ÍS5 $>_ l 1 u & ' V/ W/- ': ~ |.SB 3 11 é©*.:‘ Komiö og hlustiö — heyrn er sögu ríkari. PIONEER' árgerö 1979 eru komin Nú hafa PIOIMEER verksmiöjurnar tekiö upp & þá nýjung að velja saman hljómtækjasett .3 sem henta hverjum og einum. I hocci I m f ollom ■ kv i 111 mn r> ♦ nr\ A . . rv. Æ sem henta hverjum og einum. þessum fallegu hillusamstæðum njóta PIONEER _ tækin sín hvar sem er. ajJ .....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.