Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 14 Ai 'S0&> *]0k0^íS‘ |É&$* V S^ «eíjsfS* ev <5H»^ £ j5%&? 'Jl' íÖfiv:fí'' „iOí' ^6»s*S*0 ASf/tíét",r V' s‘a „4V" Híl'f i o^oS^íV' ',ójbeioin^,t4 “oe/ v<Ss* s ö**2 Minnis- peningur Jóns Sigurðssonar Mig langar til þess, lesari minn góður, að vekja athygli allra á minnispeningi, sem Hrafnseyrarnefnd hefir látið slá, og er að koma á markaðinn þessa dagana. Og hvers vegna er ég að geta þessa einmitt í dag. Jú, þannig stendur á, að í dag, hinn 7. desember, eru liðin 99 ár síðan Jón Sigurðsson dó. Peningurinn er aftur á móti tengdur hundruðustu ártíð Jóns forseta sem er að ári. Hrafns- eyrarnefnd mun verja ágóðan- um af sölu þessa penings til uppbyggingar á húsum og til minjasafns um Jón Sigurðsson á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns. Það muna sjálfsagt margir eftir Jóns Sigurðssonar-gullpeningn- um sem gefinn var út árið 1961. Það var mynt, 500 krónur að verðgildi. Sá peningur var seldur á 750 krónur og runnu 250 krónur af söluverði penings- ins til uppbyggingar á Hrafns- eyri líka og varð af því talsverð fúlga þá og dugði langt, en nú þarf að bæta við. Gullpeningur- inn var sleginn í 10.000 eintök- um. Seldist dræmt til að byrja með, en svo allt í einu kom kippur í söluna og hann hvarf á svipstundu. Nú er þetta virtur safngripur um allan heim og er seldur á þetta 75.000 til 200.000 krónur eftir því í hvaða landi hann er seldur. Nýi Jóns Sigurðssonar peningurinn er ekki mynt aftur á móti, heldur minnispeningur. Minnispeningar hafa verið slegnir lengi. Þeir elztu eru líklega frá dögum Rómverja en þá voru slegnir peningar, sem líktust mynt en voru ekki gjaldgengir. Aftur á móti var til þess ætlast að eftir þeim væri tekið í Róm og í skattlöndunum því þetta var aðferð til að auglýsa þann sem lét slá pening- inn, og hafði hann mynd sína á peningnum. Þá voru engin blöð og var þetta ágæt aðferð til að menn könnuðust við andlitin á háttsettum mönnum. Róm- verjar voru snillingar í að móta mannamyndir á mynt og peninga og því höfum vér í dag ágætá hugmynd um hvernig menn eins og Sesar, Agústus, Tíberíus og Kládíus litu út. Listin að slá mynt og minnis- peninga dó svo út með falli Rómaveldis og var ekki tekin upp aftur fyrr en á endurreisn- artímabilinu um 1438. Þá var það að málarinn Antoni Pisano, kallaður Pisanello, framleiddi (steypti) minnispening úr bronsi með mynd af Jóhannesi VIII Plaiologos, keisara í Miklagarði, en hann hafði það ár komið á kirkjuþingið í Ferrara í leit sinni að hjálp frá kristnum mönnum gegn ágangi Tyrkja í ríki hans. Minnispeningur Pisanellos varð kveikjan að því að nú fóru fjölmargir listamenn að leggja fyrir sig hið smágerða form minnispeninga og sköpuðu mikla list þannig í stíl endur- reisnartímabilsjns. Kristján konungur fyrsti af Danmörku kom til Rómar árið 1474 og gjörði ítalski lista- maðurinn Bartolomeo Melioli þá minnispening með mynd af eftir RAGNAR BORG konungi. Eftir það voru slegnir minnispeningar af þekktum mönnum á Norðurlöndunum, til að byrja með voru það þýzkir listamenn sem gjörðu pening- ana en smám saman tóku innfæddir við. Sá er aðal munurinn á mynt og minnispeningum, að myntin er skráð í katalóga um allan heim og er auöflytjanleg milli landa. Aftur á móti er aðeins einstöku minnispeninga getið og þeir eru oft tollskyldir í flutningum milli landa. Mynt- safnarafélagið hefir undanfarið unnið að skrá um íslenzka minnispeninga undir forystu Helga Jónssonar, fyrsta for- manns félagsins. Minnispening- ar eru oft seldir á uppboðum félagsins og nú fyrir mánuði voru 2 slíkir seldir, báðir bronspeningar. Annar var minnispeningur Sigurðar Nor- dal en hann var seldur á 85.000 krónur og svo minnispeningur Þjóðminjasafnsins frá 1962 sem sleginn var á 150.000 kronur. Hinn nýi minnispeningur Jóns Sigurðssonar er sleginn bæði í brons og silfur. Slegnir hafa verið 1000 silfurpeningar og 2500 bronspeningar, en þeir verða aldrei fleirí en 3000 eins og kemur fram í rönd peningsins. Það má af þessum tölum sjá að upplag þessa penings er mjög takmarkað miðað við að 10.000 stykki voru slegin af Jóns Sigurðssonar gullpeningnum 1961. Þessi nýi peningur ætti því að fljúga út og ég vil hvetja sem flesta stafnara að ná sér í eintak áður en hann selst upp því þá stígur hann strax í verði. Peningurinn er seldur í settum, silfur- og bronspeningur saman í öskju á 35.000 krónur og bronspeningur- inn kostar einn sér 10.000 krónur. Hvort um sig er falleg og verðmæt gjöf. Peningurinn fæst enn hjá flestum bönkum og sparisjóðum um land allt. Þver- mál peningsins er 55 millimetr- ar og silfurpeningurinn er úr Sterling silfri. Það er eins með þennan pening og gullpeninginn frá 1961 að það er Jörundur Pálsson sem hannaði. Á fram- hliðina hefir hann mynd Jóns Sigurðssonar en á bakhliðinni innsigli hans og einkunnarorð. Mót peningsins er grafið hjá hinu þekkta fyrirtæki Sporrong í Svíþjóð en peningarnir eru slegnir hjá ísspor h.f. í Reykja- vík. Mér finnst þessi nýi minnis- peningur um hundruðustu ártíð Jóns Sigurðssonar forseta vera mjög fallegur og vel er hann sleginn. Þess vegna er ég að vekja athygli manna á honum áður en hann selst upp. Nafn Jóns Sigurðssonar ljómár í huga hvers Islendings. Hrafnseyrar- nefnd vill efla og varðyeita minninguna um þennan mikla mann. Með því að kaupa minnis- peninginn hjálpum við nefnd- inni við hennar starf, eignumst góðan grip í leiðinni og mætti peningurinn sem oftast minna okkur á það á lífsleiðinni hvort það er ekki eitthvað sem við getum gert fyrir landið okkar þótt aldrei verði það líklega jafn mikið og Jón Sigurðsson gerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.