Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 27 stjóra til að veita brunamálastofn- uninni forstöðu, og skal hann vera maður með sérþekkingu á bruna- málum er sé annaðhvort verkfræð- ingur eða tæknifræðingur, segir í lögum. Málverkasýn- ing á Húsavík Húsavík, 6. des. MÁLVERKASÝNINGU hélt Kári Sigurðsson í safnahúsinu á Húsa- vík um s.l. helgi. Flestar myndirn- ar eru máláðar á þessu ári með olíu- og akryllitum. Þetta er önnur sjálfstæða sýning Kára en hann hefur tekið þátt í tveimur sam- sýningum. Fyrsta sjálfstæða sýn- ing hans var 1968. Síðan hefur Kári ávallt fengist við listina en ekki látið mikið á sér bera. Sýning hans nú ber vott um að hann hefði oftar og meira getað látið að sér kveða í okkar sýningarsölum. Sýningin var vel sótt og af 45 myndum seldi hann 18 myndir. — Fréttaritari. INNLENT Lítil atvinna á Bíldudal — Ég kannast ekki við það, sem formaður Alþýðusambands Vestfjarða segir í samtali við Mbl. í dag, miðvikudag. að á Vestfjörðu.m sé atvinnuástandið gott og þar með talið á Bíldudal. sagði Páll llannesson fréttaritari Mbl. á Bíldudal og óskaði hann eftir að koma á framfæri nokkr- um athugasemdum við ummæli Péturs Sigurðssonar varðandi atvinnulíf vestra. — Aflinn, sem barst til okkar í nóvember, var 142 tonn samtals og við erum nú ekki það aumir Bílddælingar að við séum slitupp- gefnir eftir að vinna hann og hefðum því að sjálfsögðu óskað eftir að fá meiri afla. Nefna má, að í september og október voru greiddar um 6 milljónir í atvinnu- leysisbætur hingað og finnst mér að formaðurinn hefði átt að kynna sér átandið áður en hann fjallar um það í blöðunum. Þá sagði Páll Hannesson, að ástandið væri heldur bágborið, ekki hæfust rækjuveiðar fyrr en eftir áramót ef þær hæfust þá nokkuð. Úr heimi bænarinnar lífið undir sig. Og í námunda við þau orð eru önnur um ljósið. Þau minna á gamalt og gilt hollráð: Vertu ekki að fjasa um myrkrið né þrátta við það, kveiktu heldur ljós. Það er sjálfsagt, að kristnir menn á Islandi taki eftir þeim útgáfufyrirtækjum og þeim höfundum, sem leggja sig fram um það að smána kristna trú og misbjóða tilfinningum kristinna manna. Það fer ekki hjá því, að kristin alþýða þessa lands veiti slíku athygli og dragi sínar ályktanir, þegar mönnum þykir viðeigandi að neyta þess færis, sem kauptíðin, kennd við jól, býður upp á, til þess að þjóna því máli og menningu, sem dögum. En alþýðleg trúarrit hans hafa hlotið almenna viður- kenningu, þó ekkert þeirra fremur en þessi bók hans um bænina. Hún hefur náð geysi- legri útbreiðslu í mörgum lönd- um. Góðu heilli er þessi bók nú fáanleg í lipurri íslenskri þýð- ingu og í fallegum ytra búningi. , Sigurbjörn Einarsson. ÞESSA mynd tók Emilía ljósmyndari Mbl. á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar íslenzka flugfólkið kom heim frá Sri Lanka. Á myndinni eru frá vinstrii Bjarni ólafsson flugvirki, scm hefur sinnt ýmsum nauðsynlegum málum f sambandi við flugslysið ásamt Dagfinni flugstjóra, þá kemur ólafur Mixa læknir sem fylgdi Oddnýju heim, móðir Oddnýjar Unnur Jóhannsdóttir, Dagfinnur Stefánsson flugstjóri, Þórólfur Beck Þórólfsson sonur Oddnýjar og hún er lengst til hægri í sjúkrakörfu um borð í flugvél Flugleiða. Sigurbjörn Einarsson biskup: Byggingarsamvinnurfélög SÍS og V.R.: O. Hallesby. ÚR IIEIMI BÆNARINNAR. Bókaútgáfan SALT h.f. 1978 SALT er nafn á bókaútgáfu einni, varia mjög kunnri, því hún er ung, nýlega farin af stað. Og það er ungt fólk, sem átti frumkvæði að því að koma henni á fót. Hún ryðst ekki mjög um í þeirri torfu, sem veður í stór- straumsflóði bókaframboðs á jólaföstu. En hún gefur út góðar bækur, þær bækur einar, sem óhætt er að mæla með. Heiti þessa forlags er vafa- laust sótt í ummæli Jesú um salt jarðar, þar_ sem hann minnir á þá köllun sinna manna að vera farvegir þeirra áhrifa hans, sem hindra það að fúlir gerlar og sýklar rotnunar og ýldu leggi hefur á stefnuskrá sinni að ganga af kristinni trú dauðri og gera kristna menn réttdræpa fyrir dómstóli hinnar þjóð- félagslegu „hugsjónar". En kristið fólk þarf ekki síður að gefa því gaum sem vel er gert og styðja það. Hér vildi ég benda á SALT og sérstaklega eina bók, sem það forlag hefur gefið út. Hún heitir Úr heimi bænarinn- ar og er eftir Ole Hallesby, prófessor. Sá heimur, sem þarna er um að ræða, er stór og auðugur en lítt eða ekki numinn af flestum. Þessi bók veitir trausta og þroskaða leiðsögn inn fyrir landamæri hans. Höfundurinn var umdeildur guðfræðingur og kirkjumaður meðan hann var á m.kr. tilbúnar undir tréverk Á vegum Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur og Byggingar- félags starfsmanna SÍS er nú unnið að byggingu fjölbýlishúsa í Breiðholti í Reykjavík og eru fbúðirnar um þessar mundir tilbúnar undir tréverk. Eru þær ýmist afhentar þannig eða full- gerðar. Byrjað var á framkvæmd- um á mjög svipuðum tíma eða seint á árinu 1976. Guðmundur Karlsson, sem sæti á í byggingarnefnd fyrir hús V.R. er standa við Valshóla, sagði, að verkið hefði gengið samkvæmt áætlun og nú væri verið að afhenda íbúðirnar tilbúnar undir tréverk og gengið hefði verið frá samningum um innréttingar sem þýddi að hægt yrði að afhenda þær til kaupenda i febrúar eða marz. Verð 4ra herbergja íbúðar um 90 fermetra tilbúinnar undir tréverk sagði Guðmundur vera um 7,5 millj. og samkvæmt tilboði yrði verðið að loknum innréttingum um 9,2 m.kr. og væri þá komið um 90% byggingarkostnaðarins, en íbúð- irnar verða afhentar kaupendum á kostnaðarverði. Verð 5 herbergja íbúðar 115—120 fermetra kvað Guðmundur vera um 9,75 m.kr. tilbúinnar undir tréverk, en í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir bílskúrum, en þeir geta fylgt nokkrum íbúðum og hækkar þá verðið nokkuð. Geir Geirsson, sem er meðal þeirra sem sjá um byggingarmál fyrir Byggingarsamvinnufélag starfsmanna SIS, sagði að reist hefðu verið 3 fjölbýlishús og væri þegar flutt í það fyrsta, annað væri tilbúið undir tréverk og hið þriðja að verða það. Ekki liggur fyrir endanlegt verð en Geir kvað 4ra herbergja 100 fermetra íbúð tilbúna undir tréverk kosta um 9,7 millj.kr. sem hann taldi nokkru lægra en gerðist á almennum markaði enda væru íbúðirnar seldar á kostnaðarverði, en taka yrði þó tillit til þess að verðið hefði verið greitt á tæpum 2 árum og því væri samanburður nokkuð erfiður vegna verðbólgunnar. Reisa íbúðir fyrir 7,5-9,7 SEX menn hafa sótt um stöðu hrunamálastjóra er auglýst var laus til umsóknar fyrir nokkru. en umsóknarfrestur rann út hinn 1. desember sl. Úmsækjendurnir erui Ásgeir Valdimarsson verkfræð- ingur, Ásmundur Jóhannsson tæknifræðingur, Einar Eyfells verkfræðingur, Guðmundur Karls- son, Steingrímur Sigurjónsson byggingarfræðingur og Þórir Hilmarsson verkfræðingur. Félagsmálaráðherra skipar, að fengnum tillögum stjórnar Bruna- málastofnunarinnar, brunamála- Afmæli ÞORGEIR JÓNSSON bóndi í Gufunesi er 75 ára í dag. Hann er að heiman. Kona Þorgeirs, sem er látin hét Guðný Guðlaugsdóttir. Nýr veitingastaður í miðbœ Reykjavíkur NÝR veitingastaður mun opna í miðbæ Reykjavíkur upp úr áramótum. Staðurinn sem er í cigu Bjarna Ingvars Árnason- ar og Jóns Hjaltasonar verður á lóð sem liggur bakvið verslunarhús Karnabæjar við Austurstræti og verður hann rekinn í samvinnu við Karnabæ. Að sögn Guðlaugs Bergmann forstjóra Karnabæjar mun port- ið sem liggur upp að Nýja Bíói, inngangur veitingahússins, verða upphitað og einnig hefur verið sótt um leyfi til að setja hálft þak yfir það þannig að jafnvel verði hægt að hafa borð úti. Á veggjunum báðum megin portsins er ráðgert að koma upp spjöldum þar sem auglýst verður það sem um er að vera í bænum á sviði skemmtana. Á boðstólum þessa nýja veit- ingahúss verða nýstárlegir rétt- ir sem ekki hafa áður fengist hér á landi og verða innrétting- ar einnig með nýju sniði. Sex sóttu um stöðu brunamálast j ór a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.