Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 19 Leikfélag Þorláks- hafnar sýnir Pókók LEIKFÉLAG borlákshafnar frumsýndi Pókók. fyrsta lcikrit Jökuls Jakobssonar. í Félags- hcimili borlákshafnar 2G. nóv. sl. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld og leikmynd hefur gert Gylfi Gíslason. Um næstu helgi sýnir félagið verkið í Félagsheimili Kópavogs, laugardaginn 9. des. kl. 21.00 og sunnudaginn 10. des. kl. 17.00. Verk þetta hefur ekki verið sýnt síðan L.R. frumflutti það. Kristinn Morthcns mcð eitt verka sinna. Málverkasýning í Sjómanna- stofnnni á Bolungarvík KRISTINN Morthens listmálari opnar málverkasýningu í Sjó- mannastofunni á Bolungarvfk klukkan 14 fimmtudaginn 7. desember. Sýningin verður opin daglega frá klukkan 14—22 til sunnudagsins 10. desember. Á sýningunni verða um 30 olíu-, pastel- og vatnslitamyndir sem Kristinn hefur málað á síðustu þremur árum. Myndirnar eru frá ýmsum stöðum við sjávarsíðuna, frá Rangárvöllum og nágrenni Reykjavíkur. Kristinn Morthens hefur ekki haldið einkasýningar síðustu fjög- ur árin en hann hefur á undan- förnum áratugum haldið allmarg- ar sýningar víða um land. Adventukvöld í Gaulverjabæ Aðventukvöld verður í Gaul- verjabæjarkirkju n.k. föstudags- kvöld og hcfst það kl. 21. Raeðu kvöldsins flytur Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona, fólk úr samtökunum Ungt fólk með hlutverk syngur og talar og í lokin flytur Friðrik Ól. Schram hugvckju. Rakarar með lengur opið Rakarastofur vcrða opnar lcngur á laugardögum í desember cn cndranær. Á laugardaginn hafa rakarar opið til klukkan 18, 16. desember til klukkan 21. og jafnlengi á Þorláksmessu og 30. desember verður opið hjá þeim til klukkan 12. Vinnuslys VINNUSLYS varð um borð í Esjunni í Reykjavíkurhöfn í fyrradag. Verkamaður klemmdist þegar verið var að hífa rör og var talið að hann hefði fótbrotnað. Verð 284 985 hver kaupandi sem staðgreiðir fær tölvuúr Tæknilegar upplýsingar TILBOÐ 1. 100.000.- kr. út. ca. 50 þús. á mán. í 4 mán. TILBOÐ 2. Helmingur út og rest á 6 mán. TILBOÐ 3. Staögreiösluafsláttur 4% bara föstudag og laugardag: MAGNARI: 6—IC, 33, transistorar. 23 díóður, 70 músikwött. (2*23 RMS) ÚTVARP: FM. LW. MW. SW. SEGULBAND: Hraöi 4,75 cm/sek. Tíðnisvörun venjul. kasettu er 40—8.000 Hz. Tíönisvörun Cr02 kasettu er 40—12.000 Hz. Tónflökt og blakt er betra en 0,3% RMS. Upptökukerfi AC bias 4 spora 2 rása sterio. Afþurrkunarkerfi AC afþurrkun. HÁTALARAR: 20 cm bassahátalari af kónískri gerö. Miö og hátíönihátalari 7,7 cm af kónískri gerö. Tíönisvörun 40—20.000 Hz. PLÖTUSPILARI: Full stœrö, allir hraöar, sjálfvlrkur og handstýröur. Mótskautun og magnetískur tónhaus. AUKAHLUTIR: Tvelr hljóönemar. FM-loftnet. SW-lottnet. Ein Cr02 kasetta. BUÐIN / Skipholti 19, sími 29800. laugardagstilboð til þriðiudags CROWN ■ Jóhannes Helgi Skálateigsstrákurinn heldur sínu striki Þorleifur Jónsson dregur hvergi af sér í frásögn sinni. Svið minninga hans spannar allt ísland, 70 kaflar um menn og málefni, þar á meðal þjóðkunna stjórnmálamenn og aðra framámenn, en einkum þó það, sem mestu varðar, alþýðu manna, íslenzkan aðal til sjós og lands. Þorleifur kemur vel til skila stjórnmálaafskiptum sínum og viðskiptum við höfuðfjendurna, krata og templara. Hann er tæpi- tungulaus og hreinskilinn og rammíslenzkur andi litar frásögn- ina frá upphafi til loka. Skálateigsstrákurinn Þorleifur Jónsson er margfróður og af- spyrnu skemmtilegur. Hver sem les frásögn hans verður margs vísari um mannlíf á íslandi á öldinni, sem nú er að líða. ]()J LÁNNIvS rlIEIGI SKALA TEIGS STRAKURINN ÞORLEIFUR JONSSON HELDUR SÍNU STRIKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.