Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 45 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI ny ujMrxosaa'u n eru sem einir í heiminum, og það er kannski það versta, því þá dettur þeim ekki í hug að aðrir þurfi að komast leiðar sinnar ef þeir eru kannski að skoða í búðarglugga í Austurstrætinu úr bílglugga sínum. En hvernig á að bregðast við auknum fjölda árekstra með hverjum nýjum mánuði og hvernig á að fá menn til þess að gera tilraun til að aka eins og lærðir ökumenn, en ekki eins og aula- bárðar? Við því er ekkert eitt svar. Mjög margt verður að koma til. Við getum sjálfsagt lært ýmislegt af nágrönnum okkar eins og er jafnan svo vinsælt. Svíar og Norðmenn og sennilega Finnar líka eru komnir skrefi framar en við í umferðarmálunum og þar með slysavörnum. Nefna má t.d. eitt atriði sem komið er í lög í Finnlandi eða Svíþjóð en það er að skylda er nú að ekið sé með fullum ljósum allan daginn án tillits til birtu. Með því verður tryggara að ökumenn sjáist og sjái aðra, en á því getur orðið mikill misbrestur sérstaklega t.d. hjá okkur. Þetta er eitt atriði sem þyrfti að setja í lög hjá okkur og það er furðulegt að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu. Hér duga ekki tilmæli lögreglu, umferðarráðs eða ann- arra aðila, heldur aðeins lögin. Þetta var aðeins eitt dæmi en margt fleira verður að koma til og ég vona að menn reyni að finna leiðir til að bæta úr þessu ástandi. Ekki væri vitlaust aö koma hugmyndum á framfæri á þessum vettvangi búi lesendur og áhuga- menn um umferðarmál yfir þeim. Ökumaður.“ Þessir hringdu . . • Einkasímar voru notaðir Hörður Vilhjálmsson fjár- málastjóri ríkisútvarpsins: „Pétur Pétursson sem ekki er þulur, en á 28 alnafna í símaskrá Reykjavíkursvæðis spyr um hlust- endakönnum ríkisútvarpsins sem lauk fyrir réttum 5 árum. Þar sem P.P. hefur brenglað svar mitt við spurningum Sigurjóns Jónssonar á þessúm vettvangi langar mig að koma eftirfarandi skýringum á framfæri: 1. Ég hefi ekki gert verjandi (apologizer) Ólafs Ragnars Gríms- sonar vegna umræddrar skýrslu. Spurt var um kostnað eða greiðslu til hans vegna könnunarinnar. Ég upplýsti í síðasta mánuði að honum hefðu verið greiddar kr. 45.000 fyrir sinn hlut. Þetta virðist ákaflega hógvær gjaldtaka, þar er því ekkert að verja. Um álit mitt á málfari var ekki spurt. 2. í svari kom fram, að aðal- kostnaður við hlustendakönnunina hefði verið símakostnaður. Einka- skímar yoru notaðir, en símar Háskóla íslands komu þar ekki við sögu. Utanbæjarsímtöl voru á þessum tíma skráð á sérreikninga. Þessa reikninga' greiddi ríkisút- varpið en alls var haft samband við 1.579 menn. Með þessu vona ég að málið sé skýrt“. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Búkarest í Rúmeníu kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Lukacs, Ungverjalandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Minevs, Búlgaríu. Ba ■ mt ym. x A ém. wm í Wm A 24. Hxg7+! (En ekki 24. Rg5 — Dd5+ 25. Hg2 - Hc2 26. Hgl - Hxg2 27. Hxg2 - Ddl+ 28. Hgl - Dd5+ og svartur þráskákar) Hxg7 25. Dxe6+ Kh8 26. Dxc8+ - Hg8 27. Dc3 - De2 28. e6+ - Hg7 29. Rg5 og svartur gafst upp. HÖGNI HREKKVÍSI ''£6 kEMST AF ’/m Úröfc'VftAHDA'." MANNI OG KONNA Dea Trier Mörch í Norræna húsinu: í kvöld kl. 20.30 „Grafik i hverdagen“ fyrirlestur meö litskyggnum. Laugard. kl. 16.00 „Vinterbörn og Kastanie- alleen“ fyrirlestur meö litskyggnum. Veriö velkomin. NORRÍNA HÖSIO POHJOLAN TAIO NORDB^SHUS Fáksfélagar w! Hagbeitarlönd okkar veröa smöluö, laugardaginn 9. desember sem hér segir: í Saltvík, veröa hestar í rétt kl. 10—11. í Dalsmynni veröa hestar í rétt kl. 13—14. í Arnarholti, veröa hestar í rétt kl. 15—16. Bílar veröa á staönum til flutninga. Hestaeigendur greiöi hagbeit og flutning á staönum. Aö gefnu tilefni, eru menn beðnir aö fara ekki inn í hagbeitargiröingar, og taka hesta, nema starfsmenn félagsins séu viðstaddir. Graskögglar eru tíl sölu hjá okkur. Hestamannafélagið Fákur. KULDASTÍGVÉL FORMULE 1 * Loðfóðruö * Vatnsþétt * Endurskinsmerki * Stærðir Verö * 27-34 6.500. * 35-39 7.500- Austurstræti 1Ó HAGTRYGGING HF Víkiö vel ffyrir Þeim sem vilja framúr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.