Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 Magnús Thoroddsen: Af marggefnu tilefni — en nú vegna frumvarps tíl laga um sérstakan dómara og rannsóknardeild í skattamálum og bókhaldsmálum Hinn 1. desember 1978 birtist í Morfjunblaðinu frétt frá hinu háa Alþingi þess efnis, að tveir ungir þingmenn, þau Jóhanna Sigurðar- dóttir og Vilmundur Gylfason; hefðu lagt fram frumvarp til laga um sérstakan skattadómstól með meiru. Frumvarp þetta vakti athygli mína, þar sem málefni íslenzkra dómstóla eru mér ævin- lega hugleikin. Dómsmálin hafa mikið verið í sviðsljósinu undanfarin ár, og dómstólaskipanin verið talvert rædd innan dómarastéttarinnar, og einkum það, hvað megi verða til úrbóta. í þeim efnum hefir sitt sýnst hverjum um einstök atriði, en um eitt virðast dómarar þó sammála og það er, að fjölgun sérdómstóla sé ekki líkleg til að leysa þann vanda, sem við er að glíma. Þvert á móti beri að stefna að því, að fækka þeim, en búa því þeim mun betur að hinum al- mennu dómstólum í ríkinu. Með þessu frumvarpi er stefnt i þver- öfuga átt og ber að harma það. Dómstólar „Á götunni44 Ungu þingmenn, gerið þið ykkur grein fyrir því, að tveim stærstu dómstólum þessa lands, Borgar- dómara- og Borgarfógeta- embættunum, hefir verið sagt upp leiguhúsnæði því, sem embætti þessi hafa haft til umráða. Þessir dómstólar eru svo gott sem „á götunni" á næsta ári. Svona myndarlega er nú búið að þessum þriðja þætti ríkisvaldsins, dóms- valdinu á Islandi. Á sama tíma hafa bankahallir þotið upp eins og gorkúlur út um borg og bý. En það verður þó að viðurkenna, að veslings dómsvald- ið hefir stundum fengið inni „í horninu" hjá bankavaldinu, meðan það var ekki fyrir. Þannig er íslenzku dómsvaldi oftast holað niður eins og kotungi í eitthvað fáanlegt leiguhúsnæði, enda hefir starfsaðstaðan oft verið eftir því. Dómstólum verður nefnilega aldrei með góðu móti komið fyrir í venjulegu skrifstofu- eða atvinnu- húsnæði. Dómstólar þurfa dóm- hús, sem sérhönnuð eru fyrir þarfir þeirra frá upphafi. Jafnvel Hæstiréttur Islands býr við gersamlega ófullnægjandi hús- næði. og skrifstofur hæstaréttar- dómaranna eru til skammar. Þær eru lítið stærri en sæmilegir fataskápar. Ég efast um, að dómararnir geti skipt um skoðun inni í þessum skonsum án þess að fara fram á gang. Og nú stendur til að fjölga um einn dómara í Hæstarétti og er það vel. Ég sé þó ekki betur en að Alþingi verði að skipa þinglega rannsóknarnefnd til að kanna, hvar unnt verði að hola þeim dómara niður í núver- andi húsakynnum réttarins. Ég þekki enga menningarþjóð, sem býr jafnilla að sínu dómsvaldi og Islendingar. Ég hefi ferðast nokkuð — bæði austan hafs og vestan — og þá jafnan gert mér far um að heimsækja dómhús og ræða við dómara. Einkum átti ég þessa kost árið 1974, er ég var boðinn til Bandaríkjanna til að kynna mér dómstóla og réttarfar vestur þar. Þegar hinar erlendu aðstæður eru bornar saman við ástandið hér á landi, er þetta eins og dagur og nótt. I fyrsta lagi hefi ég hvergi rekizt á það fyrirbæri erlendis, að dómstóll væri í leiguhúsnæði. Ekki er einasta það, að erlendir dómstólar séu í eigin húsnæði, heldur eru dómhúsin oftast djásn og dýrmæti borganna, sannkölluð listaverk í húsagerð, einkum hin eldri. Þá er og aðbúnaður allur betri, tæknin meiri og aðstoðarmenn dómara fleiri heldur en hér á landi, þar sem aðstoðin felst tæpast í öðru en vélritun. Erlendis hafa dómarar víðast aðstoðarmenn til að semja uppköst að dómum. Slíkt þekkist ekki hér. Pappírsflóð Já, ástandið í dómsmálum- á íslandi er sannarlega bágborið þessa dagana. Og nú virðist mönnum helzt detta í hug að bæta úr því með pappírsflóði. Dengt er yfir þingheim frumvörpum á sviði réttarfars, sem eru ekki pappírsins virði, nema séð sé fyrir nægilegri fjárveitingu til lagafram- kvæmdarinnar. Undanfarin tvö ár hefir ein réttarfarsskilkihúfan legið fyrir Alþingi, hið svokallaða Lögréttufrumvarp. Samkvæmt því er ráðgert að taka upp þriðja dómstigið (millidómstig) hér á. landi. Víst ber brýna nauðsyn til að gera nokkrar endurbætur á íslenzkri réttarfarslöggjöf, einkum í þá veru að hraða afgreiðslu dómsmála. En það má hæglega gera án þess að taka upp þriðja dómstigið, sem gerði réttarfar hér á landi kostnaðarsamara, flóknara og það sem verst er hæggengara en vera þarf. Enda er það svo að borgardómarar hafa í úrbóta- tillögum sínum til dómsmálaráð- herra lagzt gegn lögréttuhug- myndinni. Vitanlega þarf að bæta starfs- skilyrði íslenzkra dómstóla til mikilla muna. Það þarf að reisa dómhúsið í Reykjavík sem fyrst, sbr. þingsályktunartillögu frá 29. apríl 1977, og það verður að gera nauðsynlegar lagfæringar á réttarfarslöggjöfinni. En við skul- um gæta þess, að þær breytingar og endurbætur verði ekki flóknari og kostnaðarsamari en þörf er á. Það virðast vera álög á þessari þjóð, að gera einfalda hluti flókna, sbr. skattalög og samningar verka- lýðsfélaga, sem venjulegt fólk botnar hvorki upp né niður í. Islenzkir skattþegnar eiga kröfu á því, að gætt sé sparnaðar í meðferð opinbers fjár, hvar sem því verður við komið. Skattadómstóll og afstaða dómara Ég er þá aftur kominn að frumvarpinu um sérstakan skatta- dómstól, sem varð tilefni þessarar greinar. Ég hefi einkum tvennt við það að athuga. í fyrsta lagi gerir frumvarp þetta ráð fyrir stofnun sérstaks dómstóls. Frumvarpið gengur því þvert gegn skoðunum þeirra manna, sem gerzt þekkja, hvar skórinn kreppir — dómar- anna sjálfra. Dómarar hafa talið það vænlegra til árangurs og ódýrara að efla hina almennu dómstóla í landinu í stað þess að unga út sérstökum dómstólum í hvert sinn, er upp koma ný vandamál í réttarfari þjóðfélags vors. Það er einlæg sannfæring mín, að það verði þjóð vorri ódýrara, þegar til lengdar lætur, að hafa fáa almenna dómstóla, sem vel er að búið, heldur en marga og smáa sérdómstóla. Því að hvort tveggja er, að búast má við meiri hús- PER HANSSON ÓGNARDAGAR í OKTÓBER 1941 Ógnardagar í október er hlaðin spennu, — óhugnanlegri viti firrtri spennu! Bókin segir frá óhugnanlegustu fjöldamorðum heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar allir karlmenn, sem bjuggu í hænum Kragujevec í Júgóslaviu voru teknir af lífi. Morðin áttu að brjóta baráttuþrek Serbanna, en sameinaði þá í stað þess að sundra. Og þeir, sem eftir lifðu í þessum draugabæ, biðu þess að skæruliðarnir kæmu, — og svo sannarlega komu skæruliðarnir. Þessi bók er mikilfengleg lýsing mannlegrar reynslu, stórfenglegur vitnisburður um sérstaka hetjudáð. Ilöfundur inn er mörgum kunnur af fyrri bókum hans. Teflt á tvær hættur, Tíundi hver maður hlaut að deyja, Höggvið í sama knérunn og Trúnaðarmaður nazista nr. 1, en Ognardagar í október er snjallasta bók hans, — hún er snilldarverk. KNUT HAUKELID BARÁTTAN UM ÞUNGAVATNIÐ Baráttan um þungavatnið er æsispennandi! Hver síða bókarinnar speglar harðfengi og hetjulund, sálarþrek og járnvilja, ógnir og æsilega spennu. Bókin segir frá baráttu norskra skæruliða, er þeir sprengdu þungavatnsverksmiðjuna í Vemork í loft upp, — en Þjóðverjar þurftu þungt vatn til að geta framleitt vetnissprengju og þetta var eina þungavatns- verksmiðjan í Evrópu. Norsku skæruliðarnir voru Þjóðverjum fremri að cinbeitni, hugkvæmni og kænsku og þeir máttu þola hverskyns harðræði í illviðrum á öræfum uppi á meðan þeir biðu færis. Þrekraun þeirra er talin með meiri hetjudáðum heimsstyrjaldarinnar síðari og enn æsilegri vegna þess að hún er sönn. Þessi hetjusaga á vart sinn líka í stríðsbókmenntum, svo æsileg er hún. PER HANSSON ________________________________________i næðiskostnaði vegna margra sér- dómsstóla og enn fremur ætla ég, að þar verði örðugra um vik að koma við hagræðingu. í annan stað hefi ég ekki mikla trú á því, að einhver skattadóm- stóll muni draga úr skattasvikum, hvað þá uppræta þau. Þetta frumvarp, ef að lögum verður, tel ég að verði svona álíka árangurs- ríkt og ef landgræðslustjóri ætlaði sér að græða upp Ódáðahraun með heftiplástri. Með þessu frumvarpi er verið að káka við afleiðingar tiltekins þjóðfélagsvanda, en ekki ráðist gegn orsökum hans — hinni ranglátu skattalöggjöf. Það er grundvallaratriði í hverju réttar- ríki, að þegnar þess séu jafnir fyrir lögunum. Islenzkir þegnar eru ekki jafnir fyrir skattalögun- um. Það er ljótur blettur á löggjafa lands vors. Árlega valda þessi ólög reiði landsmanna — einkum launamanna. Þegar reiði- aldan rís hæst, tísta stjórnmála- menn um það, að nú verði að auka skattaeftirlit og herða viðurlög. En hver er árangurinn? Ranglætið hefir vaxið ár frá ári. En er mikið svikið undan skatti á íslandi? Ekki kæmi mér það á óvart. Það er nefnilega þannig með þessa mannskepnu, að einhvers- staðar innra með henni — það er misdjúpt á því — vakir göfug kennd, sem kallast samvizka. Það er gömul saga og ný, að þegar sett eru íþyngjandi lög, sem brjóta freklega í bága við þessa kennd, þá koma upp vissir sambúðarörðug- leikar milli laganna og þessarar kenndar og gera lögin illfram- kvæmanleg. Mér segir svo hugur um, að eigi virkt skattaeftirlit að komast á undir núgildandi skatta- lögum, þá þyrfti helmingur íslend- inga að njósna um hinn helming- inn. En þá væri þetta orðinn býsna dýr dómstóll, jafnvel þótt eitthvað af „neðanjarðarpeningunum“ kæmi í leitirnar. Njósnastarfsemi „de ee genre“ mun víst hafa verið reynd í Rússlandi á tímum Stalíns. En þegar börnin fóru að ljóstra upp um foreldrana, þótti þetta verða heldur hvimleitt fargan, og mun nú þetta vera aflagt austur þar — að mestu. Við skulum ekkert vera að taka upp svona vitleysu á íslandi anno 1978. Leitið að uppsprettunum Já, vel á minnst, ég var næstum því búinn að gleyma að geta þess, að því var hvíslað að mér um daginn, að aftur væri farið að brugga á landi hér — næstum að segja í öðru hverju húsi. Hvenig eiginlega stendur á þessu? Ég veit ekki betur en að þetta sé bannað með lögum. Jú reyndar, en gallinn er bara sá, að þau lög eru sömu artar og skattalögin. Nú ekki megum við gleyma hundahaldinu í Reykjavík. Það held ég það sé nú lögbrot. Æ, hvar ætlar þetta að enda? af hverju fer lögreglan ekki að hella niður bruggi og skjóta hunda? (Vísast yrði þá nokkrum sálartötrum rórra.) Ætli það sé ekki vegna þess að hún veit, að það leysti engan vanda, því að uppsprettnanna er annarsstaðar að leita. Nú skuluð þið, ungu. vinir og flutningsmenn þessa frumvarps, sem ég veit að gengur gott eitt til, fara af stað að leita uppsprettn- anna — eins og þið lofuðuð margri hrekklausri sálinni fyrir kosning- ar — og „þá mun yður veitast allt hitt að auki“. Lítiðbarn hefur lítið sjónsvið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.