Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 21 Ung söngkona kveður sér hljöðs Það er sannarlega ánægju- legur viðburður, þegar ungur listamaður kveður sér hljóðs með eins glæsilegum hætti og sópransöngkonan Anna Júlíana Sveinsdóttir gerði í Félagsstofnun stúdenta sl. laugardag, er hún hélt fyrstu tónleika sína hérlendis. Hún hefur verið við nám og störf erlendis um átta ára skeið, ög hefur fáum sögum farið af henni hér allan þann tíma. Fæstir gátu því vitað, hvers vænta mátti á þessum tónleikum. Þeim mun meiri varð fögnuður áheyrenda, sem fylltu tónleikasalinn, þegar þeim varð ljóst, að hér var á ferð listakona, sem þegar hefur náð langt á þroskabrautinni. Anna Júlíana Sveinsdóttir hefur vel þjálfaða sópran- rödd með nokkuð dökkum blæ, sem gæti bent til þess, að röddin muni þróast í dramatíska átt með árunum. Einstöku sinnum bregður Anna Júlíana Sveinsdóttir fyrir eilítilli hörku í tón- blænum, en annars er mýkt raddarinnar óvenju mikil, jafnt á hæstu sem lægstu tónum. Það sem hér ber á milli, mun því vafalaust jafnast með aukinni reynslu. Söngurinn var tárhreinn, jafnvel í hinum erfiðustu viðfangsefnum, en það sem mestu máli varðar tel ég þó vera það tónnæmi — eða e.t.v. væri réttara að nefna það tónvit, sem mér fannst lýsa sér í mótun hverrar tónhendingar og hvers viðfangsefnis í heild. Um þetta gætu margir eldri og reyndari listamenn tekið sér þessa ungu söngkonu til fyrirmyndar. Fyrir nokkrum árum óttuðust ýmsir, að hin fagra og viðkvæma list ljóðasöngs- ins væri á fallanda fæti hér á landi. Þessi ótti virðist nú ástæðulaus. A síðustu árum hafa komið fram ýmsir ungir söngvarar, sem standa hin- um eldri fyllilega á sporði, að þeim alveg ólöstuðum. Nú síðast Anna Júlíana Sveins- dóttir. Við hana hljóta að vera miklar vonir bundnar í framtíðinni. Jón Þórarinsson. Á leið í skóla gœtið að Valin í BOOK OF THE MONTH CLUB í New York, óvÍHSiiniiar Hugmyndir hagfræiMnnar og áhrif þeirra John Kenneth Galbraith „Galbraith er frábær“, sagði The Times í London um þessa bók og myndaflokkinn, sem nú er sýndur í íslenzka sjónvarpinu. „Á óvissum tímum" heitir sjónvarpsflokkurinn, sem sýndur er á sunnudögum — í 13 þáttum. Hann hefur verið sýndur víða um lönd og hvarvetna vakið mikla athygli og umræðu. Galbraith skrifaði „Öld óvissunnar" eftir að upptöku sjónvarpsþáttanna lauk og bókin er langtum viðameiri og ítarlegri. Efni og hugmyndir, sem allt nútímafólk hefur áhuga á að kynnast. fBÓKAFORLAGIÐ SAGA Sími 27622, Hverfisgötu 54, Reykjavík. Staður hagstæðra stórinnkaupa AUQÍSINGASTOFAN HF K G'eiá Kjöt, mjólk, brauð, pakkavörur og niðursuðuvörur. Pappírsvörur, kerti-leikföng og gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.