Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978
39
vissum viö, að glósunum hennar
Guörúnar var aö treysta og unun
var að sjá fagra rithönd hennar.
Guðrún haföi og til að bera
óskeikult minni. Guðrún varð
brátt dúxinn í A-bekknum og hélt
þeim heiðurssessi gegnum allan
skólann. Smátt og smátt kom í
ljós, að Guðrún var fleiri kostum
búin en góðum námshæfileikum.
Hún bjó yfir fágætu jafnaðargeði
og prúðmannlegu fasi, sem fylgdu
henni til æviloka. Það var enn
glaðari hópur, sem kvaddi gamla
skólann 16. júní 1951 og lagði út í
lífið með bjarta framtíðardrauma.
Guðrún var þá þegar heitbundin
bekkjarbróður sínum Jóhannesi
Eiríkssyni. Gengu þau i hjóna-
band 19. júlí 1952. Jóhannes lagði
stund á búfræði, fyrst á Hvann-
eyri, en síðan við Landbúnaðarhá-
skólann í Kaupmannahöfn, þar
sem þau reistu sitt fyrsta heimili.
Jóhannes lauk búfræðikandidats-
prófi vorið 1957. Fluttu þau þá
heim og gerðist Jóhannes tilrauna-
stjóri við tilraunabú Búnaðarsam-
bands Suðurlands að Laugardæl-
um. Attu þau heimili sitt þar í
fjögur ár. Síðar réðist Jóhannes
sem nautgriparáðunautur til Bún-
vorum að koma til Reykjavíkur
með strandferðaskipum. Mér var
vel kunnugt um það að farþegar
sem okkur urðu samferða hittu
þar ekki ævinlega þá sem lofast
höfðu til að taka á móti þeim. í
þessum efnum sem fleirum var
frændi okkar einstakur.
Eg kveð hann svo með innilegu
þakklæti og bið guð að styrkja
eftirlifandi eiginkonu haris, megi
börnin þeirra létta henni ókomnar
ævistundir.
Steinunn Úlfarsdóttir.
Hálir
vegir
hcetta
áferð
aðarfélags íslands og starfaði þar
til dauðadags 12. nóv. 1973.
Brottför Jóhannesar úr heimi hér
var með sviplegum hætti. Hann
var öllum harmdauði, er hann
þekktu. Guðrún stóð þá uppi með
börnin sín ung að árum og reyndi
þá sem fyrr mjög á mannkosti
hennar. En hún reyndist vandan-
um vaxin og olli hlutverki sínu vel.
Börnunum kom hún öllum til
mennta og þroska jafnframt störf-
um sínum utan heimilis. Guðrún
réð sig til skrifstofustarfa hjá
Klæðningu hf., þar sem hún
starfaði við góðan orðstír, þangað
til að það fyrirtæki var lagt niður,
þá réðst hún til Sindra hf. og
gegndi þar margvíslegum störfum,
unz ótímabær veikindi hennar bar
að höndum. I hjáverkum sinúm
sinnti Guðrún lestri góðra bóka
einkum um ættfræði og má með
sanni segja, að hún hafi verið með
ættfróðari konum. Hannyrðir voru
henni hugleiknar og ótaldar eru
þær prófarkir, sem hún hefur lesið
fyrir hina og þessa aðila. Þeim
Guðrúnu og Jóhannesi varð
þriggja barna auðið, og eru þau öll
á lífi og hin mannvænlegustu. Þau
eru: Björg gift Núma Geirmunds-
syni, Eiríkur Sturla, sem hélt
heimili með móður sinni og
Snjólaug Guðrún gift Guðvarði
Birgissyni. Barnabörnin voru orð-
in fimm, öll augasteinar ömmu
sinnar.
I þungbærum veikindum sínum
sýndi Guðrún dæmafáa hetjulund,
svo æðrulaus og stillt sem hún var.
En einsýnt var, að hér var við
ofjarl að etja. Við biðjum þess, að
minning um góða foreldra verði
ungum börnum og tengdabörnum
hvatning til dáða. Að endingu
vottum við börnunum, tengda-
börnunum, barnabörnunum,
fósturmóður, öldruðum tengdaföð-
ur og öðrum nákomnum aéttingj-
um, sem eiga um sárt að binda
dýpstu samúð okkar. Við lítum
yfir farinn veg og þökkum Guð-
rúnu samfylgdina. Við biðjum
góðan guð að styrkja börnin
hennar og leiða yfir torfæran
vegarkafla nú og um ókomna
framtíð. Við kveðjum hana að
sinni og biðjum henni blessunar
guðs í nýjum heimi.
Fari hún í friði.
Bekkjarsvstkini.
LÁGMULA 9 SIMI 38820
m TELEFUNKEN
sjónvarpstækja. Stærðir 20”, 22”, 26”. Verð frá kr.: 410.000.-
Nýjung í greiðslukjörum þ.e.a.s. styttri lánstími, lækkun á verði.
Ath. Takmarkaðar birgðir. Leitið nánari upplýsinga
BRÆÐURNIR ORMSSON %
Jón Eiríksson
Rabbad vid Lagga
Hinn landskunni skipstjóri og
sævíkingur, Jón Eiríksson, rekur hér
minningar sínar í rabbformi við skip
sitt Lagarfoss. Þeir rabba um
siglingar hans og lff á sjónum í
meira en hálfa öld, öryggismál
sjómanna, siglingar í ís og björgun
manna úr sjávarháska, um
sprenginguna ógurlegu í Halifax og
slysið mikla við Vestmannaeyjar.
Skipalestir stríðsáranna og
sprengjukast þýzkra flugvéla koma
við sögu og að sjálfsögðu rabba þeir
um menn og málefni líðandi stundari
sæfara, framámenn í íslenzku þjóð-
lífi, háttsetta foringja í her Breta og
Bandaríkjamanna, en þó öðru
fremur félagana um borð, skipshöfn-
ina, sem með honum vann og hann
bar ábyrgð á.
Það er seltubragð af frásögnum Jóns
Eiríkssonar, enda ekki heiglum hent
að sigla með ströndum fram fyrr á
tíð eða ferðast í skipalestum stríðsár-
anna.