Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1978 25 vinA KVEOIA No. I 1978 Auglýsing "\ . 0 i y s, u i '>TÍT*fe /i^s r. _ 4 ./ 3» ■»»««41^ '■■■"n*-, - k' -/ ... iöá mundu steinarnir hrópa. Samhjálp sendir hér frá sér sitt fyrsta tölublað af VINAKVEÐJU. Dálítið er aðferðin óvenjuleg, að líkindum, en hvatning til hennar kemur frá svo ótalmörgu fólki víðsvegar um landið, að það verður tæpast náð til þess nema á þennan hátt. Þessir ótal mörgu sem nefndir eru, hafa á svo margan hátt sýnt SAMHJÁLP áhuga, með örvandi orðum, gjöfum og umhyggju ýmiskon- ar. Þá eru einnig margir sem spurt hafa: Samhjálp, er hún til ennþá? Samhjálp, hætti hún ekki? Og kannske eru þeir flestir-sem spyrja: Samhjálp, hvað er það? Þessu blaði er ætlað að segja nokkuð frá starfi Samhjálpar, bæði þeim sem ekki vita neitt um hana og svo þeim sem standa með henni, að þeir megi fylgjast með. Nokkurs konar þáttaskil eru í starfi Samhjálpar núna, en 18 mánuðir eru frá því undirritaður var kallaður til starfs þar. I ljós kemur, þegar þessi tími er gerður upp, að í flestum greinum starfsins veitir Guð meðbyr og því við hæfi að gera dálitla grein fyrir starfinu og áformunum, og Guði dýrðina fyrir örlæti hans og mannelsku. Það er stórkostlegt að mega vera með í verki Guðs, mega sjá hann starfa. Mega sjá hann beygja sig niður að særðum mönnum til að græða þá, flytja þá til húsa og fæða þá, klæða þá og hjúkra þeim og uppbyggja. Mannlegur skilningur tekur ofan snjáð stolt sitt og lýtur höfði, er hann horfir á mildi dúfunnar, leysa hlekki og lækna sár, þar sem steyttur hnefi hafði orðið frá að hverfa, — og úr innsta hugskoti stígur andvarp: Mikill ertu Drottinn og undursamlegur." Samhjálp hefur hlotið það traust, að fá að reka vistheimilið í Hlaðgerðarkoti í Mosfells- sveit. Þar eru rúm fyrir 22 vistmenn og þegar þetta er ritað, eru þar gestir í 21 rúmi. Frá því í maí 1977, hafa 140 einstaklingar gist heimilið, í alls 11000 daga. Það er því alveg augljóst, að þörf er fyrir Hlaðgerðarkot og hún brýn. Starfslið Samhjálpar er nú 9 manns, 8 starfandi í Hlaðgerðarkoti og 1 á skrifstofu í Reykjavík. Mönnum sem koma til dvalar, er veitt öll sú aðhlynning sem völ er á og læknir heimilisins skoðar þá og skrifar inn. I endurhæfingarstarfinu er megináherslan lögð á Kristna trú, mönnum kynnt Biblían, og sagt frá Jesú Kristi, sem leitar að særðum til að græða þá. Kennsla þessi er veitt af mönnum, sem sjálfir hafa upplifað undur trúarinnar og vita, að Kristur er í dag hinn sami. Gengið er út frá því orði Biblíunnar, að engan mann á að kalla vanheilagan eða óhreinan, — þó kemur einn og einn sem brjálar umhverfi sitt, og telst óhæfur til dvalar. Á hverju kvöldi er komið saman í samkomusal, sungið og lesið úr Heilagri ritningu, skipst á skoðunum og lífið litið frá þeim útsýnispunkti, að Guð er til. Það virðist vera ótrúlega erfitt fyrir marga, að fella sig við þá hugsun, en er því ánægjulegra, þegar þeir fallast á að reyna trúna og upplifa þá nærveru Krists, raunveru- lega og áþreifanlega á svo sterkan hátt, að þeir verða aldrei sömu menn eftir það. Niðurstaðan er því sú, að hver sá sem vill prófa, hann hlýtur, — leitið, biðjið, knýið á. Og það Fyllt í grunn júní ’78 Unniö viö uppslátt Ytra byröi tilbúiö. I matsal ' f*’uff’” *,r“ «**« *f»» ií* ?* " ■* *** >1« í||1 ’V’ itMÉS ffífíife- 4i HANN FRELSAÐI MIG í september 1977 var ég aö skemmta mér, eins og þaö er kaliaö, og var á leiö vestur á land. Ég kom við á símstööinni á Brúarlandi og ætlaöi aö láta fólkiö mitt vita, aö ég yröi sennilega lengi í burtu. þegar inn á símstööina kom, datt mér í hug að hringja upp í Hlaögerðarkot, og ég spuröi hvort ég mætti koma þar við. Þar ákvaö ég svo aö stansa nokkra daga og athuga minn gang. Mér var lánuö Biblían, eins og öllum öörum sem þangað koma, og fljótlega fann ég aö eitthverskonar áskorun frá Jesú Kristi, um að prófa trúna, — um aö koma til hans, — knú-i á hjarta mitt. Ég tók áskoruninni, og baö Jesú aö leysa mig frá áfengisnautninni og gefa mér sigur og frið. Og þaö var einmitt þaö sem hann geröi, hann frelsaði mig frá vínlöng- unni og gaf mér frið og trú á framtíðina. Þaö eru núna 14 mánuöir síðan ég smakkaði vín, sex mánuðir síðan ég hætti aö reykja. Hef nú starf sem mér líkar, og hlakka til morgundagsins. Gunnar Jakobsson. Fokhelt okt. ’78 / iffT Litla-Hraun Akurhóll SJÁ NÚ ER MJÖG HAGKVÆM TÍÐ | Ég vil nota þetta tækifæri til aö ffþakka Jesú Kristi, fyrir þaö sem 8 hann hefir gert fyrir mig. Hann hefir | frelsað mig, úr viöjum áfengisböls- ins og frá öllum vímugjöfum sem ég | var bundinn við. Hann hefir leyst mig frá tóbakinu einnig. Hann hefir veitt mér mikla náð, miklu meiri og áþreifanlegri en Iég vissi aö fælist í tilboöi hans: Komiö til mín allir þér sem erfiöiö, og ég mun veita yður hvíid. Hann gaf mér frið, og friður var þaö sem mig vantaöi. Þaö eru 10 mánuöir síöan ég kom fyrst í Hlaðgerðarkot, og það hefir orðiö mjög mikil bylting í lífi mínu síöan. í fyrstu þrjá mánuöina kom löngunin yfir mig, og ég féll aftur og aftur. En svo í maí síöastliðnum breyttist allt hjá mér, hið innra hjá mér. Ég tók aö ákalla Jesúm og bað hann að leysa mig út úr þessu böli sem ég var fastur í. Og um leið og ég ákallaði hann af öllu hjarta þá kom hann og tók að breyta mér. Bölv og ragn hvarf úr munni mínum. Vínlöngun hvarf frá mér. Tóbakslöngunin hvarf frá mér. Ég vil lofa hann og gefa honum dýröina, því þaö er hann sem hefir umskapaö mig. Lífið meö honum er yndislegt, og ég vil ekki skipta á því og neinu sem ég áður þekkti. Og langar mig aö enda vitnisburö minn með Biblíuversi, frá 2 Kor. 6:2—3. Á hagkvæmri tíö bænheyröi ég þig og á hjálpræðisdegi hjálpaöi ég þér. Sjá, nú er mjög hagkvæm tíö. Þú, lesandi minn, hann bíður stöðugt við hjartadyr þínar, en þaö er í þinni hendi hvort hann kemst til þín. Ó, ef þú skildir hvílíkt hnoss þaö er aö finna hann í hjarta sínu, — hvílík undursamleg elska Guös aö gefa okkur son sinn Jesúm Krist. — Því svo elskaði Guö heiminn, aö hann gaf son sinn eingetinn til þes að hver sem á hann trúir glatist ekki, — til þess aö hver sem á hann trúir glatist ekki, — glati$t ekki — Friörik Friðriksson. heldur hafi eilifan friö. stórkostlegasta við starfið er því, að sjá- þegar niðurbrotnir menn finna Krist og þeim tekst að hefja nýtt líf frá þeirri stundu, — efldir af krafti Heilags anda, sem magnar í manninum allt það jákvæða, þannig að það neikvæða missir takið og upp rís ný sköpun í Kristi. Fastir liðir í starfi Samhjálpar eru reglulegar heimsóknir austur í Akurhól til að hafa kristilegar samkomur, og hefir okkur verið afburða vel tekið af forstjóra og öðru heimilisfólki, sem fjölmennir á samkomurnar og syngur með af gleði. Einnig hafa verið heimsóknir í Víðines og austur á Litla Hraun, og viðtökur ávallt vingjarnlegar og hlýjar. Tilgangur ferða þessara, er að segja frá og gleðjast yfir Kristi, eiga saman gleðilega stund og hvetja menn til að staldra við augnablik, svo að þeir komi auga á, að Kristur er eitthvað meira en orðin tóm. Einnig tekur Samhjálp þátt í samkomum Fíladelfíu í Hafnarfirði, en þar eru samkomur hvert fimmtudagskvöld klukkan hálf níu í Gúttó. Á sunnudögum er síðan fjölmennt í Fíladelfíukirkjuna í Reykjavík. Það sýndi sig fljótt, að menn sem dvelja sér til hughreystingar á stað eins og Hlaðgerðar- koti, þurfa á því að halda, að eitthver atvinna sé fyrir hendi, svo þeir geti einbeitt huganum, aflað fáeinna króna og sett markið á að hjálpa til á hinum almenna vinnumarkaði. Við settum því efst á bænalistann, í október 1977 bæn um vinnuhúsnæði. Og það hljómar kannske eins og æfintýr, en staðreynd er það samt, að síðastliðinn október, varð neðri hæð hússins fokheld, eða 250 fermetrar. Og við eygjum þann möguleika, að geta gert þá hæð nothæfa í vetur, að við getum hafið vinnu þar. Villt þú hjálpa okkur? Þegar hefja átti bygginguna var ekki úr miklu að spila, og útlitið hvergi sérstaklega aðlaðandi. En Guð opnaði veginn skref fyrir skref. Steypustöð B.M. Vallá gaf loforð um hjálp. Skarphéðinn Ásgeirsson í Amaró á Akureyri einnig. Og voru gjafir og hjálp þessara aðila tveggja afgerandi póstur í byggingunni. Þá réðist Samhjálp í útgáfu á hljómplötu, og gáfu alla vinnu sína við hana, kórfélagar Fíladelfíukórsins í Reykjavík, kórstjóri og textahöfundur. Útkoman varð Samhjálpar- platan, vel heppnuð plata og góð, sem þjóðin hefur tekið afburða vel. Næst er að geta útgáfu bókarinnar „Krossinn og hnífsblaðið", en hún kom út í október síðastliðnum, og hefir þegar sýnt, að hún vekur mikla athygli, svo ört selst hún. En hvarvetna þar sem hún hefir verið gefin út, hefir hún orðið mörgum til hjálpar og leiðbeiningar. Hundruð einstaklinga, sem aldrei verður getið að verðleikum, hafa sent Samhjálp gjafir og styrki, ótrúlega mikill fjöldi, bókstaflega ber hina bágstöddu á hjarta sínu, af samúð og löngun til að hjálpa þeim. Kona vestur á landi gaf 200 þúsund. Eldri maður í Árnessýslu 200 þúsund, kona í Kópavogi 100 þúsund, kona í Reykjavík 78 þúsund, mjög margir hafa gefið 10 þúsund, 5 þúsund, 1 þúsund, en þessar gjafir eru einmitt þeir peningar sem hafa komið húsinu upp, og eru aðalhjálpin í Samhjálparstarfinu. Það sýnir sig hér, að þegar nógu margir taka saman höndum, þá er hægt að segja við fjall þetta: steypist þú í sjóinn." Samhjálp vill hér, auðsýna þakklæti öllum þeim sem hafa lagt af mörkum, öllum þeim sem hafa sýnt viljan í verkinu. Guð blessi ykkur ríkulega og umvefji með friði og kærleika. Samhjálp vill einnig þakka þeim sem ætluðu að leggja af mörkum og vill benda þeim á, að enn er hægt að gera það, enn er þörfin brýn, og sérhver króna innilega þráð. Áform Samhjálpar eru á næsta ári þau, fyrst að ljúka vinnuhúsnæðinu og koma sér upp starfi þar. Þá að hefja útgáfu blaðs, og er stefnt að því að fyrsta tölublað 1979 komi út í febrúar til mars. Væntanlega mun það hljóta nafnið VINAKVEÐJA, en blað með því nafni kom út á árunum 1965 til 1969. Var það blað í 3000 eintökum og væntum vér þess að útbreiðsla blaðsins verði enn meiri núna. Verður blaðið tileinkað starfi Samhjálpar, tilgangi, áætlunum og framvindu, svo og kristilegum málefnum almennt, vitnisburðum og frásögnum af reynslu fólks af trú. Blaðið verður ókeypis og sent öllum sem vilja vera svo vingjarnlegir að veita því viðtöku. Allir stuðningsmenn Samhjálpar fá það að sjálfsögðu, og hver sem er getur með einu símtali fengið áskrift. Símarnir eru 11000 og 66148. Einnig, ef þú sendir Samhjálp gjöf, hvort sem er á Gíróseðli eða á annan hátt, þá muntu fá blaðið sem kvittun. En gírónúmerið er 11600. Hugmyndir eru uppi um að breikka starfsgrundvöllinn og reyna að ná til unglinga landsins. þeirra sem þegar hafa hlotið rás á rangri hlaupabraut. Verkefnin eru mörg og viðamikil, og hvergi má slaka til. Þrjú brot úr starfinu. Ai Um haustið 1977 í fyrstu frostum hringdi A úr almenningssíma í miðborg Reykjavíkur, upp í Hlaðgerðarkot og spurði hvort nokkur leið væri að hann mætti koma uppeftir, — hann væri ósköp þreyttur og honum væri svo kalt á fótunum, — reyndar ætti hann ekki fyrir farinu með áætlunarbílnum, — hvort við sæjum einhverja leið. Sent var eftir A, óg klukkustund eftir að hann hringdi, var hann kominn uppeftir. Hann var gegnumkaldur og dofinn, undir- fatalaus og sokkalaus í rifnum strigaskóm. Fætur hans voru hlaðnir opnum sárum og hann skalf af kulda og þreytu. Eftir fyrstu aðhlynningu sendi læknir heimilisins hann á Landspítalann vegna sáranna á fótunum. Og að þeim grónum kom hann aftur í Hlaðgerðarkot. Þar dvaldi hann í sex mánuði, nærri samfellt. Hann fór í bæjarleyfi eins og þau eru leyfð, kom rakur til baka í fyrstu skiptin, en að lokum hætti hann að smakka það, og flutti í bæinn síðastliðið vor. I dag fagnar hann átta mánaða bindindi, eftir 40 ára ofdrykkju. Bi Börn hans óku honum upp í Hlaðgerðar- kot, þar sem hann var borinn inn máttvana af drykkju. Föt hans foru full af saur og þvagi, og var hann afklæddur og spúlaður með vatni. Þrem dögum síðar kraup hann í samkomu og hrópaði á Jesúm Krist, og bað hann að leysa sig úr þessum ægilegu fjötrum, hjálpa sér út úr þessari miskunnarlausu örbirgð, sem hafði kostað hanri heimili, konu og börn, vinnu og sjálfsvirðingu. Hann upplifði Jesúm sem frelsara og eignaðist nýtt líf. Ci Matsveinn utan af landi kom síðla veturs til vikudvalar í Hlaðgerðarkoti. Eygði Jesúm Krist og útgönguleið úr fjötrum vanans. Hann ílentist í þrjá mánuði og fór þá til vinnu og í dag fagnar hann yfir sigri fyrir trú, eftir átta mánaða bindindi. Hafði verið drukkinn meira og minna í 22 ár. Að lokumi Kæri lesandi minn, meðborgari þinn er í neyð, þarfnast hjálpar þinnar, — vilt þú hjálpa honum? Sendu gjöf til Samhjálpar, hún hefir það eina markmið, að hjálpa særðum mönnum, föllnum og vegamóðum. Oska ég þér gleðilegra jóla, ög bið Guð að blessa þér jólahátíðina, með friði og nægtum. Með virðingu og þökk Óli Ágústsson forstöðumaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.