Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 Sjálfstæðisfélögin í Breiðholti Jólabingó 18 umferðabingó veröur spilaö í dag sunnu- daginn 10. desember kl. 14.30. Glæsilegir vinningar m.a. heimilistæki, matvæli og leikföng. Mætjd tímanlega Húsiö opnað kl. 13.30. Sjálfstædisfélögin Breiðholti. WJ 8182 MOKKA Léttur og hlýr, velsniðinn og klæðilegur MOKKA jakki er gersemi fyrir eiganda sinn í risjóttri veðráttu íslenska vetrarins. MOKKA er fjárfesting fyrir framtíðina. Hvort það er kápa, jakki eða frakki, þarf að velja flíkina með umhyggju. Við höfum fagfólk á staðnum yður til leiðbeiningar og ef breyta þarf flíkinni. Við sérsaumum líka eftir máli ef þér óskið. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Verslið hjá feldskeranum sjálfum — það tryggir gæðin. AUSTURSTRÆTI 8 SÍMI20301 Saga af húsum og mönnum Helge Finsen og Esbjörn Hiorti STEINHÚSIN GÖMLU Á ÍSLANDI Kristján Eldjárn þýddi. Iðunn 1978. Steinhúsin gömlu á Islandi er bók sem segir hljóðláta sögu um hús. Þessi hús eru Viðeyjarstofa, Viðeyjarkirkja, Hóladómkirkja, Bessastaðastofa, Nesstofa, Stjórnarráðshúsið, Landakirkja í Vestmannaeyjum og Bessastaða- kirkja. Við hæfi er að vitna í inngang bókarinnar þar sem m.a. stendur: „Á vorum dögum er gildi hús- anna öðru fremur húsagerðarlegs eðlis. Mikilvægir sögulegir at- burðir eru ekki tengdir þeim, en þau eru hluti af íslenskri menningarsögu. Saga getur varð- veist í orðum einum, án sýnilegra ummerkja. Um það eru Is- lendingasögur gott dæmi. En byggingarlist verður að sjá, eins og hljómlist verður að heyra. Þessi íslensku hús eru frá þeim tíma þegar menn voru næmir fyrir húsagerðarlist, og í öllu sínu látleysi bera þau þessu vitni. Mjög lítið er borið í að skreyta þau, en þau tala milliliðalaust til kynslóð- ar eftir kynslóð með frumlægustu tjáningarmeðulum byggingar- listarinnar, efni og hlutföllum. I menningu Islands eru þau dýr- mæti, sem skylt er að varðveita og hirða vel um.“ Að því er varðar elstu húsin kom frumkvæðið að byggingu þeirra frá Islendingum, Magnúsi Gísla- syni amtmanni og Skúla Magnús- syni landfógeta. Þeir Helge Finsen og Esbjörn Hiort leggja á það áherslu að húsin séu íslensk þótt þau séu teiknuð í Danmörku samanber það að „tignasta bygg- ing í Danmörku, Krónborg, er teiknuð af Hollendingum". Þessi bók er fyrst og fremst fræðirit með myndum og teikning- um sem skýra byggingarsögu merkra húsa. En um leið segir hún okkur sögu stórhuga manna og sérstæðra persónuleika, íslenskrar embættismannastéttar sem vildi laga sig eftir kröfum tímans úti í heimi og náði furðugóðum árangri í samskiptum við konungsvaldið í Danmörku. Þrátt fyrir niðurlæg- ingu þjóðarinnar risu þessir menn hátt í einlægum vilja sínum til að gera hlut hennar sem mestan. Um það má sannfærast af lestri Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON þessarar bókar ef einhver skyldi efast. Það er kannski táknrænt að danskur maður, Helge Finsen, skyldi semja þessa bók og með því benda á jákvæðar hliðar sam- skipta Islendinga og Dana. Finsen lést 1976, en þá tók Esbjörn Hiort við verkinu og lauk því. Að sögn Hiorts vildi Finsen „að textinn yrði ekki umfangsmeiri og „vís- indalegri" en svo, að allur þorri manna gæti lesið hann“. Honum hefur orðið að þeirri ósk sinni, því að Steinhúsin gömlu á íslandi er ekki einungis handa sérfræðing- um, heldur öllum þeim sem unna íslenskri sögu. Það er kannski mest um vert að hér er á ferðinni lifandi saga sem við getum horfið til með því að gefa umhverfi okkar gætur. Gömlu steinhúsin gleðja enn augu okkar og hvar eru nú þau hús sem standast samjöfnuð við þau? Eg býst við að þau séu fá. Kristján Eldjárn hefur þýtt bókina af vandvirkni og umhyggju fyrir efninu. A íslandi hefur höggmyndasmidurínn mikli víða tekið ómakið af listamönnunum og mótað sínar eigin mannamyndir í landslagið. Frægt dæmi er vangamyndin af Matthíasi Jochumssyni skammt frá Skíðaskálanum íHveradölum, þar sem margir fara um. Færri hafa barið augum þessa mynd, sem Grétar Eirfksson tók í sumar ( Goðaiandí í Þórsmörk. Þóttust menn þar kenna annan aidinn rithöfund og núiifandi. Geta menn svo spreytt sig á að þekkja hann?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.