Morgunblaðið - 10.12.1978, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978,
Flóknir
forlagaþræöir
eftir Denise Robins
Óþarft er aö kynna íslenskum lesendum Denise,
þar sem áöur hafa komið eftir hana á íslensku
12 bækur og notið vaxandi vinsælda.
... Var þetta draumur eöa veruleiki. Gat þaö átt
sér staö, aö veriö væri aö selja hana á
þrælamarkaöi? ... Stór svertingi dró hana útúr
bílnum og lyfti henni uppá pall. Stúlkurnar voru
allar hlekkjaöar hvor viö aöra og beðiö þess aö
uppboöið byrjaöi. — Góöi guö, láttu mig
deyja...
.... hatturinn var tekinn af henni, munnur
hennar opnaöur svo hvítar tennurnar sæust...
klipið í húö hennar hér og þar og þuklaö á
fótum hennar.
Ævintýraleg og eldheit ástarsaga.
Fiona
eftir Denise Robins
Astin sigrar
eftir Dorothe Quentnti
Þessi bók flytur sígildan boðskap. Ástin hefur
alltaf sigraö og mun væntanlega alltaf gera.
Hér er lýst baráttu ungrar hjúkrunarkonu, viö aö
ná ástum draumaprinsins, sem er eftirsóttur og
dáöur læknir. Þær eru margar um boöiö
dömurnar og tvísýnt um úrslitin. Ýmsum
brögöum er beitt, en samt lýsir þessi bók
eölilegu heilbrigöu fólki og er skemmtileg
tilbreyting frá hrylling og öfugsnúnu sálarlífi,
sem er hugstæöasta yrkisefni nútíma höfunda.
Skemmtileg og hörkuspennandi ástarsaga.
Fiona er ung, fögur og lífsglöö, dóttir auöugs
skipaeiganda. Að boöi fööur sfns, trúlofast hún
frænda sínum, frönskum aöalsmanni og
sem þetta er ágætur maður, sættir hún
mætavel viö ráöstöfun fööur síns.
En höggormurinn leynist í Paradís, ungur
sjómaöur veröur á vegi hennar og borgirnar
hrynja. Hún er ofurseld ástinni. Leiöin veröur nú
vandfarin og torsótt.
Þetta er saga um eldheita ást, sem öllu býöur
byrginn. Æsispennandi frá upphafi til enda.
Ægisútgáfan
Einn nemandinn við ritvélina, sem sérstaklega er gerð fyrir
hreyfihamlaða.
Ritvél fyrir hreyfi-
hamlaða í EQiðaskóla
FORELDRARÁÐ Hlfðaskóla ákvað fyrir ári að gefa skólanum
sérstaka ritvél, sem hönnuð er fyrir hreyfihömluð börn. Var hafin
fjáröflun með kökubasar og fleiru, og jafnframt leitað til
Hringsins, sem veitti í því skyni 700 þúsund krónur. Einnig
fengust aðflutningsgjöld felld niður. Var ritvélin afhent skólanum
á fimmtudag, auk þess sem gestum var sýnt nýtt húsnæði, sem
sérstaklega er byggt fyrir sérdeildir skólans.
Formaður foreldraráðs, Renata
Heiðdal afhenti skólanum gjöfina,
sem Asgeir Guðmundsson skóla-
stjóri veitti viðtöku. En viðstaddir
voru margir kennarar skólans,
fulltrúar frá foreldraráði Hringn-
um, menntamálaráðuneyti og inn-
kaupastofnun ríkisins. Og sýndu
nemendur í þessari sérdeild
skólans notkun tækisins.
• 13 HREYFILÖMUÐ BÖRN
Ritvélin er sérstaklega hönnuð
fyrir þá, sem eiga erfitt með aö
stjórna hreyfingum handanna. En
í Hlíðaskóla eru nú í deildinni
fyrir hreyfihamlaða 13 börn, sem
skiptast í tvær deildir, eldri og
yngri deild. En svo sem áður hefur
fram komið er meginmarkmið með
slíkum deildum í almennum skóla,
að dreifa nemendum með sérþarfir
innan um aðra nemendur. Auk
þess eru í skólanum tvær aðrar
deildir með nemendur með sér-
þarfir, þ.e. heyrnardeild og deild
fyrir málhamlaða.
Að sögn skólastjóra hefur
foreldrafélag Hlíðaskóla verið afar
duglegt og bryddað upp á mörgum
þörfum málum í skólastarfinu, svo
sem fræðslukvöldum með börnun-
um, stutt að byggingu íþróttahúss
o.fl.
• SJÚKRAÞJÁLFUN OG
MATARGERÐ
Um leið og nýja ritvélin var
tekin í notkun, var gestum og
blaðamönnum sýnt nýtt húsnæði,
sem sérstaklega hefur verið byggt
fyrir sérdeildir skólans. Megin-
hluti þess húsnæðis er ætlaður
fyrir sjúkraþjálfun. Er það nú
tilbúið til notkunar, en aðeins
skortir sjúkraþjálfara til starfa. í
tengslum við þetta húsnæði er
eldhús, sem hefur tvenns konar
markmið. Annars vegar að gefa
börnum kost á fæði, þar sem þau
dvelja meiri hluta dagsins í
skólanum og einnig að veita þeim
þjálfun í matargerð. Þá er og í
þessu húsi aðstaða fyrir tann-
lækni, og hefur hún verið tekin í
notkun.
Nemendur höfðu skreytt nýja húsnæðið, sem byggt hefur verið fyrir
sérdeildir skólans, en í deildinni fyrir hreyfihamlaða eru 13 börn.