Morgunblaðið - 10.12.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978
37
í leikskólann, innilega samúð
okkar. Guð blessi minningu Bjössa
litla. Við þökkum Guði þær
stundir, sem við fengum að njóta
með honum í Álftaborg.
Dísa. Ólöf og Odda í Alftaborg.
Ég ætia með þessum fátæku
orðum aðeins að minnast elsku-
legs, lítils vinar okkar og frænda,
Bjössa.
Það er erfitt að skilja og sætta
sig við að 3ja ára gamall lífsglaður
drengur sé svo snögglega tekinn
burt frá ástvinum sínum eftir 3ja
daga sjúkrahúslegu.
Bjössi eins og hann var ávallt
kallaður var skýr og skemmtilegur
drengur, síkátur og fjörugur,
lifandi eftirmynd pabba síns.
Erfitt er að sætta sig við, að við
skulum ekki eiga eftir að sjá aftur
glettna brosið og heyra ekki
dillandi hlátur hans. En þannig
munum við ávallt minnast Bjössa.
Bjö'ssa litla verður sárt saknað á
heimili okkar, ekki hvað síst af
Kjartani Erni, en hann var hans
allra besti vinur og leikfélagi.
Ekki munum við lengur heyra
þá frændur syngja saman fallegu
og barnabörnum innilegustu sam-
úð á sorgarstund.
Jón Ilákon Magnússon.
Undanfarnar vikur hefur verið
vaxandi tóm í lífi mínu nátengt
vissunni, að senn liði að lokum í
hetulegri baráttu frænku minnar
og vinkonu við illvígt krabbamein.
Vegna starfs míns var ég
samherji hennar í þessu stríði og
naut því þeirrar aðstöðu að horfa á
rósemd og æðruleysi, sem enn jók
á elsku mína á henni og ekki síður
vitundina um, að lífið býður okkur
á myrkustu stundum ljós vonar,
tendrað af góðum eigindum sam-
ferðafólks okkar.
Tóm þetta og vonleysi varð þó
aldrei algert, því slíkur var
persónuleiki hennar og þau för,
sem samvistir við hana gegnum
tíðina höfðu greypt í hug mér, að
treginn vegna óumflýjanlegra
lykta lífs hennar var alltaf mildað-
ur. Samt varð treginn nær óbæri-
legur rétt í þann mund, sem
almættið veitti henni meðvitund-
arleysi frá kvölum sínum, þegar
hún sagði: „Ekki tókst þetta hjá
okkur frændi. Eins og við brugðum
fljótt við.“ Um leið þrýsti hún í
hönd mér og augnaráðið lýsti
sömu elsku og uppörvun og jafnan
fyrr.
Ella, eins og hún var jafnan
kölluð, var móðursystir mín og
velunnari, og vissan um það hefur
verið algerlega óraskanleg frá
árdögum bernsku minnar. Fyrstu
minningarnar um hana eru
bundnar stundum, sem allar voru
hátíðisdagar, þegar ég og eldri
systkini mín fengum að heim-
sækja hana í stóra húsið sem
okkur fannst á Lindargötunni.
Slíkzr heimsóknir töldust til
meiriháttar ferðalaga úr litla
húsinu, heima í Skerjafirði, með
strætó fyrir 5 aura far. Stærst og
glæsilegust var hátíð þessi og mest
tilhlakkið til ferðalagsins á jóla-
dag, kannski m.a.s. farið með gulri
drossíu frá Steindóri. Á jóladag
var nefnilega haldið upp á afmæli
Adda litla frænda, og jólunum
fagnað af stórum ættingjahóp í
boði þeirra Ellu og Edwins. Þótt
stuttbuxur og snoðklipping vikju í
tímans rás fyrir síðbuxum og
kannski öðrum þroskamerkjum,
hefur gleði bernskuheimsóknanna
aldrei fullorðnazt, og sú hughljóm-
un í samvistum við hana og
hennar haldizt.
Lindargatan er í svonefndu
Skuggahverfi og það aldrei talið
miðborg Reykjavíkur, en heimili
Ellu hefur alltaf verið í þjóðbraut
þar sem fjölmennt frænda- og
vinalið átti leið um. Hjálpsöm og
sívökul greiðvikni hennar fékk
maklega útrás við alla er þurftu,
og væri þar um bágindi að ræða,
áttu hinir sömu víst, að amstur
þeirra og mismikil örbrigð yrðu
ekki borin á torg, né að þeir fyndu
til skuldar. Fyrir Ellu var það ekki
nóg, að þeir sem bágt áttu bæru
sig eftir björg hjá þeim hjónum,
því hún var alla tíð sísend að
lö'gin sín úr leikskólanum, og
langur tími mun líða þar til
Kjartan Örn trúir því að „Bjössi,
vinur minn“ kemur ekki aftur.
Megi góður guð hjálpa okkur
öllum að sætta okkur við hið
óskiljanlega.
Björn var yngri sonur hjónanna
Þórunnar Haraldsdóttur og Guðna
Jónssonar, Fellsmúla 6, Reykjavík.
heimsækja þá, sem ekki megnuðu
að koma. Ljós tilveru fjölmargra
þannig settra lýstri skærar fyrir
heimsóknir hennar og sú birta
mun eflaust vara.
Elínborg fæddist og ólst upp á
Flateyri við Önundarfjörð. For-
eldrar hennar voru Þorbjörg
Guðmundsdóttir frá Höll í Hauka-
dal, Dýrafirði, og Kristján Ás-
geirsson, verzlunarstjóri Ásgeirs-
verzlunar, en hann var ættaður frá
Skjaldfönn í N-ísafjarðarsýslu.
Elínborg var 6. í röð systkina-
hóps, sem áður en lauk varð 10
talsins, en 8 þeirra náðu fullorð-
insaldri. Þau voru Helga, húsmóð-
ir hér í borg, Magnús, skrifstofu-
stjóri, Ásgeir, loftskeytamaður (d.
1935), Jón Hákon, stýrimaður
(fórst með e/s Heklu 1941),
Guðmundur, skipamiðlari, Stein-
arr, skipstjóri og Rögnvaldur,
sjómaður. Bernsku- og æskuárin á
Flateyri munu hafa verið björt
sem fjölmargar sögur hennar og
systkina hennar allra báru með
sér, enda þótt efni væru smærra
skömmtuð en nú þykir fært til
bjargálna.
18 ára að aldri fluttist hún með
foreldrum sínum til Reykjavíkur
og vann m.a. við afgreiðslustörf
hjá verzlun Guðna Jónssonar. 17.
júní 1933 giftist hún eftirlifandi
manni sínum Edwin Árnasyni,
Árnasonar matsveins á togaranum
Geir um árabil, og konu hans,
Jóhönnu Jónsdóttur.
Þau Edwin stofnuðu heimili hjá
foreldrum hans að Lindargötu og
bjuggu þar alla tíð. Innanstokks
nutu hæfileikar Ellu sín svo að af
bar, enda varð heimili þeirra slíkt
hreiður hlýju og dugnaðar, að ég á
engan samanburð annarstaðar.
Sonar varð þeim auðið og
augasteins, þar sem er Árni
-frændi minn. Hann er nú löngu
félagi föður síns og hægri hönd í
fyrirtæki þeirra. Árni er kvæntur
Vildísi Kristmannsdóttur, Guð-
mundssonar rithöfundar, og telur
sonarlán þeirra 3 stælta, sem allir
juku yndi ömmu sinnar og afa.
Lífslán hennar tel ég hafa verið
mikið. Þótt reglulegri skólagöngu
væri þröngt sniðinn stakkur, jók
hún með árunum meðfædda
menntalöngun, sérlega í leit hins
háleita og fagra í hverskyns
listum. Tónlistaráhuginn og aðdá-
un á málaralist urðu henni hjart-
fólgnust. I þessu sem öðru var hún
þó símiðlandi og naut sjálf bezt,
þegar hún fékk sér óreyndari til að
njóta líka.
Hún frænka mín var yndisleg.
Guðsgjöf hennar stærst var þó sú
náðargáfa, að sérhver viðmælandi
hennar átti hana heila og óskipta
hverju sinni og návist við hana
örvaði alla tíð, það sem til vaxtar
og þroska horfði.
Fyrir hönd móður minnar og
systkina votta ég ástvinun hennar
dýpstu samúð. Blessuð sé minning
Elínborgar Kristjánsdóttur, en sú
máir vísast út allan trega syrgj-
enda hennar.
Sigurður Þ. Guðmundsson.
Elsku Tóa og Guðni, megi
algóður guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg, svo og Ásgeir
stóra bróður, sem nú þarf að vera
bæði litli og stóri strákur mömmu
og pabba. Ömmu Biddu svo og
ömmu og afa í Fellsmúla og öllum
öðrum ástvinum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðju.
Blessuð sé minning elsku Bjössa.
Nú Iokk ók auKun altur.
ú. Guð þinn náöarkraltur
mín vori vörn I nótt.
/E. virst mÍK að þér taka,
mór yfir láttu vaka
þinn enKÍl. svo ók sofi rótt.
Þýtt — Sveinbjörn Etnlsson.
Heiða. Þorgeir
og strákarnir.
Nú er Bjössi allt í einu horfinn
úr hópi okkar um stund, hópi
ástvina og vina, horfinn til strand-
arinnar miklu þar sem ljósið
aldrei dvín og blómin fölna ekki.
Við þessa hugsun lætur maður
huggast þegar söknuðurinn leitar
fast á. Okkur skortir skyn til að
skilja hvers vegna guð svo skyndi-
lega tekur til sín börn og ung-
ntenni, sem eru að byrja lífið
hraust og kát og eru sakleysið
sjálft. Er lausnin í orðtakinu „Þeir
sem guðirnir elska deyja ungir“?
En þrátt fyrir allt er söknuðurinn
sár.
Nú sjá hvorki pabbi, mamma,
Ásgeir bróðir né aðrir vinir lengur
litla rauðhærða kollinn ganga urh
með gleðibros og hressilegt yfir-
bragð, sem gaf okkur svo sterk
fyrirheit um bjarta framtíð.
Bjössa minn sá ég taka fyrstu
sporin og ég var farinn að sjá hann
í huganum ganga í skólann með
litla tösku á bakinu, með glampa
hreinleikans og birtunnar í augun-
um. Ég og fjölskylda niín hryggj-
umst með foreldrum hans, bróður
og öðrum ástvinum. Ég- veit að
minningin um hann lifir og er
huggun í harmi. Það er erfitt og
ekki síst núna í skuggum skamm-
degisins, þegar allir eru að undir-
búa jólin, hátíð barnanna, og
kveikja á jólaljósunum, að vera
sviptur skærasta ljósinu, því ljósi
sem enginn nema hinn æðsti getur
tendrað á ný, en þó aðeins i ljósi
bjartra minninga.
Ég bið almáttugan guð að
varðveita litla vininn, styrkja
ykkur foreldra hans, bróður og
aðra ástvini í skammdegismyrkr-
inu og láta ljós minninganna um
hann leiða ykkur um ófarinn veg.
.0. Ijúfi drottinn. leiddu vininn.
ljúft um bláan himinKeim.
Þú ávallt sefar sorKarniðinn.
ok sveipar alla höndum tveim."
Blessuð sé minningin um
Bjössa litla. vin minn.
Ragnar Júlíusson.
+
Elsku litll drengurlnn okkar.
BJÖRN,
veröur jarösettur á morgun. mánudaglnn 11. desember kl. 3 frá Dómkirkjunnl.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítalasjóö Hrlngsins.
Þórunn Haraldsdóttir,
Guöni Jónaaon.
Hjá okkur getur þú valið póstkort, veggspjöld eða
bréfsefni, allt prýtt myndum eftir heimskunna listamenn,
Carl Larson, Rolf Lidberg, Spang Olsen og marga aðra.
ETnuN DSSON
Austurstræti 18 Sími 1 3135