Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 46

Morgunblaðið - 10.12.1978, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 1978 GAMATIC sjonvarpsspilið GAMATIC býður upp á sex mismunandi leiki: Ténnis, fótbolta, squash, boltaleik og tvenns konar skotleiki (skammbyssa fylgir!) Innstunga fyrir allar gerðir sjónvarpa • Bæði tyrir sv/hv og litasjónvörp # Fjögurra og sex leikja tæki # Telur stigin sjálfkrafa • Sérstök hraðastilling • SPENNANDI LEIKIR .. FYRIRALLA FJOLSKYLDUNA HEIMA í STOFU Gunnar Asgeirsson h.f. SuÓurlandsbraut 16, sími 91-35200 o\°OS HUTTÁJ81A MAG3M FllGORia .T3AGH3 iu»ii á&» Lítid barn hefur JÍ' lítið sjónsvið U I / \ Sjónvarpstækin annáluð fyrir gæði Ending ITT litsjónvarpstækja byggist á vandaðri innri uppbyggingu tækjanna. Þau vinna á lágspenntu köldu kerfi sem tryggir bestu mögulega endingu. Viöhald og eftirlit ITT er í öruggum höndum. Viö starfrækjum fullkomiö eigió verkstæöi til að geta veitt ITT viöskiptavinum bestu þjónustu. ITT litsjónvarpstækin eru á sérstaklega hagstæóu tilboösverði út þennan mánuö meóan birgöir endast. Með því aö tryggja yöur tæki strax í dag sparast tuqir þús- unda króna. Auk þess aó bjóða ótrúlega hagstætt verö, veitum vió góöa greiósluskilmála. Út- borgun frá kr. 180.000. Sértilboðsafsláttur KR. 80.000. vegna hagstæðra innkaupasamninga síðasta sending fyrir jól Tryggió yðurtæki strax í dag! ____myndiójon_ ESÁSTÞÓRf Hafnarstræti 17 — Sími 22580 Spekikvæði úr fomeskju IIÁVAMÁL INDÍALANDS. BHAGAVAD-GÍTA. Þýtt heíir Sigurður Kristófer Pétursson. Önnur prentun. Útfíáfu annaðist Sigfús Daðason. Teikning á band og titilblað. Bjarni Jónsson listmálari. Útgefandii Stafafell 1978. Bókaútgáfan Stafafell hefur á undanförnum árum sent frá sér nokkrar úrvalsbækur klassískrar ættar. Um Hávamál Indíalands segir Sigfús Daðason í Eftirmála: „Útgefandi bókarinnar hefur ekki sízt viljað heiðra minningu Sig- urðar Kristófers með því að láta prenta á ný þýðingu hans á þessu ódauðlega spekikvæði úr forn- eskju." En hver var Sigurður Kristófer Pétursson? Hann var fæddur 1882 í Kletta- koti í Fróðárhreppi. Hann sýktist af holdsveiki í bernsku og af þeim sökum fór hann á Laugarnesspít- ala sextán ára að aldri og átti þaðan ekki afturkvæmt. Hann lést þar 1925. Á spítalanum hlaut hann tilsögn í dönsku og ensku, en mest kenndi hann sér sjálfur, til að mynda esperantó og þýsku. Yfir- hjúkrunarkona á Laugarnesspít- ala var Harriet Kjær. Hún var ákafur fylgjandi guðspeki og mun hafa mestu valdið um það að Sigurður Kristófer helgaði líf sitt guðspekinni. Hann samdi mörg rit um guðspeki og þýddi bækur eftir guðspekingana Annie Besant og Leadbeater. Höfuðrit Sigurðar Kristófers er Hrynjandi íslenzkrar tungu þar sem hann setur fram kenningar sínar um fagurt mál. Bókin er 439 blaðsíður og kom út 1924. Sama ár kom út þýðing hans á Hávamálum Indíalands eða Bhagavad-Gíta sem Sigfús Daða- son segir að sé „merkust þýðinga hans“. í minningarorðum eftir Jakob Kristinsson sem birt eru í þessari nýju útgáfu Hávamála Indíalands stendur m.a.: „Ritstörf hans höfðu mikil áhrif á menn, en umgengni hans og návist enn þá meiri“. I inngangi Hrynjandi íslenzkrar tungu kveðst Sigurður Kristófer hafa komist að því „að fagurt málfar myndi lúta sérstöku lög- máli og að tvíliðir og þríliðir megi ekki vera í hrærigraut, hverir innan um aðra“. Um þýðingu hans á Hávamálum Indíalands er ekki nauðsynlegt að hafa mörg orð. Hún ber því vitni að vera unnin af mikilli alúð; málið er í senn hátíðlegt og einfalt, en hvergi fyrnt. Þeir sem lítið eru gefnir fyrir spekimál af þessu tagi munu njóta þess að lesa bókina þýðingarinnar vegna. Eins og í mörgum helgiritum sem kapp- kosta að birta trúarstefnur eru staðir í kvæðinu sem geta gert venjulegan lesara vitlausan eða að minnsta kosti ruglaðan. En þess ber að geta að Hávamál Indíalands eru aðeins brot söguljóðanna miklu Mahabharata (Stríðið mikla) sem eru 100000 erindi. í ítarlegum Formála Sigurðar Kristófers Péturssonar segir hann að í ljóðunum sé „hrúgað saman fræðum Brahmapresta og heim- spekiskoðunum. Aðalefni söguljóð- anna er harmsaga ættar einnar, stríð, er varð á milli tveggja kvísla hinnar voldugu Bharataættar." I Bókmenntlr upphafi stríðsins segir frá Arjúna sem verður „gagntekinn hugarvíli, er hann sér svo marga vini sína og vandamenn í fylkingum fjand- manna sinna“. Arjúna er í stríðs- vagni sínum og samherji hans og ekill, Krishna, talar um fyrir honum. Ræða hans er Hávamálin, siðferðisskoðun sem felst í orðun- um: „Ger þú skyldu þína án þess að bera kvíðboga fyrir afleiðingum". Ræða Krishna verður til þess að Arjúna leggur til atlögu. Þessi siðferðiskenning um skylduna sem gengur gegnum Hávamálin frá upphafi til enda „er ekki hið eina sem kvæðið fjallar um. Trúar- heimspeki kemur þar fram jafn- hliða þessari siðferðisáminningu" eins og Sigurður Kristófer skrifar. Eg kynntist fyrst Bhagavad- Gíta í þýðingu Sörens Sörenssonar sem hann gerði úr sanskrít og birtist 1939. Ekki get ég tekið undir með Wilhelm von Humboldt sem heillaðist svo að drápunni sem hann las uppi í sveit í Slesíu að hann ritaði þýðandanum Friedrich Schlegel: „Þykir mér, sem ég myndi hafa farið einhvers mikils á mis, ef eg hefði orðið að kveðja heiminn án þess.“ En ég get tekið undir orð Sigurðar Kristófers um mikilvægi þess að þjóðunum ríði á að skilja hver aðra betur og til þess séu trúarrit þefrra vel fallin. Því að slíkt rit „hafa ekki aðeins venjulegt bókmenntagildi, heldur miklu fremur menningargildi". Það þykir mér merkilegt að Sigurður Kristófer leggur áherslu á bræðralagshugsjón þjóða í formála rits sem hvetur til stríðs og athafna í anda skyldu vegna þess að eitt sinn skal hver deyja. En það er gagnkvæmur skilningur sem Sigurður Kristófer ber fyrir brjósti og hann verður ekki fenginn án þess að menn þekki uppsprettur trúar og lífspeki sem móta hugsunarhátt hverrar þjóð- ar. Sjálfum er honum ljóst að „mannkynið þokast í bræðralags- áttina, þótt hægt fari" og vill leggja sitt af mörkum til þess. eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Minning: Ingvar Valdimar Ingvarsson NAFN Ingvars Valdimars Ingvarssonar fyrrum skóla- stjóra Tækniskólans, sem birt var um minningargrein í blaðinu í gær, misritaðist í fyrirsögn. Þar stóð að hann væri Valdimarsson. Biður blaðið aðstandendur afsök- unar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.