Morgunblaðið - 14.01.1979, Page 16

Morgunblaðið - 14.01.1979, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 Alex Haley í miöiö ásamt gambískum ættingjum i þorpinu Juffure, pangaö sem ætt hans átti rætur sínar að rekja. gítarinn og „Kamby Bolongo" hafði hann kallað fljót í Virginíu. Skyldi vera unnt að átta sig á því frá hvaða afrískri mállýzku þessi orð væru runninn, var einhver leið að finna út úr slíku? velti Haley fyrir sér. Strax og heim kom hélt Haley á fund Georgíu frænku sinnar, sem nú var ein lifandi eftir af gömlu konunum, og fékk hana til að rifja með sér upp gömlu sögurnar aftur. Gamla konan varð óð og uppvæg þegar hún heyrði að hann væri að velta því fyrir sér hvort unnt væri að komast að því hvaðan „Kin-tay“ hefði verið og hvort nokkur möguleiki væri á því að finna ennþá ættflokk þeirra í Afríku. „Já, gerðu það, drengur," sagði gamla konan, „hún elsku amma þín og öll hin þarna uppi munu fylgjast með þér.“ Haley hélt þessu næst á þjóð- skjalasafnið í Washington og fékk þar að fara yfir manntalsskýrslu Alamanchehrepps í N-Karólína frá því rétt eftir borgarastyrjöld- ina og fann þar sér til furðu nöfn langafa síns og langömmu, og allt kom heim og saman við það sem gömlu konurnar höfðu talað um sín á milli. Nú fór Haley fyrir alvöru að reyna að rekja uppruna orðanna, sem höfð voru eftir Afríkumanninum og gengið höfðu mann fram af manni innan móðurættar Haleys. Hann heim- sótti aðalstöðvar Sameinuðu þjóð- anna í New York, sat þar fyrir afrískum sendifulltrúum og bar þetta undir þá. Enginn gat hjálpað honum, menn litu bara á þennan furðufugl undrunar- og jafnvel vorkunnaraugum. ★ Kominn á sporiö Þá var það sem bernskuvinur Haleys kom honum til hjálpar. Hann hafði upp á sérfræðingi í Þegar Alex Haley var lítill svertingjadrengur að alast upp í Henning í Ennessee heyrði hann stundum, er amma hans og systur hennar voru að rifja upp sögu ættarinnar. Aldrei fóru pær pó lengra aftur í tímann gömlu konurnar í pessari upprifjun en að forföður sínum, sem pær kölluöu jafnan „Afríkumanninn“ og fluttur hafði verið með skipi til Vesturheims til staðar par sem gömlu konurnar báru alltaf fram sem „Naplis“. Þær sögðu líka, að við komu skipsins til „Naplis“ hefði Afríkumaðurinn veriö keyptur af „Massa John Waller“, sem átti plantekru á stað, sem konurnar nefndu „Spotsylvianiasveit í Virginíu“. Það voru pessar orðræður gömlu kvennanna, sem leiddu til pess að Alex Haley fór mörgum árum síöar að grafast fyrir um upphaf sitt og skrifaði síðan metsölubókina Ræturnar, sem ABC-sjónvarpsstööin aftur kvikmyndaði. Varö sjónvarpsmyndin vinsælasta yfirbuguðu hann og hnepptu í þrældóm. * Haley fer á stúfana Alex Harley var framan af ekki uppteknari af ættarsögu sinni en gerist og gengur um unga menn. Hann var aðeins 17 ára að aldri þegar hann gekk í strandgæzluna bandarísku og var þar matsveinn um árabil. Fyrir atbeina föður síns hafði hann lært vélritun og til að stytta sér stundir um borð fór hann snemma að fást við skriftir. Honum tókst bráðlega að selja sögur og frásagnir til ýmissa blaða og tímarita, svo að þegar hann komst á eftirlaun aðeins 37 ára að aldri, ákvað hann að snúa sér algjörlega að ritstörfum og blaða- mennsku. Með viðtali sínu við Miles Davis jasstrompetleikara lagði Haley t.d. grunninn að hinum mánaðarlegu viðtölum tímaritsins Playboy, sem margir kannast við og annað sams konar viðtal hans við leiðtoga svartra múhameðstrúarmanna vestra, Malcolm X, leiddi til þess, að Haley skrifaði ævisögu Malcolms og kom hún út um það leyti sem hann var myrtur. Það var skömmu eftir að Haley lauk við bók sína um Malcolm X að hann var sendur á vegum tímarits til London og lagði þá leið sína í British Museum, þar sem hann leit fyrst Rósettu-steininn fræga og fór að lesa sér til um hann. Saga þessa steins orkaði einhvern veg- inn þannig á Haley, að hann fór að velta fyrir sér áreiðanleika munn- mælasagna, eins og þeim er hann hafði numið af vörum gömlu kvennanna á veröndinni heima í Henning. „Kin-tay“ hafði Afríkumaðurinn kallað sig, „ko“ hafði hann nefnt sagna- brunninn Munnmælasagnir urðu upp- hafið að Rótum Alex Haley sjónvarpsefni allra tíma meðal bandarískra áhorfenda og pessa pætti hefur íslenzka sjónvarpið nú tekið til sýninga. Afríkumaðurinn var ömmu Haleys og gömlu frænkum hans einhvern veginn hugleiknari en gerðist og gengur um forfeður, enda höfðu sögurnar um hann gengið mann fram af manni innan ættarinnar. Gömlu konurnar kunnu að segja frá því hvernig Afríkumaðurinn hafði skömmu eftir komuna til nýja landsins re.vnt að flýja og í fjórðu flóttatil- raun sinni orðið fyrir þeirri ógæfu að vera handsamaður af tveimur hvítum mönnum, sem höfðu það að atvinnu sinni að elta uppi stroku- þræla. Þeir höfðu ákveðið að kenna honum lexíuna í eitt skipti fyrir öll, sem yrði öðrum þrælum víti til varnaðar. Hann mátti velja um það hvort hann yrði vanaður eða tekinn af honum annar fótur- inn og hann valdi síðari kostinn, „Guði sé lof, því að annars værum við ekki hér til frásagnar," sögðu gömlu konurnar. Þær kunnu líka frá því að segja hvernig bróðir Massa Johns William Waller hafði borgið lífi Afríkumannsins vegna þess að honum ofbauð refsingin, tekið hann að sér og fengið honum starfa á plantekru sinni, sem hæfðu getu hans eftir bæklunina. Fyrst hafði hann fegnið að stunda garðinn en síðan orðið ekill húsbónda síns. Hann fékk þannig að vera á sama staðnum meðan aðrir þrælar voru stöðugt að flýtjast milli nýrra og nýrra eigenda, og þá án tillits til þeirra fjölskyldubanda, sem kynnu að hafa myndast meðal þrælanna á einstökum plantekrum. Afríkumaðurinn tók um síðir saman við kvenþræl sem konurnar kölluðu alltaf „Bell, kokkinn í stóra húsinu“ og með henni átti hann stúlkubarn, sem nefndist „Kizzy". Mikið orð fór af stoiti Afríkumannsins. Líkt og títt var gaf fyrsti húsbóndi hans honum gælunafn og kallaði hann Toby. En í hvert skipti sem einhver þræl- anna dirfðist að kalla hann því nafni, brást hann ókvæða við og minnti þá á að hann héti „Kin- tay“. Þegar litla dóttir Afríku- mannsins var á fimmta eða sjötta aldursárinu, byrjaði faðir hennar að taka hana með sér um næsta nágrennið hvenær sem hann hafði tíma til, benti henni á ýmsa hluti og nefndi þá á máli sínu. Hann benti á gítar og sagði eitthvað sem líktist „ko“ eða hann fór með hana rtiður að á í nágrenni plantekrunn- ar og sagði eitthvað sem hljómaði eins og „Kamby Bolongo". Eftir því sem Kizzy stækkaði og faðir hennar náði betri tökum á ensku sagði hann henni sögur af sjálfum sér, ættbálki sínum og föðurlandi og hvernig hann var fluttur nauðugur á brott þaðan. Hann kvaðst hafa verið úti í skóginum ekki fjarri þorpi því sem hann átti heima í og verið að höggva við til að búa sér til trumbu, þegar fjórir menn komu að honum að óvörum, Lorne Green sem leikur fyrsta húsbónda Kunta í nýja landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.