Morgunblaðið - 14.01.1979, Side 25

Morgunblaðið - 14.01.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979 25 Davíð Oddsson borgarfulltrúi: Krossinn á kjörseðl- inum sýnir sig á skattseðlinum Það var hér áður árviss atburður, að fulltrúar vinstri- flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkiir fluttu tillögu um, að „hlutlaus" utanaðkomandi aðili yrði fenginn til að gera heildarúttekt á rekstri borgar- innar. Við sjálfstæðismenn lögðum hins vegar allt kapp á að stöðugt væri unnið að hagræð- ingu borgarrekstursins, bæði af þeim sérfræðingum, sem að sliku starfa hjá Reykjavíkur- borg og í einstökum afmörkuð- um tilvikum með utanaðfeng- inni aðstoð. Þetta starf hefur borið góðan ávöxt og verður að vona, að áfram megi halda á sömu braut. Þessa stefnu vildu vinstri- flokkarnir í stjórnarandstöðu ekki sætta sig við. Þeir klifuðu sífellt á „hlutlausri heildarút- tekt“ á borgarmálum og gáfu þar með til kynna, að þeir ælu í brjósti þá von, að þáverandi stjórnendur borgarinnar hefðu óhreint mél í pokahorninu, ellegar tilgangurinn var sá að að gera sjálfstæðismenn tortryggi- lega í augum borgarbúa. í kosningunum í vor fengu þessir flokkar meirihlutaað- stöðu í borgarstjórninni. Ekki í krafti eigins ágætis, heldur nutu þeir þess, að fjörspilltum pólit- ískum útsendurum, sem sölsað hafa undir sig forystu í verka- lýðshreyfingunni, hafði tekizt að sá efasemdum og eitri í allmargt fólk vegna kjaramálaf þess. Öll sú svikamylla stendur nú vissulega afhjúpuð og hverju barni auðsæ. En eftir stendur engu að síður afleiðing hennar: Reykvíkingar búa við ráðlausa vinstristjórn sem lýtur ský- lausri forystu kommúnista. Nú er flestum að verða ljóst, að x-A eða x-G á kjörseðilinn reyndist ekki boða kjarabót. Þvert á móti hefur sá kjörseðill breytzt í blákaldan skattseðil og skatt- skráin verður einkunnarbók tossanna, sem nú fara með stjórn borgar og ríkis. Þegar vinstriflokkarnir mynduðu meirihlutastjórn í Reykjavík nokkrum dögum eftir kosningar, höfðu þeir enn ekki gleymt áformum sínum um að fá „hlutlausan" utanaðkomandi aðila til að gera „heildarúttekt" á borgarrekstrinum. Þess vegna skutu þeir áheiti um slíkt inn í næfurþunnan málefnasamning sinn. Það þunnildi gleymdist þeim þó skjótt enda ekki skemmtilestur. Ekkert varð því úr „hlutlausu heildarúttektinni" fyrr en nú að oddvitar þeirra, forsetar og önnur tignar- og stórmenni (Sigurjón, Björgvin og Kristján) vöknuðu upp við vondan draum, milli umræðna um fjárhagsáætlun, og flaustr- uðu upp tillögu um málið. Sú tillaga var að mestu óskiljanleg, en væri vel að gáð, mátti grilla í grautnum að fæðingarhríðir fyrirmennanna höfðu aðeins fætt af sér mús og hinar stórbrotnu áætlanir um heildar- úttekt framandi sérfræðinga eru nú að mestu úr sögunni. Sú niðurstaða kemur engum á óvart sem séð hefur fyrstu spor vinstriflokkanna við meirihluta- stjórn á borginni. Þar hefur hagræðing og skilvirkni ekki verið höfð í fyrirrúmi. Þeir ætla ekki að auka rekstrartekjur með hagræðingu og sparnaði, heldur stórkostlegasta skattheimtu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á eigendur sína. Þeir ætla að láta borgina vera fjárhagsáætl- unarlausa í tvo mánuði á þessu ári til að gefa ríkisvaldinu tóm til að útvega þeim ríkari skatta- heimildir en þeir hafa nú. Slíkt hefur aldrei gerzt. Sama er um skilvirknina. Þeirra fyrsta verk í þeim efnum var að setja á laggirnar fram- kvæmdaráð til að vasast í málum sem áður áttu beint undir borgarráð og borgar- stjóra. Það ráð mun kosta milljón beint og þó er óbeina tjónið sem slíkur milliliður veldur miklu meira. Enda höf- um við sjálfstæðismenn lýst yfir að við munum nota fyrsta tækifæri til að leggja það ráð af. Fyrsta ganga framkvæmda- ráðsins var ekki gæfuleg. Meiri- hluta þess tókst að klúðra þörfu máli sem við sjálfstæðismenn höfðum lengi látið vinna að. Við stefndum að verulegri hagræð- ingu i sorphirðumálum borgar- búa og var áætlun um þau tilbúin þegar vinstri menn komust til valda. Við höfðum ætlast til, að borgarbúar nytu þátttöku sinnar í hagræðing- unni með minnkandi álögum. Því eina atriði vildu vinstri- menn breyta. Þeir vildu, að jafnframt hagræðingartillögum þeim, sem sjálfstæðismenn höfðu látið undirbúa, yrði lagt sérstakt sorphirðugjald á borg- arbúa án þess að nokkur afslátt- ur vegna hagræðingar kæmi á móti. Sú tillaga þeirra varð þó, góðu heilli, gerð afturreka úr borgarstjórninni. Nú er komið í ljós, að við kosningarnar í vor var gætni ráðdeild og hagsýni vikið til hliðar. A sviðið höltruðu óráðs- sían og stjórnleysið, studd af einkavinum sinum auknum sköttum og álögum. Fljótandi skattfarvegur Þegar tekið er að brydda á atvinnuleysi (1000 manns skráðir atvinnulausir um sl. áramót) er slík stefna högg að rótum at- vinnuöryggis fólksins í landinu sem og verðmætasköpunar í fram- leiðslugreinum. Tekjuskattheimta úr hófi á hendur einstaklingum dregur og úr vinnuvilja og verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, en hún stendur endanlega undir lífskjörum og fjárfestingu þjóðarinnar. Skattastefna stjórnvalda setur afgerandi mark á afkomu einstakl- inga og heimila. Aflatekjur skipta ekki meginmáli í framfærslu fólks, eins og allt er í pottinn búið, heldur ráðstöfunartekjur, það sem eftir er af aflafé þess þegar ríki og sveitarfélög hafa tekið sinn skattheimtuhlut. Skattastefna er því kjaraatriði sem snertir hvern þjóðfélagsþegn. Um næstu mánaðamót kemur til fram- kvæmda ný 75%-regla í innheimtu opinberra gjalda, auk þess sem gjaldfallin eru stórhækkuð fast- eignagjöld og síðasti hluti hins víðfræga viðbótarskatts liðins árs. Hætt er því við að víða verði lítið eftir skilið í launaumslagi í ráðstöfunartekjur heimila og einstaklinga. Breytingar- tillögur sjálfstæöis- manna Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárveitinganefnd fluttu athyglis- verðar breytingartillögur við frumvarp ríkisstjórnar að fjárlög- um. • í fyrsta lagi fluttu þeir (á þingskjali 303) breytingartillögur við gjaldahlið fjárlagafrumvarps, sem fólu í sér, ef samþykktar hefðu verið, 2000 m. kr. sparnað í útgjöldum. Hér var um að ræða tillögur í 129 liðum. • í öðru lagi fluttu þeir sam- svarandi breytingartillögur til lækkunar skattheimtu (á þing- skjölum 304 og 310). Náðu þær tillögur bæði til lækkunar á eigna- og tekjusköttum einstaklinga og félaga — sem og til hækkunar á skattvísitölu (sem jafngildir skattalækkun). Tillaga þeirra um skattvísitölu var tvíþætt: aðaltillaga skattvísi- tala 152 stig, varatillaga 151 stig (en þingmenn Alþýðuflokks fluttu sams konar tillögu, er þeir drógu til baka). Allar þessar skatta- lækkunartillögur' vóru felldar af stjórnarliðinu — m.a. með atkvæð- um þingmanna Alþýðuflokks, sem mest höfðu lofað afnámi eða verulegri lækkun tekjuskatta af launum í landinu. Þannig fer stundum fyrir þeim á borði, sem eru mestir oflátungar í orði. Afturvirkni skatta bönnuö? Afturvirkni álagðra viðbótar- skatta seint á sl. ári mæltist mjög illa fyrir meðal þjóðarinnar, enda setur bæði fólk og fyrirtæki sér fjárhagsáætlanir í upphafi árs — miðað við gildandi skattalög. Matthías Á. Mathiesen og Geir Hallgrímsson flytja frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins. Leggja þeir til að 77. gr. stjórnarskrárinn- ar orðist svo: „Skattamálum skal skipa með lögum. Hvorki má setja íþyngjandi reglur um skatta á tekjur eða eignir liðins árs né afturvirkar og íþyngjandi reglur um breytta eða nýja skattstofna." Með þessari breytingu er stefnt að því að auka réttaröryggi á sviði skattamála og setja sem gleggstar skorður við því, að afturvirk og íþyngjandi ákvæði séu sett um skatta á tekjur og eignir, sem valdið geti skattgreiðendum veru- legum erfiðleikum, ekki sízt þegar gerðar hafa verið ráðstafanir um fjármál í réttmætu trausti á gildandi skattalöggjöf hverju sinni. í lok greinargerðar flutnings- manna með þessari tillögu segir orðrétt: „Það verður að teljast sérstak- lega bagalegt, ef afturvirk og íþyngjandi ákvæði breyta skatt- stofni eða ákveða nýjan, t.d. lýsa óheimilt að draga viðhaldskostnað íbúðar skattþegns frá tekjum, þó að slíkt hafi verið heimilt, þegar ráðist var í dýra viðgerð. Af þeim sökum er skv. síðari hluta 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins lagt til að óheimilt verði að breyta skatt- stofni eða lögfesta nýjan með afturvirkri og íþyngjandi breyt- ingu frá gildandi lögum. I 2. mgr. 1. gr. frumvarpsins er einungis vikið að tekju- og eignar- sköttum, enda er mest þörf á reglum, sem koma í veg fyrir afturvirkni ákvæða um þá. Vissu- lega geta þó fleiri ákvarðanir valdið erfiðleikum, t.d. tollabreyt- ingar, sem gerðar eru eftir að greiðandi hefur gert tilteknar ráðstafanir, en áður en tollur er greiddur. Torvelt sýnist þó að móta stjórnarskrárákvæði, sem bæði eru sanngjörn og fram- kvæmanleg, um þetta og hliðstæð atriði. Meðan nothæf tillaga um slík stjórnarskrárákvæði kemur ekki fram, verður því að treysta því, að hóflega verði með lagasetn- ingu að því staðið. I 2. mgr. 1. gr. er talað um „reglur", og er með því stefnt að því, að ákvæðið gildi bæði um lagareglur, sem Alþingi setur, og um hvers konar reglur, sem stjórnvöld kunna að setja á grundvelli laga, hvort sem þau stjórnvöld eru ráðuneyti, skatta- yfirvöld eða sveitarstjórnir."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.