Morgunblaðið - 14.01.1979, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 14.01.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1979 27 Eskfirðingar vonast eftir sólarpönnukök- unum á sunnudaginn Eskifirði 12. janúar. VETRARVERTÍÐ er hafin hér á Eskifirði og hafa línubátarnir farið nokkra róðra. Afli hefur verið misjafn, frá 2—8 lestum í róðri. Sex bátar róa héðan með línu og er langt síðan línuróðrar hafa verið stundaðir af einhverju marki héðan. Síðar bætast svo minni bátarnir við. Togararnir tveir komu úr fyrstu veiðiferðinni eftir áramót nú í vikunni, annar með um 60 og hinn um 75 lestir. Þrjú skip fara á loðnuveiðar og eru þau að fara í dag og á morgun, en það eru Jón Kjartansson, Sæberg og Seley. Veður er gott hér á Eskifirði, logn um 9 stiga frost og ef svo heldur fram sem horfir, fáum við sólarpönnukökur um helgina, en þá eigum við von á að sjá sólina í bænum í fyrsta skipti á árinu. Blessuð sólin hefur ekki sést hér síðan 10. desember. Sá siður hefur verið í heiðrum hafður á Eskifirði, að menn fái sér rjómapönnukökur með kaffinu þann dag sem sólin nær að skína í bænum aftur á nýja árinu. í dag var hún rétt ofan við efstu húsin í bænum. — Ævar. hefst a martu Starmix ryl<stigan hefnr þessa kosti — þægileg í vinnu — fallega hönnuð — mikinn sogkraft — stillanlegan sogkraft — ljós, sem gefur til kynna, þegar skipta þarf um poka —- dregur inn í sig snúruna — geymir rörin í sér sjálfri — mismunandi eiginleikar eftir gerðum Hinar ýmsu gerðir Starmix ryksugunnar hafa flesta eða alla þessarra kosta — og jafnvel fleiri kosti. Starmix ryksugan er nefnilega til í ýmsum útgáfum við flestra hæfi. Starmix hefur reynst frábærlega vel hérlendis, enda er hún ein vinsælasta ryksugan á Islandi. Fullkomin viðhalds- og varahlutapjónusta. VERSLUNIN PFAFF Skólavöröustig 1-3 Bergstaóastræti 7 Simi 26788 Lóubúð — Útsala Útsalan heldur áfram eftir helgina bætum inn nýjum vörum, allt selt á hálfvirði. Lóubúð, Bankastræti 14, 3. hæð. Útsala — Útsala Mikill afsláttur á pilsum, peysum, mussum, buxum o.fl. Aöeins þessa viku. Dalbær, Hverfisgötu 32. Nú er tækifærið verksmiðjuafsláttur BENCO Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945 Lítið barn hefur lítið sjónrið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.