Morgunblaðið - 14.01.1979, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1979
Forsön«varar Brunaliðsins þau Raiínhildur Gísladóttir og Pálmi
Gunnarsson syngja þjóðlag ársins „Eg er á leiðinni".
Eins og jafnan var lítið
að gerast fyrstu mán-
uði ársins hjá poppur-
um og öðru fólki, sem
að skemmtanalífi ungs
fólks standa. Það væri helst að
nefna þessa venjulegu skóladans-
leikja- og árshátíðavertið sem
einhvernveginn rúllar í gegn af
gömlum vana. En með hækkandi
sól og lengri degi skriðu menn úr
fylgsnum sínum með úthugsuð og
velmelt áform sín og hugsuðu til
hreifings. Þannig var það vorið ’78.
Gunnar Þórðarson reið á vaðið
sumardaginn fyrsta með nýja
uppskrift af gömlum lummum. Út
kom platan „Lummur um allt
land“ og má segja að gömlu
slagararnir hafi verið raulaðir á
ný um allt land a.m.k. ef marka
má undirtektir í fjölmiðlum.
Um svipað leyti birtist á skján-
um, í sjónvarpsþættinum „Á
vorkvöldi", ný hljómsveit sem hét
Brunaliðið, hljómsveit sem allir
áttu eftir að kynnast nánar
einkum vegna lagsins „Ég er á
leiðinni". Ef hægt er að tala um
þjóðsöng ársins, þá er það þetta
lag.
Undir forystu brunaliðs-
stjórans Magnúsar Kjartanssonar
þeysti hljómsveitin um lands-
byggðina við góðan orðstír í maí
og júní.
Önnur hljómsveit lagði einnig
land undir fót yfir sumar-
mánuðina en það var Brimkló
rótgróin og velþekkt úr bransan-
um. Sungu þeir og léku nær alls
staðar fyrir fullu húsi lögin sín af
plötunni „Eitt lag enn“.
Enska furðufugla, hljómsveit
sem nefnir sig Stranglers, rak
-óvænt á fjörurnar fyrstu dagana í
maí og héldu þeir eina tónleika hér
í Laugardalshöll — húsfyllir var.
Hér voru á ferðinni fulltrúar
þeirrar popptónlistar, sem nefnd
hefur verið „nýbylgja" eða
„nýbylgjurokk". Ýmsir agentar og
merkismenn erlendra hljómplötu-
fyrirtækja voru með í ferðinni
hingað og þótti það m.a. mikil
landkynning að geta sýnt þeim
fullkomna upptökuaðstöðu hér.
Ekki verður minnst á sumar-
ferðir hljómsveita og skemmti-
krafta án þess að geta þeirra
bræðra Halla og Ladda. Þeir hafa
óneitanlega sett svip sinn á
skemmtanalífið þetta árið með
söng, glens og gríni. Þeir hafa og
gert tvær blásaklausar sveita-
stúlkur úr Tungunum að þjóð-
sagnapersónum, sungið með til-
heyrandi tilburðum um þá
áströlsku Gibb-bræður o.fl. o.fl.
Plata þeirra „Hlunkur er þetta" er
með mest seldu plötunum á árinu.
„Gunnar Þórðarson „afinn í
íslenska poppinu“ var athafna-
samur á árinu“.
Bra ðurnir Halli og Laddi settu sterkan svi
íslenskt skemmtanalíf á árinu. Hér fá þeir
gullpiötu fyrir „Hlunkinn”.