Morgunblaðið - 14.01.1979, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.01.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1979 35 Ríkisstjórnin — skattlagning á list. Athyglisverðasta hljómsveit sem fram kom á árinu — Hinn íslenski Þursaflokkur. Listahátíð bauð að venju upp á poppnúmer og varð hljómsveitin Smokie fyrir valinu. Voru það einkum þeir yngstu, sem fengu þar eitthvað fyrir snúð sinn en hinir eldri létu sér fátt um finnast, ekki síst er fréttist að möguleiki hefði verið að fá bandarísku hljómsveit- ina Santana. Áður en lengra er haldið í árinu er ástæða að geta helstu hljóm- platna sem komið höfðu út áður en jólaflóðið skall á. íslensk plötuút- gáfa dreifðist meira yfir árið en áður og er það góðs viti. Hljóm- sveitin Geimsteinn gaf út plötuna „Geimferð" heilmikla stuðplötu, sem þó ekki náði eyrum fjöldans og féll í skuggann fyrir öðrum. Hafnfirski söngkvartettinn Rand- ver kom með nýja plötu á markað- inn í júní og sömuleiðis ný hljómsveit Fjörefni að nafni og Dumbó-sextettinn af Skaganum kórónuðu síðan léttmeti sumarsins með plötu sinni „Dömufrí“. Furðufuglinn Megas kom mönn- um á óvart með plötu sinni „Nú er ég klæddur og kominn á ról“ — ekki einungis vegna óvenjulegs klæðnaðar, heldur einnig vegna sérstakrar meðferðar á þekktum ísl. þjóð- og götuvísum. Hljóm- og söngsveitin Melchior tróð upp með vel frambærilega og í marga staði frumlega hljóm- plötu. Hlaut hún frekar ósann- gjarnan dóm gagnrýnenda og neytenda og varð undir í sam- keppninni. Síðsumars skaut upp kollinum ný hljómsveit „Ljósin í bænum", sem eflaust á eftir að heyrast meira í á nýja árinu. Fyrsta plata hennar lofar góðu. Spilverk þjóðanna hélt nafni sínu hátt á loft með plötunni „Island". Að margra áliti er þetta skemmtilegasta plata Spilverksins til þessa og telst án efa til bestu platna ársins. Athyglisverðasta hljómsveit sem fram kom á árinu er án efa hinn íslenski Þursaflokkur. Með vandaðri og sérstakri meðferð á þjóðlegu efni hafa þeir öðlast sérstöðu í íslensku poppi þegar á fyrsta starfsári sínu. Gunnar Þórðarson, „afinn í íslenska poppinu", sýndi og sann- aði að hann hafði ekki setið auðum höndum. Tvöföld plata með marg- breytilegu efni er með því vandað- asta sem fram kom á árinu. Annar harðjaxl úr íslensku popplífi lét í sér heyra svo um munaði, en það var Björgvin Halldórsson. Kom hann nokkuð á óvart með rómantískri plötu en mjög vandaðri og reyndist hún ein söluhæsta plata ársins. Sýnir það að Björgvin nýtur enn mikilla vinsælda sem söngvari þótt hann hafi á undanförnum árum starfað aðallega í samfloti með öðrum og þá undir nöfnum eins og Brimkló. Hvers kyns safnplötur virðast njóta vaxandi hylli hér á landi eins og annars staðar og er plata Silfurkórsins með 40 vinsæl dæg- urlög fyrri ára, til vitnis um það. Sú plata var einnig með þeim söluhæstu á árinu. Efni safnplatna er sótt í fortíð- ina og svo var einnig um þær revíuplötur sem út komu fyrir jfólin („Þegar mamma var ung“ og Revíusöngvar í upprunalegri út- gáfu). Það er annars umhugsunar- vert að ekki skuli hafa tekist að endurvekja þessa skemmtilegu hefð sem revían var. Úr nægum efniviði er að moða, því að líklega hefur íslenskt þjóðfélag aldrei fyrr haft eins mikið af revíuhæfum mönnum og málefnum upp á að bjóða. Þá ber að geta hljómplötunnar „Börn og dagar" sem kom í jólamánuðinum — íburðarmikil og vönduð plata með víðtækri þátt- töku innlendra og erlendra hljóm- listarmanna. „Stjörnur í skónum" þeitir plata, sem kom út fyrir jólin. Kveður þar við nýstárlegan og skemmtilegan tón og leiðir hugann að því að hljómplatan getur líka verið vettvangur ljóðlistar og sögusagna. Sveinbjörn Baldvins- son á veg allan og vanda af þessari plötu og ferst það vel úr hendi. Frumlegasta plata ársins. Eins og sjá má á þessari upptalningu var mikið um að vera í plötuútgáfunni hérlendis — meira en nokkru sinni fyrr. Hér er alls ekki allt upp talið, því að út komu alls 57 hljómplötur á árinu með alls konar efni — eða rúmlega plata á viku. Eins og gengur og gerist voru gæði framleiðslunnar misjöfn og marka má vissulega framfaraspor, þegar á heildina er litið. Einn er sá hlutur sem gera verður þó átak í en það eru textar við íslensk dægurlög. Ennþá rísa þær smíðar ekki upp úr meðal- mennskunni. í landi hagyrðinga og skálda ætti að vera hægt að kippa því í liðinn með sameiginlegu átaki. Sala hljómplatna dróst verulega saman síðustu mánuði ársins og er ekki hægt að komast hjá því að - THA Yfirþursinn Egill Ólafsson var í mörgum áðalhlutverkum s.I. ár og skilaði þeim með ágætum. „Ljósin í bænum“ — hljómsveit geta aðstoðar ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Vörugjald á hljóm- plötur (reyndar einnig á hljóðfær- um o.fl.) var stórlega hækkað seint á árinu og verður ekki annað séð en hér hafi list verið skattlögð og er þá fokið í flest skjól. Hér er líka hart vegið að ungri og vaxandi iðngrein í landinu, þar sem hljómplötuframleiðsla er, og hætt er við að vandaðri hljómplötur og þar með dýrari í framleiðslu víki fyrir auðmeltu léttmeti, ef heldur fram sem horfir. Vonandi verður vörugjaldið hækkað á nýja árinu. Skemmtanalífið 1978 einkennd- ist öðru fremur af diskó- og dansmennt eins og lesa má út úr auglýsingaflóði diskótekanna, dansskólanna o.fl. á síðum dag- blaðanna. íslenskár Boneyjar, Olívur og Travoltar dönsuðu um allar jarðir og til urðu maraþon- og Islandsmeistarar í þessari grein. Þetta er æði sem ekki sér fyrir endann á og er því óhætt að spá því brautargengi á nýja árinu. Að öðru leyti er varhugavert að setja sig í hlutverk völvunnar því að á íslandi skipast veður oft skjótt í lofti og hefur margur farið flatt á því að spá um of fram í tímann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.