Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. 6 mónuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Jaki á brauðfótum Fáir munu þeir vera svo pólitískt kalkaðir, að þeir muni ekki eftir því, hvernig Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambands Islands, barðist gegn ráðstöfunum síðustu ríkisstjórnar í því skyni að koma í veg fyrir, að henni tækist að gera nauð- synlegar ráðstafanir til að vinna bug á verðbólguþró- uninni í landinu. Þá munaði hvorki hann né félaga hans um að skella á ólöglegu útflutningsbanni, ef það mætti verða liður í þeirri áætlun kommúnista að koma ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar frá völdum, áður en henni tækist að lækka verðbólguna og sýna þann árangur, sem blasti við, þegar hún var komin undir 28% á ári. En aðgerð- ir formanns Verkamanna- sambandsins og starfs- bræðra hans, sem hafa hreiðrað um sig í launþega- samtökum fyrir Alþýðu- bandalagið, gerðu vonirnar að engu og nú sitjum við uppi með dapurlegt útlit og litla sem enga von um að stjórnmálamönnum takist að ráða við verðbólguna á næstunni. Svo aðsópsmiklir hafa fulltrúar kommúnista í launþegasamtökunum ver- ið, að þeir hafa knúið ráð- herra Alþýðubandalagsins til að ganga á bak orða sinna með því að hætta að styðja efnahagsmálafrum- varp Ólafs Jóhannessonar, sem þeir þó, að hans dómi og annarra, höfðu samþykkt í ríkisstjórninni. Nú sitja þeir uppi með svikin loforð, en Guðmundi J. Guðmunds- syni flökrar ekki við þeirri stöðu, sem upp er komin. Hann og félagar hans hafa áður misnotað launþega- samtökin í pólitískum til- gangi og nú skín í gegn, að þeir hyggjast enn beita samtökum sínum til þess að knýja fram einhverja bráðabirgðasamninga á þingi, svo að ríkisstjórnin detti ekki á brauðfótunum, en skrimti áfram í nokkrar vikur eða mánuði. Tvískinn- ungurinn leynir sér ekki. Þetta verður vafalaust gert með því að koma fram með einhverjar málamyndatil- lögur um nýjar „félagslegar aðgerðir" til að sýnast, því að Guðmundur J. Guð- mundsson og félagar hans vilja sízt af öllu drepa yndi sitt, þ.e. ríkisstjórnina, sem þeir klömbruðu saman sjálfir á sínum tíma. En til þess verður sett upp ný hárkolla, sýndarmennskan mun ná hámarki og allt verður gert til að bjarga kommúnistum úr þeirri klípu, sem þeir eru í. Þegar Guðmundur J. Guðmundsson og félagar hans voru að beita laun- þegasamtökunum af alefli gegn ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar, var ekki talað um að „stilla“ skap sitt. Nú er öldin önnur. Nú er áhug- inn annar. Nú má setja upp sakleysissvipinn og reyna að koma einhverju „góðu“ til leiðar. Nú á ekki að nota stóru orðin, þó að lækka eigi kaup „á fræðilegan hátt“, eins og kempan kemst að orði í samtali við Morgun- blaðið í gær, en þær álykt- anir sem dregnar hafa verið í þessari forystugrein styðj- ast ekki sízt við ummæli formanns Verkamannasam- bandsins í þessu sama sam- tali: „Enn er þessu stjórnar- samstarfi ekki lokið og er því um að gera að vera stilltur vel.“ Eða hefur það nokkurn tíma gerzt fyrr, að formað- ur Verkamannasambands- ins telji það höfuðskyldu sína, að vera „stilltur vel“ í þeirri pólitísku stöðu, sem nú blasir við. Þegar séra Jón stjórnar landinu verða forystumenn launþega að kappkosta öðru fremur að stilla skap sitt. Lítilla sanda eru geð þeirra forystu- manna launþega, sem telja það höfuðdyggð sína að stilla skap sitt — og þar með afstöðu sína — eftir pólitískri loftvog. Nú er pólitískt lágþrýstisvæði yfir Islandi, mikil og hættuleg veður í aðsigi og erki- biskupsboðskapur er aldrei þessu vant: Launþegar! Gætið þess eins að stilla skap ykkar! Það kveður nú við annan tón eða í fyrra, þegar skapstillingarmaður- inn Guðmundur J. Guð- mundsson var í pólitíska essinu sínu og hrifsaði til sín völdin eins og Jörundur hundadagakonungur. Þá notuðu „forystumenn" líka hárkollur eftir atvikum. Nýja fyrirkomi ónentugra og d; — segja rannsóknarlögreglumenn og lýsa yfir óánægju med nidur- fellingu á greiðslu fyrir bílaafnot Eins og fram hefur kom- ið í fréttum hefur dóms- málaráðuneytið kannað ýmsar leiðir til þess að koma á sparnaði í lög- gæzlukerfinu. Ein þeirra leiða sem ráðuneytismenn fundu var sú að hætta að greiða rannsóknarlög- reglumönnum hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins fyrir bflaafnot en taka þess í stað á leigu sjö bflaleigu- bfla fyrir lögreglumenn- ina, en eins og gefur að skilja þurfa þeir ætíð að hafa bíla við höndina vegna starfs síns. Ætlunin mun sú að kaupa síðar meir jafnmarga bfla eða fleiri í þessu skyni. Mikil óánægja hefur verið ríkj- andi hjá rannsóknarlög- reglumönnunum vegna þessa máls og hafa þeir sýnt það með rökum og útreikningum að það sé miklu ódýrara fyrir ríkið að leigja bflana af lög- reglumönnunum sjálfum en leigja þá af bflaleigu eða kaupa sérstaka bfla til þessa verkefnis, auk þess sem þjónusta stofnunar- innar stórminnki. Lög- reglumennirnir hafa rætt þetta mál margsinnis við dómsmálaráðuneytið og leitað samkomulags en í þessari viku kom loka- svara frá þeim ráðuneytis- mönnum, þar sem þeir skýra frá því að fallið sér frá öllum samningum við rannsóknarlögreglumenn og það fyrirkomulag, sem tekið var upp um áramótin verði áfram í gildi þar til keyptar yrðu bifreiðar. Blaðamaður Morgunblaðs- ins átti í vikunni samtal við forystumenn Félags rannsóknarlögreglu ríkis- ins, þar sem þeir skýrðu sjónarmið rannsóknarlög- reglumanna í þessu máli. — Það fyrirkomulag hefur gilt undanfarin ár að rannsóknarlög- reglumenn hafa fengið greitt sem samsvarar 9 þúsund kílómetra akstri á ári. Á móti hafa þeir farið allar sínar ferðir á eigin bílum og bundið þá í þágu ríkisins átta tíma á dag alla virka daga og auk þess heilu sólarhringana þegar þeir eru á vöktum og um helgar ef menn þurfa að vinna utan vakta. Þetta hefur reynzt langheppilegasta fyr- irkomulagið bæði ódýrara fyrir lögreglumennina og ríkið enda hafa athuganir sýnt að það er ódýrast og hagkvæmast fyrir vinnuveitenda að leigja bíl af starfsmanni, næst bezti kosturinn er að leigja bíl af bílaleigu en versti og dýrasti kosturinn fyrir vinnuveitenda er að kaupa sjálfur bíl og reka hann. Beinist aðeins gegn rannsóknar- lögreglumönnum — Þegar Rannsóknarlögregla ríkisins flutti í Kópavog í fyrra var okkur lofað að við myndum engu tapa í launum eða starfsað- stöðu, sem við höfðum fengið í gegnum árin. En strax í fyrra- haust komu þær hugmyndir fram hjá ráðuneytinu að hætta greiðslu fyrir bílaafnot og beindist þessi „sparnaðarráðstöfun" aðeins gegn okkur rannsóknarlögreglumönn- um hjá RLR. Við áttum viðræður Bílaleigubílarnir, sem teknir hafa verið á leigu og koma í stað eii Bókun rádherra Alþýðubandalagsins á ríkisstjórnarfundi Mótmælum ósvífnum f ingum samráðherra RÁÐHERRAR ALÞÝÐUBANDALAGSINS létu á rfkisstjórnarfundi í gær bóka eftir sér harðorð mótmæli við því að frumvarpið um efnahagsmál yrði lagt fram af forsætisráðherra einum og segja þeir í bókuninni að það sé mikill hnekkir fyrir stjórnarsamstarfið og vinnubrögð sem séu algjört einsdæmi, í fullri andstöðu við yfirlýsingu stjórnarflokkanna á síðastliðnu hausti um samráð við verkalýðshreyf- inguna. „Við mótmælum sérstaklega ósvífnum fullyrðingum samráð- herra okkar um það, að við ráðherrar Alþýðubandalagsins, höfum ekki haft fyrirvara um ýmis atriði í þessu frumvarpi eftir rfkisstjórnarfundinn á laugardaginn og þá alveg sérstaklega verðbótakafla frumvarpsins,“ segja ráðherrarnir. Hér fer á eftir bókun ráðherra Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn- inni í gærmorgun: „1. Við mótmælum því harðlega, að frumvarp það um efnahagsmál, sem rætt hefur verið á undanfar- andi ríkisstjórnarfundum verði lagt fram af forsætisráðherra einum, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Það er mikill hnekkir fyrir stjórnarsamstarfið að þannig skuli að málum staðið og slíkt gæti torveldað það, að samkomulag næðist milli stjórnarflokkanna um þau ágreiningsatriði frumvarps þessa, sem óleyst eru, einkum verðbótakafla þess. Vinnubrögð af þessu tagi eru algert einsdæmi og þau eru í fullri andstöðu við yfirlýsingu stjórnar- flokkanna á síðastliðnu hausti um samráð við verkalýðshreyfinguna. Við viljum leggja á það áherslu, að það var fyrst á mánudag og þriðju- dag að fyrir lágu opinberar upp- lýsingar í ríkisstjórninni um þau áhrif sem verðbótakafli frumvarps þessa hefði á kjör launafólks í landinu. Á þeim forsendum og öðrum viljum við harðlega gagn- rýna það, að hvað eftir annað var neitað um frestun á afgreiðslu þessa máls í ríkisstjórninni, enda þótt það hafi verið viðtekin venja innan ríkisstjórnarinnar frá því hún var mynduð, að verða við beiðni eins ráðherra, hvað þá heils flokks, um frestun á máli milli ríkisstjórnarfunda. 2. Við mótmælum sérstaklega ósvífnum fullyrðingum samráð- herra okkar um það, að við ráð- herrar Alþýðubandalagsins höfum ekki haft fyrirvara um ýmis atriði í þessu frumvarpi eftir ríkisstjórn- arfundinn á laugardaginn og þá alveg sérstaklega verðbótakafla frumvarpsins. Við minnum á, að við höfðum ýtrasta fyrirvara um það, í fyrsta lagi hvernig ákveða ætti viðmiðunartíma við útreikn- ing á vísitölu viðskiptakjara, í öðru lagi höfðum við fyrirvara um meðferð á uppsöfnum frádráttar- liða í vísitölunni og í þriðja lagi lögðum við áherslu á, að aðeins ætti að setja vísitölugrunninn á 100 einu sinni, en ekki við hvert vísitölutímabil. Þá viljum við leggja á þáð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.