Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Hvernig fer skólastarf- ið fram? Nýjungar í kennslu- skipan og kennsluháttum Annar fræðslufundur fyrr- nefndra félaga var haldin í Víkingasal Hótels Loftleiða 8. mars sl. Efni, sem tekið var fyrir á þessum fundi, fjallaði um nýjungar í kennsluskipan og vinnuaðferðir ýmissa skóla. Fjölmennt var á þessum fundi, sem og hinum fyrsta, en næsti fundur er á dagskrá 20. mars, og mun þá Kristján Bene- diktssoti, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, ræða um skóla- skipan í Reykjavík. En eins og mörgum er kunnugt, hefur þau mál oft borið á góma í vetur, og enn virðist ekki að fullu ráðið, hvaða breytingar verða helstar Hvert er markmið skólanna með kennsluháttum Félög kennara og skólastjóra halda áfram fræðslufundum og aðrir nemendur. Allt þyrfti að vinna á nýjan leik og miða við þarfir þær, sem fyrir hendi væru. Hefði skólanum borist höfðingleg gjöf frá Svíþjóð, þar sem væri safn kennslubóka og gagna, og hefðu ísl. yfirvöld gefið leyfi til námsgagnagerðar fyrir heyrnarskert og heyrnar- laus börn ásamt staðfærslu námsefnis skv. námsskrá — líkt og gert væri á hinum Norður- löndunum. Breyttir starfshættir á unglingastigi Að lokum röktu tveir kennar- ar úr Æfingadeild Kennarahá- sínum? á þessum málum, hvort sumir hinna fámennu skóla verða jafnvel alveg lagðir niður og þeir teknir undir aðra starfsemi. Hvað er opinn skóli? Alltof sjaldan og lítið er rætt um skólamál á opinberum vett- vangi. Aðgengilegar upplýsingar til foreldra, forráðamanna og almennings eru næsta litlar eða engar, og margir skólamenn kvarta sífellt yfir lélegri mæt- ingu foreldra á foreldrafundum skólanna, sem víða eru aðeins haldnir tvisvar á ári. Kári Arnórsson, skólastjóri Fossvogsskóla, gerði í upphafi nokkra grein fyrir starfsemi skólans, að hvaða leyti hann væri frábrugðinn öðrum skól- um, en þó fyrst og fremst, hvernig vinnu nemenda og kennara væri háttað í skólanum. Sagði Kári, að vinnustofur væri fleiri en eiginlegar skólastofur og væri vinnusvæðum skipt í fernt: 1. Heimakrók, 2. Heima- vinnusvæði, 3. Valsvæði 4. Sér- greinasvæði. Rammi námsskrár væri fyrst og fremst notaður sem viðmiðun og bekkjarskipting væri ekki í eiginlegri merkingu. Vinna nemendur yfirleitt undir leið- sögn fleiri en eins kennara. Sagði skólastjórinn að markmið starfssviða og ólíkra vinnuað- ferða væri fyrst og fremst að finna leiðir til þess að ná betur markmiðum skólans en elia. Þess vegna væri einnig nauðsyn- legt, að markmið skv. gildandi lögum væru oft rædd meðal kennara og væri samvinna þar afar mikil og náin. „Nemendur þurfa að læra að vinna sjálfstætt, og öðlast fjöl- breytta reynslu og verða þannig sjálfstæð í hugsun. Það er vörn gegn sífelldri mötun í ört breyti- legu samfélagi," sagði Kári. I Fossvogsskóla er bjalla að- eins notuð tvisvar á dag, fyrir hádegi og eftir hádegi. Sam- vinna nemenda og kennara er mikil og náin, og því verður að leggja mikla áherslu á gagn- kvæmt traust og virðingu ásamt tillitssemi við aðra. En þar sem nemendur fara oft á milli vinnu- svæða, velja sér ný verkefni og breyta um vinnuaðferðir, verða þeir fljótt að læra að taka tillit til náungans, fara varlega og trufla ekki aðra. Einnig ræddi Kári um, að hönnun slíkra skóla yrði að vera vel gerð bæði af sérfræðingum, en e.t.v. ekki síður af þeim, sem ættu að vinna við slíkar aðstæð- ur eða þeim, sem hefðu raun- hæfa þekkingu á fyrrnefndu sviði. Hefði byggingin og um- hverfið allt afar mikla þýðingu fyrir allt starf, sem væri unniö í sambandi við skóla og fræðslu- starfsemi. Heyrnleysingjaskólanum berst höfðingleg gjöf Brandur Jónsson, skólastjóri Heyrnleysingjaskólans, var næstur á mælendaskrá, en ræddi hann í örstuttu máli, hvernig kennsluháttum væri hagað í sínum skóla. Vitnaði hann til þess strax í upphafi, að hann ásamt nokkrum kennurum vildi gjarnan svara fyrirspurn- um um skólastarfið, fremur en að hann héldi langa ræðu. Sagði Brandur, að sömu námsgreinar væru kenndar í Heyrnleysingjaskólanum og í öðrum skólum, en á allt annan hátt. Sífellt þyrfti að vera að leggja inn og kynna ný orð og orðasambönd. Sömu orðin kæmu svo fyrir í nýjum föllum og færi oft langur og mikill tími í skýringar. Það liggur því í augum uppi, að þessir nemendur geta ekki notað sömu bækur og námsgögn skóla íslands tilraunir þær, sem nú er unnið með á unglingastigi í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans og byrjuðu haustið 1977. Sögðu þeir, að taka yrði ríku- lega tillit til fjögurra þátta í skólastarfinu, en þeir væru: 1. Líðan nemenda, 2. Líðan kenn- ara, 3. Samþættingu náms- greina (hvernig námsgreinar skarast) og 4. Hópkennslu ( — Team teaching — þar sem einn- ig væru fleiri en einn kennari til staðar). — Röktu þeir einnig fræðilegan grundvöll slíkra starfshátta og álitu, að starfs- hættir í skólum Vesturlanda væru í mótun og miðuðu greini- lega að því, að samvinna kenn- ara og nemenda væri ekki leng- ur hefðbundin og ópersónuleg með yfirheyrslum — heldur yrði sífellt nánari og persónulegri og miðaði markvisst að því að gera einstaklinginn sjálfstæðan í vinnu og hugsun. „Guð leiði þig mitt ljúfa barn þú leggur út á mikið hjarn,“ eru hendingar, sem einu sinni voru sagðar við mörg börn á Islandi. Kveðjan sú orðuð af einum helzta skáldspekingi og spámanni þessarar litlu þjóðar "á síðustu öld. Og nú þegar vorið ber að dyrum, með sumardaginn fyrsta í fararbroddi, sérstæðan ís- lenzkan hátíðisdag í fermingar- mánuði íslenzkra barna, verður þessi ósk ennþá rík í huga og ljúf á vörum. Á æskulýðsdegi kirkjunar ber hann hæst. Sumir telja hana gleymda. En má hún gleymast? Hafi hún verið í gildi, meðan þjóðin bjó enn í faðmi fjalla og stranda að mestu leyti, þá er hún það ekki síður nú. Hætturnar „hjarnið mikla" á vegum þjóðlífs er nú þúsundfalt hverju fermingarbarni í glaumi, hávaða og hraða tækniþróaðra tíma hins vélvædda samfélags í samanburði við hljóðar stundir starfs og strits sveitanna þá. Og samt eru háværar raddir og nokkur rök, sem telja undir- búning fermingarbarna nú mjög í molum sem haldgóða leiðsögn á heillabrautir við handleiðslu fararstjórans mikla, Meistara Fjallræðunnar og miskunnsem- innar, Jesú Krists. Þó veit ég þar víða vel unnið. Og sannarlega má smáþjóð úti við íshafið vera þakklát og eiga göfugan metnað, með hóp eins og þann, sem keppti í skák við ameríska unglinga í New York í vetur. við gluggann eftir sr. Árelíus Nielsson „Guð leiði þig” „Kom sá og sigraði" í orðanna æðstu merkingu bæði keppi- nauta sína og kennara þeirra, heimsþekkta meistara. „Þarna var aðeins keppt í leik“, segir einhver. En sá leikur er rökrétt hugsun, æfð við arin heimila og handleiðslu góðra foreldra, ömmu, afa og kennara. Þar var enginn hávaði og hraði á ferðum. Ofurlítill hópur barna minnstu þjóðar heims, lagði að fótum sér milljónaborg í aðdáun allt til borgarstjórnar og stórmenna aðeins með hugs- un í þögn og framsýni, hug- leiðslu og drenglund, varð for- síðufrétt á jákvæðan hátt. Hver gæti einnig hafa hlustað og horft á drenginn prúða, sem á sunnudagssíðkvöldi fyrsta sunnudag í febrúar, birtist í hásæti helztu klerka þjóðarinn- ar í sjónvarpi og gerði það að öndvegi barnsins á „Ári barns- ins“, með einstakri prýði og fágætri háttvísi og snilld. Slík er íslenzk æska, ef hún fær að njóta sín, góð og fögur eða fagurgóð, eins og forn-Grikkir töldu æðsta tak- mark uppeldis á tímum Sókra- tesar. En þeim mun átakanlegri eru mistökin í uppeldi og mótun svo mikilla auðæfa. Þeim mun ægilegri eru öfg- arnar á vegum hins vonda, refilstigum óhófs og glaums, þar sem perlurnar gleymast og týn- ast oft á örskotsstundu. Þar fer mörg gersemin í svaðið, þegar handleiðsla Guðs hefur gleymst. En hhndleiðsla Guðs er í mildri móðurhönd bænheitrar móður, í orðum elskandi föður, í brosum og gjöfum framsýnnar ömmu og afa, í orðum og leið- sögn viturs kennara, í leiðsögn prestsins, sem á þá ósk æðsta að feta í fótspor Krists. Þetta eru allt fulltrúar Guðs á jörðu, fylkingin hljóða, sem aldrei má gleyma dýrmætasta og æðsta hlutverki sínu, hlut- verki uppeldis á vegum hins góða, sanna og fagra, vegum Guðs sem æðsta kraftar kær- leikans. Þar getur virðuleg fermingar- gjöf orðið veganesti og gæfu- hnoða þeim, sem leggur út á lífsins hjarn. Jafnvel sem tákn og helgur dómur úr höndum ömmu eða afa, frænda eða frænku, sem voru svo góð, getur t.d. góð bók orðið svo dýrmæt árituð þeirra eigin rithönd. En einmitt um daginn barst mér í hendur slík bók ásamt meðmælum biskups íslands um hana. Bók með fögrum orðum og fágætum myndum. Þetta er falleg og virðuleg bók að öllum ytra búnaði. Fyrst mætir augum gullbúið fley á ferð um haf undir skínandi sól. Yfir myndinni, sem er auðvit- að tákn hamingjuskipsins eða kirkjunnar, eftir því sem hver kýs, standa þessi orð í gullnum sveig: „Guð í hjarta, Guð í stafni gefur fararheill." Bók þessi er tileinkuð ís- lenzkri æsku, ekki sízt ferming- arbörnum á þessu „Ári barns- sins“ og skiptist í þrjá megin- kafla: Viðtöl við höfund lífsins. Hugleiðingar um mannlífið. Bænir. Auk þess er bókin skreytt fögrum teikningum. Hver þessara kafla skiptist svo í örstutta þætti, sem ætla mætti hverjum degi að morgni eða kveldi til lestrar og íhugun- ar í þrjár mínútur, ef bókin lægi á náttborði eigandans. Hér skal enginn dómur felld- ur um efni og anda bókarinnar, sem er persónulegt framlag einlægrar sálar í bænarhug. Hún heitir: Orð og ákall. En höfundurinn Páll Hall- björnsson, meðhjálpari í Hall- grímskirkju er þekktur að trú- rækni, dug og drenglund í röð- um sjómanna, kaupmanna og sannra Islendinga, barna síð- ustu aldamóta á Islandi. Sérstæður maður og sérstæð bók úr sama jarðvegi vaxin og skákdeildin íslenzka í New York og „ungi presturinn" í öndvegi sjónvarps á sunnudagskvöldi, sprottin úr jarðvegi íslenzkrar þjóðgöfgi: Allt, sem er í ein- lægni skráð undir yfirskriftinni: „Guð leiði þig“, bendir og styður á gæfubrautir undir merkjum fararstjórans mikla, sem fermingarbarn velur á fermingardegi með orðunum, sínu helgasta drengskaparheiti: „Eg skal leitast við af fremsta megni að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífs míns.“ „Guð leiði þig, mitt ljúfa barn.“ Ritað á æskulýðsdegi 4. marz á Ári barnssins, 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.