Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 23 - Búnaðarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing — Búnaðarþing - Búnaðarþing Ágreiningur um breyting- ar á jarðræktarlögunum VERULEGUR ágreiningur varð á Búnaðarþingi um afgreiðslu umsagnar um frumvarp til breytinga á jarðræktarlögum. Frumvarp þetta hafði land- búnaðarráðherra sent \ þinginu til umsagnar en aðalefni þess er, að heimilt verði á næstu fimm árum að skerða hin ýmsu framlög skv. jarðræktar- lögum og stöku framlög yrðu felld niður. Því fé, sem þannig sparast, á land- búnaðarráðherra skv. frumvarpinu að hafa heimild til að ráðstafa. Meirihluti búnaðarþings- fulltrúa eða 18 af 25 sam- þykktu að mæla með samþykkt frumvarpsins með nokkrum breytingum en sex voru á móti því að það yrði lögfest og einn fulltrúi var fjarstaddur. Jarðræktarnefnd þingsins klofnaði í afstöðu sinni til málsins og lagði meirihlutinn til að mælt yrði með lög- festingu frumvarþsins með nokkrum breytingum, sem aðallega snertu stærðarmörk framkvæmda og hámark skerðingarinnar. Meirihluta nefndarinnar skipuðu þeir Teitur Björnsson, Jón Kristinsson og Jósep Rósin- karsson. Minnihluti nefndarinnar, þeir Egill Jónsson og Páll Olafsson, lögðu til að frumvarpið yrði ekki lögfest. I greinargerð með áliti sínu sögðu þeir m.a., að mjög orkaði tvímælis að taka upp þann hátt, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, að miða framlög skv. jarðræktarlögum við stærðar- mörk Stofnlánadeildar land- búnaðarins. Þar komi einkum til að reglur stofnlánadeildar fjalli ekki alfarið um sömu þætti og jarðræktarlögin auk þess, sem þær séu háðar ákvörðun stjórnar deildarinn- ar hverju sinni. Við endur- skoðun jarðræktarlaganna árið 1972 hafi verið leitast við að einfalda framkvæmd þeirra, m.a. felld niður ýmis skerðingarmörk, sem í framkvæmd höfðu leitt til verulegs misræmis, en nú eigi skv. frumvarpinu að miða við ákveðna túnstærð. Þá segir minnihlutinn, að á undanförnum árum hafi verið leitast við að auka vinnuhag- ræðingu við framræslu en breytingar skv. frumvarpinu séu andstæðar þeirri viðleitni. Framræsla muni því dragast saman, verkefni verða smærri og dreifðari og allt orsaki þetta aukinn tilkostnað við framræslu. Ræktun grænfóðurs sé einn veigamesti þáttur í hagræðingu í land- búnaði og einnig hafi breytingar á jarðræktar- Ekki af- greidd AF þeim 55 málum, sem lögð voru fyrir Búnaðarþing, voru fjögur þeirra ekki afgreidd endanlega. Voru það reglugerð fyrir útflutn- ing á hrossum, erindi um veiðar á sel til að halda stofninum í lágmarki, erindi um sauðfjárveikivarnir og um fasteignamat húsa f sveitum. lögunum 1972 átt að vera hvatning til bættrar nýtingar á búfjáráburði. Verð á tilbúnum áburði hafi stórlega hækkað og vandfundin séu því rök fýrir skerðingu á framlagi til áburðargeymslna. Varðandi ráðstöfun þess fjár, sem sparast kann með þeim breytingum, sem frumvarpið hefði í för með sér, segir minnihlutinn, að þar sé einvörðungu um almennt orða- lag að ræða, sem stjórnvöld geti túlkað að eigin vild. Jarð- ræktarlögin hafi að jafnaði verið endurskoðuð á 5 til 7 ára fresti og jafnan lögð í það mikil vinna. Nú væri hins vegar brugðið út af þeirri venju, snöggsoðið frumvarp lagt fram til afgreiðslu á síðustu dögum Búnaðarþings. Við atkvæðagreiðslu um ályktanirnar lögðu þeir Egill Bjarnason, Magnús Sigurðsson og Bjarni Guðráðsson fram breytingartillögu við álit meirihluta nefndarinnar, þar sem lagt var til að fjármagni því, sem sparaðist skv. lögunum, yrði ráðstafað af Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins til að styrkja nýjar tekjuöflunarleiðir í landbúnaði og auka fjölbreytni í framleiðslu búvara, stuðla að bættri heyverkun og hvers konar hagræðingu, sem orðið getur til þess að bæta tekjur bænda í nautgripa- og sauðfjárrækt. Jafnframt var lagt til að Búnaðarþing kysi þriggja manna nefnd til að vinna að frekari endurskoðun á jarðræktarlögunum fyrir næsta Búnaðarþing. Var þessi tillaga samþykkt með 15 at- kvæðum gegn einu. Að viðhöfðu nafnakalli var ályktun meirihluta jarð- ræktarnefndar ásamt fyrr- nefndri breytingu samþykkt með 18 atkvæðum gegn sex en þeir, sem greiddu atkvæði á móti, voru Egill Jónsson, Engilbert Ingvarsson, Halldór Einarsson, Hermann Sigur- jónsson, Jón Ólafsson og Páll Ólafsson. Gunnar Oddsson var fjarstaddur við atkvæða- greiðsluna. Er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja út allt að 1/3 kinda- k j ö tsfr amleiðslu? BÚNAÐARÞING samþykkti að beina því eindregið til iand- búnaðarráðherra, að hann láti íara fram ítarlega könnun á því, hvort ekki sé þjóðhagslega hagkvæmt að flytja út eins og nú er allt að lA af kindakjöts- framleiðslunnar, ef aðrar sauð- fjárafurðir eru fullunnar í landinu. Þá er lögð áherzla á að markaðsnefnd landbúnaðarins vinni áfram markvisst að mark- aðsöflun bæði innanlands og utan og jafnframt taki ríkis- stjórnin upp viðræður um af- nám tolla og innflutningshafta á íslenskar landbúnaðarvörur í viðskiptalöndum okkar. í ályktun segir Búnaðarþing að það telji mjög nauðsynlegt, að rannsóknarstarfsemi og leið- beiningaþjónusta landbúnaðar- ins beinist sérstaklega að því að kanna á hvern hátt megi lækka framleiðslukostnað við sauðfjár- framleiðsluna og auka hlut bóndans af brúttótekjum búsins, og að hve miklu leyti væri hægt að draga úr erlendum aðföngum án þess að nettótekjur lækkuðu. iridgefélag ívenna Nú er hafin fimm kvölda hraðsveitakeppni hjá félaginu og er röð efstu sveita eftir fyrstu umferð þessi: Sveit stig Gunnþórunnar Erlingsd. 611 Öldu Hansen 606 Guðrúnar Einarsdóttur 606 Sigríðar Ingibergsdóttur 579 Gróu Eiðsdóttur 578 Meðalárangur 540 Næsta umferð verður spiluð nk. mánudag og hefst spila- mennskan kl. 19.30 að venju. Bridgedeild Víkings Barðstrendingar unnu öruggan sigur á Vikingum í seinni lotu keppni félaganna síðastliðið mánudagskvöld í Félagsheimili Víkings. Unnu Barðstrendingar á 8 borðum, en Víkingarnir, sem nú léku á heimavelli, aðeins á tveimur. Aðalsveitakeppni Víkings heldur áfram á mánudaginn klukkan 19.30 og sem fyrr verður keppt í Víkingsheimil inu við Hæðargarð. Brldge Umsjón« ARNÓR RAGNARSSON í síðustu umferð fóru leikar sem hér segir: Sveit Vilhjálms vann Tómasar 11: Björns vann Ólafs 11: Guðmundar tapaði fyrir Guðbjörns 7:13 Hafþórs vann Hjörleifs 16: Jóns tapaði fyrir Sigfúsar 0:20 Staða efstu sveita er sú að sveit Sigfúsar Arnar er efst með 47 stig, en sveit Vilhjálms Heiðdal er í 2. sæti með 43 stig. I þriðja sæti er sveit Björns Brynjólfssonar með 37 stig og tvær sveitir eru jafnar í næsta sæti með 34 stig, þ.e. sveitir Hjörleifs Þórðarsonar og Haf- þórs Kristjánssonar. Bridgefélag Hafnarfjarðar Hraðsveitakeppni B.H. er nú lokið og urðu úrslit sem hér segir, (í sviga úrslit síðasta kvölds). Sveit stig Sævars Magnúss. 1730 (561) Þorsteins Þorsteinss. 1716 (549) Bjarnars Ingimarss. 1688 (579) Kristófers Magnúss. 1679 (569) Friðþjófs Einarss. 1661 (528) Sigurðar Gestss. 1659 (532) Alberts Þorsteinss. 1651 (551) Ægis Magnúss. 1627 (529) Sigurðar Ketilss. 1513 (471) Óskars Karlss. 1468 (549) Einars Kristleifss. 1428 (522) Meðalskor 1620. Sævar sem hefur verið límd ur við annað sætið í vetur hafði sém sagt hraðan á og sigraði ásamt þeim félögum sínum Árna Þorvaldssyni, Halldóri Bjarnasyni, Herði Þórarinssyni og Jóni Pálmasyni. Nk. mánudag h. 19. mars hefst síðasta innanfélagskeppn vetrarins, sem er 5-kvölda barómeter tvímenningur Athygli skal vakin á því, að byrjað er að spila kl. 19.30. Og hann er seigur sá sem rekur eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.