Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 19 Deilur á Alþingi um fréttaflutning Ríkisútvarpsins Gunnar Eyþórsson: Ólafur leggur mér í munn það sem hann sagði sjálfur „Ég satt að segja veit ekki nákvæmlega hvernig á þessu stóð,“ sagði Gunnar Eyþórsson frétta- maður er Morgunblaðið ræddi við hann í gær- kvöldi. „Ég var á vakt á sunnudaginn, og þá var birt frétt um efnahags- málafrumvarpið, sem við Fréttin HIN UMDEILDA frétt, sem svo miklu írafári hefur valdið, var lesin upp í Ríkisútvarpinu á sunnudag. Hún var svohljóð- andi, orðrétt: „Mikil fundahöld hafa verið í dag á vegum ríkisstjórnar- flokkanna um mótun efnahags- málafrumvarps í kjölfar ríkis- stjórnarfundar í gær. Gért er ráð fyrir frekari fundahöldum á morgun, en síðan er ætlunin að reifa málin á ríkisstjórnar- fundi á þriðjudagsmorgun. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði í samtali við fréttastofuna síðdegis í dag, að hann gæti ekkert sagt um stöðu málsins fyrr en á þriðjudag, en þá yrði gengið frá málinu á einhvern veg eins og forsætis- ráðherra komst að orði. Fyrirhugað mun vera að þingflokkar og flokksstjórnir ríkisstjórnarflokkanna komi saman á morgun til þess að ræða það sem áunnist hefur í þessum efnum nú um helgina. Eins og frá var skýrt í frétt- um Utvarps í gærkvöldi þokað- ist verulega í samkomulagsátt um efnahagsmálin á ríkis- stjórnarfundi í gær, og munu ráðherrar ríkisstjórnarinnar eftir atvikum ánægðir með þann samkomulagsgrunn sem náðst hefur. Eftir því sem fréttastofan kemst næst eru líkur á að væntanlegt efna- hagsmálafrumvarp feli meðal annars í sér þær bindingar á tekjum og útgjöldum ríkisins sem kveðið var á um í frum- varpsdrögum forsætisráðherra, og einnig mun hafa náðst sam- komulag um svonefnda raun- vaxtastefnu. Hins vegar munu vísitölugreiðslur launa ekki hafa verið útkljáðar enn sem komið er. Þá munu menn hafa sætzt á viðskiptakjaravísitölu, og að olíuverðshækkanir á alþjóðamarkaði hafi ekki áhrif á greiðslu vísitölubóta á laun.“ Stofna deild Neyt- endasamtakanna á Akureyri NEYTENDASAMTÖKIN haía boðað til stofnfundar deildar fyrir Akureyri og nágrenni á morgun, laugardag klukkan 14 á Hótel Varðborg. Markmiðið með stofnuninni er að gæta hagsmuna neytenda á verslun- arsvæði Akureyrar með því að veita félagsmönnum leiðbeiningar og fyrirgreiðslu ef þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á vöru eða þjónustu. Enn fremur að reka útgáfu- og fræðslustarfsemi. Tveir stjórnarmenn og starfsmað- ur Neytendasamtakanna í Reykja- vík munu koma á fundinn. vitum að var efnislega rétt á þeim tíma,“ sagði Gunnar. „Nú, Ólafur Ragnar hringdi og bar fram öll möguleg mótmæli við þessa frétt. Lagði hann aðallega útaf því að kratar væru að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í gegnum Útvarpið, að valdir þingmenn bara hringdu og træðu sínum skoðunum upp á frétta- stofu Útvarpsins og notuðu það eins og síðdegisblað og þar fram eftir götunum. Ég lét hann rausa eins og hann vildi, en þegar hann kemur í þingið snýr hann þessu við og leggur mér í munn það sem hann sagði sjálf- ur. Gistihús á Spáni loka Valencia, Spáni, 15. marz. AP. UM ÞRJÁTÍU þúsund starfsmenn urðu við tilmælum verkalýðsfélaga um að leggja niður vinnu í Valen- ciu á Austur-Spáni í dag með þeim afleiðingum að hundruð gistihúsa, veitingahúsa og ölkráa urðu að loka. Búist er við að verkfallið vari að minnsta kosti í fimm daga. Þrekraun við Alaska Juneau, Alaska, 15. marz. AP. FYRIR mánuði átti sá atburður sér stað að faðir, ásamt þremur börnum sínum, braut seglskútu sína á kaldri eyðiey við strendur Alaska. Fjölskyldan segist hafa dregið fram lífið með því að borða skelfisk og þang einhvern kaldasta febrúarmánuð, sem skráðst hefur á svæðinu. Öllum fjórum var bjargað þann tíunda mars og hafði þau kalið á fótum. Dvelja þau nú á sjúkrahúsi í Ketchikan. Stjórn Callaghans sækir á London, 15. marz. Reuter. BRESKI Verkamannaflokkurinn óx heldur að vinsældum í þessum mánuði, en er þó enn nokkur eftirbátur íhaldsflokksins ef marka má skoðanakönnun Gallups, sem birt var í dag. Eftir henni að dæma aðhyllast 51,5 af hundraði íhaldsflokkinn, en 37 Verkamannaflokkinn. Fyrir mán- uði studdu 53 af hundraði íhalds- flokkinn en 33 af hundraði Verka- mannaflokkinn. Eftirsótt ræðupúlt San Francisco, 15. marz. AP. HÁLFÁTTRÆÐUR verktaki keypti á miðvikudag predikunar- stól trúarleiðtogans Jim Jones á uppboði í San Francisco og hyggst setja hann upp til prýði í setustofu sinni. Einnig keypti hann utan- dyraskilti sértrúarsafnaðar Jones til að skreyta með heimilisgarðinn. Ræðupúltið keypti hinn glysgjarni Max Rosenthal fyrir um fjögur hundruð þúsund krónur íslenzkar. Gunnar Eyþórsson fréttamaður Staðreyndin var að þessi frétt var soðin saman úr ýmsu og ég gerði það ekki einu sinni yálfur, og ég gaf honum ekki upp hvaðan hún væri komin," sagði Gunnar. Um samræður þeirra Olafs Ragnars í Alþingishúsinu í gær vildi Gunnar lítið segja, „nema hvað ég sagði honum það, að hann hefði notað sín eigin orð sem mín,“ sagði Gunnar, „en hann gerði ekki annað en að heimta heimildar- menn. Skipaði hann mér að fara og sækja afrit og sýna sér heimildar- manninn, en ég sagði honum að hann gæti sótt það sjálfur." r Olafur Ragnar Grimsson: Heimildarmaður- inn gefi sig fram! ÓLAFUR Ragnar Gríms- son, einn þingmanna Al- þýðubandalagsins, sagði í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær, að það komi úr hörðustu átt þegar al- þýðuflokksmenn gagn- rýndu ríkisfjölmiðla fyrir misrétti. Minnti hann á frétt Ríkisút- varpsins um samkomulag í rík- isstjórninni síðastliðinn laugar- dag og niðurstöður þess sam- komulags, sem hvorttveggja hefði verið rangt. Kvaðst Ólafur hafa hringt í Gunnar Eyþórsson fréttamann og fengið þær upp- lýsingar hjá honum að heimild- armaður fréttarinnar hefði ver- ið einn þingmanna Alþýðu- flokksins. Ekki vildi Gunnar þó nafngreina þennan þingmann, að því er Ólafur Ragnar sagði, enda hefði það verið samkomu- lag milli fréttamannsins og þingmannsins að nafn hans yrði ekki gefið upp. ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður. í ræðu sinni skoraði Ólafur Ragnar á þennan þingmann, sem vísvitandi færði ríkisfjöl- miðlum skröksögur í frétta stað, að segja til sín og standa fyrir sínu máli. Trausf fley tryggja afla Vélbátar og fiskiskip úr trefjaplasti frá Skipasmíöastöö Guömundar Lárussonar h.f. Skagaströnd, eru allir byggöir eftir kröfum Siglinga- málastofnunar ríkisins. Þeir hafa sannaö styrk sinn og sjóhæfni viö íslenskar aöstæöur og sameina fallegt útlit og ótrúlega lítiö viöhald. Bátarnir eru fáanlegir á ýmsum byggingastigum, eftir samkomulagi. Afgreiöslufrestur er aö öllu jöfnu stuttur. Eftirtaldar stæröir eru fáan- legar: Opinn vélbátur, 5.96 tonn lengd: 7.43 mtr. breidd: 2.61 mtr. dýpt: 1.62 mtr. Hægt er að fá þennan bát sem þltfarsbát, meö tiltölulega litlum breytingum. Hentar til handfæra, línu og netaveiöa. 15 tonna fiskiskip. Hentugt til tog, neta. línu og handfæraveiöa. lengd: 11.18 mtr. breidd: 3,88 mtr. dýpt: 1.75 mtr. Opinn véibátur, 2.19 tonn lengd: 6.12 mtr. breidd. 2.04 mtr. dýpt: 0,93 mlr. Rétti báturinn fyrir sportveiöimannirm. Hentugur til færaveiöa, og í grásleppuna. Báturinn er til sýnis í Bíla og bátasölunni Ársölum Ártúnshöföa. 9 tonna þilfarsbátur nú framleiddur með hvalbak. lengd: 8,76 mtr. breidd: 3,72 mtr. dýpt: 1,53 mtr. Hentar til handfæra, línu og netaveiða. Skemmtlbátar, 10.8 mtr. á lengd. Fáanleglr tilbúnir meö lúxus Innréttingu og kraftmikilli dlesel vél. Fæst einnig óinnréttaöur og vélarlaus Einnig útvegum viö: 40—45 tonna fiskiskip úr trefjaplasti, 16,5 mtr. langt. Margra ára reynsla viö Skotland hefur sannaö ágæti svo stórra skipa úr trefjaplasti. Nánari upplýsingar hjá: SkipasmíÓastöÓ Guómundar Lárussonar hf. Skagaströnd. Sími 95-4775 og 95-4699. í Reykjavík hjá: B.R. Trading, Laugavegi 168, Sími 29595 (Bragi Ragnarsson, heimasími 21330). *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.