Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 25 Stjórnmálaskólinn tókst með ágætum segir Eyþór I>órdarson formadur frædslu- nefndar Sjálfstæðisflokksins í Njardvíkum Ég fór í Stjórnmálaskólann til aö styrkja sjálfan mig í framkomu, ef ég þyrfti að standa upp á fundum. Þar sem ég er í stjórn ungra sjálf- stæðismanna í Njarðvík og ætla að beita mér í jtólitík tel ég þetta nauðsynlegt. Ég vænti þess einnig, að ég fengi að vita meira um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en hún hefur ekki legið á lausu og maður hefur lent í erfiðleikum í viðræðum við vinstri menn, sem virðast hafa svörin á reiðum höndum. Ég hef tvímælalaust grætt á þátt- töku minni í starfi skólans og fræðzt um ýmislegt sem ég vissi lítið um áður. Dæmi um það er erindi Róherts T. Árnasonar um varnar- og NÝLEGA var haldinn á Suður- nesjum stjórnmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins, 29 íbúar fjögurra sveitar- félaga á Suðurnesjum sóttu skólann, sem stóð í 5 daga, en hann var haldinn í hinu nýja félags- heimili sjálfstæðismanna í Njarðvík. Skólinn, sem var mikill hafsjór af fróðleik um hina ýmsu þætti félags- starfa, þjóðmála og stjórnsýslu var sóttur af fólki á öllum aldri eða frá 16—54 ára, bæði konum og körlum, sem hafa haft afskipti af stjórn- málum og eru nú f forystu og eins fólki sem aldrei hefur nálægt neinni pólitík komið, sagði Eyþór Þórðarson, formaður fræðslu- nefndar sjálfstæðisfélaganna á Suðurnesjum, þegar Morgunblaðið leitaði hjá honum frétta af starfi sjálfstæðisfélaganna þar syðra og af starfi stjórnmálaskólans, sem nú var í fyrsta skipti haldinn á vegum sjálfstæðisfélaganna á Suðurnesjum. Frá stjórnmálaskólanum f hinum glæsilegu salarkynnum Sjálfstæðisflokksins í Njarðvíkum. Opið hús — Það hefur verið dauft yfir starfi sjálfstæðisfélaganna á Suður- nesjum frá því um síðustu kosninar, sagði Eyþór ennfremur. Hugmyndir um stjórnmálaskólann komu fram á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings um miðjan janúar sl. Á þeim fundi var m.a. rætt um það mikla fylgistap, sem Sjálfstæðis- flokkurinn varð fyrir í síðustu kosningum, en tap flokksins var tilfinnanlegast á Suðurnesjum því að þar tapaði flokkurinn verulegu fylgi í öllum sveitarfélögunum. Á fundin- um ríkti mikill einhugur um að auka starfsemi sjálfstæðisfélaganna og umfram allt að endurheimta hið orðna fylgistap. Á þessum aðalfundi var samþykkt tillaga þess efnis að leita samstarfs við öll sjálfstæðisfélögin á Suður- nesjum. Viku síðar var boðað til fundar með forystumönnum allra sjálfstæðisfélaganna, en á þeim fundi var ákveðið að halda framvegis að stjórnmálaskólinn hafi heppnast í alla staði með ágætum, en það gefur fyrirheit um, að slíkt skólahald verði árlegur þáttur í starfi sjálfstæðis- félaganna á Suðurnesjum. Laugardaginn 3, marz var haldið upp á skólaslitin. í því sambandi fóru þátttakendur í hópferð til Reykjavíkur. Þar var m.a. Sjónvarp- ið skoðað undir leiðsögn Ásgeirs Valdimarssonar, dr. Gunnars Thoroddsen, form. þingflokksins sýndi þátttakendum Alþingishúsið, sagði sögu þess og skýrði störf þess og þingflokksins. Því næst var haldið í Valhöll, húsið skoðað og þegnar veitingar í boði flokksins. Það er nú að verða áþreifanlegt, að það var ekki að öllu leyti neikvætt, að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í sl. kosningum. Það er nú að sýna sig, að tapið er nú að þjappa sjálf- stæðisfólki saman til nýrrar sóknar, fólki sem jafnvel var óvirkt í starfi flokksins til þessa. Við teljum, að sú sókn sé hafin, sókn sem gæti tryggt Sjálfstæðis- flokknum meirihlutafylgi í næstu flokknum, en ég tel, að hann hafi ekki lagt nægilega rækt við ungt fólk. Það er ekki beint tízkufyrirbrigði, að ungt fólk sé í Sjálfstæðisflokkn- um, en það var tízkufyrirbrigði hjá ungu fólki að vera í Alþýðuflokkn- um. En þetta er mikið að breytast, sérstaklega þar sem þáttur öryggis- málanna er að koma svo mikið inn í dæmið. Ungt fólk er farið að láta pólitík meira til sín taka en áður. Það mótar sér fyrr skoðanir. Þó er ég ekki fylgjandi lækkandi kosninga- aldri, þar sem ungt fólk er ekki mótað fyrr en í fyrsta lagi um tvítugt. Ég heí grætt á þessu Elínborgu Einarsdóttur húsmóður í Njarðvík fórust svo orð: Ég fór í Stjórnmálaskólann bæði til þess að fræðast um stefnu flokks- ins, sem mér hefur fundizt erfitt að komast að og til þess að ég geti staðið upp og tjáð hugsanir mínar. öryggismál. Þar kom hann inn á hluti, sem maður hefur aldrei hugsað um áður. Ég vona, að þar sem hér er mikil og góð þátttaka ungs fólks verði það til þess að efla starfsemi Sjálf- stæðisflokksins, enda tel ég að ungt hægri fólk sé í sókn. Ungt fólk á að vera virkara Elínborgu Ellertsdóttur, sem ný- komin er heim erlendis frá, fórust svo orð: Ég hef alla tíð talið mig sjálf- stæðismann. Ég er nýkomin heim að utan og hef ekki fylgzt vel með að undanförnu og notaði því tækifærið til þess að kynna mér stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Auk þess hafði ég áhuga fyiir námskeiðinu í ræðu- mennsku, en ég vissi að það mundi hjálpa mér til þess að koma fram og tjá mig betur. Mér finnst Stjórnmálaskólinn hafa tekizt mjög vel og ég hef fræðzt um margt, sem ég vissi ekki áður, ítarlega við fráfarandi stjórnvöld og núverandi, haldið tug funda með þingmönnum kjördæmisins og beitt sínum áhrifum til hins ítrasta að fá skilning á þörfum Sjöstjörnunnar og byggðarlagsins í heild án árangurs. Það hafa verið lögð fram plön, sem hafa mætt skilningi, þar sem þau fjalla m.a. um að gera út á úthafs- rækju og möguleikar hafa verið fyrir hendi til kaupa á tilbúnum rækju- togara, sem kosta mundi innan við milljarð króna, tiltölulega nýlegt skip. Það er því engan veginn ætlun- in að bæta við skipaflotann til að sækjast eftir bolfiskafla, heldur nýta betur aðra fiskstofna. Það er furðulegt, að eftir alla þá vinnu, sem bæjaryfirvöld ásamt Sjöstjörnumönnum, hafa lagt í þessi mál, að við skulum ekki enn hafa fengið úrlausn á þessari brýnu þörf, og erum við Suðurnesjamenn farnir að halda það, að við séum orðnir einhvers konar annars flokks þjóð- félagsþegnar. Enda sér hver maður, að það er ekkert vit í að liggja með fjárfestingu upp á nær tvo milljarða í frystihúsi og heimila því ekki að afla sér hráefnis. Kannski kann það að vera sú skýring á þessu máli, þegar ég minnist á að Suðurnesjamenn séu annars flokks þjóðfélagsþegnar, þegar vægi atkvæða hér á Suðurnesjum eru 3—4 atkvæði gegn einu atkvæði í dreifbýli til þess að hafa áhrif á löggjafarþingið. Hinn bágborni hagur útgerðarinn- ar, sem mestmegnis hefur skapazt vegna aflabrests og rangs fiskverðs síðustu mánuði hefur skert greiðslu- getu sjávarútvegsins, sem aftur hefur haft þær afleiðingar, að allur þjónustuiðnaðurinn hér við sjávar- síðuna á í miklum greiðsluerfiðleik- um, og það er hart að þurfa að segja þann sannleika, að ef ekki hefði verið til staðar hér varnarliðsvinna, þá væri landflótta þegar farið að gæta á þessu svæði. Eitt skipu- lagssvæði Ég er sammála þingsályktunar- tillögu frá alþýðuflokksmönnum um að stokka þurfi upp varnarmála- nefndina á þann veg, að fulltrúum þessa svæðis sé gefið meira umboð til að hafa áhrif á gang mála á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur er samræmt skipulagssvæði við Keflavík og Njarðvík og hefur verið starfandi síðastliðin 12 ár samræmd skipu- lagsnefnd á þessum stöðum, sem hafa haft skipulagið í stöðugri end- urskoðun þessi ár. En þar sem áhrifa Suðurnesjamanna gætir ekki nóg innan varnarmálanefndar, hefur hlutur þeirra verið alvarlega fyrir borð borinn í mörgum málaflokkum InKvar Jóhannsson Elfnborg Einarsdóttlr Elfnborg Ellertsdóttir Eyþór ÞórAarson svokallað opið hús fyrir allt sjálf- stæðisfólk á Suðurnesjum annan mánudag hvers mánaðar. Auk þess var samþykkt að leita aðstoðar hjá fræðslunefnd flokksins í Reykjavík um rekstur stjórnmálaskóla, er yrði haldinn á Suðurnesjum. Til að annast um þennan nýja þátt í starfi sjálfstæðisfélaganna á Suðurnesjum var kosin sérstök fræðslunefnd, en hana skipa auk mín Sigríður Áðalsteinsdóttir og Kristján Einarsson. Við í fræðslunefndinni viljum alveg sérstaklega þakka formanni fræðslunefndar Sjálfstæðisflokks- ins, Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, og skrifstofustjóra flokksins, Má Jóhannssyni, fyrir veitta aðstoð við undirbúning allan svo og gerð kennslugagna og útvegun hinna ellefu mjög hæfu leiðbeinenda, sem kenndu við skólann. Það er álit allra, alþingiskosningum, sem gætu orðið jafnvel fyrr en nokkurn grunar. Alþýðuflokkurinn var tízkufyrirbæri Einn af þátttakendunum á stjórn- málaskólanum var Rósa Ingvars- dóttir, sem starfar hjá íslenzkum markaði á Keflavíkurflugvelli. Hún hafði m.a. þetta að segja: Ég er mjög hlynnt hægri stefnu, en taldi mig ekki mig ekki hafa næga þekkingu á stjórnmálum og stefnu Sjálfstæðisflokksins til þess að mynda mér fastar skoðanir. Þess vegna vildi ég notfæra mér reynslu þeirra, sem hingaö komu og hafði sérstakan áhuga á ræðunámskeið- inu, en það er undirstaða þess að vera þátttakandi í pólitík að geta komið fyrir sig orði. Ég hef áhuga fyrir að verða virk í Sjálfstæðis- Ég lendi oft í stjórnmálaumræðum og þá finnst mér ég ekki vita nóg. Eg hef grætt á Stjórnmálaskólan- um að því leyti, að ég hef aðeins komizt inn í ræðumennskuna og sé þess vegna ekkert eftir því að hafa farið í hann. Fólk almennt hefur verið mjög hikandi með stefnu sína, finnst að það hafi ekki fengið nóg út úr því, sem það treysti á og veit þar af leiðandi ekki hvernig það á að líta á þjóðmálin. Þess vegna fannst mér það mjög nauðsynlegt að fara á Stjórnmálaskólann og afla mér frek- ari þekkingar á störfum og stefnu Sj álf stæðisflokksins. Ungt hægri fólk í sólkn Guðbjarti Kristjáni Greipssyni húsasmíðanema í Njarðvík fórust svo orð: bæði um stefnu flokksins eins og hún er í dag og viðhorf hans til þess, sem er að gerast. Ég vil hvetja ungt fólk til að vera meira með í pólitík og kynna sér sjálfstæðisstefnuna. Þarf að segja upp 50—60 manns Ingvari Jóhannssyni bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Njarðvík fórust svo orð um ástand atvinnu- mála: Þau eru vægast sagt í mjög slæmu ástandi, þar sem stærsta fyrirtækið í Njarðvík, sem jafnframt er það fullkomnasta á Suðurnesjum, hefur verið í lágmarksrekstri, því að Sjöstjarnan hefur ekki fundið náð fyrir augum stjórnvalda, fyrri ríkis- stjórnar og þessarar, til togarakaupa og hrjáir því hráefnisskortur starf- semi hússins. Bæjarstjórn og atvinnumálanefnd byggðarlagsins hafa rætt þessi mál af opinberum aðilum. Ég vil nefna aðeins eitt dæmi þessu til sönnunar, þótt af mörgu sé að taka: Við höfum legið í mörgum utan- ríkisráðherrum og varnarmálanefnd á umliðnum tveimur áratugum um það, að fá lyft upp varnarliðsgirðing- unni, sem aðskiiur Keflavík og Njarðvík til þess að þessar tvær byggðir geti náð eðlilegri þróun saman með sín gatnakerfi og byggðir án nokkurs árangurs. I dag sem fyrr eru þessar tvær byggðir tengdar með einum átta metra breiðum vegi, en skipulagið gerir ráð fyrir fjórum. Á sl. 20 árum hafa minnst 10 dauðaslys orðið á þessum vegi og segir það sína sögu um það neyðarástand, sem ríkir í þessum efnum. Ég vonast til þess, að hinn nýkjörni formaður varnar- málanefndar Helgi Ágústsson ásamt henni taki þetta mál föstum tökum, því að það hefur veigamikið gildi í okkar skipulagsmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.