Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Jón Konráðsson, Selfossi: ___________Lýðræði_____________ Það má ekki rugla saman lýð- ræði og ringulreið eða stjórnleysi. Óþarflega margir stjórnmála- flokkar í ríki auka á stjórnleysi eða ringulreið, sem á ekkert skylt við lýðræði. Því skulu stjórnmála- flokkar á íslandi vera 4 (fjórir). Lýðræði á að vinna að jafnrétti og skapa traust þjóðfélag öllum til heilla. En hver stjórnmálaflokkur verður að fá sem réttasta tölu þingmanna miðað við tölu at- kvæða. dæmi. Þá má miðla þessu svolítið til. Það er með skyldum að skipta. Ef menn vilja Sturlungaöld og erlend yfirráð, þá eru menn til- tektarsamir, eigingjarnir, öfund- sjúkir og óbilgjarnir og ráðríkir þverhausar. Ef friður á að haldast, skulu menn gæta bjálkans í eigin auga. Þessir 30 þingmenn, sem landið fær, skulu kosnir þannig: 24 skulu kosnir að mestu eftir stærð kjördæma. (Sjá I. greinargerð). Hinir 6 skulu teknir sem uppbót- arþingmenn. (Sjá III. greinar- gerð). Þjóðkjörnir þingmenn eru 30. (Sjá II. greinargerð). Fasta- Jón Konráósson skulu hafa 4 landskjörna þm. hvor kjördeild vegna hinna mörgu fjarða í kjördæmunum. Þetta eru útverðir í vestri og austri og hafa engan stóran kaupstað. Greinargerð II Þjóðkjörnir þingmenn Reykjavík 11 Reykjaneskjördæmi 5 Vesturlandskjördæmi 2 Vestfjarðakjördæmi 1 Norðurland vestra 2 Norðurland eystra 3 Austurlandskjördæmi 2 Suðurlandskjördæmi 4 Samtals þm. 30 Suðurland skal fá 4 þjóðkjörna þingmenn, það eru smá hlunnindi fyrir hina miklu rafmagnsorku, jökla hraun sanda skóga ár og vötn óbyggðar eyjar. Og fleira má nefna. Hver flokk- ur byði fram svona lista með sínum mönnum. Þessi listi yrði notaður til jöfnunar milli þing- flokka. Þar sem þetta er landlisti skal ekkert kjördæmi fá fleiri en einn uppbótarþingmann. Bæði tölu og hlutfall skal nota á víxl við úthlutun uppbótarþingmanna. Þingmenn hins óbyggða lands skulu að sjálfsögðu eiga heima í sem mestu dreifbýli og kallast sveitamenn eða landshöfðingjar. Ein fjalldrottning mætti koma. íslenska ríkið er bæði land og þjóð. Fyrst var landið og landvætt- ir, svo kom maðurinn og þjóðfélag, eða riki myndaðist. En við land- vætti skal þjóðin frið hafa, ef vel á að fara. Landið var fyrst, því skal þess réttur ekki fyrir borð borinn. Misrétti þegnanna í okkar litla landi er óþolandi. Þetta er ein fjölskylda. Því verður að taka tillit til búsetu þingmanna. Hver er sjálfum sér næstur, segir spak- mælið. Þetta sést á örlagastund við atkvæðagreiðslu á Alþingi. Svo má benda á alla sumarbústaðina, sem Reykvíkingar og aðrir þéttbýlis- menn eiga í sveitum landsins og fleiri ítök. Því má heldur ekki gleyma að dreifbýlið á sín ítök í Reykjavík. Það má segja að fiski- þorpin á ströndinni og framleiðsla sveitanna sé nokkurs konar mjólk- úrkýr Reykvíkinga og hinna stóru kaupstaða. Og hver er hlutur dreifbýlisins í menningunni? Hvað segja mannfræðingarnir? Þar sem íslenska ríkið er bæði land og þjóð verður að taka jafnt tillit til hvors tveggja, þegar þing- menn skal kjósa. Alþingismenn eru 60. Helmingurinn — 30 skulu kosnir út á landið beint, en hinir 30 eftir fólksfjölda í hverju kjör- Frumdrög að nýju kosninga- fyrirkomulagi handa íslenska ríkinu, landi og þjóð þingmenn verða 54, 24 landskjörn- ir og 30 þjóðkjörnir. Skal ekkert kjördæmi hafa færri fastaþing- menn en 5. (Sjá IV. greinargerð). Með útfærslu landhelginnar — lögsögunnar — stækkaði íslenska ríkið. í dreifbýlinu er traust fólk með sterkar taugar, sem tekur með jafnaðargeði og þraugseigju erfiðleikum, hverjir sem eru af óblíðu náttúrunnar. Þessu fólki líður vel. Já, jafnvel best. Það er í mestum tengslum við Móður nátt- úru, þ.e. hin dulrænu öfl. Þjóð- skáldið okkar Steingrímur Thor- steinsson sagði: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber: Guð í alheims geimi guð í sjálfum þér. Hver og einn á að þroska sig sjálfan með réttu líferni, bæði andlega og líkamlega og treysta nokkuð sér sjálfum. Gamalt spak- mæli segir: Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur. Greinargerð I Landsþingmenn í kjördæmum Reykjavík 1 Reykjaneskjördæmi 2 Vesturlandskjördæmi 3 Vestfjarðakjördæmi 4 Norðurland vestra 3 Norðurland eystra 4 Austfjarðakjördæmi 4 Suðurlandskjördæmi 3 Samtals þingmenn 24 Það er rýmilegt að láta Reykja- vík fá 1 þm. út á land. Einnig að Reykjaneskjördæmi fái 2 þm. út á land. Vestfirðir og Austfirðir Greinargerð IV Þingmenn Land Reykjavík 1 Reykjaneskjördæmi 2 Vesturlandskjördæmi 3 Vestfjarðakjördæmi 4 Norðurland vestra 3 Norðurland eystra 4 Austurlandskjördæmi 4 Suðurlandskjördæmi 3 Samt. þm. 24 sem framleidd er í kjördæminu. Einnig vaxandi byggð. Um Norð- urland vestra er það að segja, að á næstu árum skal byggja upp 5 þús. manna bæ á Sauðárkróki. Greinargerð III um 6 landskjörna þingmenn sem séu fulltrúar fyrir: þjóð Samt. þm. + Í1 = 12 + 5 = 7 + 2 = 5 + 1 = 5 + 2 = 5 + 3 = 7 + 2 = 6 + 4 = 7 + 30 54 Hér við bætast 6 þm. hins óbyggða lands, sem eru uppbótar- þingmenn, er enginn veit fyrir- fram hver hlýtur. Sjálfsagt er fyrir kjósendur að velja sér fremur þingmenn, sem eru búsettir í kjördæminu, því enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Sjá Viðbæti) Hilmar Helgason formaður SÁÁ: „Og þá börðust þeir...” Föstudaginn 2. mars birtist í Morgunblaðinu grein eftir Arna Helgason, sem vakti óskipta aðdá- un mína. I grein þessari, þar sem Árni fjallar um tilgangsleysi og einskis nýtt starf SÁÁ, teist hon- um það ómögulega, að stýra penna sínum í gegnum lygn djúp öfug- mæla og vanþekkingar án þess að steyta nokkurs staðar á skerjum sannleikans. Þetta afrek Árna er einstætt og ætti að varðveitast sem slíkt. En gleði mín varð skammvinn þegar ég gerði mér grein fyrir hvaða afleiðingar grein Árna gæti haft. Það er jú stað- reynd, að SÁÁ og Góðtemplara- 1 reglan, sem Árni er gjarnan kenndur við, berjast við sama óvininn, áfengisvandamálið, hvor með sínu lagi. I raun og veru er ekki nema fjögurra stafa nafnorð sem skapar það breiða bil sem í reynd er á milli skoðana þessa aðila, en það er orðið bann. Það væri því miðiir, ef þessir aðilar færu að eyða púðri sínu hvor á annan, í stað þess að reyna að samhæfa krafta sína að því marki, sem stefnuskrá hvers um sig leyf- ir. Annars mundi atburður úr Þórðar sögu hreðu endurtaka sig, en þar segir: „Og þá börðust þeir Þorbjörn eymingi og Þorbjörn veslingur og veitti ýmsum ver en hvorugum betur." Það vekur furðu mína og von- brigði hvað Árni er illa upplýstur um starfsemi SÁÁ, sérstaklega með tiiliti til þess að hann er félagsmaður. Þessi staðreynd vek- ur mig til umhugsunar um hvort SÁÁ hafi brugðist upplýsinga- skyldu sinni til almennings og ekki hagnýtt sér sem skyldi hinn ein- staka velvilja sem fjölmiðlar hafa sýnt SÁÁ. En hér er meinbugur á, því í upphafi greinar sinnar stynur Árni þungan yfir því að SÁÁ skuli hafa leyft sér að halda blaða- mannafund og skilur reyndar ekki hvernig nokkur blaðamaður lét sér detta í hug að mæta. Hér greinir Árna og framkvæmdastjórn SÁÁ illa á, því framkvæmdastjórnin álítur það skyldu sína að upplýsa sína 8000 félagsmenn jafnóðum urh allar meiriháttar gerðir sínar og nota hvert tækifæri til að vekja athygli og umhugsun almennings á áfengisvandamálinu. Á áður- nefndum blaðamannafundi var SÁÁ að kynna fyrirhuguð fræðslu- og fyrirbyggjandi störf fyrir 12000 unglinga á aldrinum 13—17 ára, auk kynningarfunda í 18 kaupstöð- um landsins um starfsemi SÁÁ, svo og val fulltrúa SÁÁ á hverjum fyrrgreindra staða. Að mínu mati þarf SÁÁ ekki að biðjast afsökun- ar á því að kynna þetta átak, sem vissulega gladdi allt velviljað fólk og ávann SÁÁ viðurkenningu sem þau þurftu á að halda. Árni telur vafasamt að viðhorf almennings til áfengisvandamáls- ins hafi tekið stökk fram á við við stofnun SÁÁ. Ég leyfi mér að mótmæla þessu, því að mínu mati var það breytt viðhorf almennings, sem fæddi af sér SÁÁ. SÁÁ er afkvæmi fólksins í landinu og án þeirrar velvildar almennings sem SÁÁ hefur hlotið væri SÁÁ hvorki fugl né fiskur. Þá telur Árni vafasamt af SÁÁ að boða, að allt sé í lagi með að detta í áfengisvilp- una, fólk geti bjargast ef það kæri Hilmar Helgason sig um. Ekki kannast ég við þenn- an heilaspuna. Hins vegar kannast ég prýðilega við þann boðskaj), að það sé siðferðisleg skylda SÁÁ að varða veginn til alkóhólisma með hættumerkjum, þannig að forða megi sem flestum frá faðmlögum Bakkusar og upplýsa beri sérhvern einstakling um hættu þá er áfengisneysla getur boðið upp á, svo hann megi af heilbrigðri skyn- semi ákvarða sjálfur hvort hann neyti þess eða ekki. Þá telur Árni SÁÁ gera lítið úr starfi fyrirrennara sinna. Þetta er misskilningur. Allir hljóta að viðurkenna gildi barnastúknanna og oft hef ég hrifist af vinnubrögð- um og starfsemi ungtemplara. Hvað góðtemplara snertir, eru þeir góðra gjalda verðir, þó svo að þeir séu að mínu mati helst til of mörgum kynslóðabilum á eftir áætlun. En hafi þeir þó ekki nema bjargað einu mannslífi, hafa þeir vissulega sannað tilverurétt sinn. Hvað störf Bindindisfélags kenn- ara, ökumanna og Ábyrgðar að áfengisvandamálinu snertir, verð ég að viðurkenna að einhvern veginn tókst mér að ganga í skóla í 14 ár, aka í 20 ár og starfa að áhugamáli mínu, áfengisvanda- málinu, í 4 ár, án þess að verða var við neitt nema nafnið á þessum félögum. Bláa bandið ér stórkost- legasti og fallegasti þátturinn sem unninn hefur verið að málum alkohólista hingað til. Stórhugur þeirra með reksturinn á Flókagötu var einstæður. Því miður tókst yfirvöldum að murka lífið úr þeirri starfsemi með skilningsleysi á allt of stuttum tíma, þannig að í dag reka þeir eingöngu vistheimilið að Víðinesi, sem vissulega heur bjargað tugum ef ekki hundruðum mannslífa. AA-samtökin hefði ég helst ekki viljað nefna, en kemst því miður ekki hjá því. Þau eru yfir það hafin að lenda í dægur- þrasi utanaðkomandi manna. Þau eru sjálfstæð heild, óháð hvers kyns öðrum félagsskap. Þar lækna sjúkir sjúka af hjartans hógværð. Þúsundir íslendinga eiga þeim nýtt líf að þakka. Þau eru friðhelg helgisaga og skora ég á alla hlutaðeigandi að virða friðhelgi þeirra og blanda þeim ekki inn í málflutning sinn. Málflutningur Árna um Free- port-spítalann er sjúklegur, læt ég almenningi eftir að dæma um árangur hans. Hundruð ljóslifandi sýnishorn ganga um göturnar. Það hlýtur að flokkast undir sjúklegt hugarfar að fárast yfir því að fólki þessu tókst að forða sér frá dauða og glötun og snúa til eðlilegs, hamingjuríks lífs á ný. Eins og ég gat um í upphafi, gegnir það furðu hvað Árni er illa upplýstur. Hann talar um einka- hæli Pirro einhvers í Bandaríkjun- um. Hér á hann sennilega við Freeport-spítalann, en þar starfar dagskrárstjóri að nafni Joseph Pirro. Hann gefur í skyn grófa fölsun á fjölda félagsmanna. Stofnfélagar SÁÁ voru rúmlega 7000 en eru nú rúmlega 8000. Árni gengur jafnvel svo langt að brigsla SÁÁ um sóun á almennings fé. Þessum brigslyrðum Árna mun framkvæmdastjóri SÁÁ svara síð- ar. Inn á milli fyrrgreinds mál- flutnings, skreytir Árni grein sína með þúsund orða þvættingi og útúrsnúningum um stefnuskrá SÁÁ, einkum ber hann þungan hug til fræðslu- og fyrirbyggjandi starfa samtakanna. Enn á ný er það sennilega litla nafnorðið „bann" sem veldur þessari úlfúð. Árni vill að við predikum bann og bindindi. Við höfnum því.. í stefnu- skrá SÁÁ segir, að SÁÁ sé ekki bindindissamtök, en það var Árna prýðilega kunnugt, þegar hann gekk í samtökin. Fræðsla SÁÁ og fyrirbyggjandi störf beinast eink- um að eftirfarandi: 1. Að svipta vínið dýrðarljóman- um. 2. Að upplýsa hina miklu mögu- leika á því að neytandinn verði undir í giímunni við Bakkus. 3. Að lýsa sjúkdómnum alkóhól- isma og hegðunareinkennum hans svo viðkomandi megi þekkja hann þegar á byrjunar- stigi. 4. Hvað gera megi til að hjálpa alkóhólistanum. 5. Áhrif áfengis á líkamsstarf- semi. 6. Eyðilegging lífs vina og að- standenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.