Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 3 Einar Birnir kjörinn formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna AÐALFUNDUR Félags íslenzkra stórkaupmanna var haldinn í gær á Hótel Sögu og í upphafi fundarins flutti Georg Ólafsson verðlagsstjóri ræðu um verðlagsmál. Fóru síðan fram aðalfundarstörf og var m.a. kjörinn nýr formaður félagsins, Einar Birnir. Fráfarandi formaður var Jón Magnússon, en hann hefur gengt starfi formanns í tvö kjörtímabil, samtals f jögur ár, og mæla lög F.Í.S. svo fyrir að sami maður skuli ekki gegna því starfi lengur en tvö kjörtímabii. I ræðu sinni minntist verðlags- lega þekkingu á þessum málum. stjóri m.a. á samnorrænu verð- lagskönnunina og þá gagnrýni er hún hefði hlotið og sagði hann að viðbrögð forystumanna verzlunar- innar hefðu ekki verið jákvæð. Einnig ræddi Georg Ólafsson um nýlega skýrslu er hann hefur skilað til viðskiptaráðherra um verðlagsmál, sem hann kvað renna stoðum undir að innkaupsverð væri hérlendis hærra en í ná- grannalöndunum, og væri þar á ferð vandamál sem þyrfti að ræða í hópi verzlunarmanna vel og ítarlega. Sagði verðlagsstjóri að sú gagnrýni er fram hefði komið í blaðagreinum Jóns Magnússonar og Einars Birnis benti til þess, að þeir hefðu ekki til að bera nægi- Umræður áttu að vera að lok- inni ræðu verðlagsstjóra og fyrir- spurnir, en hann þurfti að hverfa af fundi að lokinni ræðu sinni. Tóku Jón Magnússon og Einar Birnir til máls og kváðu orð sín í blaðagreinum standa óhögguð og sögðu að brottför verðlagsstjóra af fundinum sýndi meira en mörg orð. Síðan hófust aðalfundarstörf Félags ísl. stórkaupmanna og að loknu kjöri fundarstjóra og fundarritara minntist Jón Magnússon Tómasar Tómassonar sem lézt 9. nóv. s.l., en hann var einn stofnenda félagsins og sá síðasti þeirra er eftir lifði. Flutti Frá aðalfundi Félags ísl. stórkaupmanna. í ræðustóli er Georg ólafsson og næst ræðustólnum sitja Jón Magnússon. hægra megin. og Einar Birnir, vinstra megin. Ljósm. Emiiím. Jón síðan skýrslu sína og kom fram í henni að mikil gróska hefði verið í starfi félagsins sl. starfsár og hefði aðalstarfið verið í kring- um verðlagsmál og 50 ára afmæli félagsins. Þá ræddi Jón Magnús- son í skýrslu sinni um nauðsyn þess að efla mjög útbreiðslu- og kynningarstarf félagsins og tengsl þess við fjölmiðla. Einnig voru að aðalfundinum lagðar fram skýrsl- ur um hin ýmsu nefndastörf á vegum félagsins, framkvæmda- stjóri þess flutti skýrslu og fjallað var um Lífeyrissjóð verzlunar- manna og Fjárfestingasjóðs stór- kaupmanna. Síðan voru skýrslur og reikningar samþykktir og fór þá fram stjórnarkjör. Agúst Ar- mann, Ólafur Haraldsson og Valdemar Baldvinsson áttu að ganga úr stjórn og gaf Ágúst Ármann ekki kost á sér. Var Jóhann Ágústsson kjörinn í hans stað, Einar Birnir var kjörinn formaður sem fyrr er sagt og í stað hans var kjörinn í stjórnina Ólafur H. Ólafsson. { fundarlok voru samþykktar ályktanir um verðlagsmál, greiðslufrest á að- flutningsgjöldum, lánsfjármál, skattamál og gjaldeyrismál. „Ekki um neitt annað að ræða en boða til kosninga — segir Matthías Bjarnason alþm. „MÉR FINNST. eítir allan þann málatilbúnað og gífur- lega tíma sem farið hefur í undirhúning þessa frumvarps, þá sé árangurinn afar lélegur", sagði Matthfas Bjarnason al- þingismaður er Morgunblaðið spurði hann áiits á efnahags- frumvarpi Ólafs Jóhannesson- ar í gær. Matthfas sagði að frumvarpið væri engan veginn þannig úr garði gert að það drægi neitt að marki úr verð- bólgunni og þvf væru mörg atriði sem sjálfstæðismönnum væru á móti skapi; kaflar sem þeir mundu aldrei sætta sig við þó vissulega fyndust í frum- varpinu nokkur atriði sem sjálfstæðismenn gætu stutt. „En eftir allan þennan tíma er sýnilegt að stjórnarflokkarnir hafa ekki náð samkomulagi um það sem þeir hétu að vinna að,“ sagði Matthías ennfremur, „og þar með er forsenda þessa stjórnarsamstarfs ekki lengur fyrir hendi. Hjá öllum venjuleg- um flokkum, og hjá öllu venju- legu fólki segði slík ríkisstjórn af sér.“ Matthías sagði hins vegar að ómögulegt væri að segja til um hvað þessi stjórn kynni að gera, er hann var spurður um hvort hann teldi að ríkisstjórnin héldi lífi enn um sinn þrátt fyrir allt. „Þetta hefur ekki verið neitt líf hjá stjórninni frá byrjun“, sagði hann enn fremur, „hver dagur í Matthfas Bjarnason. hennar lífi hefur verið óvissu- dagur. En það getur svo sem vel átt sér stað að hún lafi eitthvað áfram, en þá verður það með sama hætti og verið hefur, hér verður ekki um að ræða neitt samstarf þessara þriggja flokka að ræða, það er ekki fyrir hendi og verður örugglega ekki fyrir hendi.“ „Það er alveg ótvírætt að sigurvegarar síðustu kosninga hafa svikið öll sín kosningalof- orð, og þeir hafa ekki borið gæfu til að starfa saman og þá er ekki um neitt annað að ræða en efna til nýrra kosninga svo fljótt sem kostur er,“ sagði Matthías þegar Morgunblaðið spurði hann hvort til greina kæmi að Sjálfstæðis- flokkurinn gengi til stjórnar- samstarfs í einhverri mynd án undangenginna kosninga. S.U.S. og ungir al- þýðubandalagsmenn: Kappræðu- fundir STJÓRN Sambands ungra sjálfstæðismanna skoraði lyrir nokkru á Æskulýðsnefnd Álþýðubandalagsins til kapp- ræðufunda í öllum kjördæm- u m landsins, þar sem rætt yrði um fslensk stjórnmál og helstu ágreiningsefni Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðubandalagsins. Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins hefur nú tekið þessari áskorun ungra sjálf- stæðismanna, og verða fundirn- ir væntanlega haldnir mjög bráðlega. Viðræðunefndir S.U.S. og Æskulýðsnefndar- innar munu hittast að máli eftir helgina og ganga endan- lega frá fyrirkomulagi og tíma- setningu fundanna. Kirkjuvikan á Akureyri SAMKOMAN í kvöld hefst kl. 21. Aðalræðumaður kvöldsins verður Steingrímur Hermannsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, sr. Bolli Gústafsson svarar spurningum kvöldsins og Jón G. Aðalsteinsson flytur ávarp. Passíukórinn syngur undir stjórn Roars Kvam. Jakob Tryggvason leikur á orgel kirkjunn- ar, og auk þess verður samlestur presta og safnaðar og almennur söngur. Vaka vann einn mann VAKA, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, vann einn fulltrúa í kosningunum, sem fram fóru innan há- skólans um fulltrúa í stúdentaráð Alls kusu 1550 í þessum kosn- ingum eða um 53% og fékk Vaka 647 atkvæði eða 44,35% og 6 fulltrúa kjörna en Verðandi, félag vinstri manna, fékk 813 atkvæði eða 55,65% og 7 menn kjörna. Vaka bætti þannig við sig einum manni í stúdentaráði frá síðustu kosningum. í kosningum til háskólaráðs fékk Vaka 640 atkvæði og 1 mann en Verðandi 842 atkvæði og 1 mann og er það óbreytt frá því sem var. Arni Gunnarsson lætur af ritstjórn Alþýðublaðsins ÁRNI Gunnarsson alþingismaður hefur látið af ritstjórn Alþýðu- blaðsins og er Bjarni P. Magn- ússon, formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins, nú skráður ábyrgðarmaður blaðsins. Bjarni P. Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þessi breyting stæði í sambandi við fyrirhugaða uppstokkun á út- gáfumálum blaðsins sem kynnt yrði síðar, en auk þess mætti ljóst vera að sami maður kæmist ekki yfir allt í senn: að vera alþingis- maður með öllum þeim margvís- legu trúnaðarstörfum, sem á þá hlæðust, og bera síðan ábyrð á öllu skrifuðu máli sem birtist i blaðinu, og þess vegna hefði Árni óskað eftir því að verða leystur undan því að standa sem ábyrðarmaður fyrir blaðinu. Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaöur á Hótel Holti, gefur súper uppskrift í dag fyrir fjóra. smjörsteikingu fram yfir« Pönnusteikt smálúðuflök með tómötum og lauk. (U.þ.b. 250 g á mann). Smálúðan er skorin í þunnar sneiðar. Þeim er síðan velt upp úr hveiti og kryddaðar með salti, pipar og papriku. Steikt upp úr íslensku smjöri. Skerið niður 4 tómata og 2 lauka og lát ið krauma með. Að 8 íðustu er safi úr sítrónu kreistur yfir og auðvitað nýjar soðnar kartöflur <*> og hrásalat borið með. -■ O) t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.