Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 5 68 keppendur á skák- þingi Norðurlands Akureyri — 15. marz. SKÁKÞING Norðlendinga var sett í dag kl. 14 í Félagsborg í samkomusal starfsmanna SIS. Mótsstjóri er Albert Sigurðsson en dómnefnd skipa Gunnlaugur Guðmundsson, Jón Björgvinsson og Haraldur Olafsson. Skákþingið er fjölmennasta skákmót sem haldið hefur verið utan Reykjavíkur en þátttakendur eru 68. í meistaraflokki eru keppendur 27, unglingaflokki 35 og í kvennaflokki, sem nú er í fyrsta sinn á skákþingi Norðlendinga, keppa 6 stúlkur. I meistara- og unglingaflokki skal leika fyrstu 40 leikina á 2 klst. en ljúka síðan skákinni á xk klst. I unglingaflokki skal ljúka skákinni á 1 og 'A klst. Tvær umferðir verða tefldar á dag til laugardags og ein á sunnudagsmorgun. í kvennaflokki verður tefld tvö- föld umferð í einum riðli. Hraðskákmót Norðurlands verð- ur háð á sunnudag og hefst kl. 16. - Sv.P. Eldsvoði á Vatnsenda: Setkk að tafli Bóndinn med- vitundarlaus þeg- ar ad var komið Hvammstanga, 15. marz. SLÖKKVILIÐIÐ á Hvammstanga var kl. 9.20 í gærkvöldi kallað út að bænum Vatnsenda í Aust- ur-Hópi en við þann bæ var skálkonan Rósa Guðmundsdóttir kennd. Hafði þar kviknað í íbúðarhúsi út frá eldvél, sem vatn hafði verið hitað á um daginn til fjárböðunar. Árni Jóhannesson er einbúi á bænum, og reyndi hann í fyrstu að fást sjálfur við eldinn en fékk ekkert við ráðið. Hringdi hann þá á hjálp en þegar komið var að lá hann í öngviti á gólfinu. Varð að senda hann í sjúkrahús í Reykja- vík í nótt, og að sögn ðlafs Magnússonar læknis nú um hádeg- ið líður Árna eftir atvikum. Húsið á Vatnsenda er forskalað timburhús og er það töluvert skemmt af eldinum, sérstaklega þil og veggur næst eldavél. Mikil ófærð er milli Hvammstanga og Vatnsenda en bílum gekk nokkuð vel að komast þangað yfir „Björgin" sem kallað er, en er þeir ætluðu skemmri leið til baka tók ferðin um tvo tíma. - S.Þ. Rabbfundur um jafnrétti hjá Hvöt IIVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjaví, hefur tekið upp þá nýbreytni að efna til svokallaðra rabbfunda um hádegi á laugar- dögum. Fundirnir hafa verið annan hvern laugardag í austur- salnum á 1. ha'ð í Valhöll, Sjáif- stæðishúsinu, að Iláaleitisbraut 1, frá kl. 12-14. Léttar veitingar hafa verið fram bornar og jafnan eitthvað sérstakt efni tekið til óformlegrar umræðu. Á morgun verða gestir félagsins þær Guðrún Erlendsdóttir, for- maður Jafnréttisráðs, sem mun kynna ráðið og lög um jafnrétt karla og kvenna frá 1976, og Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns íslands, sem mun lýsa sýningunni „Kvinnen í Norden". Þessi sýning á rætur sínar að rekja til þess, að þegar Ragnhildur Helgadóttir var for- maður Norðurlandaráðs 1975, bar hún fram í ráðinu tillögu um að komið væri á fót sýningu í tilefni kvennaárs Sameinuðu þjóðanna. Skyldi það vera eins konar yfirlits- sýning yfir stöðu og sögu kvenna á Norðurlöndum og vera farandsýn- ing. Sýningin sem er á 6 spjöldum hefur farið víða um Norðurlönd en hér á landi hefur hún m.a. verið uppi í Norræna húsinu, í skrifstofu Jafnréttisráðs og Húsmæðraorlof- inu að Hrafnagili. Ennfremur hefur sýningin iðulega verið kynnt á fundum ýmissa félagasamtaka, svo sem Kvenréttindafélags ís- lands og Rauðsokkahreyfingarinn- ar. Allir félagar í Hvöt og gestir þeirra eru velkomnir á rabbfund- ina. Vigdís Björnsdóttir, fyrrv. skólastjóri, látin nvammstanga, 15. marz. VIGDÍS Björnsson fyrrverandi skólastjóri og kennari andaðist í gær í Héraðshælinu á Blönduósi á 83. aldursári. Ilún var fædd 21. ágúst 1896, dóttir hins lands- fræga Björns Eysteinssonar í Grímstungu. Vigdís var kennari og skóla- stjóri í Sveinsstaðahreppi frá 1922-54 eða í 32 ár og kenndi þá iðulega einnig börnum úr Torfu- lækjarhreppi og Áshreppi. Síðan fluttist hún á Blönduós og stund- aði þar einkakennslu og hjálpar- kennslu til 1975, þannig að kennsluævi hennar varð 53 ár. Maður Vigdísar var Eiríkur Hall- dórsson, sem lést fyrir nokkrum árum. — S.Þ. Vigdfs Björnsdóttir Austurstræti 22. sirru fra skiptiboröi 28155 TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155 □ Drengja tweed-jakka, meö riffluöum flauelsbuxum. □ Drengja tweed-föt. □ Drengja skyrtur. i □ Stúlkna tweed-dragtir, L með buxum eöa pilsi. □ Stúlkna blússur. □ Stúlkna kjólar og kápur □ Bindi, slaufur, treflar, skór. Austurstræti 22 2. hæö simi 281 55 t \ wk Vt' • \ u « aÉ||g|y» jr^ Jm1 'i P^|i|| 4 ; • iium J , 1, jl j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.