Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 13 Við geðdeild Nýja hjúkrun- arskólans í Reykjavík hefur að undanförnu kennt norsk kona, Marie Lysnes. Marie var rektor við Statens skole for psykiatrisk sykepleie í Bygdö í Ósló í 20 ár eða til ársins 1977 er hún fór á eftirlaun. Marie sem er merk- ur brautryðjandi í geðhjúkr- unarmálum í Noregi sýndi mikinn áhuga á að koma hingað er haft var samband við hana fljótt eftir að kennsla í geðhjúkrun hófst við Nýja hjúkrunarskólann árið 1975. Hún kom hingað í janúar 1978 og átti að vera hér í 3 mánuði en var hér í 5 mánuði og kom aftur til ís- lands í desember sama ár og er hér enn. Marie sagðist búast við að fara til Noregs í lok maí en hún hefur lofað að koma hingað aftur f október f haust og vera við kennslu í skólanum fram til ársins 1980. „Ég byggi kennsluna upp svipað og ég hef gert í Noregi nema að ég brýni það fyrir íslenskum nemendum mínum að þeir verði að sníða það sem þeir læra eftir íslenskum að- stæðum. Geðhjúkrun er mjög merki- legt námsefni og okkur finnst fleiri en þeir sem.hafa hugsað sér að vinna á geðsjúkrahús- um ættu að hafa innsýn í fagið. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir ykkur, svo fá- menna þjóð, að skipuleggja hjúkrunarnám þannig að geð- hjúkrun verði eitt af grunn- „Noregur og ísland í sérflokki Evrópulanda á sviði geðhjúkrunarmála ” Marie Lysnes ásamt Maríu Pétursdóttur skólastjóra Nýja hjúkrunarskólans. Sú tegund geðhjúkrunar sem ég hef mikinn áhuga á núna hóf nýlega göngu sína í Noregi og er fólgin í ráðgjöf. Geðhjúkrunarfræðingarnir gefa þá hjúkrunarfræðingum sem starfa á öðrum sviðum ýmsar upplýsingar í sambandi við sjúklingana og hvernig bregðast eigi við hinum ýmsu einkennum. Svipuð ráðgjafa- þjónusta var hafin í Banda- ríkjunum og Kanada árið 1972 og hefur gefist vel,“ sagði Marie. Marie sagði að sér hefði líkað vel hér á íslandi en af og til fengi hún nokkra heimþrá. „Ég á fjölskyldu í Ósló og heimili mitt er þar,“ sagði hún. Frábær kennari „Marie er frábær kennari og býr yfir mikilli reynslu bæði sem geðhjúkrunarfræðingur og kennari í faginu," sagði María Pétursdóttir skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans. Skól- inn hóf störf haustið 1972 í húsnæði Grensásdeildar Borg- arspítalans en starfar nú í leiguhúsnæði að Suðurlands- braut 18 á annarri hæð ásamt námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. í skólan- um fer fram kennsla í hjúkr- unarfræði svo og í sérgreinum innan hjúkrunarfræðinnar og er geðhjúkrunin ein þessara greina. Til þess að komast að í námi í þessum sérgreinum þarf hjúkrunarpróf auk starfsreynslu. Rætt við Marie Lysnes fyrrverandi rektor og Mariu Pétursdóttur skólastjóra fögunum. Það er nauðsynlegt fyrir hjúkrunarfræðinga, bæði í sambandi við áframhaldandi uppbyggingu náms þeirra og einnig við hin ýmsu störf á mismunandi sviðum. Líkamleg sýki hefur svo oft áhrif á hugann og því er mjög gott fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er að kunna skil á helstu atriðum í sambandi við geð- hjúkrun. Það gerir aðeins illt verra að kvíði sjúklingsins valdi hræðslu hjá hjúkrunar- fræðingnum sem á að stunda hann. I Bandaríkjunum og Kanada er geðhjúkrun ein af undirstöðugreinum í hjúkrun- arfræði og hefur verið það um nokkurt skeið og ég er viss um að með tímanum á það einnig eftir að verða hér. Marie sagði að veigamikið starf geðhjúkrunarfræðings væri inni á sjálfri deildinni. „Þegar sjúklingur hefur ver- ið í meðferð hjá lækni þarf hjúkrunarfræðingurinn að fylgjast vel með öllum við- brögðum og kunna skil á því sem um er að vera. Það er oft sem sjúklingur hegðar sér eins og hann heldur að læknirinn vilji að hann hegði sér þegar hann er í meðferð en eftir á koma viðbrögðin í ljós. Þetta er svipað og þegar hjúkrunar- fræðingur tekur við sjúklingi eftir aðgerð. Hann þarf þá að hafa þekkingu á ástandi sjúkl- ingsins og vita hvað á að gera ef líðan sjúklingsins breytist. Þetta skapar samstarf milli lækna og hjúkrunarfræðinga og auðveldar báðum störf þeirra og flýtir fyrir bata sjúklingsins. Marie taldi geðhjúkrun langt á veg komna hér á Islandi. „Við teljum Noreg vera brautryðjendaland í geðhjúkr- un og teljum okkur vera fremst á sviði kennslu í þeirri grein í Evrópu. Ég tel að Island komi þar á eftir. Öll önnur lönd í Evrópu standa langt að baki. „í upphafi var ætlað að Nýi hjúkrunarskólinn starfaði samkvæmt lögum sem gilda um Hjúkrunarskóla íslands en hann hafði þá um margra ára skeið verið eini hjúkrunarskóli landsins. En fljótt eftir að Nýi hjúkrunarskólinn hóf störf var stofnuð hjúkrunardeild við Háskólann og er það ein ástæða þess að við höfum heldur farið meira inn á sér- nám á sviði hjúkrunarfræði. Þegar við hófum að kenna geðhjúkrun vorum við fyrst með 15 mánaða námskeið en nú er það tveggja ára nám og er lengsta sérnámið við skól- ann ásamt svæfingarhjúkrun- inni. Við höfum hér í skólan- um núna annan hópinn í geð- hjúkrunarnámi og vonumst til að geta hafið kennslu með þann þriðja meðan við ennþá njótum kennslu Marie Lysnes.“ María sagði að mjög góður samstarfsandi ríkti í skólan- um og það hefði verið. mjög ánægjulegt að starfa með þessa tvo hópa sem geð- hjúkrunina hafa stundað við skólann. Hún sagði einnig að nemarnir í geðhjúkruninni væru sérstaklega ánægðir með kennslu Marie. „Við erum lika afskaplega þakklát þeim skilningi sem stjórnvöld hafa sýnt hér á landi varðandi sérnám hjúkr- unarstéttarinnar," sagði María að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.