Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 17 ilagið ýrara við ráðuneytið og ráðherra sjálfan og tók hann okkur mjög ljúfmann- lega. Við vorum því bjartsýnir á að lausn fengist á málinu. í viðræð- unum við ráðuneytið lögðum við fram útreikninga, sem ekki hefur verið mótmælt, þar sem greinilega kemur í ljós að það fyrirkomulag, sem gilt hefur um greiðslu fyrir bílaafnot er lang ódýrasti kostur- inn. Til að greiða fyrir samkomu- lagi buðumst við til þess að beita okkur fyrir þvið að lækka greiðslu til þeirra, sem ekki ganga vaktir og við tókum sérstaklega fram að við færum ekki fram á auknar greiðslur þótt starfsemin hefði verið flutt til Kópavogs og okkur væri gert að sinna miklu stærra svæði en var áður en Rannsóknar- lögregla ríkisins var stofnuð, þ.e. öllu höfuðborgarsvæðinu í stað Reykjavíkur einnar áður. Ráðu- neytið kom með gagntilboð, þar sem það féllst á að greiða sömu upphæð fram til 31. október ef við héldum svokallaðar akstursbækur þann tíma en því höfnuðum við. Astæðan er sú að við vorum látnir halda slíkar bækur árin 1973 og ’74 nkabfla lögreglumannanna. í gær: ullyrð- okkar sérstaka áherslu, að niðurstaða þeirrar umræðu sem fram fór í ríkisstjórninni sl. laugardag um olíumál var sú, að málið yrði tekið til framhaldsumræðu á næstu ríkisstjórnarfundum og að á fund- inum á laugardag lágu engar ákvarðanir fyrir um það, hversu með olíumálin skyldi farið. 3. Við teljum að samstarfs- flokkar okkar hafi með óbilgjörn- um hætti tekið sig saman um að ganga gegn þriðja stjórnarflokkn- um með framlagningu þessa frum- varps. Á fyrri ríkisstjórnarfund- I um í síðustu viku og alveg sérstak- lega á ríkisstjórnarfundi sl. mánu- | dag hótaði forsætisráðherra því, að leggja frumvarpið fram sem stjórnarfrumvarp með atbeina tveggja stjórnarflokka gegn mót- mælum þriðja flokksins. Þessu höfum við harðlega mótmælt og við höfum jafnframt lýst því yfir á fyrri fundum ríkisstjórnarinnar, að verði frumvarpið samþykkt óbreytt á Alþingi í andstöðu við okkur, munum við að sjálfsögðu segja af okkur ráðherrastörfum." en þá var aldrei litið á þær okkur vitanlega og getur ráðuneytið því notað þessar bækur til viðmiðun- ar. Eins teljum við að akstursbæk- ur fram til 31. október gefi ekki rétta mynd af notkun bílanna, þar sem þá er hásumar og bezta færð og sumarleyfi í fullum gangi. Þessu svaraði ráðuneytið á þann hátt að slíta öllum viðræðum við ttlu dýrara fyrirkomulag — Staðan er því sú í dag að við höfum afnot af 7 bílaleigubílum í stað þeirra 29 bíla rannsóknarlög- reglumanna, sem ríkið greiddi afnot af áður. Það gefur auga leið að þetta fyrirkomulag er miklu óhentugra auk þess sem það er miklu dýrara, eins og eftirfarandi útreikningur sýnir: Meðalakstur bílaleigubílanna sjö var í janúar s.l. 2100 kílómetr- ar. Kílómetragjald er 35 krónur og var það því 73.500 krónur á hvern bíl í janúar. Daggjald var 4500 krónur o heildardaggjaldið í mán- uðinum því 139.500 krónur á hvern bíl. Áætluð bensíneyðsla í ófærð- inni í janúar eru 20 lítrar á 100 km eða alls 72 þúsund krónur. Samtals er því kostnaðurinn á hvern bíl 340.800 krónur og hefur þá 20% söluskattur verið lagður á, en hann er 56.800. Kostnaðurinn við sjö bíla er því 2.380.000 krónur. Bílagreiðslur til okkar lögreglu- manna hefði í sama mánuði verið 53.250 krónur á hvern bíl eða samtals 1.544.250 krónur fyrir bílana 29. Samkvæmt þessu hefði kostnaðurinn verið rúmlega 800 þúsund krónum minni ef ríkið hefði greitt okkur fyrir afnot af bílunum og er þá ekki reiknað inn í tjón, sem varð á bílaleigubílunum í janúar og ríkið þarf að greiða. Á svipaðan hátt höfum við sýnt fram á að það kostar ríkið um 8 milljónum króna meira á ári að reka eigin bíla (7 bíla) en greiða okkur fyrir bílaafnot og er þá ekki reiknaður með stofnkostnaður, sem skiptir milljónatugum. Hefur óheppileg áhrif á starfið — Við teljum okkur hafa sýnt það svart á hvítu að nýja fyrir- komulagið hefur ekki sparnað í för með sér heldur aukinn kostnað fyrir skattborgarana og er það vissulega einkennileg ráðstöfun á þessum síðustu tímum aukins sparnaðar. En hitt er að okkar mati miklu alvarlegra mál hvaða áhrif þetta hefur á starf okkar rannsóknarlögreglumanna. Við verðum að vera viðbúnir því að vera kallaðir út hvenær sem er þótt við séum ekki á vöktum og það væri ekki vel séð að koma á brotastað í leigubílum eða aka með brotamenn um á leigubílum. Þá gerist það oft að hringt er heim til okkar utan úr bæ af fólki, sem vill gefa okkur.einhverjar upplýsingar. Það biður okkur að hitta sig á einhverjum ákveðnum stað því ekki kemur það í vinnuna til okkar til þess að veita upplýsingar þar. I slíkum tilfellum eigum við þann eina kost að fara á eigin bílum eða missa af upplýsingunum ella en við erum auðvitað ekkert hrifnir af því að fara á eigin bílum í slík útköll eftir þá meðferð, sem við höfum fengið í ráðuneytinu. Eins gerist það oft að lögreglan hand- tekur menn, sem við höfum verið að leita að vegna tiltekins máls og verðum við þá að rjúka af stað hvenær sem er þótt við séum ekki á vöktum. Fleiri svona tilvik mætti nefna en verður ekki gert hér. En í stuttu máli má segja um þetta nýja fyrirkomulag að það er spor aftur á bak í þjónustu Rann- sóknarlögreglu ríkisins og miklu dýrara fyrir skattgreiðendur. Það er því spurning, sem okkur langar að fá svarað hjá ábyrgum aðilum: Verða svona geðþóttaákvarðanir manna í kerfinu látnar taka gildi athugasemdalaust af þeim sem kjörnir eru til þess að stjórna málum landsmanna? I stjórn Félags rannsóknarlög- reglu ríkisins eiga sæti: Eggert N. Bjarnason, formaður, Gísli Pálsson, Hannes Thorarensen, Grétar Sæmundsson og Sigurður Benjamínsson. _ SS. Fatlaðir eru orðnir óþolinmóðir að bíða eftir sundlauginni H J ÁLP ARSTOFNUN kirkj- unnar og Lions-hreyfingin á íslandi hafa tekið höndum sam- an um söfnun meðal lands- manna vikuna 11.—18. marz, og verður ágóðanum varið til byggingar sundlaugar við Sjálfsbjargarhúsið að Hátúni 12. Grunnur sundlaugarinnar var steyptur árið 1966 og hefur ekkert verið gert þar síðan. Áhugamenn eygja þó von núna, því teikningarnar hafa verið sendar í endurskoðun og beðið er eftir því að þær komi Theodór A. Jónsson, formaður Sjálfsbjargar. þaðan. Áætlað er að laugin verði 16%x6 metrar að stærð og er gert ráð fyrir að þar verði heitur pottur, skábraut og lyfta. Kostnaður við byggingarfram- kvæmdirnar er áætlaður um 120 milljónir. Að sögn Theodórs A. Jónsson- ar, formanns Sjálfsbjargar, hef- ur söfnun staðið yfir frá því skömmu fyrir áramót. Hafa margir einstaklingar og fyrir- tæki gefið peninga til bygg- ingarinnar. Theodór sagði að byggingarframkvæmdir hæfust í vor og er áætlað að þeim ljúki einhvern tímann á næsta ári. Aðstaða fatlaðra til sundiðk- unar í Reykjavík er mjög slæm ef frá er talin skólasundlaugin í Árbæ en fatlaðir hafa aðgang að henni 2 sinnum í viku. I raun og veru eru það ekki sundlaugarnar sem eru óhentugar fyrir fatlaða heldur eru það sundlaugarhúsin. Kristín Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari. Vestmannaeyjasundlaugin er sér á báti hvað snertir aðstöðu fyrir fatlaða því í sundlauginni er lyfta og skábrautir eru í húsinu. Brýn þörf á æfingalaug Að sögn Kristínar Guðmunds- dóttur yfirsjúkraþjálfara er brýn þörf á æfingalaug fyrir fatlaða. Sundlaugin léttir þjálf- un mjög mikið og gerir fötluðum kleift að hreyfa sig meira auk þess sem hún flýtir mjög fyrir endurhæfingu. Hitastig æfinga- sundlauga þarf að vera hærra en almenningssundlauga því hitinn auðveldar m.a. hreyfing- ar liðargiktarsjúklinga. Jóhann Snjólfsson, vistmaður í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, sagði að mikill áhugi væri á lauginni hjá vistmönnum og væru fatlaðir orðnir nokkuð óþolinmóðir að bíða eftir laug- inni. í. Jóhann Snjólfsson. Að sögn Guðmundar Einars- sonar framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar er ætlunin að safna milli 20—30 milljóna króna. Sagðist Guðmundur bjartsýnn á að það tækist og undirtektir almenn- ings yrðu jafn góðar og er svipuð söfnun fór fram fyrir þremur árum. Ú.D./G.Á. Grunnur sundlaugarinnar. (Ljósm. Úlfsr Daníelsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.