Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Sveinbjörn Beck —Minningarorö Fæddur 26. júlí 1960 Dáinn 6. marz 1979 Við stöndum orðlaus og horfum í spurn til fjallsins, sem dag hvern gleður augað með margbreytileika sínum. Nú hefur það birt okkur nýja og áður óþekkta hlið sína, því sú harmafregn hefur borist, að Sveinbjörn Beck hafi ásamt bekkj- arbróður sínum farist í snjóflóði í Esjunni einn fegursta og sólbjart- asta dag þessa vetrar. Hraustur, tápmikill og glæsileg- ur piltur, vel gerður á alla lund, einkasonur og yngsta barn for- eldra sinna. Oræð náttúra hefur orðið honuni og félaga hans að aldurtila. I huganum bregður fyrir svip- myndum. Sveinbjörn fyrir 8—9 árum í Álaborg, rólegur og yfir- vegaður drengur, brosleitur og bjartur yfirlitum. Síðar, 15 ára sumarmaður í góðu yfirlæti hjá frændfólki sínu, Hans og Guðrúnu Beck á Sómastöðum, sem veittu honum sem og öllum öðrum af sínu mikla hjartarými. Hann var glaður í bragði vegna nýfengins póstkorts frá foreldrum sínum úr Norðurlandaferð þeirra, það var gleði án öfundar. Það kitlaði hug- ann að klífa Sómastaðatind og einn dag síðdegis er tekinn sprett- ur ásamt yngri frænda upp í hlíðina, svona rétt til að brýna kraftana og kynna sér, hvað til þurfi fyrir fjallgönguna. Stuttu síðar er lítil frænka búin að príla fram á ystu klettasnös við bæjar- lækinn, þá er Sveinbjörn hávaða- laust en eldsnöggt kominn við hlið barnsins og ber það heim í bæ. Næsta sumar enn á Sómastöðum, nú er langþráðu marki náð, öku- skírteinið fengið og ótaldir snún- ingar sem sinna þarf sem bílstjóri. Síðast eru það svipmyndir frá þessum vetri. Gengið til náms og leiks með vinum og frændum, áhugamál að mótast, ekki hvað síst útivist og fjallaferðir. Framtíðin virtist blasa við Sveinbirni, hann stóð á 18 ára þröskuldi lífsins, næst síðasti vetur menntaskólanáms brátt á enda runninn, ótal óskir og fram- tíðarvonir í handraðanum, þótt ekki væri haft hátt um allt. — Því eru umskiptin svo snögg og sár. Við krefjumst langs lífs til handa þeim, sem veita okkur hamingju og við bindum vonir við. Þó vitum við vel, að það er ekki lengd samvistanna heldur gæði sem skipta máli. Sveinbjörn var gleðigjafi þeim sem honum kynntust, því þökkum við Þorvarður og börn okkar bjart- ar svipmyndir úr ævi Sveinbjörns og biðjum foreldrum hans og systrum styrks í þeirra þungbæru sorg. Dóra Skúladóttir. + Móöir mín VIGDÍS BJÖRNSDÓTTIR, kennari, andaöist 14. þ.m. aö Héraðshælinu Blönduósi. Björn Eiríkston. + Eiginmaöur minn og faðir okkar ROY E. ABBEY, 2259 Nelson Drive Schenectady, N.Y. andaöist 6. marz s.l. María Gréta Abbey, Eirik Abbey, Mark G. Abbey. Minningarathöfn um son okkar og bróöur EIRÍK GUNNARSSON, Aöalstraoti 16, Raykjavík, sem fórst meö m.b. Ver frá Vestmannaeyjum, fer fram frá Dómkirkjunni, laugardaginn 17. marz kl. 10.30. Sigrún Hjördís Eiríksdóttir, Gunnar Haraldsson, Haraldur Gunnarsson. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu okkar, SUNNIFU NÍELSDÓTTUR, Holtagerði 59, Kópavogi. Karl L. Jakobsson, Margrót Karlsdóttir Magnús Magnússon, Níels Karlsson Guörún J. Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför SIGURBJARGAR ÓLÍNU ÓLAFSDÓTTUR, Sporöagrunni 4, Reykjavlk. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og hjúkrunarfólki á deild D Landspítalanum fyrir góöa umönnun. Guö blessi ykkur öll. Ástvinir hinnar létnu. Lána í erlendri mynt til nýsmíða fiskiskipa innanlands Sjávarútvegsráðuneytið hefur neylega breytt reglugerð fyrir Fiskveiðasjóð íslands um lána- Þuríður Markúsdótt- ir — Minningarorð Fegursta gjöf, sem okkur hlotnast á lífsleiðinni er samfylgd góðra samferðamanna, sannra vina. Þakklæti fyrir slíka gjöf ríkir í hugum okkar allra, sem áttum Sveinbjörn Beck að samferða- manni og vini. I öllu fari hans komu glögglega fram áhrif góðs og kærleiksríks uppeldis foreldra hans, Ástu og Árna Beck yfirvélstjóra. Mann- kostum var hann búinn svo ríku- lega, að óvenjulegt má teljast. Allir góðir eiginleikar hans náðu að þroskast, þar sem saman fóru góðar gáfur, glæsileiki, hógværð og prúðmennska. Tómstundir frá námi voru not- aðar til hollrar og þroskandi iðju. Næmur fyrir náttúrufegurð, voru fjalla- og óbyggðaferðir stundaðar. í þessum ferðum gafst tækifæri til að kynnast náttúru landsins náið og þróttur og þor æskumannsins efldist í erfiðum fjalla- og jökla- göngum. Tilgangur ferðanna var þó tví- þættur, því að auk ánægju útivist- ar var stefnt að þjálfun líkama og sálar til þess að geta veitt öðrum hjálp og aðstoð ef í nauðir ræki og slys eða óhöpp bæri að höndum. Góður liðsauki hefði hverri hjálparsveit verið að slíkum pilti, sem Sveinbjörn var. Genginn er góður drengur. í hugann koma orð Páls postula: „Lát engan líta smáum augum á æsku þína.“ Þessi góða áminning virðist hafa verið greypt í huga Svein- bjarnar Beck frá fæðingu. Sam- kvæmt henni lifði hann og starfaði og hún mótaði lífsferil hans allan. Þannig auðnaðist honum að vera vinum sínum og samferðamönnum fagurt fordæmi. Sveinbjörn er öllum harmdauði, er hann þekktu en í hugum okkar vina hans og vandamanna er minningin um hann vafin heið- ríkju góðvildar. Við þökkum af alhug samfylgdina og biðjum for- eldrum hans systrum og fjölskyldu styrks i þungum raunum og bless- unar Guðs alla ókomna daga. Blessuð sé minning góðs dregns. Fjölskyldan Hávallagötu 15 F. 24. nóvember 1900. D. 8. marz 1979. D«yr fé deyja frændr deyr sjálfr et sama en orðstfrr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. Okkur tengdasonum Þuríðar lang- ar til að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum og þakka alla þá vinsemd og hlýhug er hún sýndi okkur frá fyrstu kynnum, er við hittumst fyrst á heimili hennar og eiginmanns að Reynimel 24 Reykjavík, svo og alla tíð síðan. Þuríður var fædd þ. 24. nóvember 1900 í Reykjavík dóttir hjónanna Arnþrúðar Símonar- dóttur frá Bjarnastöðum í Ölfusi og Markúsar Guðmundssonar frá Torfastöðum í Grafningi. Hún var yngst systkina, systranna Sigþrúðar og Gíslínu, sem ein lifir systkin sín og bræðranna Guðmundar og Krist- ins. Þuríður ólst upp í föðurhúsum við Framnesveg í Reykjavík og bjó þar, eða þar til hún giftist 29. september 1923 Guðmundi Eiríks- syni verkstjóra, oft kenndan við Þormóðsstaði, enda var hann um árabil verkstjóri hjá hinu lands- kunna útgerðarfyrirtæki Alliance. Mann sinn missti Þuríður árið 1972. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau hjónin að Þormóðsstöðum við Skerjafjörð og byggðu þau þar, ásamt Steinþóri bróður Guðmund- ar, sitt fyrsta hús er nefnt var „Suðurhlíð". Þar bjuggu þau til ársins 1945 er þau fluttu í nýbyggt hús við Reynimel 24, er þeir bræður byggðu saman. Þau hjónin eignuðust tvær dæt- ur, Elínu gifta Inga Jónssyni og Arnþrúði Guðlaugu, gifta Guð- mundi Ingimarssyni. Einnig ólu þau upp frá fæðingu dótturson systur hennar Sigþrúðar, Reynir Markússon. Barnabörn hennar eru fjögur og barnabarnabörnin þrjú. Síðastliðið sumar veiktist Þuríð- ur og var þá um skeið á spítala og er hún kom aftur heim, var ljóst að hún var eigi söm. Um tíma eftir heimkomuna af spítalanum bjó hún heima hjá sér að Framnesvegi 3, en brátt var ljóst að hún gat eigi búið ein og eftir það var hún til skiptis á heimili dætra sinna, sem önnuðust hana af mikilli alúð og kostgæfni. Ennfremur dvaldi hún um tíma á heimili dóttursonar síns Guðmundar og konu hans Sólfríð- ar, sem vildu og gerðu allt fyrir hana ásamt börnum sínum tveim. I desember s.l. var hún á ný flutt á spítala og þar lá hún þar til hún andaðist hinn 8. marz s.l. Við sem kynntumst Þuríði, minnumst hennar sem hinnar rólyndu og dagfarsprúðu konu, er ávallt var reiðubúin að rétta hjálparhönd ef þess þurfti með. Barnabörnin, Guðmundur, Jón Ingi, Markús og Örn og barna- barnabörnin Elín Björg, Pétur Ingi og Þuríður Anna, senda ömmu sinni og langömmu á þessari hinztu kveðjustund bestu þakkir sínar fyrir allar ánægju- stundirnar er hún veitti þeim á lífsleiðinni. Við tengdasynirnir þökkum henni á þessari kveðjustund alla þá vinsemd og hlýhug og góðar stundir er við áttum með henni og eiginmanni hennar gegnum árin. Blessuð sé minning góðrar te'ngdamóður. Tengdasynir. Kveðja frá skólafélögum ÞAU LEIÐU mistök urðu við birtingu minningargreinar um Stefán Baldursson og Sveinbjörn Beck í gær, að niðurlag greinar- innar féll niður og nafn höfund- ar, ranglega tilgreint. Morgun- blaðið biður velvirðingar á þessum mistökum. — Minningar- greinin fer hér á eftir í heild. ★ Sveinbjörn Beck Fa>ddur 26. júlí 1960. Dáinn 6. marz 1979. Stefán Baldursson Fæddur 7. desember 1960. Dáinn 6. marz 1979. Það var hljóður hópur, sem sat tíma í 5. bekk X í Menntaskólanum í Reykjavík árdegis miðvikudaginn 7. marz. Þrjú auð sæti minntu á þá hörmulegu frétt, sem borizt hafði snemma um morguninn. Tveir voru horfnir úr okkar hópi, og við vissum, að þeim yrði ekki aftur- komu auðið. Daginn áður hafði annar andi einkennt þennan bekk, andi bjart- sýni og lífsgleði, sem svo oft ríkir, þegar ungir eru saman komnir. Engan grunaði þá, að þessi göngu- ferð á Esju, sem þeir höfðu rætt um við okkur, fullir gáska og tilhlökkunar, myndi verða þeirra hinsta för. Við vissum öll, að þeir höfðu farið margar slíkar ferðir jafnt að sumri sem vetri, enda voru fjallgöngur og náttúruskoðun sameiginlegt áhugamál þeirra. Þeir lögðu af stað strax að loknum skóladegi og klifu fjallið, en á niðurleið brast snjóhengja og tók Stefán og Sveinbjörn með sér. Stefán Baldursson var óvenju brosmildur og bjartsýnn piltur. Hann var ritstjóri De rerum nat- ura, blaðs Vísindafélags M.R. og nutu námshæfileikar hans og brennandi áhugi sín vel á þeim vettvangi. Sveinbjörn Beck var ekki einn þeirra, sem sífellt trana sér fram, en í augum þeirra sem þekktu hann, var hann maður glaðlyndur og gefinn fyrir gáska. I okkar hópi naut hann sín jafnan vel, og því er skarð fyrir skildi við fráfall hans. Nú, er við fylgjum félögum okkur tveimur til grafar, þökkum við þeim hina allt of stuttu, en ánægjulegu samfylgd. Fjölskyld- um piltanna og öllum þeim, er þá þekktu, vottum við dýpstu samúð. Bekkjarsystkin í 5. bekk X, M.R. er heimilað að lána í erlendri mynt til nýsmíða fiskiskipa innanlands og meiri háttar endurbóta eftir nánari ákvörðun sjóðsstjórnar + Móöir mín, tengdamóöir og amma, hverju sinni. INGIBJORG GUDMUNDSDÓTTIR, Heimild þessi er í samræmi við Lindarhvammi 14, tillögur starfshóps á vegum iðnað- Hafnarfiröi, ar-, sjávarútvegs- og viðskipta- ráðuneyta og er ætlað að stuðla að andaöist í Landakotsspítala miövikudaginn 14. þ.m. bættri samkeppnisaðstöðu inn- Hilmar Þ6r Björnaaon, Sigurveig Magnúadóttir lendra skipasmíðastöðva gagnvart erlendum aðilum. og synir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.