Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 29 Greinargerð V Það er stórt atriði í menningu þjóðarinnar og jafnrétti lands og lýðs að nokkuð stór þéttbýlis- kjarni, um 5 þúsund manns, sé í sem flestum kjördæmum. Til þess má kosta nokkru til. Það sem réttlætir það að efla byggð á Sauðárkróki er þetta: 1) Frá Sauð- árkróki er tiltölulega stutt á feng- sæl fiskimið. 2) Að Sauðárkróki liggur blómlegt landbúnaðarhérað, Skagafjörðurinn. Kostir: a) Gott til ræktunar. b) Heitar uppsprett- ur. c) Fjallavötn til virkjunar. d) Veðursæld, t.d. snjólétt að und- anteknum Fljótum. Skagafjörðurinn var talinn einn af þremur veðursælustu byggðum landsins. Hinir tveir eru Fljóts- dalshérað og Breiðafjarðareyjar. Greinargerð VI Kostir Vestfjarða og Austur- lands eru þessir: Bæði kjördæmin liggja að góðum fiskimiðum. Ur þessum landshlutum kemur kjarnafólk bæði til stjórnunar og íþrótta, fleira mætti nefna. Austurlandskjördæmi: Þar eru stór fjallavötn til virkjunar. Aust- urland er ágætt til landbúnaðar, sérstaklega sauðfjárbúskapar. Egilsstaðir yrðu skólabær Austur- lands. Þar yrði reistur búnaðar- skóli og menntaskóli. Á Egilsstöð- um yrði reist vetrarhótel, þó ekki sé þar heitt vatn i jörðu. Heita vatnið er mjög misnotað til upp- hitunar. Það er sanngjarnt að skattleggja heita vatnið svolítið. Þetta er eign allrar þjóðarinnar eins og fiskimiðin. Greinargerð VII Vestfjarðakjördæmi Á Vestfjörðum er skólaganga erfið hjá fólki vegna strjálbýlis smárra þéttbýliskjarna, slæmra samgangna. Fjöllótt land, storma- söm veðrátta með norðanbyljum lamar allar samgöngur um langan eða skamman tíma á löngum vetri. Þegar á þetta er litið, þá ætti að efla heimanám æskunnar og taka upp forkennslu á menntaskólastigi að nokkru leyti í sambandi við Menntaskólann á ísafirði. Á þessu yrði meiri gróði en tap fyrir byggðir kjördæmisins, þegar á allt er litið. Heimalestur til háskóla- prófs ættu Vestfirðingar að fá að hafa eftir vild. Háskólamenntun veitir enga hamingju út af fyrir sig. í grennd við Isafjörð ætti að reisa stórt kúabú og flytja þangað nægilegt hey á hverju hausti. Efla ætti mjólkurframleiðslu hjá bændum kringum þorpin, svo að börnin og allir geti fengið næga nýmjólk. Á Vestfjörðum má ekk- ert býli fara í eyði. Sama má segja um landið hvar sem byggð er dreifð. Gullnáman, fiskurinn í sjónum á Vestfjörðum og kringum allt landið. Á að efla hina dreifðu byggð, láta hana ekki þurrkast út, þá minnkar íslenska ríkið. Það er ræfilsskapur að láta svo fara; það er ekki svo stórt að það megi við því. _________Viðbætir_____________ Það væri skemmtilegast að öll kjördæmin fengju landshöfðingja en þá verður að fækka einhvers staðar frá því sem þessi framan- skráðu frumdrög kveða á um. í Reykjavík er búsettur hópur þing- manna úr öðrum kjördæmum. Svo mun verða áfram, nema hömlur séu settar á þetta. Það vilja sumir gera. Aðrir telja réttara að láta þetta vera óbreytt, en taka þessa tvo þingmenn frá Reykjavík. Það er oft talað um, hvað búseta þingmanna í Reykjavík hefur mik- il áhrif á gerðir þeirra. Misréttið talar. Við skulum horfa lengra en til líðandi stundar. Reykjavík er að nokkru höfuð þjóðarinnar. Kannski full stórt. Eftir höfðinu dansa limirnir. Viljið þið láta hvert kjördæmi eiga landhelgina út af sinni strönd? Hvort mundi réttlætið minnka eða aukast við það? Þó væri sann- gjarnt að hvert kjördæmi hefði leiðsögu yfir sínum smábátamið- um. Ríkið eða öll þjóðin á fiskimið- in og fleira innan landhelginnar. Það væri margur hnúturinn leyst- ur, ef ríkið ætti allt land o.s.frv. Öll stjórnun hvað góð og nauð- synleg sem hún er getur valdið einhverjum sársauka í bili. Á kyndilmessu 1979 Ekki ætla ég sjálfur að fella dóm yfir ágæti þessarar fræðslu. Það læt ég lesendur um. Eftir undir- tektum almennings að dæma, erum við á réttri leið. Vonandi sýnir uppvaxandi kynslóð það fordæmi að næsta kynslóð njóti góðs af. Árni gerir sér tíðrætt um gott fordæmi. Eg hins vegar fordæmi fordæmi Árna. Þessi tilraun hans til að slá sjálfan sig til riddara með því að traðka niður starfsemi SÁÁ er alvarlegur þverbrestur i starfsemi allra þeirra, sem af bezta hug og skilningi reyna að vinna sameiginlega að þjóðfélags- vandamáli, — áfengisvandamál- inu. Höldum því sameinuð til starfa, hver með sínu lagi, með því einu getum við myndað þann samstillta kór sem einn getur hrifið íslenzkan almenning til raunhæfra aðgerða. Aldarafmæli Einsteins: HÍB gefur út af- stæðiskenninguna HIÐ Islenzka bókmenntafélag gaf út í gær, á aldarafmæli Albert Einsteins, rit hans um afstæðis- kenninguna í ísl. þýðingu eftir Þorstein Halldórsson, eðlisfræð- Albert Einstein ing, með inngangi eftir Magnús Magnúss, prófessor. Bókin kom fyrst út 1970 og kemur nú út í 2. útg. sem hefur verið endurskoðuð. Allir kannast við afstæðiskenn- ingu Einsteins, þótt þeir séu færri, sem kunni á henni einhver skil. Um hana ritaði Einstein tvær bækur, og er þessi hin alþýðlegri þeirra tveggja. Má hún heita auðskilin hverjum þolinmóðum lesanda. Magnús Magnússon prófessor ritar í inngangi að bók- inni um Albert Einstein, ævi hans og starf og leggur þar meðal annars mikla áherzlu á heimspeki- legar aðferðir og viðhorf Einsteins. Er inngangurinn hið rækilegasta, sem ritað hefur verið um Einstein á íslenzku. Þeir dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarn- fræðingur og Þorsteinn Vilhjálms- son eðlisfræðingur rita eftirmála um staðfestingu kenningarinnar á síðari ártim. Höfuðgildi bókar Einsteins er, að þar rekur hann uppgötvanir sínar í sögulegu og fræðilegu samhengi. en líta þó fram hjá æði mörgum þörfum þess. Það er ekki óalgengt að áfengisneysla í hversu ríkum mæli sem hún er, bæti við vanda- málin sem fyrir eru. Og oftast leysir hún engin vandamál. Er það annars ekki furðulegt að til þess að njóta lifsins og skemmta sér þurfi fólk að detta í það. Vantar ekki eítthvað í okkar Áfengi — and- legar þarfir Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um áfengismál í fjölmiðl- um. Tilefnið hefur verið uppástunga nokkurra manna um að lengja opnunartíma vín- veitingahúsa og að leyfa yngra fólki en nú gerist að kaupa vín á þessum stöðum. Annað hvort eru menn á móti þessu eða með. Sumum finnst það alvarlegt mál ef 18 ára unglingum misjafnlega mikið þroskuðum, er leyfilegt að kaupa áfenga drykki, en aðrir segjast treysta þessu fólki fullkomlega og hafi engar áhyggj- ur af. Nú spyr ég í fáfræði minni: hver er eiginlega munurinn á að ungt fólk drekki sig fullt og að eldra fólk drekki sig fullt? Ég ætti kannski frekar að orða þetta þannig: af hverju drekkur fólk sig fullt? Þetta þykir víst léleg spurning því hún hefur verið borin fram margsinnis í gegnum árin. Eitt er þó alveg augljóst, eitthvað breytist. Hinn hversdagslegi persónuleiki tekur tímabundnum breytingum. Vitundarástandið verður annað en það er venjulega. Það þykir sjálfsagt að fólk fari annað slagið út að skemmta sér. Þá er oftast farið á vínveitinga- staði þar sem spiluð er tónlist og hægt er að dansa. Fólk hefur gaman af að dansa eftir tónlist- inni, það er eins og það setji sig inn á bylgjulengd tónlistarinnar ef svo má til orða taka. Það vill vera þátttakendur. Það hefur meira að segja sýnt sig stundum að hægt er að komast í eins konar hug- ljómunarástand í dansi. Ekki þori ég að fullyrða hvort svo sé hægt í diskódansi. Alla vega virðast margir fá útrás fyrir sköpunar- gleði sína með því að dansa. Vínveitingahús eru staðir fyrir fólk til að hittast, tala saman, hlæja, skemmta sér o.s.frv. Maður er manns gaman og öll erum við félagsverur. Við viljum vera með félögum, kunningjum og ástvinum og eiga góðar stundir saman. Og þá er loksins hægt að líta af klukkunni sem allir eru svo háðir og sem líður alltaf svo hægt nema við þau tækifæri þegar fólk skemmtir sér. Og áður en nokkur veit af er kominn morgúnn og tími til að fara aðð sofa. Þegar við skemmtum okkur full eða blind- full, erum við hamingjusöm (að minnsta kosti teljum við okkur sjálf trú um það), við getum leyft okkur hvað sem er, sagt það sem við komum okkur aldrei til að segja á venjulegum dögum, látið í ljós tilfinningar okkar og yfirleitt gert allt sem okkur, dettur í hug. Það er kannski ekki nema von þó að fölk hlakki til helganna. Það er sem sagt viðurkennt í okkar þjóðfélagi (og reyndar fleirum) að fólk fari annað slagið út að skemmta sér og detti í það. Persónulega er ég ekki á móti skemmtistöðum þar sem fólk kemur saman til að blanda geði við aðra, hlusta á músik, dansa og sitthvað fleira en mér finnst hálf- ömurlegt að fólk þurfi að drekka sig fullt til að gera þetta. Að mínu viti hlýtur að stafa af þessu of mikil áfengisneysla. Ég er því kominn aftur að spurningunni af hverju drekkur fólk sig fullt? Auðvitað eru alltaf einhverjir á þessum skemmtistöðum sem ekki drekka vín en ég hugsa að meiri hluti fólksins fái sér í glas eða glös. Flestir geta verið sammála um að öll leitum við að eins konar hamingju, jafnvel stjórnmála- mennirnir, þó kannski ótrúlegt sé. Það er eins og hið hversdagslega líf geti ekki veitt öllum þessa hamingju því þeir verða að bre.vta sínu vitundarástandi mjög mikið til að finna fyrir að minnsta kosti gleði eða ánægju. Þá á ég við fólk sem skemmtir sér með Bakkusi. Kannski getur þjóðfélagið ekki veitt þessu fólki hamingju nema með hjálp áfengis. Ágætur maður hefur sagt að maðurinn hefði löngun eftir óendanlegri hamingju. Vín getur ekki veitt sanna hamingju hvernig sem það er drukkið. I mínum augum hefur maðurinn efnislega, huglega og andlega (spirituel) eiginleika. Þeir sem reyna að virkja alla þessa eiginleika vita að vín er dragbítur á að svo geti orðið. Nú veit ég að margir mót- mæla því að maðurinn hafi raun- verulega spirituella eiginleika eins og t.d. margir róttækir vinstri menn en bókin og vínið eru í augum þessara manna aðaland- legu þarfirnar. Þegar menn berjast fyrir því að leyfa unglingum að kaupa áfengi og lengja opnunartima skemmti- staðanna finnst mér þeim yfirsjást margt. Það er litið á vín sem fastan og óafmáanlegan hlekk í menningu okkar. En eru eiginleik- ar mannsins og líkami hans þannig að vín eigi við? Er sama hvaða olíu er hellt á bílvélina? Er sama hvaða vökva er hellt ofan í manninn? Er ekki tími til kominn að við leggjum enn eina spurningu fyrir okkur. Hver erum við? Mér finnst hér á landi allt of mikil efnishyggja ríkja. Það er litið á manninn eins og bílvél sem hægt er að halda gangandi með olíu (víni) og öðrum efnislegum hlut- um. Vín getur ekki leyst neinn áfengisvanda. Þess vegna finnst mér spurningin um lágmarksaldur og opnunartíma í þessu sambandi engu máli skipta og vera aðeins gervilausnir þó að aðrir segi að með þessu móti megi bæta okkar víðkunnu víndrykkju. Mér finnst að þegar nokkrir félagar koma með uppástungu sem hér hefur verið lýst að þá líti þeir ekki á manninn í heildrænu sam- hengi. Þeir tala um þarfir fólksins þjóðfélagi sem veitt getur fólki varnalega hamingju? Fólk sem menntar sig mikið og fólk sem vinnur baki brotnu til að afla sér sem mestra peninga virðist samt skorta eitthvað i lífinu. Þegar það hefur náð ákveðnu takmarki getur það loksins skemmt sér og dottið rækilega í það. Á undanförnum árum hefur farið að bera á ýmsum mönnum og félagasamtökum sem tala um manninn með nokkru öðru móti en við heyrum talað um hann í skólum og fjölmiðlum. Það er tálað um að maðurinn vilji vera hamingjusamur og að hann sé ekki bara efnisleg og hugleg vera heldur líka andleg (spirituel). Sál- fræðingar eins og A. H. Maslow, Carl Jung, Eric Fromm og Roberto Assagioli hafa mikið fjallað um andlega eiginleika mannsins og hvernig megi virkja þá. Eric Fromm segir t.d. í bók sinni Listin að elska: „Hins vegar er litið svo á að maður sem situr hljóður í hugleiðslu án nokkurs markmiðs eða tilgangs annars en þess að skynja nánar sjálfan sig og hlut- deild sína í alheiminum, sé óvirkur vegnaþess að hann er ekki að gera neitt. I raun réttri er engin athöfn æðri en einbeiting hugarins í hugleiðslu." Þeir sem fara hina andlegu leið samfara hinum efnislegu og hug- legu og hafa upplifað eitthvað mikilvægt, s.s. sælu, kærleik, mikla fegurð, rósemi o.fl. velja það í lífinu sem auðveldar þeim að fara þessa braut og hafna því sem er þrándur í götu. Fólk fer að líta gagnrýnum augum á líferni sitt, hvaða matur er bestur fyrir það (þar kemur inn í hvort víns eigi að neyta eða ekki), hvað hæfir að vaka lengi og hvenær er best að fara að sofa, hvað er gott að vinna mikið og hvernig á að hvílast, hvernig er best að skemmta sér o.s.frv. Ég held að ef breyta á viðhorfi fólks til áfengisneyslu þurfi að benda á eitthvað annað og nýtt sem gefur því raunverulegt gildi í lífinu. I bók sinni The Farther Reaches of Human Nature talar A. H. Maslow um nokkur atriði sem hjálpað geta fólki til svokallaðrar sjálfbirtingar eða virkjunar (self— actualization). Hann segir m.a. eitthvað á þá leið að ef fólk fari e/tir þessum atriðum þegar það þurfi að velja um eitthvað í lífinu muni það velja rétt. Það muni læra aö þekkja örlög sín og hver sé tilgangur lífsins. Maður geti ekki valið viturlega fyrir sig nema að þora að hlusta á sjálfan sig, sitt eigið sjálf, á öllum stundum lífsins og geti sagt við sjálfan sig: „Nei ég vil ekki þetta og þetta.“ Ég þakka kærlega fyrir birting- • una og vona að ritfærari menn skrifi eitthvað meira um þessi mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.