Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Loðnuaflinn yfír hálfa milljón tonna í nótt? LOÐNUVEIÐI heíur verið góð undanfarna daga og er nú löndunarbið hjá öllum bræðslum, sem næstar eru veiðisvæðinu í Faxaflóa. Bátarnir hafa því m.a. þurft að sigla með aflann norður til Siglufjarðar, til EINN íslendinganna fjög- urra, sem sitja í gæzluvarð- haldi vegna kókaínmálsins í Kaupmannahöfn á að losna úr fangelsi í dag. Hins vegar er talið fullvíst að gæzluvarðhaldið verði framlengt vegna nýrra upplýsinga, sem lögreglan hefur aflað sér um málið. Lögreglumenn úr fíkniefna- deildinni í Kaupmannahöfn fóru í fyrradag til Helsingborgar í Sví- þjóð til að yfirheyra þar nokkra aðila. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Mbl. aflaði sér í gær fékk lögreglan mikilvægar upplýsingar í Svíþjóðarförinni og hefur kókaínmálið skýrst mjög eftir að þessar upplýsingar komu fram. M.a. mun hafa komið í ljós að umræddur Islendingur átti miklu stærri þátt í málinu en áður var 15% hækkun Vestmannaeyja og víðar. Loðnubann gengur í gildi um hádegi á sunnudag og síðastliðin nótt var sú síð- asta á vertíðinni hjá mörg- um bátanna, sem bíða verða lengi eftir löndun eða sigla langt með aflann. álitið og hann væri jafnvel aðal- maðurinn ásamt Ungverjanum. I gær var fullvíst talið að gæzlu- varðhaldsvist hans yrði framlengd að kröfu lögreglunnar. Umræddur maður var tekinn til yfirheyrslu síðdegis í gær hjá lögreglunni. BORIS Spassky fyrrverandi heimsmeistari bar sigur úr být- um í' alþjóðlega skákmótinu í Miinchen, sem lauk í gær. Friðrik Ólafsson varð í 8.-9. sæti en Guðmundur Sigurjónsson hafn- aði í 10. —11. sæti af 14 keppend- um. Tveir hættu keppni sem kunnugt er. Karpov heimsmeist- ari og Adorjan. Spassky hlaut SV2 vinning og jafnir honum að vinningum urðu Andersson, Balashov og Hiibner en samkvæmt Sonneborn-Berger stigakerfinu hlaut Spassky flest Segja má að nú sé barist um klukkustundirnar frek- ar en loðnuna. Heildarafl- inn á vertíðinni er nú kom- inn yfir 490 þúsund tonn og má reikna með að hann hafi farið yfir hálfa milljón tonna í nótt, en útlit var fyrir ágætt veiðiveður. Frá því klukkan 18 á miðviku- dag til jafnlengdar í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla til Loðnu- nefndar: Miðvikudagur: Kap II 640, Bergur II 500, Arney 300, Hákon 680, Heimaey 150, Pétur Jónsson 580, Gjafar 70, Steinunn 160, Arnarnes 400, Guðmundur 900, Hafrún 400. Fimmtudagur: Harpa 300, Óli Óskars 1100, Bjarni Ólafsson 950, Ársæll 400, Breki 650, Gísli Árni 620, Hrafn 600, Sæberg 550, Þórs- hamar 300, Hamravík 60, Rauðsey 540, Vonin 140, Jón Kjartansson 1080, Víkingur 1000, Árni Sigurður 750, Skírnir 250, Súlan 750, Albert 570, Örn 550, Jón Finnsson 500, Seley 420 og Keflvíkingur 200 eða alls 12.200 tonn. stig eða 53,50, Andersson og Balshov hlutu 52,25 stig og Hubner 49,50 stig. I næstu sætum urðu Stean með 8 vinninga, Robatsch og Pachman 7, Unzicker og Friðrik 6'/2, Pfleger og Guðmundur 6, Lau 4'/2, Lieb 4 og Dankert 2 vinninga. Urslit skáka í gær urðu þau að Spassky vann Húbner, Balashov vann Lieb, en jafntefli gerðu Frið- rik og Andersson, Pachman og Unzicker, Pfleger og Robatsch, Stean og Dankert. Kókaínmálið: Mikilvægar upplýsingar frá Svíþjóð Spassky sigraði í Miinchen-skákmótinu afnotagjalda og 17% á litsjónvarpi ÁKVEÐIN hefur verið hækkun afnotagjalda útvarps og sjón- varps. Að sögn Harðar Vilhjálms- sonar, fjármálastjóra Ríkisút- varpsins, munu afnotagjöld af útvarpi hækka um 15% eða úr 5000 krónum í 5.800 fyrir hvern ársfjórðung, afnotagjöld svart/ hvítra sjónvarpstækja hækka einnig um 15% eða úr 10.700 í um 12.300. Hins vegar hækka afnota- gjöld litsjónvarpstækja meira eða um 17% — þ.e. úr 13.900 í 16.300 kr. ísafjörður: Annir í sjúkraflugi FLUGFÉLAGIÐ Ernir á ísafirði fór í fyrrinótt í 34. sjúkraflug sitt frá áramótum, en í þeirri ferð var sóttur maður á Blönduós sem hafði orðið fyrir reykeitrun á bænum Vatnsenda í Vesturhópi. Flugmenn Arna urðu að lenda við bílljós á Blönduósflugvelli vegna þess að rafmagnslaust var þegar þá bar að um kl. 3 um nóttina. Ernir hafa jöfnum höndum lagt áherzlu á sjýkraflug og farþega- flug innan Vfestfjarða. Kór Mýrarhúsaskóla Ljósm.: Kristján. Hundruð barna syngja á Akureyri Landsmót barnakóra í Skemmunni LANDSMÓT barnakóra verður haldið á Akureyri um helgina, og er þetta landsmót annað 1 röðinni. Hið fyrsta var haldið árið 1977. Öllum barnakórum á landinu er heimil þátttaka, og munu kórar vfða að af landinu taka þátt 1 mótinu. Ekki er um söngkeppni að ræða, heldur hittast kórarnir og syngja einir sér og saman. Allmargir kórar koma til mótsins, þar á meðal fjórir frá Reykjavík, og þrír frá ná- grannabyggðarlögum Reykja- víkur, kór frá Akranesi, Ákur- eyri og víðar. Mótið verður sett í kvöld, og því lýkur á laugardaginn, og gert er ráð fyrir því að kórfélag- ar haldi síðan hver til síns heima á sunnudag. Vegna þess hve margir þátttakendur eru dugir ekkert minna en Iþrótta- skemman á Akureyri fyrir kór- ana, og þar munu þeir syngja. Kórarnir eru nokkuð misstórir, allt frá 23 upp í 55 börn eru í hverjum kór. Ekki með öllu út- dauður! Eskifirði, 15. marz. MARGIR hér um slóðir hafa undrazt það hversu stór þorsk> urinn er, sem netabátarnir hafa verið að íá núna í vetur. Allt hefur þetta verið heljar- stór fiskur og átti eftir öllum sólarmerkjum að dæma að vera löngu útdauður. Ekki nóg með það, heldur hefur einnig einn og einn risa- fiskur, hreinn og beinn gol- þorskur, slæðzt inn á milli og í fyrradag kom Sæljónið SU 104 að landi með einn slíkan. Þorskurinn sá reyndist alls 160 sm á lengd og rösklega 50 kg á þyngd og er þess vegna með stærstu þorskum sem veiðzt hafa eftir því sem menn minn- ast. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar í fiskverkunarstöð Friðþjófs á Eskifirði af gol- þorski þessum. Mennirnir sem halda á honum eru þeir Kristinn Karlsson og Karl Friðriksson en á næstu mynd eru það þær Jónína Jónsdóttir og Bára Haf- steinsdóttir sem halda á fiskn- um flöttum. — Ævar Orðahnippingar um útvarpsfrétt TIL ALLHARÐRA orðaskipta kom á Alþingi í gær, er fréttir Rfkisútvarpsins kom til umræðu utan dagskrár. Deildi Sighvatur Björgvinsson á fréttamenn Ríkis- útvarpsins fyrir að gefa Alþýðu- bandalaginu of mikið rúm í fréttatímum, en Ólafur Ragnar Grímsson sagði hins vegar, að þingmönnum Alþýðuflokksins færist ekki að kvarta yfir því að þeirra málstað væru ekki gerð nægileg skil. Gerði Ólafur frétt Útvarpsins á sunnudaginn sérstaklega að umtals- efni, og kvað hann Gunnar Eyþórs- son fréttamann hafa sagt sér að heimildarmaður þeirrar fréttar væri einn þingmanna Alþýðuflokks- ins. Skömmu síðar kom Gunnar Ey- þórsson síðan í Alþingishúsið, eftir að Sighvatur Björgvinsson hafði hringt í hann, og kom til snarpra orðaskipta milli Gunnars og Ólafs Ragnars í hliðarsölum hússins. Kvað Gunnar þingmanninn fara með rangt mál, og sagði Ólaf Ragnar reyna að gera sín eigin orð að sínum, það er orð þingmannsins að orðum fréttamannsins. Sjá nánar þingíréttir á blaðsíðu 18 í Morgunblaðinu í dag, og „Deilur á Alþingi um fréttaflutn- ing Ríkisútvarpsins“ á blaðsfðu 19. Búist við þvi að 80 til 90 þús. sjái Grease KVIKMYNDIN Grease hefur nú margslegið öll fyrir aðsóknarmet að kvikmyndum hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Frið- finns ólafssonar forstjóra Háskólabíós höfðu 72 þúsund manns séð myndina f gærkvöldi. „Við sýnum myndina a.m.k. alla næstu viku og ég tel líklegt að 80 — 90 þúsund manns hafi séð myndina þegar við hættum að sýna hanu,“ sagði Friðfinnur. Önnur stórmynd er tilbúin til sýninga, Súperman. Sú mynd hefur farið sigurför um heiminn og býst Friðfinnur við mikilli að sókn að myndinni. „Við ætlum að skjóta einni mynd inní, Last Tycoon, reyndar ágætri mynd, svona rétt til þess að draga andann á milli stórmynda," sagði Friðfinnur. Skólafólk hefur hópast á Grease víða af landinu. T.d. kom í vikunni rúta með skólafólk úr Mýrdal. Margir hafa komið aftur og aftur að sjá myndina og allwlargir hafa séð hana oftar en 20 sinnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.