Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 27 ÓlöfSigurðardótt- ir—Minningarorð Fædd 30. maí 1899. Dáin 9. marz 1979. Ólöf var fædd í Flatey í Breiða- firði 30. maí 1899. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sigurðardóttir og séra Sigurður Jensson, en þau bjuggu þá í svonefndu Gamlhúsi, sem síðar brann. Guðrún, móðir hennar, var dóttir Sigurðar og Sigurðar Johnsen (Jónssonar) kaupmanns í Flatey. Faðir Sigríðar var Brynjóifur Benediktsen, Boga- sonar Bendiktssonar að Staðarfelli og konu hans Jarþrúðar Jónsdóttur prests í Holti í Önundarfirði. Brynjólfur hóf ungur verzlun og útveg í Flatey og gerðist auðmaður mikill. Hann þótti mestur höfðingi um Breiða- fjörð á sínum tíma sökum mann- kosta sinna og mildi við þá, sem minna máttu sín. Sigríður var ekki hjónabandsbarn, en um fermingaraldur kom hún í hús föður síns og konu hans, sem var Herdís dóttir Guðmundar Schevings sýslumanns. Þau hjónin eignuðust fjölda barna, en urðu fyrir þeirri hörmulegu lífsreynslu að missa þau öll, flest í bernsku. Sigurður kaupm. Johnsen var af merkum bændaættum. Matthías Jochumsson segir um þennan frænda sinn að hann hafi verið hið mesta spakmenni, manna fríðastur og best á sig kominn. Sigurður eignaðist þrjár dætur og einn son með konu sinni. Dæturnar voru hver annarri glæsilegri, en sonurinn, Jón, las læknisfræði og var orðinn læknir á Húsavík, er hann féll frá í blóma lífsins. Séra Sigurður, faðir Ólafar, var fæddur í Reykjavík 1853, sonur Jens Sigurðssonar rektors Latínuskólans, Jónssonar prests á Hrafnseyri og konu hans Ólafar dóttur Björns Gunnlaugs- sonar yfirkennara og fyrri konu hans Ragnheiðar Bjarnadóttur frá Sviðholti. Séra Sigurður vígðist til Flateyjar- og Múlaþings árið 1880. Hann var lengi prófastur í Barða- strandarprófastdæmi og þing- maður Barðstrendinga 1886—1907. Ólöf var yngsta barn foreldra sinna. Fyrir voru fimm tápmiklir drengir, en eina dóttur höfðu þau hjónin misst kornunga. Það lætur að líkum að fögnuður foreldranna hafi verið mikill þegar engilfagurt meybarn bættist í fjölskylduna á þeim tíma ársins þegar dásemdir Breiðafjarðareyja birtast hvað bezt í öllu því unga lífi, sem þar lifnar og vex á vori hverju. Eftir bruna Gamlhússins reistu prófast- hjónin íbúðarhús á Klausturhólum og þar voru lengi til húsa hjá þeim frú Sigríður, móðir Guðrúnar, og síðar Ragnheiður í Hvallátrum, systir Sigurðar kaupmanns, ásamt þjónustu hennar. Þær urðu báðar háaldraðar. Þarna var einnig póst- afgreiðsla og afgreiðsla sveitar- málefna og nýlátinn Flateyingur sagði mér að þar hafi margur komið með gleði sína og sorg til að njóta skilnings og samúðar og þaðan fór enginn hjálparþurfi, tómhentur né kalinn á hjarta. I æsku naut Ólöf kennslu föður síns en góðar gáfur gerðu henni kleift að ljúka prófi úr Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1919 eftir eins vetrar nám. Á jólaföstunni, 20. des. 1925, giftist hún föðurbróður mínum, Ólafi Th. Sveinssyni (f. 1884, d. 1957) vélfræðingi, síðar skipaskoðunarstjóra, og bjuggu þau fyrst við Laugaveg. Nokkrum árum síðar fluttu þau í húsið nr. 33 við Garðastræti, en það reisti Ólafur ásamt Jóni rafvirkja, bróður Ólafar, og Jóni Bogasyni, frænda hennar frá Búðardal. Þar stóð heimili þeirra fram til ársins 1956 að húsið var selt erlendu sendiráði. Þá fluttu þau hjónin í Eskihlíð 20, en þar andaðist Ólafur. Eftir lát hans flutti Ólöf á Sólheima 28 og þar bjó hún til æviloka. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Frú Guðrún, móðir Ólafar, naut þeirrar gæfu að vera þar samvist- um við dótturina og hljóta umönn- un hennar í langri og þungri sjúkdómslegu. Hún andaðist í marz 1941. Árið 1924 andaðist næst elsti bróðirinn, Jón Sigurður, sem var bóndi og póstafgreiðslu- maður í Flatey, frá konu og þrem ungum börnum. Hann var kvæntur Sigríði Einarsdóttur uppeldissystur sinni og þegar börn þeirra hófu skólagöngu eignuðust þau sitt annað heimili hjá frænku sinni í Garðastræti og nutu mann- kosta húsbóndans í ríkum mæli. Það varð því Ólöfu sár harmur, er eldri sonurinn, Sigurður, þá nýorðinn prófessor við háskólann í Chapel Hill, N-Karólínu, andaðist árið 1960. Nokkur systkinabörn Ólafs manns hennar dvöldust í heimili þeirra hjóna um lengri eða skemmri tíma. Meðal þeirra sá er þessi orð ritar. Það var góður skóli fyrir alla þá er þess nutu að eiga þar athvarf, því að allt heimilis- hald var með þeim hætti, sem best verður á kosið. Gagnkvæm ást og virðing þeirra hjóna var sönn og innileg og öll framkoma þeirra og 1 líf mótuð af göfugu eðli og háleitri lífsskoðun. Ólöf átti við mikla vanheilsu að stríða síðasta áratug ævinnar og helstríð hennar varð æðilangt. Hún var fríð kona, svipurinn mildur og rödd hennar blíð. Vöxtur hennar var í hærra lagi en gæddur kvenlegum þokka í ríkum mæli. Um hana má með sanni segja að hún var kona kurteis og væn. Vinir hennar, ættingjar og venzlafólk kveðja hana í dag frá Dómkirkjunni og þakka samfylgd- ina í þessum heimi. Megi hún hvíla í guðsfriði. Sveinbjörn Jónsson. Breiðafjörður, eins og aðrir firðir og flóar þessa lands, á sér mörg svipmót. Yggldur var hann, þegar Eggert Ólafsson „í brúðar- örmum sökk“. Blíður er hann að sjá, og ógleymanlegur þeim, sem líta hann roðna móti aftansól, spegilskæran á sumarkvöldi, þegar himinn, hauður og haf renna saman í eina dýrðlega heild. I þessum firði liggur Flatey, ein af djásnum íslenzkrar náttúru. Þar leit Ólöf Sigurðardóttir fyrst dags- ins ljós, og þar ólst hún upp í foreldrahúsum ásamt stórum bræðrahópi. Foreldrar hennar voru prófasthjónin Guðrún Sigurðardóttir og Sigurður Jensson, Sigurðssonar rektors, en hann var bróðir Jóns Sigurðssonar, forseta. Guðrún Sigurðardóttir var mikil og tíguleg kona, svo af bar, enda af mörgum kölluð drottning Breiðafjarðar. Ólöf ólst upp við ástríki foreldra sinna, og einnig stjórnsemi þeirra. Um tvítugt gekk hún í Kvenna- skólann, sem þá var helzta leið til menntunar ungum stúlkum. Hún dvaldist síðan um hríð með bróður sínum í Tönsberg í Noregi, en hann var gasstöðvarstjóri þar. Árlð 1925 giftist hún Ólafi Th. Sveinssyni frá Hvilft, skipa- skoðunarstjóra, sem látinn er fyrir tveim tugum ára. Var hjónaband þeirra með afbrigðum ástúðugt og farsælt. Því hefir oft verið haldið fram, að umhverfi æskuára móti mann- inn að nokkru. Vafalaust er mikið til í því. Yfir Ólöfu hvíldi andblær vorsins, stilla sævar og heiðríkja himinsins. En föst gat hún verið fyrir, eins og þungi straumanna kringum eyjarnar og klettarnir, sem þeir mæddu á. Eina ósk áttu þau Ólöf og Ólafur, sem ekki fengu þau upp- fyllta. Afkomendur áttu þau ekki. í stað þess létu þau systkinabörnin og frændur njóta meðfæddrar barngæzku sinnar. Fyrir það skal nú þakkað. Á heimili þeirra dvaldi Guðrún, móðir Ólafar, svo til allt sitt ekkjustand, en með þeim mæðgum voru miklir kærleikar. Þá dvaldi þar og jafnan stór hópur ættmenna, en sum þeirra styrktu þau til náms. Svo samhent voru þau hjón, að jafnan voru nöfn þeirra beggja nefnd í sömu andránni. Heimili þeirra var fagurt, og þar ríkti aðalsandi. Þegar dauðans dökka hönd hrífur til sín síðasta fulltrúa mikillar ættar og mikillar menningar, myndast tóm, sem ekki verður fyllt. Þeir, sem þeirra nutu, hneigja höfuðið og þakka. Sveinbjörn Finnsson. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er ungur kristinn maður og Guð hefur gefið mér hæfileika. Sérhverja stund dagsins langar mig að nota Drottni til dýrðar. Ég gekk að eiga stúlku. sem líka er kristin. en hún vill ekki yfirgefa öryggið á heimilinu til þess að vinna eingöngu í kristilegu starfi. Hvernig á ég að snúa mér í þessum vanda? Mig langar til að útbreiða kristna trú með tónlist. Ef þér eruð þjálfaður tónlistarmaður, hafið þér mörg tækifæri til að þjóna Drottni á því sviði. Fæstir menn, sem starfa í þessari grein, ætlast til þess, að konur þeirra séu með þeim. Einhver verður að gæta bús og barna, er það ekki? Konan mín fer mjög sjaldan með mér. Samt styður hún starf mitt af heilum huga. Þegar við konan mín vorum í tilhugalífinu, þráði hún mjög að verða kristniboði. Sízt grunaði hana þá, að Drottinn mundi gefa henni kristniboðsstöð: heimili hennar, og kristniboðssöfnuð: fjölskyldu hennar — með eiginmanni, sem helgaði sig algjörlega útbreiðslu trúarinnar. Við eigum hamingjusamt heimili. Hún gleðst yfir starfi mínu, og ég samgleðst henni í starfi hennar. Ég tel, að hennar starf sé engu ónauðsynlegra en mitt. Þið hjónin getið því bæði þjónað Drottni, hún í hlutverki eiginkonu og móður og þér í embætti tónlistarmannsins í þágu fagnaðarerindisins. Ég sé ekki, að hér sé um neitt alvarlegt vandamál að ræða. Minning: Sunna Hildur Svavarsdóttir og Svavar Kr. Sunna Hildur var dóttir Svavars Kr. Kristjánssonar veitingamanns og konu hans Ingibjargar Sumar- liðadóttur. Hildur ólst upp við mikið ástríki góðra foreldra og í glöðum systkinahópi í húsinu Borgarfossi í fögrum hvammi við Elliðaár. Þar átti Sunna glaða og áhyggjulausa æskudaga. Sunnu kynntist ég er hún var á barna- skólaaldri, ég vann þá um tíma hjá föður hennar en hann rak þá veitingahúsið Hábæ við Skóla- vörðustíg í Reykjavík. Ég minnist þeirra systra er þær voru að koma í heimsókn til föður síns og tók ég á alveg sérstaklega eftir því hvað það fór vel á með þeim feðginum Kristjánsson yngstu, Svövu, sem nú er sólar- geisli móður sinnar ásamt Helgu Nínu. Sunna fór ekki varhluta af sorgum þessa heims þótt ung væri. Fyrir nokkrum árum lést systir hennar Hulda aðeins 23 ára af slysförum, ásamt tveggja ára dóttur sinni og 16. október síðast- liðinn varð hún fyrir þeirri sáru sorg að sjá á bak elskulegum föður sínum, sem henni þótti svo inni- lega vænt um, og varð það henni meira áfall en nokkurn getur grunað. Það er mikil eftirsjá í svo góðri og efnilegri stúlku sem Sunna var, og þótt sorgin sé mikil hjá vinum hennar þá nístir hún sárast hjá móður hennar og systkinum. Eftir Sunnu eru fagrar og bjartar minningar sem ekki verða af þeim teknar. Hún er komin yfir á strendur hins eilífa ljóss og þar hefir verið tekið vel á móti henni af elskuðum föður. Ég bið algóðan guð að blessa minningu hennar og kveð hana með eftirfarandi sálmi. Aldrei mætast ístðaeta sinni sannir Jesú vinir fá. Hrellda sál. það haf f minni harmakveðju stundum á. Þútt við sjáumst oftar eigi undir sól, er skín oss hér, á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur finnumst vér. Þótt vér hljótum hér aö kveðja hjartans vini kærstu þrátt. indæl von sú oss má gleðja. aftur heilsum vér þeim brátt. Urellda sál, það haf f minni harmakveðju stundum á. aldrei mætst f sfðsta sinni sannir Jesú vinir fá. veitingarekstri sem mér er ekki grunlaust um að aðrir hafi tekið upp eftir honum, og er það vel. Margar skemmtilegar hugmyndir hafði hann til dæmis um innrétt- ingar veitingahúsa, og er þar skemmst að minnast Kínverska veitingastaðarins sem hann kom upp og bar nafnið Garður hins himneska friðar, þar var rennandi foss, bogabrú, gosbrunnur og blómaskraut og fegurð sem blasti við augum gesta. Þar sýndi Svavar snilli svo ekki varð um villst. Sköpunargáfa og skipulagning virtist vera honum í blóð borin. Maður gat setið sem dáleiddur er hann var að segja frá hugmyndum sínum, sem maður vonaði svo sannarlega að ættu eftir að rætast. Það væri verðugur minnisvarði um hann í veitingastéttinni að eitt- hvað af hugmyndum hans kæmist í framkvæmd. Svavar var tví- kvæntur, fyrri kona hans var Sunnu og Svavari, hvað þeim þótti innilega vænt hvoru um annað, hún tignaði föður sinn og bar mikla virðingu fyrir honum, og ég held ég megi segja að það hafi verið gagnkvæmt. Sunna var óvenju vel gefin stúlka, góðhjörtuð var hún og mátti ekkert aumt sjá, og vildi að öllum liði vel. Það er mikið áfall þegar svo ungt fólk í blóma lífsins kveður þessa jarð- vist. Sagt er að guð elski þá sem hann taki til sín unga, sennilega hefir hún verið of góð fyrir þennan heim. Sagt hefir mér kunningi minn Valbjörn, sem í mörg ár vann hjá Svavari, að hann hafi ekki kynnst betri börnum og elskulegri, heldur en Sunnu og systrum hennar. Sunna varð snemma mjög móðurleg í sér og sýndi systrum sínum einstaka umhyggju, og þá ekki síst þeirri (H. Ilálídanarson þýddi). Svavar var fæddur í Stóru-Gröf í Stafholtstungum 29, júlí 1913. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Jónsdóttir ættuð úr Borgarfirðin- um og Kristján Jónsson Austmann úr Suðursveit. Svavar mótaðist ungur af foreldrum sínum sem voru dugnaðar- og atorkufólk. Svavar var dugnaðar- og stórhuga maður, sem vildi gera stóra hluti, sérstaklega í veitingahúsarekstri, en það vilja skiptast á skin og skúrir þar eins og í öðrum at- vinnurekstri, heppni og óheppni. En oftast er það svo heldur en hitt, að stórhuga menn skortir oft auðmagnið og skilning tii að koma áformum sínum í verk. Svavar var frumlegur og djarfhuga maður, sem kom með ýmsar nýjungar í Ingileif Friðleifsdóttir og áttu þau 5 börn en þau eru, Garðar kvæntur Höllu Júlíusdóttur, Hreiðar kvæntur Erlu Bjarnadóttur, Edda, Smári sem lést ungur, Hulda, en hún lést af slysförum ásamt tveggja ára dóttur sinni fyrir fáum árum. Seinni kona Svavars er Ingi- björg Sumarliðadóttir sem var honum mjög góð kona og samhent. Þau Svavar og Ingibjörg eignuðust 4 börn, dreng er lést í frum- bernsku, Sunnu Hildi, Helgu Nínu, og Svövu Björgu sem er yngst. Svavar var glæsimenni, greiðvik- inn og hjálpsamur og var góður heimilisfaðir. Guð blessi minningu hans. Ég sendi Ingibjörgu og börnum Svavars innilegustu sam- úðarkveðjur og bið algóðan guð að styrkja þau í þeirra þungu raun. ívar H. Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.