Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 15 Amin kvartar yfir samsæri Nairobi, 16. marz. Kcuter. IDI AMIN forseti sakaði í dag Bretland og Bandaríkin um að standa fyrir alvarlegu og hættu- legu samsæri gegn Uganda í samvinnu við ísraelska zíonista. Hann sakaði þessar þjóðir um að útvega innrásarliðinu frá Tansaníu vopn í bréfi til Kurt Waldheims, aðalframkvæmda- stjóra SÞ. Hann kvað það vís- bendingu um þetta samsæri að brezkum og bandarískum þegnum hefði verið ráðlagt að yfirgefa Uganda. Jafnframt halda andstæðingar Amins áfram sókn sinni með stuðningi Tanzaníumanna til Kampala og harðir bardagar geisa að sögn útlaga í Nairobi í úthöðr- um þorpsins Mpigi um 40 km frá höfuðborginni. Utlagarnir segja að Amin marskálkur hafi kvatt allt að 800 hermenn frá vígstöðvunum til að verja hernaðarlega mikilvæg mannvirki í iðnaðarbænum Jinka fyrir austan Kampala. Grenada á valdi byltíngarmanna St. George’s, Grenada, 15. marz. AP. LEIÐTOGI byltingarinnar, sem kollvarpaði stjórninni á eynni Grenada á Karíbahafi þar sem 110.000 manns búa, Maurice Bishop, lýsti sig forsætisráðherra í dag og sagði að hann mundi viðhalda nánum tengslum við Bandaríkin, Kanada og Bretland. Bishop skoraði á stuðningsmenn sína að sýna „fyllstu kurteisi" og sagði að tilgangur byltingarinnar væri sameiginlegt átak í velferð- ar-, mennta- og frelsismálum. Verzlanir hafa aftur verið opn- aðar, en flugvöllurinn er enn lokaður og allir símar eru enn lokaðir. Diplómatar segja að Bishop sé hófsamur vinstrimaður. I Barba- dos er talið að kveikjan að bylting- unni hafi verið harðstjórn Eric Árás á afmœli Róm, 15. marz. AP. HRYÐJUVERKAMENN, ein kona og tveir karlmenn í lögregluein- kennisbúningum, réðust í dag á skotvopnaverzlun í miðborg Rómar og höfðu á brott með sér um 60 skammbyssur og 14 riffla. Frétta- stofunni Ansa var tilkynnt í síma að þetta væri verk „Nuclei armati rivoluzionari“, einna af mörgum samtökum hryðjuverkamanna. í Trapani á Vestur-Sikiley skaut unglingur á lögregluforingja, sem særðist ekki alvarlega. Unglingurinn komst undan. Þessar árásir eru gerðar í sama mund og ítalir búa sig undir að minnast þess að eitt ár er liðið síðan stjórnmálaleiðtoganum Aldo Moro var rænt. NyrforæU í Brazitíu Brasilíu, 15. marz. Reuter. JOAQ Baptista Figueiredo hers- höfðingi tók í dag við embætti forseta Brazilíu og hét því að koma á lýðræði. Hann er fimmti hershöfðinginn sem gegnir for- setaembættinu síðan herforingjar kollvörpuðu vinstri stjórn Jao Goulart fyrir 15 árum. Fyrirrennari Figueiredo hers- höfðingja, Ernesto Geisel forseti, kom á stjórnmálaumbótum sem miða að því að endurreisa lýðræði að fullu í Brazilíu og gert er ráð fyrir því að Figueiredo hershöfð- ingi muni hrinda þeim í fram- kvæmd. Hann sagði í embættistökuræðu sinni að hann mundi berjast fyrir virðingu fyrir mannréttindum og réttlátari skiptingu þjóðartekna. Verðbólga er 40% í Brazilíu og mikil ókyrrð er meðal verka- manna, þar sem framfærslukostn- aður er mikill og laun lág. Rúm- lega 200.000 málmverkamenn eru í verkfalli í Sao Paulo og kennarar í Rio de Janeiru hafa einnig lagt niður vinnu. Gairy fráfarandi forsætisráð- herra, sem er sérvitringur og trúir á fljúgandi furðuhluti. Hann meinaði andstæðingum stjórnar- innar aðgang að dagblaði og út- varpsstöð eyjarskeggja, sem eru undir stjórn yfirvalda, og bannaði mótmælaaðgerðir stjórnarand- stæðinga og opinbera fundi. Einn maður beið bana í bylting- unni, foringi í varnarliði eyjunnar. Fréttamenn segja að nýja stjórnin sé traust í sessi. Allri mótspyrnu lauk þegar „byltingarher" Bishops gerði áhlaup á Fort George, aðal- stöðvar lögreglunnar. Allt virðist vera með kyrrum kjörum á eynni. Gairy fór til New York á mánu- dag og neitaði að honum hefði verið steypt af stóli. Bishop segist ætla að fara fram á að Gairy verði framseldur og leiða hann fyrir rétt fyrir glæpi, þar á meðal morð. Flestir ráðherrar Gairys og yfirmenn lögreglunnar munu vera í gæzluvarðhaldi. Veður víða um heim Akureyri +2 léttskýjað Amsterdam 3 skýjað Apena 22 skýjað Barcelona 8 skýjað Berlín 0 skýjað Brussel 7 rigning Oskýjað Chícago Frankfurt 8 rigning Genf 14 poka Helsinki +2 skýjað Jerúsalem Jóhannesarb. 27 téttskýjað Kaupmannahöfn 3 léttskýjað Lissabon 13 rigning London 4 rigning Los Angeles Madrid 12 léttskýjað Malaga 13 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Miami 22 léttskýjað Moskva 3 skýjað New York 18 léttskýjað Ósló , 1 skýjaó París 12 rigning Río de Janeiro 30 rígning Rómarborg 20 skýjað Stokkhólmur 0 skýjað Tel Aviv Tókýó 14 skýjað Vancouver 15 skýjað Vínarborg 14 skýjað Heimkomu fagnað — Kínverskri herdeild fagnað og hún boðin velkomin aftur til föðurlandsins eftir hernaðarátökin í Víetnam. Kínverjar hafa nú lýst því yfir að þeir hyggist ekki draga allt lið sitt fullkomlega aftur yfir landamærin. Loftárásir á stöðvar skæruliða í Mósambík Salisbury, 15. marz. AP. HERSTJÓRNIN í Salisbury stað- festi í dag að rhódesískar herflug- vélar hefðu flogið inn fyrir landa- mæri Mósambik og ráðizt á vopnageymslu skæruliða í bænum Chocue 180 km norðvestur af hafnarborginni Maputo. Þar með rauf herstjórnin sólar- hrings þögn, en sagði aðeins að þetta væri önnur árásin sem hefði verið gerð á vopnageymsluna og allar herflugvélarnar hefðu snúið aftur heilu og höldnu. I Lissabon sagði portúgalska fréttastofan Anop að 17 hefðu Schlesinger sætir harðri gagnrýni Washington, 15. marz. AP. UMRÆÐUR hófust í bandarísku öldungadeildinni í dag um það hvort Carter forseta bæri tafar- laust að reka orkumála ráðherra sinn James J. Schlesinger úr embætti. Að minnsta kosti sex af hörðustu andstæðingum ráðherr- ans, með Howard Metzenbaum í fararbroddi, skipulögðu ræðu- höld til að draga fram í dagsljósið naumt trúnaðartraust hans og getuleysi. Formaður bandarísku orku- málanefndarinnar, Henry Jackson, ásamt nokkrum öðrum tóku á hinn bóginn upp hanskann fyrir Schlesinger. Kvað Jackson það eintóma hræsni að hafa ein- Dag skyldi að kveldi lofa Benevento, Ítalíu, 15. marz. AP. UNGUR maður í bænum Bruno á Suður-Italíu hrifsaði á fimmtudag til sín handtösku konu á sjötugs- aldri, barði hana í höfuðið og tók síðan til fótanna. Skeiðið tók óvæntan endi því ungi maðurinn, de Luisa, hljóp fyrir bíl á flóttan- um og var fluttur á sjúkrahús. Þegar hann rankaði við sér upp- götvaði hann að fórnarlambið frá því fyrr um daginn lá í næsta rúmi við hliðina. Lögregla í bænum ber að hér hafi verið um einskæra tilviljun að ræða. stakan mann að skotmarki vegna ástandsins í orkumálum. Schles- inger vitnaði fyrir orkumálanefnd- inni fyrr í þessari viku og sagðist hafa boðið Carter að hann segði af sér störfum, en forsetinn mun hafa hafnað uppástungunni. Gagnrýnendur Schlesingers ásaka hann einkum um að hafa aðhafst lítið til að stuðla að úrvinnslu nýrra orkulinda og segja hann bera hag olíufyrirtækja meir fyrir brjósti en afkomu almennra neytenda. fallið í árásinni í gær, þar af einn Rhódesíumaður. Sjö særðust, þar af einn Rhódesíumaður, að sögn fréttastofunnar, sem vitnað í hernaðaryfirvöld í Mósambík. Hin opinbera fréttastofa í Mósambík segir að flugvélarnar sem gerðu árásina hafi verið af Mirage-gerð þótt Rhódesíumenn hafi þráfaldlega neitað að þeir eigi slíkar flugvélar og sagt að þeir eigi aðeins gamlar brezkar þotur og herflugvélar. Rhódesíska herstjórnin í Salis- bury hefur alltaf haldið því fram að allar árásir inn í Angola, Mósambík og Zambíu á síðustu tveimur árum hafi beinzt gegn búðum skæruliða. Rhódesískar herflugvélar hafa ráðizt sex sinn- um á stöðvar í þessum löndum á síðustu þremur vikum. Tilgangurinn með árásunum er að buga skæruliða Zanu undir forystu Robert Mugabes og Zapu undir forystu Joshua Nkomos fyrir þingkosningarnar í næsta mánuði. Nkomo og Mugabe hafa tilkynnt að þeir muni reyna að spilla fyrir kosningunum, herða á stríðinu og kollvarpa fyrstu meirihlutastjórn blökkumanna í Rhódesíu. í»etta gerðist 16. marz ERLENT 1978 — Aldo Moro rænt og fimm lífverðir hans myrtir. 1976 — Harold Wilson forsætis- ráðherra segir af sér. 1975 — Ríkisstjórn Portúgals segir af sér. 1945 — Andspyrnu Japana í Iwo Jima lýkur. 1942 p— Koma fyrstu bandarísku hermannanna til Ástralíu kunn- gerð. 1939 — Slóvakía sett undir þýzka vernd og Ungverjar innlima Rútheníu. 1935 — Þjóðverjar afneita ákvæð- um Versala-samningsins um af- vopnun. 1934 — Rómar-bókanir ítala, Austurríkismanna og Ungverja, sem stofna Dónár-bandalag gegn Litla bandalagi Tékka, Rúmena og Júgóslava. 1922 — Bretar viðurkenna egypzka konungsríkið og sameig- inlega stjórn Egypta og Breta í Súdan. 1844 — Grikkir fá stjórnarskrá. 1815 — Vilhjálmur af Óraníu verður Vilhjálmur I, konungur Hollands. 1812 — Austurríkismenn lofa að sjá Frökkum fyrir her. 1792 — Gústaf III Svíakonungur skotinn (d. 29. marz). 1534 — Englendingar slíta öllu sambandi við Páfastól. 1521 — Portúgalski sæfarinn Magellan kemur til Filippseyja. Afmæli: James Madison, banda- rískur stjórnmálaleiðtogi (1751 — 1836) — Georg Simon Ohm, þýzkur eðlisfræðingur (1787—1854) — M.P. Mussorgsky, rússneskt tónskáld (1839—1881). Andiát: Sir Austen Chamberlain, stjórnmálaleiðtogi, 1937 — Selma Lagerlöf, rithöfundur, 1940. Innlent: Gvöndarbardagi, d. Guð- mundur góði 1237 — d. Jón Indriðason biskup 1341 — Þórður Þorláksson biskup 1697 — Þor- finnur Þorgeirsson ábóti 1216 — Alþingi samþykkir gerðardóm tog- aradeilu 1938 — Tuttugu þúsund hætta 15 daga verkfalli 1968 — Stórbruni í Grindavík 1972 — d. Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1939 — Valtýr Stefánsson 1963 — f. Nína Tryggvadóttir 1913 — Andrés Björnsson 1917 — Alfreð Elíasson 1920. Orð dagsins: Sigurinn er þeirra sem þrauka lengst — Napoleon (1769-1821).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.