Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Erlendar bækur: The Sea The Sea eftir Iris Murdoch THE SEA, THE SEA, heitir nýjasta bók Iris Murdoch og kom út síðla árs 1978. Þessi bók hefur fengið mikið lof bók- menntamanna f Bretlandi og víðar og þykir bezta bók rithöf- undarins. Það er raunar athyglisvert varðandi bækur Iris Murdoch, að hver bók sem frá henni hefur komið síðustu tíu ár hefur fengið þá umsögn að vera hennar bezta bók. Hún er sem sé ennþá að bæta við sig, þótt hún sé löngu viðurkennd sem einn snjaliasti höfundur Breta. Iris Murdoch er fædd í Dublin á írlandi 1919, í krabbamerkinu, af írsku og ensku foreldri. Hún nam við Badminton School í Bristol og las klassískar bók- menntir í Oxford. I heimsstyrj- öldinni síðari vann hún í brezka fjármálaráðuneytinu en í fjölda- mörg ár kenndi hún síðan við heimspekideild St. Alles Coll- ege. Hún giftist, er hún var þrjátíu og sjö ára gömul, John Bayly, prófe sor og bókmennta- gagnrýnanda. Iris Murdoch var komin á fertugsaldur er hún sendi frá sér fyrsta verk sitt sem var bók um Sartre. Síðan hefur hún verið afkastamikil og fyrsta skáldsaga hennar kom út ári síðar og hét Under the Net. Hún hefur alls skrifað um átján skáldsögur, sent frá sér fjórar bækur um heimspekileg efni og skrifað tvö leikrit og það þriðja í samvinnu við J.B. Priestley. Fyrsta bók Iris Murdoch, sem fékk svo afdráttarlausa viður- kenningu að hún skipaði sér þar með í röð beztu höfunda í Bret- landi, minnir mig hafa verið Bruno‘s Dream, sem kom út 1969, en margar fyrri bækur hennar höfðu vissulega fengið jákvæða umsögn. Síðan hefur lukkan og lánið leikið við hana á rithöfundarbrautinni og fyrir The Black Prince sem kom út 1973 fékk hún bókmenntaverð- laun, kennd við James Tait Black og ári síðar fyrir The Sacred and Profane Love Mach- ine fékk hún Whitbread Liter- ary Award. THE SEA, THE SEA, er saga um meinloku. Stíllinn er magn- aður og ljóðrænn. Atburðarásin er nánast absúrd en heldur áhuga lesandans vakandi alla stund. Charles Arrowby er aðal- persóna bókarinnar. Hann er sextugur leikhúsmaður og segir hann söguna. Gengið er út frá því, að Arrowby hafi verið meiri háttar áhrifavaldur í leikhúslíf- inu og notið mikillar hylli. Nú hefur hann fengið sig fullsaddan á þeim lokaða heimi sem lífið í leikhúsinu er að hans dómi. Hann hefur leitað út úr erli og þysi og til hafsins, hann þráir kyrrð og einfalt og fábrotið líf. En honum eru engin grið gefin. Gamlir draugar virðast vaktir upp; þeir gestir taka að venja komur sínar til hans, sem hann fýsti að forðast er hann dró sig út úr borgarskarkalanum. Þess- ir gestir trufla hann og gera hann ringlaðan og ráðvilltan, samt getur hann ekki án þeirra verið. En þessu fylgir hvers konar sálarstreð og vafstur. Einn góðan veðurdag uppgötvar Arrowby að þarna í grenndinni býr Hartley, æskuunnusta hans, sem yfirgaf hann af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fyrir mörgum áratugum. Hún býr þarna með Ben manni sínum og Titusi kjörsyni sínum. Lesanda grunar að Ben hafi komizt á snoðir um ástasambandið og standi einnig í þeirri röngu trú að Titus sé í raun og veru sonur Arrowbys. Arrowby fær þá meinloku að Hartley hafi aldrei gleymt sér og elskað sig alla tíð, og nú ákveður hann að gera að því gangskör að bjarga henni úr hjónabandi sem hann ákveður snarlega að hafi alltaf verið misheppnað. Fyrst reynir hann með góðu að fá hana til að skilja við mann sinn, en þegar það ber ekki árangur, lætur hann sig ekki muna um að ræna henni og lokar hana inni í húsi sínu dögum saman og reynir að beita áhrifum sínum svo að hún vilji ílengjast hjá sér. Ýmsir koma við sögu meðan þetta sérstæða umsátur stendur yfir, sagan rennur fram af þéttingskrafti og undarlegir atburðir og næsta óhugnanlegir gerast samhliða þessu; reynt er að koma Arrowby fyrir og pilturinn Titus finnst látinn í fjöruborðinu. Loks tekst að fá Arrowby til að átta sig á að bezt sé að skila Hartley til síns heima, en þar með er meinlokunni ekki eytt: hann heldur áfram á sinn sjúk- lega þrákelknislega máta að sannfæra sig og aðra um þá miklu ást sem milli þeirra sé. Þegar Hartley flýr land og fer til Ástralíu með manni sínum rennur eilítil glæta upp fyrir honum. í niðurlagi hefur hann síðan snúið aftur til London og virðist hafa tekið upp sitt fyrra líf. Hugrenningum þeim sem bærast í sjúklegu hugskoti Arrowbys er lýst mjög skýrt — reyndar svo ljóslifandi og mynd- rænt að mjög auðvelt er að skynja sögusvið og atburði þótt fáránleikinn sé stundum í það mesta. í hugann kemur áleitin spurning þegar upp er staðið að lokum: kannski sagan hafi aldrei átt að gerast nema í rugluðu heilabúi Arrowbys. Þetta verður nokkuð ákveðin hugmynd eftir því sem á sígur bókina. Það skiptir öldungis engu höfuðmáli. En það þótti mér umhugsunarverðara hversu persónur bókarinnar, svo listi- lega vel og skýrlega sem þær voru dregnar, voru óraunveru- legar og vöktu mér aldrei sam- úð. Þó var áhuginn bundinn við lesturinn og ekki hefði ég lagt þessa bók hálflesna frá mér. En þegar manni þykir ekki dálítið vænt um sögupersónur sínar eða að minnsta kosti nálgast þær á einhvern máta meðan maður er að lesa um þær, er þá ekki eitthvað bogið við geníalítetið þrátt fyrir allt? h.k. A göngu um grýttar lendur Birna Blöndal og Guðmundur H.Sigurðsson ( hlutverkum sínum í „Hart í bak“. Hart í bak á Skagaströnd Patrick og Rut Saga og myndir: K. M. Peyton Þýðing: Siíja Aðalsteinsdóttir Mál og menning 1978 Höfundur bókanna um Patrick Penningtone er breskur, Kathleen Wendy Peyton, fædd í Birming- ham 1929 og hlaut menntun sína í Manchester Art School. Fyrsta bók hennar, Sabre, kom út 1927 og var hún búin að rita á annan tug skáldsagna er bókin Pennington‘s Seventeenth Summer, kom út 1970. Næsta bók um Patriek Penning- ton kom út 1971 og Pennington's Heir 1973 —. Ekki er mér kunnugt um að Pennington's bækurnar séu fleiri. Silja Aðalsteinsdóttir hefur íslenskað þessar bækur og lesið þær allar í útvarp. Tvær fyrstu hafa komið út hjá bókaútgáfu Máls og menningar. Sautjánda sumar Patricks kom út 1977 og hlaut Silja Aðalsteins- dóttir þýðingarverðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavikur 1978 fyrir þýð- ingu sína á bókinni. Fyrir síðustu jól kom út önnur bókin um Patrick. — The Beet- hoven Medal — seni á íslensku nefnist Patrick og Rut. Fyrsta bókin fjallar um hið erfiða sautjánda ár Patricks, for- eldra hans, heimili og skóla — vettvang — þar sem tvíþætt eðli hans heyr baráttu. Annars vegar ótvírætt eðli listamannsins og hins vegar það frumeðli mannsins er krefst ákveðins, óþvingaðs upp- eldis. Skilningslítið, vanmáttugt sam- ferðafólk í rangsnúnu umhverfi hefur leitt til þess að brotalöm hefur orðið í persónuleika hans frá bernsku og brýst hann nú út í uppreisnarformi og andsamfélags- legum athöfnum. Að mínu mati er bókin Patrick og Rut sterkari bók frá höfundar- ins hendi, þar sem nýjar persónur eru fast greyptar í vitund lesenda strax í byrjun bókar og athafnir þeirra eru í fullkomnu samræmi við þá persónusköpun. Ekkert getur í raun og veru komið lesenda á óvart í framkomu þeirra og gerðum — svo glöggt heldur höf- undur á málum. Því nefni ég þetta, að í fyrri bókinni þótti mér erfitt að finna Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR neitt það í eðli Patricks er rétt- lætti þá athöfn hans að kasta steini í varnarlausa skepnu, svo kvalastunur heyrðust. Nánast þótti mér höfundur bregðast þarna persónu sinni, sem annars er lýst af miklum skilningi. I bókinni Patrick og Rut örlar hvergi á þessum þætti í eðli Patricks. Höfundur sýnir frábæran skiln- ing á kvenlegu eðli, svo vel hefur hann máð að skila persónugerð Rutar af innsæi, til lesenda í samræmi við umhverfi og uppeldi. Samband þessarar æskuglöðu, sextán ára stúlku við móður sína og viðbrögð hennar í tilfinninga- legum átökum þeirra í milli, eru unnin af þekkingu og öryggi. Oftlega beitir höfundur þeim stíl að nefna móðurina skírnar- nafni í samtali þeirra. — Það talar sínu máli. Rut er hrifin af Patrick — hrifin af honum eins og hann er, og ekkert það sem hún verður á- skynja um fyrri hagi hans getur raskað þeim tilfinningum, er hún ber til hans. Móðirin gerir Rut oft erfitt fyrir. Vanþroskað tilfinningalíf hennar og oftlega sjúkleg verndun, ásamt því að særa Rut með orðum sínum gerir Rut áttavillta. Um fjölskylduna: „ Kvöldið áður höfðu þau farið til Norðurlandá bíó. Rut fannst myndin yndisleg. Hún hafði hrært hana djúpt auk þess sem hún var hrífandi vel gerð, og hún hafði komið út aiveg gagntekin. “ „ Ó, hvað hún var yndisleg. Yndis- leg.“ Þá hafði móðir hennar sagt hörkulega: „ Hún var ógeðsleg. Ógeðsleg." „ Ógeðsleg? “ Rut hafði orðið undan eins og móðirin hefði barið hana. Hún hafði orðið að jafna sig, reyna að sjá það sem móðir hennar hafði séð, og það hafði verið henni svo mikið áfall að það olli henni sársauka — Þannig er oft tilfinningaleg tog- streita milli þeirra mæðgna og ekki síst þegar Patrick kemur við sögu. Atvikið í sögunni, þegar pilt- arnir fara inn í sundlaugina eftir lokun hennar, gæti vafist fyrir lesendum. En frá mínu sjónarmiði séð er það ofureðlilegt og trúverð- ugt. Lýsir vel ungæði æskunnar, er hún sést ekki fyrir og lætur hverri stundu nægja sitt. Patrick er innhverfur og Rut veit ekki lengi vel hverjar tilfinningar hans eru gagnvart henni. — Hvort aðeins tónlistin á hug hans allan. Mærðarlaust lætur höfundurinn Patrick opinbera henni tilfinn- ingar sínar á hljómleikum er miklu máli skipta fyrir hann. Hljómleikum þar sem hann er einleikari. Þau hittust í hléinu — „ Ég veit ekki hvað ég hefði tekið til bragðs ef þú hefðir ekki komið, “ sagði hann. „ Ég hef verið að hugsa um það alla vikuna — að þú værir hætt við mig eftir laugar- daginn. Þú komst ekki til að — til að segja að ... “ Rödd hans var lág og óstyrk, andlitið kinnfiskasogið og þreytulegt. „ Nei,“ sagði Rut. ,, Ég gat ekki látið vera að koma. Ég er búin að hugsa um þig alla vikuna líka.“ Frágangur á bókinni er ágætur. Þýðing er unnin af stakri vand- virkni. LEIKKLÚBBUR Skaga- strandar frumsýndi Hart í bak eftir Jökul Jakobs- son hinn 9. mars sl. Leik- stjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir frá Hveragerði. Alls koma 12 leikendur fram í leikrit- inu en aðalhlutverk eru í höndum Hallbjörns Hjartarsonar, Birnu Blöndal, Magnúsar Jóns- sonar og Bjarnhildar Sigurðardóttur. Húsfyllir var á frumsýningu en næsta sýning á leikritinu verður á Hvammstanga á morgun, laugard. 17. mars, en um næstu helgi er áformað að fara í leik- för til Siglufjarðar og Hofsóss. Einnig er áætlað að sýna leikritið á Blöndu- ósi og aftur á Skaga- strönd. „Hart í bak“ er 4. verkefni Leikklúbbs Skagastrandar en hann var stofnaður 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.