Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979
Búnadarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing - Búnaðarþing -
Alþingi urðu á
mistök við ákvörð-
un aukaskattlagn-
ingar á sl. hausti
„BUNAÐARÞING telur,
að 2% nýbyggingargjald,
sem Alþingi lögfesti frá
síðustu áramótum, komi
illa við landbúnaðinn nú,
þegar hann þarf að laga
sig að mjög breyttum fram-
leiðslu- og markaðsskilyrð-
um og leita nýrra atvinnu-
úrræða til að treysta byggð
í sveitum,“ segir í einni
ályktun Búnaðarþings og
síðar í ályktuninni segir:
„Búnaðarþing telur, að Al-
þingi hafi orðið mistök á
við ákvörðun aukaskatt-
lagningar á síðasta hausti
varðandi skattlagningu
sjálfstæðra atvinnurek-
enda svo sem bænda.“
Varðandi nýbyggingargjaldið
segir í ályktuninni að á sama tíma
komi einnig til framkvæmda ný
lagaákvæði um sérstakt bygging-
argjald skv. byggingarlögum og
skipulagsgjald. Öll þessi gjöld
samanlögð hækka verð nauðsyn-
legra rekstrarbygginga landbún-
aðarins og torvelda landbúnaðin-
um sjálfsagðar breytingar til að-
lögunar nýjum aðstæðum. Bent er
á að gjöld þessi koma ekki á
sumarbústaði og bílskúra, en legg-
ist hins vegar á búvélageymslur í
sveitum. Skorar Búnaðarþing á
landbúnaðarráðherra að hlutast
til um afnám framangreindrar
skattlagningar af útihúsum í
Kosning-
ar á Bún-
aðarþingi
VIÐ lok Búnaðarþings
1979 var kjörið í ýmsar
stjórnir og nefndir á veg-
um Búnaðarfélagsins.
Aður hefur verið greint
frá kjöri aðal- og vara-
manna í stjórn Búnaðar-
félags íslands. í stjórn
Bændahallarinnar til
tveggja ára frá 1. janúar
1980 að telja voru kjörnir
Hjörtur E. Þórarinsson,
bóndi, Tjörn, og ólafur E.
Stefánsson, ráðunautur.
Varamenn þeirra voru
kjörnir: Hjalti Gestsson
ráðunautur, Selfossi, og
Guttormur Þormar, bóndi
í Geitagerði.
Sigurður Líndal, bóndi á
Lækjarmóti, var kosinn endur-
skoðandi Búnaðarfélagsins til
næstu fjögurra ára og vara-
maður hans var kjörinn
Grímur Arnórsson, bóndi,
Tindum. Tveir menn voru
kjörnir í búnaðarfræðslunefnd
skv. lögum nr. 5/1978 um
búnaðarfræðslu en það voru
Hjalti Gestsson, ráðunautur,
Selfossi, og Egill Bjarnason,
ráðunautur, Sauðárkróki.
Þá voru þeir Bjarni Guðráðs-
son, bóndi, Nesi, Egill Jónsson,
ráðunautur, Seljavöllum, og
Einar Þorsteinsson, ráðunaut-
ur, Sólheimahjáleigu, kosnir í
milliþinganefnd til að endur-
skoða jarðræktarlögin skv.
samþykkt Búnaðarþings þar
urrp
sveitum og gróðurhúsum.
Um ákvörðun aukaskattlagning-
ar á sl. hausti segir að við þá
ákvörðun hafi sjálfstæðum at-
vinnurekendum verið gert að
greiða miklu hærri skatta en
launþegum miðað við jafnháar
tekjur. Sjálfstæðir atvinnurekend-
ur hafi ekki heldur fengið sama
rétt til frádráttar tekjum vegna
fjölskyldu eða barna á framfæri
þeirra. Búnaðarþing segir í álykt-
un sinni, að það vænti þess, að slík
skattlagning endurtaki sig ekki, og
skorar á Alþingi að vera á varð-
bergi um það efni við breytingar
skattalaga eftirleiðis.
Harmað hve treglega gengur
að fá lögfestar heimildir til að-
haldsaðgerða gegn offramleiðslu
BÚNAÐARÞING fjallaði í sér-
stakri ályktun um framleiðslu-
mál landbúnaðarins og segir þar
að þingið telji, að það ástand, sem
nú hefur skapast í framleiðslu- og
sölumálum landbúnaðarins af
ýmsum samverkandi orsökum,
sanni enn nauðsyn þess að hafa í
lögum heimildir til aðhaidsað-
gerða gegn offramleiðslu búvara
og minnir þingið á samþykkt
síðasta Búnaðarþings um þessi
mál. Þá harmar Búnaðarþing hve
treglega gengur að fá slíkar
heimildir lögfestar þrátt fyrir
margítrekaðar óskir bændasam-
takanna á undanförnum árum.
I þessari ályktun sinni fjallaði
þingið um frumvarp landbúnaðar-
ráðherra til breytinga á fram-
ieiðsluráðslögunum, drög hans að
þingsályktunartillögu um stefnu-
mörkun í landbúnaði og tillögu 10
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
um stefnumörkun í landbúnaði. I
fyrsta lið samþykktar sinnar segir
Búnaðarþing að ljóst sé að þetta
mál sé enn í mótun á Alþingi og
leggur þingið áherzlu á að þannig
verði gengið frá þessum ákvæðum,
þegar lögfest verða, að Fram-
leiðsluráð hafi svigrúm til þess,
með samþykki Stéttarsambands-
funda, að beita þeim aðferðum,
sem heimilaðar verða (kvótakerfi,
kjarnfóðurgjaldi), á þann hátt,
sem bezt á við hverju sinni, án
þess að lagabreytinga þurfi. Lögð
er áherzla á að þessi ákvæði verði
skýrt orðuð, þannig að ekki orki
tvímælis hvernig með þau skuli
farið.
Búnaðarþing telur það mjög
brýnt nú, að framleiðslustefnan í
landbúnaði verði endurskoðuð með
samstarfi bændasamtaka og
stjórnvalda og jafnframt myndað
virkt kerfi til að laga framleiðsl-
una að aðstæðum hverju sinni.
Fagnar þingið þeirri þings-
ályktunartillögu sem landbúnað-
arráðherra er nú með í undirbún-
ingi og einnig að stjórnarandstað-
an hefur reifað sama stefnumið og
skyld viðhorf.
I ályktun sinni segir Búnaðar-
þing að það telji, að markmið
samræmdrar framleiðslustefnu og
byggðastefnu eigi. að vera þessi:
1. Byggð verði viðhaldið í öllum
meginatriðum.
2. Búvöruframleiðslan fullnægi
jafnan innanlandsþörf, leggi til
iðnaðarhráefni og beinist að út-
flutningi, þegar viðunandi verðlag
næst erlendis.
3. Tekjur og félagsleg aðstaða
sveitafólks sé sambærileg við það
sem aðrir landsmenn njóta.
Til að ná þessum markmiðum
þarf:
að endurbæta lög um
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins o.fl. með tilliti til fram-
leiðslustjórnar og samræma
framkvæmd þeirra laga og
hagstjórnaraðgerðir hins
opinbera (s.s. niðurgreiðslur,
verðtryggingu, byggðastuðning
o.fl.) til að laga framleiðsluna
að markaði hverju sinni.
að miða mjólkurframleiðslu sem
mest við innanlandsneyzlu og
leitast við að jafna hana eftir
árstíðum,
að koma á framleiðslu- og sölu-
skipulagi, sem nái til allrar
kjötframleiðslu í landinu, svo
að unnt verði að hafa áhrif á
hlutfallið milli framleiðslu-
greina.
að auka hagfræðileiðbeiningar til
bænda og vinna að auknu
búreikningahaldi,
að stuðla að bættri heyverkun hjá
bændum og efla innlendan
fóðuriðnað,
að efla rannsóknarstarfsemi sem
stuðlar að hagkvæmari búskap,
að styðja fjölbreyttari atvinnu-
möguleika í dreifbýli, bæði
nýjar og eldri aukabúgreinar,
nýtingu hlunninda og iðnfyrir-
tæki.
I þriðja lið ályktunarinnar segir:
„1. Þar sem mestan hluta
framleiðsluvandamála land-
búnaðarins má rekja til sam-
félagslegra aðstæðna, verðbólgu,
ýmissa framleiðsluhvetjandi þátta
og skorts á lagaheimildum til
stjórnunar, þá telur Búnaðarþing
rökrétt að gera þá kröfu til Al-
þingis að það tryggi bændum fullt
verð fyrir þær umfram-birgðir
búvöru sem nú eru í landinu svo og
framleiðslu þess tímabils sem
líður þar til stjórnunaraðgerðir
hafa skapað jafnvægi í fram-
leiðslunni.
2. Þingið telur mikilvægt að
verðtrygging ríkisins (útflutnings-
bætur) haldist, enda þótt tekin sé
upp framleiðslustjórnun.
3. Þingið telur að þær gífurlegu
sveiflur sem verið hafa á niður-
greiðslum búvara til neytenda á
liðnum árum hafi haft mjög
óheppileg áhrif á sölu varanna á
innanlandsmarkaði. Því skorar
Búnaðarþing á Alþingi að setja
niðurgreiðslunum fastar skorður í
lögum, þannig að breytingar
þeirra séu bornar undir samtök
bænda áður en þær koma til
framkvæmda og þær séu að
jafnaði ákveðið hlutfall af útsölu-
verði búvara.
4. Búnaðarþing telur mikilvægt,
með tilliti til aðstæðna að stefnan
í fjárfestingar- og lánamálum
landbúnaðarins markist skýrt af
hagkvæmnissjónarmiðum, þannig
að ávallt sé haldið uppi fram-
kvæmdum til eðlilegs viðhalds og
endurnýjunar, en lagðar hömlur á
þær framkvæmdir sem stefna
beint að ótímabærri framleiðslu-
aukningu."
Búnaðarþing leggur jafnframt
áherzlu á að áfram verði skipulega
unnið að markaðsmálum land-
búnaðarins. Þingið skorar á
stjórnvöld að vinna að því með
viðskiftasamningum að fá fellda
niður þá tollmúra og viðskipta-
hömlur sem svo mjög hafa staðið í
vegi fyrir eðlilegri verzlun með
íslenzkar búvörur erlendis. Ávallt
sé leitast við að auka valkosti
neytenda bæði á innlendum og
erlendum mörkuðum með sem
mestri fjölbreytni í vinnslu og
afhendingu vörunnar.
Við afgreiðslu þessa máls flutti
Engilbert Ingvarsson, Tyrðils-
mýri, breytingartillögu varðandi
framleiðslutakmarkanir: verði
framleiðendum ákveðið fyrirfram
fullt grundvallarverð fyrir
ákveðinn hluta framleiðslunnar,
en útflutningsverð fyrir það, sem
umfram er, ákveðnar verði sér-
stakar verðbætur, ef
framleiðendur draga úr fram-
leiðslu sinni, sérstakar aðgerðir
verði viðhafðar til að auka búvöru-
framleiðslu, verði hún of lítil fyrir
innanlandsþarfir í einstökum
landshlutum, afurðasölufélögum
yrði falin framkvæmd fram-
leiðslutakmarkana eftir ákveðnum
reglum, gefnir verði út
skömmtunarseðlar vegna
kjarnfóðurskömmtunar og lögfest
verði strax að teknir skuli upp
beinir samningar við ríkisvaldið
til að auðvelda framkvæmd
aðhaldsaðgerða.
Þessi breytingatillaga
Engilberts var felld.
Sérstakt átak til að
auka súgþurrkunina
Aðgerðir til þess að örva bændur
til að taka í þjónustu sína
fullkomnari súgþurrkun en nú er
víða, voru til umræðu á Búnaðar-
þingi og samþykkti þingið að fela
stjórn Búnaðarfélags Islands að
beita sér fyrir eftirgreindum
aðgerðum:
1. Bændum, sem setja upp hjá sér
fullkomna súgþurrkun, verði gef-
inn kostur á því, að framkvæmdin
verði tekin 'út, þegar er hún er
fullfrágengin, og jafnframt yrði
styrkur út á þessa framkvæmd
greiddur ekki síðar en 13 mánuð-
um eftir úttekt.
2. Kannað verði um möguleika á því
að fá tvenns konar lán til þessara
framkvæmda.
a) Víxillán til 6 mánaða, er
greiddist með jarðabótastyrknum.
b) 2 ára lán fyrir 2/3 kostnaöar
að frádregnum styrknum.
3. Leitað verði eftir hjá Rafmagns-
veitum ríkisins um möguleika á
ódýrara rafmagni til súgþurrkun-
ar en nú er.
4. Hertur verði áróður fyrir
uppbyggingu þriggja fasa
rafmagnslína með aukinni flutn-
ingsgetu um byggðir landsins.
5. Jafnframt verði búnaðarsam-
böndunum falið að kanna hverju
á sínu svæði, ástand í súgþurrk-
unarmálum og gera tillögur til
úrbóta, þar sem ástæða er til.