Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 32
AU(»LVSINíí ASÍMINN Elí: 22480 2W»raunbInl)iíi Verzlið í serverzlun meö litasjónvörp og hljcmtæki. Skipholti 19, \ BUOIN SÍmi ' y 29800 FOSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Forysta VMSÍ reynir að bjarga ríkisstjórninni: Félagslegar aðgerðir verði mótvægi verðbótaákvæða? LjHemjrnd Mbl.: EmlHa Örninn á Brjáns- lœk dauður ÖRNINN, sem bjargað var særðum fyrir 7 vikum á bæn- um Brjánslæk á Barðaströnd, drapst í gær, að því er talið er vegna lungnabólgu. Eru líkur tii að fuglinn hafi ofkælzt áður en honum var bjargað úr sjón- um á sinum tima í hörku gaddi og ekki náð sér eftir það, en sárið á siðu hans hafðist hins vegar vel við. I samtali við Ragnar bónda á Brjánslæk í gær sagði hann, að fuglinn hefði verið í rúmgóðri hlöðu undanfarnar vikur og þar hefði hann flogið knálega um og étið það sem honum var borið, en í fyrradag bar hann sig illa og gargaði í fyrsta skipti síðan hann komst undir manna hendur. Átti hann erfitt með að ná flugi og í fyrrinótt drapst fuglinn. „Heldur hefði ég viljað missa rollur en þennan fugl,“ sagði Ragnar, „maður var farinn að líta á hann eins og heimilismann. Við reyndum að gera eins og við gátum honum til bjargar og það horfði vel, sárið var farið að holdfyllast vel, en svona fór nú það.“ Örninn verður sendur suður og krufinn í Náttúrufræðistofnun- inni en Ragnar kvaðst hafa mik- inn hug á að fá haminn af fuglinum sem hann hefði lagt svo mikla rækt við að reyna að bjarga. — Fundur fyrirhugaður í VMSÍ og hjá Alþýðusambandi Austurlands ÓLAFUR Jóhannesson, forsætis- það mikill og alvarlegur þverbrest- ráðherra, lagði frumvarp sitt ur í stjórnarsamstarfið, að óhugs fram í efri deild Alþingis í gær og andi væri að stjórnin gæti starfað er það óbreytt frá því er það var fyrst kynnt samráðsaðilum í byrj- un vikunnar. Ráðherrar Alþýðu- handalagsins létu í gær bóka á ríkisstjórnarfundi harðorð mót- mæli við því að forsætisráðherra legði frumvarpið fram, sem þeir telja að geti torveldað samkomu- lag innan stjórnarinnar. Þá mót- mæla þeir „ósvífnum fullyrðing- um samráðherra“ sinna um það, að þeir hafi ekki haft fyrirvara um ýmis atriði frumvarpsins. Fátt gerðist innan ríkisstjórnar- flokkanna annað en það, að ein- hver gerjun er nú í Verkamanna- sambandi íslands og umhverfis það og hefur formannaráðstefna VMSÍ verið boðuð um helgina. saman af heilindum eftir þetta. Því yrði hún úr þessu hvorki fugl né fiskur og væri því bezti kostur- inn að ljúka samstarfinu nú, í stað þess að halda í óvissu áfram. Strax og spurðist um fund Verkamannasambands íslands, sem enn mun þó ekki hafa verið boðaður, fóru ýmsir hópar innan Alþýðubandalagsins af stað og var boðaður fundur í Alþýðusambandi Austurlands. Formenn félaga inn- an ASA munu hittast á fundi á Eskifirði í dag klukkan 14 og sagði Sigfinnur Karlsson, formaður ASA, í samtali við Morgunblaðið, að tilefni fundarins væri að ræða um síðustu stjórnmálaviðburði. Þá hafði Morgunblaðið þær spurnir úr Alþýðuflokknum í gær, að umræður formanns og varafor- manns VMSÍ við forsætisráðherra í fyrradag hefðu ekki snúist um breytingar á verðbótakafla frum- varps forsætisráðherra, heldur um félagslegar hugmyndir, sem komið gætu sem mótvægi við verðbóta- kaflann. Þetta er þó ekki sam- hljóða því, sem blaðið hefur heyrt úr Alþýðubandalaginu, en þar segja menn að umræðuefnið hafi verið breytingar á verðbótakaflan- um. Forystumenn Verkamannasam- bandsins velta nú fyrir sér ýmsum hugmyndum um það á hvern hátt sé unnt að bjarga ríkisstjórninni. Hugmyndir þeirra eru um félags- legar umbætur, sem koma eiga láglaunafólki til góða og gætu mildað áhrif verðbótakafla frum- varps Ólafs Jóhannessonar. Þessar hugmyndir virðast þó ekki eiga upp á pallborðið hjá öðrum hópum innan Alþýðubandalagsins, sem vilja ekki gefa mikið fyrir yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar um félagslegar umþætur. Síðla á síð- asta ári hafi ríkisstjórnin, er hún afnam allmörg vísitölustig, gefið fögur fyrirheit um félagslegar umbætur, sem síðan hafi lítið sem ekkert frétzt af. Því mun óvíst, hvort slíkur pakki hlýtur nokkurn hljómgrunn innan Alþýðubanda- lagsins. Þá heyrði Morgunblaðið þær raddir í Alþýðubandalaginu, að við þessa síðustu viðburði hefði komið Vegfarendur á Austurvelli ráku upp stór augu þegar þeir sáu skyndilega ungan mann hlaupa eftir þakmæni Hótel Borgar og héldu þvi e.t.v. sumir. að þarna færi einhver gesturinn, sem fengið hefði sér of mikið neðan í því. Hins vegar kom í Ijós, að pilturinn var að ryðja klaka ofan af þakinu, svo að menn drógu andann léttar. r.jóam. Mbl Ól.K.M. Aflahrota á Eyjamiðum og í Meðallandsbugt MJÖG góður afli hefur verið á Eyjamiðum og úti af Vatnajökli að undanförnu og hefur dagsafl- inn í Eyjum komizt upp í 700 tonn af liðlega 60 bátum. Þá hefur afii Hornafjarðarbáta verið mjög góður og þann 11. marz s.l. höfðu 15 bátar þar landað um 4600 tonnum af bolfiski miðað við 2300 tonn á sama tíma í fyrra. Þá Geir Hallgrímsson á Varðarfundi: Greidum atkyædi gegn frumv. Olafs Engin aðild að ríkisstjórn án kosninga hefur afli verið að glæðast að undanförnu við Reykjanes og margir bátar þár hafa fengið sæmilegan afla upp á síðkastið. Eyjabátar hafa fiskað vel bæði í troll og net síðustu daga og hefur fengist góð ýsa í trollið, upp í 45 tonn í róðri, og stórþorskur í netin, en víða hefur einnig verið nokkuð um ufsa. Má segja að fiskur fáist mjög víða á Eyjamiðum og er hann fullur af loðnu. Netabátar í Eyjum hafa verið með upp í 20 tonn í róðri, en yfirleitt er aflinn 7—15 tonn. Mjög mikil vinna er nú í Eyjum. Hornafjarðarbátar landa nú dag- lega um 200 tonnum og hafa þeir verið með upp í 15 tonn af boltastór- um fiski eftir nóttina. 1 Keflavík landa um 20 bátar daglega og hafa þeir verið með 5—7 tonn í róðri að undanförnu, vænan fisk og eru skipstjórar þar bjartsýnir á betri afla með loðnugöngunni. í Þorlákshöfn lönduðu tveir bátar s.l. sólarhring og eru bátarnir á miðunum fyrir austan og vestan Eyjar með mestan afla, 30—45 tonn í róðri eftir tvær nætur. Á vesturmið- unum hefur verið meira ufsablandað, en minni afli hefur verið hjá smærri bátunum sem ekki geta sótt eins langt eða djúpt. í Grindavík hefur verið vottur í fiskiríinu s.l. daga, bæði hjá bátum á heimamiðum og þeim sem leggja norðurfrá í Faxaflóa. Bátarnir hafa verið með 6—10 tonn eftir nóttina, en í Grindavík landa 35—50 bátar á dag. Geir Hallgrímsson. formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á fundi Landsmálafélagsins Varðar í fyrrakvöld, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins mundu greiða atkvæði gegn frumvarpi Ólafs Jóhannessonar, ef það kæmi til atkvæðagreiðslu eins og það er lagt fram á Alþingi. Sagði formaður Sjálfstæðisflokksins, að í frumvarpinu væru fjölmörg ákvæði, sem Sjáífstæðisflokkurinn væri gersamlega andsnúinn og nefndi nokkur þeirra. Geir Hallgrímsson sagði ennfremur, að hann teldi ekki sjáanlegan grundvöll fyrir nýrri ríkisstjórn með þátttöku Sjálfstæðisflokksins fyrr en að afstöðnum kosningum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að ríkisútgjöld verði um 30% af þjóðar- framleiðslu, en ríkisstjórn okkar hafði náð ríkisútgjöldum niður í 28% og við töldum, að þar væri þó ekki nægilega vel að verki staðið og getum því alls ekki fallizt á frum- varp, sem gerir ráð fyrir mun meiri ríkisumsvifum, sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði Geir Hallgrímsson að í þeim kafla frum- varpsins, sem fjallar um atvinnu- greinar gæti verið opnuð leið fyrir valdbundinni áætlunargerð, sem væri gersamlega andvíg sjónarmið- um Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði ennfremur, að ákvæði frumvarpsins um vexti og verðtryggingu væru ekki í samræmi við stefnuyfirlýsingu sjálfstæðismanna enda hefði ágrein- ingur milli sjálfstæðismanna og framsóknarmanna á síðasta kjör- tímabili um vaxta- og verðtrygging- armál komið í veg fyrir að meiri árangur næðist í peningamálum en raun bar vitni. Um afstöðuna til verðbótaákvæða frumvarpsins sagði Geir Hallgríms- son, að stefnuyfirlýsing Sjálfstæðis- flokksins segði til um það, hver hún yrði. I þeirri stefnuyfirlýsingu væri lögð áherzla á frjálsa samninga aðila vinnumarkaðarins og þ.á m., að þessi aðilar semdu um það með hverjum hætti laun ættu að tengjast vísitölu. Hins vegar sagði formaður Sjálf- stæðisflokksins, að flokkurinn mælti með ákveðnum leiðum í sambandi við vísitölutengingu launa, m.a. því að miða við viðskiptakjör og taka óbeina skatta og niðurgreiðslur út úr vísitölunni. Það væri fyrst og fremst hugsað sem vörn fyrir launþega til að koma í veg fyrir að stjórnmála- menn gætu með niðurgreiðslum fals- að raunverulega verðlagsþróun. Geir Hallgrímsson sagði, að það gæti komið til greina af hálfu Sjálfstæðisflokksins að ræða löggjöf um þessi efni, en í þessu tilfelli ættust við stjórnarflokkar, sem hefðu lofað samningunum í gildi í kosningabaráttunni sl. vor og þess vegna væri rökrétt niðurstaða, að í ljós kæmu úrræði þeirra. Þá kom það fram í ræðu Geirs Hallgrímssonar, að með verðlags- kafla frv. væri frjálslyndri verðlags- löggjöf, sem fráfarandi ríkisstjórn og þáv. viðskiptarh. hefði flutt og fengið samþykkt, gersamlega um- snúið og strangasta haftakerfi komið á. Á það gæti Sjálfstæðisflokkurinn aldrei fallizt. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn: Hafna tillögum ALLMIKLAR umræður urðu á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi um tillögur sjálfstæðismanna vegna nefndarálits um skipulag raforkumála. Birgir ísl. Gunnars- son kvað nefndarálitið algjörlega óaðgengilegt fyrir Reykjavíkur- borg, því að ljóst væri að iðnaðar- ráðherra ætlaði að stíga fyrsta skref til víðtækrar sameiningar raforkuöflunarfyrirtækja og myndi það m.a. hafa f för með sér verulega hækkun raforkuverðs í Reykjavík. Birgir sagði, að hroki og vinnu- brögð iðnaðarráðherra væru óvið- unandi. Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins myndu standa vörð um hag Reykvíkinga en ekki gleypa það sem að væri rétt. Því legðu þeir til að hafnað væri tillögu ráðherra um nefndarskip- an, sem „gengi til samninga um stofnun þessa Iandsfyrirtækis um meginraforkuvinnslu og raforku- flutning á grundvelli tillagna nefndarinnar". Borgarstjórnarmeirihlutinn vís- aði tillögum sjálfstæðismanna frá og þá lögðu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fram bókun þar sem segir m.a., að Ijóst sé að í umræddri nefnd muni viðræður ekki fara fram á jafnréttisgrund- velli, þær séu því fráleitar eins og að þeim sé staðið og þess vegna muni sjálfstæðismenn ekki til- nefna neina fulltrúa í viðræðu- nefnd. Gangi niðurstaða viðræðn- anna gegn hagsmunum borgarbúa, muni borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins óska eftir allsherjar- atkvæðagreiöslu meðal Reykvík- inga um málið, þar sem um svo mikilvæga hagsmuni sé þarna að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.