Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 30
'Æ 30 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979 íslandsmótió i badminton ÍSLANDSMEISTARAMÓT 1979 verður haldið 7. 8. aprfl 1979 í íþróttahöllinni í Lauxardal. Hefst rnótiö kl. 10 f.h. þ. 7. aprfl. Keppt verður í meistaraflokki, A-flokki og öðlingaflokki f öllum Kreinum karla ok kvenna. l>átttökugjald eru: 2500 pr. mann í tvfliðaleik og tvenndarleik. 3000 pr. mann í einliðaleik. Mtttökutilkynningar skulu hafa borist B.S.f. fyrir 25. mars n.k. og skal senda hjálagt greiðslu fyrir þátttökugjöld. Rétt til þátttöku hafa þeir sem verða 16 ára á árinu. Keppendur geta aðeins keppt f einum flokki. Veldi dómara aóhrynja? TIL þessa hcfur úrskurður dómara verið talinn heilagur f knattspyrnu (og reyndar fleiri fþróttum), hversu fjarstæðukennd- ur sem hann kann að þykja öðrum viðstöddum. Grikkir eru ekki á sama máli f öllum tilfellum. Nýlega fór fram f Grikklandi mikilvœgur leikur milli Ethnikos og Paok frá Saloniki. Skelfileg dómgæsla varð til þess að mikilvægt mark var skorað f leiknum sem lauk 2—2. Grfska knattspyrnusambandið tók málið fyrir og kvað upp þann úrskurð, að leikurinn skyldi leikinn á ný. bá er fordæmið komið. Úrslit á sunnudag i firmakeppni UBK UNDANFARNA þrjá sunnudaga hefur staðið yfir 16 liða. undankeppni í f jórum riðlum í UBK-firmakeppninni í handknatt- leik 1979. Sigurliðin úr riðlunum, ails fjögur, leika síðan til úrslita næsta sunnudag í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ milli kl. 15 og 18. Liðin í úrslitunum eru frá Verslunarbankanum, Dagblað- inu/HiImi, Skýrsluvélunum og ÍSAL. Ef marka má leiki undankeppninnar verður þetta f jörug dg skemmtileg barátta þar sem jafnt þekktir og óþekktir handknattleiksmenn sýna sannkölluð tilþrif f fþróttinni. Fjarrí því að vera hætturí BRIAN Clough, hinn litríki stjóri Nottingham Forest, hefur gefið það ótvírætt í skyn, að þó að hann sé nýbúinn að eyða milljón í Trevor Francis, sé fjarri því að hann hafi lokið innkaupum sfnum. Aður en Birmingham gerði þá kröfu í viðskiptunum við Clough, að félagið vildi frá Francis greiddan í beinhörðum peningum. ætiaði Clough að láta Birmingham fá fjóra leikmenn í staðinn fyrir Francis. bessir leikmenn voru Martin O’Niel, Archie Gemmell, Dave Needham og markvörðurinn ungi, Chris Woods. Vitað er að Clough hefur tvo leikmenn í sigtinu og hann þarf einhvern veginn að afla aura fyrir þeim. bessir tveir kappar verða rándýrir og því er ekki útilokað að Clough selji einn eða fleiri fjórmenninganna sem nefndir eru. begar hefur Bolton boðið 360.000 sterlingspund í O’Niel. Leikmennirnir sem Clough ætlar að krækja í eru Mick Ferguson hjá Coventry og Gerry Daly hjá Derby. • Einn hinna ungu keppenda á mótinu í fyrra. Eins og sjá má er hann með Andrésar Andar brúðu á merki bæjar síns. Knatt- spyrnan af stað KNATTSPYRNUTÍMABILIÐ hefst í dag 16. marz. bað er litla bikarkeppnin sem fer af stað í fyrra lagi vegna þess að knattspyrnulið Hauka og FH, hyggja á æfingardvöl með leik- mönnum sínum um tfma er- lendis f aprflmánuði. Fyrsti leikur keppninnar er f kvöld kl. 18.00 og eru það Haukar og Akranes sem leika. Á laugardag kl. 14.00 leika á Vallargerðisvelli í Kópavogi Breiðablik og FH, og á sunnu- dag kl. 14.00 leika á Akranesi ÍA og FH. — þr. ÍSLENZKT OSTAVAL! Tkple^04o ostategumiir eru framleMir d íslavdi nú. Hefúrðu bragðoó Gráðaostinn ? Kempes Péle Cruyff Beckenbauer Andrésar-mót 260 ungmenna frá 11 stöðum á landinu ANDRÉSAR ANDAR-leikarnir á skfðum verða haldnir í Hlfðarfjalli nú um helgina. Svo sem fram hefur komið er þetta fjölmennasta skíðamót, sem haldið er á landinu, og verða keppendur f ár um 260 talsins víðs vegar að af landinu og einn Norðmaður. Auk þess að vera skíðamót eru Andrésar andar-leikarnir vetrarhátíð barna á aldrinum 7—12 ára með margvfslegum skemmtiatriðum. Steningarathöfn verður við Akureyrarkirkju klukkan 19.30 í kvöld. Keppendur ganga fylktu liði frá Búnaðarbankahúsinu að kirkju þar sem bæjarstjórinn á Akureyri, Helgi Bergs, setur leikana. A eftir setningaræðu er helgistund í kirkjunni og að henni lokinni er flugeldasýning. Á laugardag verður keppt í stórsvigi og hefst keppnin klukkan 10. Við Stromp keppa 10, 11 og 12 ára, en 7, 8 og 9 ára við Hjallabraut. Á sunnudag verður keppt í svigi í sömu aldursflokkum á sömu stöðum. Verðlaunaafhending og mótsslit verða við Skíðahótelið að iokinni keppni á sunnudag. I Hlíðarfjalli er nú gott skíðafæri og allar lyftur í gangi daglega. Keppendur í mótinu að þessu sinni eru frá 11 stöðum, þ.e. frá Bolungarvík, Dalvík, Húsavík, ísafirði, Eskifirði, Ólafsfirði, Reykjavík, Seyðisfirði, Neskaupstað, Siglufirði og Akureyri, auk Norðmannsins. Unglingameistaramót íslands á skíðum SKÍÐAFÉLAG Siglufjarðar hefur skipað mótsstjórn fyrir mótið, og er hún þannig skipuð. Rögnvaldur bórðarson form. Freyr Sigurðsson. Guðmundur Árnason. Birgir Guðlaugsson. Aðalheiður Rögnvaldsdóttir. borsteinn Jóhannesson. Bjarni borgeirsson. Dagskrá mótsins hefur verið ákveðin þannig: Föstud. 23. marz Ganga 5 km 13—14 ára og 7.5 km 15—16 ára. Stórsvig. Drengir 13—14 ára og 15—16 ára og stúlkur 13—15 ára. Laugard. 24. marz Stökk 13 — 14 ára og 15—16 ára. Svig 13—14 ára og 15—16 ára, stúlkur 13—15 ára. Sunnud. 25. marz. Boðgánga 3x3 km og 3x5 km. Flokkasvig Áskilinn er réttur til að breyta dagskrá mótsins. Áætlað er að keppnin fari öll fram við Hól. Upplýsingar varðandi gistingu og fæðiskostnað gefur mótsstjóri. bátttökugjald er kr. 1.000.00 fyrir hverja skráningu og skal greiðsla fylgja með skráningu, eða greiðast áður en keppni hefst. Frestur til að tilkynna um þátttöku er til kl. 18.00 laugard. 17. marz n.k. og skal tilkynna þátttöku til mótsstjóra, vinnusími 71600, heimasími 71605. Stórstjörnur íeika í Danmörku DANIR ætla að efna til mikillar knattspyrnuhátiðar í tilefni barnaársins þann 4. júlí næstkomandi. bá leika á Idræts Parken tvö úrvalslið skipuð mörgum af færustu knattspyrnumönnum veraldar og mun allur ágóði af leiknum renna til nauðstaddra barna. bað er einkum danska liðið KB sem er að baki þessu og er ætlunin að dansk/enskt úrvalslið mæti liði skipuðu leikmönnum frá evrópskum liðum. Meðal þeirra, sem leika að líkindum með dansk/enska liðinu, eru auk 3—4 Dana Cirel Regis, Brandan Batson, Laurie Cunningham, Viv Anderson og Arhic Gemmell. Bobby Charlton verður liðsstjóri. í Evrópuliðinu verða ef að líkum lætur margar stórstjörnur, t.d. Franz Beckenbauer, Pele, Johan Cruyff, Argentfnumennirnir Mario Kempes, Ricardo Villa og Osvaldo Ardiles, Juventusleikmennirnir Roberto Bettega, Franco Causio, Marco Tardelli og Antonio Cabrini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.