Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 63. tbl. 66. árg. FOSTUDAGUR 16. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. \ SimamyndAP STRÍÐSFANGA FAGNAÐ VIÐ HEIMKOMUNA — Á myndinni er Avraham Amram, ísraelskur hermaður, með börnum sínum tveimur eftir að honum hafði verið skilað úr haldi skæruliða í Líbanon í skiptum fyrir 76 Palestínumenn, sem voru í fangelsi í ísrael. Amram var handtekinn í Suður-Líbanon í apríl 1978. Víetnamar óska ef tir vidrædum Peking, Bangkok, Tokýo, 15. marz. AP. Reuter. HUA Kuo-feng. þjóðarleiðtogi Kínverja, tilkynnti í kvöld, að allt kínverskt herlið væri farið frá Víetnam, að því er japanska fréttastofan Kyodo sagði í fréttum frá Peking. í Bangkok var á hinn bóginn haft eftir kínverskum embættismönnum, að Kínastjórn hefði í hyggju að skilja eftir liðsafia á allstóru svæði innan landamæra Víetnams og færa landamærin í raun fram með þeim hætti. Víetnamsstjórn fór í dag fram á viðræður við Kínverja um átökin milli landanna að undanförnu, en gerði það að skilyrði að allt kín- verskt lið yrði á brott áður en þær gætu hafist. Var stungið upp á því, að viðræðurnar ættu sér stað í Hanoi eða á landamærum ríkj- anna. Ekkert svar hafði í kvöld borizt frá valdhöfunum í Peking. Gagnkvæmar ásakanir um of- beldi og árásir gengu milli aðila í dag og í gær og sökuðu Kínverjar Víetnama um að gera árásir á kínverska hermenn sem þó væri verið að flytja brott. Víetnamar sökuðu Kínverja um hryðjuverk og aðra glæpi á þeim svæðum sem her þeirra hefði farið um. Hefur stjórnin í Hanoi nú ákveðið að fela nefnd sem haft hefur með höndum rannsókn á stríðsafbrotum Banda- ríkjamanna í Víetnam að leggja niður þau störf, en kanna í staðinn stríðsglæpi Kínverja í landinu. Friðarsamningur ísraelsmanna og Egypta: Búizt er við undirritun í Washington 1 næstuviku Kaíró. Jerúsalem, Washinalon, 15. marz. AP. Reuter. EGYPZKA STJÓRNIN samþykkti í dag einróma fyrirhugaðan friðar- sáttmála ísraels og Egyptalands og er nú líklegt talið að formleg undirritun samningsins fari fram í Washington á fimmtudag eða föstudag í næstu viku. þegar þjóðþing beggja landanna hafa lagt blessun sina yfir samkomulagið. Miklar róstur urðu á Vesturbakka Jórdanár í dag og létust tveir ungir Palestínuarabar, þegar ísraelskir hermenn skutu á mannfjölda, sem fór með grjótkasti um bæinn Halhoul til að mótmæla samkomu- laginu. Varnarmálaráðherrar Egypta- lands og ísraels, Kamal Hassan Ali og Ezer Weizman, eru á leið til Bandaríkjanna til að binda enda á ýmis tæknileg atriði samkomulags- ins og er gert ráð fyrir því að viðræður þeirra muni taka tvo daga. Ráðherrarnir 'munu þá hver í sínu lagi ræða við bandariska ráðamenn um fjármálalegan þátt Bandaríkj- anna i samkomulaginu, en talið er að Bandaríkin muni leggja fram fjög- urra milljarða dollara hernaðarað- stoð til ríkjanna sameiginlega á næstu fjórum árum og að auki milljarð dollara i efnahagsaðstoð til Egyptalands. Dayan utanríkisráðherra ísraels skýrði í dag frá nokkrum atriðum hins nýja samkomulags, sem síðast var samið um. Sagði Dayan að ísraelsmenn hefðu m.a. fallist á að afhenda Egyptum borgina E1 Arish, þar sem 30 þúsund manns búa, skömmu eftir undirritun samninga. I staðinn féllust Egyptar á að skipzt yrði á sendiherrum i Kairó og Jerúsalem innan 10 mánaða frá undirritun samninga og jafnframt féllu þeir frá kröfu sinni um að fá að hafa eftirlit með því hvernig heima- stjórn verður komið á á Gazasvæð- inu. Samkvæmt samkomulaginu verða Israelsmenn á burt með lið sitt frá þremur fjórðu hlutum Sinai-skagans innan níu mánaða frá því að það verður undirritað. Hafréttarráðstefna: „Alvarlegt ástand náist ekki samkomulag” Washington, 15. marz. AP. ELLIOT Richardson. sendi- herra Bandaríkjanna á haf- réttarráðstefnu S.b., sem hefst að nýju í Genf á mánudaginn, sagði í dag í Washington, að mjög alvarleg vandamál kynnu að skapast í samskipt- um þjóða heims, náist ekki samkomulag um hafréttarsátt- mála á ráðstefnunni. Richardson nefndi sem dæmi, að aðrar þjóðir kynnu að reyna að setja hömlur á frelsi bandarískra skipa og flugvéla til að fara ferða sinna og jafnframt að til ágreinings og átaka kynni að koma milli þjóða um fiskveiðiréttindi, lög- sögu og mengunarvarnir. Richardson sagði, að Banda- ríkin ættu yfir höfði sér póli- tískar aðgerðir annarra ríkja, ef bandarísk námafyrirtæki hæfu vinnslu málma á hafs- botni án þess að fyrir lægi alþjóðasáttmáli um hvernig slíkri vinnslu skyldi hagað. Kaupmannahöfn: Banki var rændur í verkfalli lögreglu Kaupmannahöfn. 15. marz. Frá Gunnari Rytgaard. fréttaritara Mbi. BANKARÆNINGJAR rændu banka í Kaupmannahöfn og höfðu á brott með sér um 70 þúsund danskar krónur (jafnvirði um 4,5 milljóna íslenzkra) á meðan lögreglan tók þátt í verkfalli opinberra starfsmanna fyrir hádegi í dag. Ekki er vitað til þess að til annarra alvarlegra atburða hafi dregið á meðan á verkfallinu stóð, en mestöll opinber þjónusta lá niðri í morgun, þar á meðal kennsla í svo að segja öllum skólum í landinu. Mörg hundruð þúsund opinberir starfsmenn í Danmörku tóku þátt í verkfallinu og lögðu niður vinnu í þrjá tíma í morgun og héldu fundi um kjaramál sín á vinnustöðum. Verkfallið var mjög útbreitt og jafnvel í fjármálaráðuneytinu lögðu margir niður vinnu, en Knud Heinesen fjármálaráðherra sagði í dag, að dregið yrði af launum þeirra, sem þátt tóku í vinnustöðvuninni. Fyrrum forsætisráðherra írans: Ákærður fyrir brot gegn Guði og mönnum Teheran, 15. marz. Reuter, AP. AMIR ABBAS Hoveyda fyrrum forsætisráðherra írans var í dag leiddur fyrir íslamskan dómstól og m.a. ákærður fyrir að hafa „skapað spillingu á jörðinni“ og „barizt gegn Guði og sendimönn- um hans“. Ráðherrann fyrrverandi á líflátsdóm yfir höfði sér verði hann sekur fundinn. Hoveyda var forsætisráð- herra á árunum 1965—1977 og einn nánasti samstarfsmaður keisarans á þeim árum. Hann varð dómari í hæstarétti írans er hann lét af ráðherrastörfum en var vikið frá sl. haust og skömmu síðar lét stjórn keisar- ans taka hann fastan. Var hann ákærður fyrir spillingu og fyrir að hafa farið illa með opinbert fé og hefur verið í haldi síðan. Hoveyda er sextugur að aldri. Hann er hæst setti maðurinn, sem núverandi valdhafar sækja til saka. Hoveyda hefur vísað öllum 17 ákæruatriðum á bug og sagst ekki hafa borið persónulega ábyrgð á aðgerðum stjórnar keisarans, heldur hafi hann aðeins verið einn hlekkur í umfangsmiklu stjórnkerfi keis- arastjórnarinnar. Hoveyda hefur kvartað yfir því hvernig staðið er að réttarhöldunum yfir sér og kveður þau líkjast skrípa- leik, en dómarinn í máli hans vísaði öllum slíkum kvörtunum á bug og sagði dómstólinn fara eftir lögum Islams, en ekki vestrænum venjum. Ágreiningur virðist kominn upp innan stjórnar Bazargans og í dag var upplýst í Teheran að Sanjabi utanríkisráðherra hefði boðizt til að segja af sér embætti fyrir fjórum dögum, en Bazargan neitað að taka af- sögnina til greina. Sanjabi mun því væntanlega taka á móti utanríkisráðherra Norð- ur-Kóreu, sem kemur til lands- ins á morgun, fyrstur leiðtoga kommúnistaríkja, til að óska hinum nýju leiðtogum Irans til hamingju með byltinguna. Tilkynnt var í Teheran í dag, að framvegis yrðu erlendar fréttastofnanir að framvísa öll- um fréttamyndum til upplýs- ingamálaráðuneytisins áður en þær eru sendar frá landinu og að ekki væri heimilað að senda „villandi“ myndir frá Iran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.