Morgunblaðið - 03.04.1979, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
Kókaínmálið:
T veimur sleppt
úr einangrun
Börnin flutt heim til íslands
TVEIR íslendinganna, sem
sitja í gæzluvarðhaldi
vegna kókaínmálsins,
komu fyrir rétt í Kaup-
mannahöfn í gær. Þar stað-
Ólafsvík:
Kötturiim og
minkabaninn
misstu af
minknum
Ólafsvfk 2. apríl.
ÞAÐ bar við hér um daginn
að húsmóðir sem býr við
Ólafsbraut, næst sjónum, sá
kött í óvenjulegum veiðihug-
leiðingum. Hafði kisi farið
niður í fjöru, rekizt þar á
mink og hugðist ráða niður-
iögum hans. Konan kallaði á
vegfaranda einn til að skoða
þetta nánar. Kom í ljós að
kisi gerði sér grein fyrir að
þarna var hættulegur and-
stæðingur á ferðinni og var
því alveg tvöfaldur að gild-
leika með hvert hár öfugt. Þó
reyndi kisi að komast að
minknum með vopnlausan
manninn til hjálpar. Slapp I
minkurinn fyrst í holu og
tókst síðan að skjótast í
grjótfyllinguna við höfnina
og var þá hólpinn. Það
napurlega við þetta allt sam-
an var það, að hjálparmaður
kisa var enginn annar en
refa- og minkabani staðarins,
en gjörsamlega vopnlaus eins
og áður sagði. Hefur honum
trúiega orðið svipað við eins
og einum kvikmyndatöku-
stjóra BBC í hitteðfyrra. Sá
var staddur á hálendinu með
Sigurjóni Rist þegar eldur
kom upp á Leirhnjúks-
^væðinu. Óku þeir eins og dró
á vettvang. Þegar að gosinu
kom fórnaði sá enski höndum
og hrópaði eitthvað á þessa
leið: „Hér stend ég, starfs-
maður BBC, við fyrsta og
kannski eina jarðeld sem ég
mun sjá á ævinni, og hef ekki
einu sinni myndavél við
höndina.“
Þess má geta að lokum að
dæmi eru til að köttur hafi
drepið mink hjálparlaust.
-Heigi.
festu þeir framburð sinn
fyrir dómara og voru að
því búnu leystir úr
einangrun. Hins vegar
verða þeir áfram hafðir í
haldi í Vestre-fangelsinu
eða til 30. aprfl n.k. Þá
mun væntanlega ganga
dómur í máli þeirra og er
talið líklegt að þeir afpláni
refsingu sína í fangelsi úti
á Sjálandi.
Hinir Islendingarnir tveir, hjón,
munu væntanlega koma fyrir rétt-
inn seinna í vikunni. Gæzluvarð-
hald þeirra rennur út á föstudag-
inn og munu talsverðar líkur á því
að þeim verði þá sleppt úr haldi.
Þau hjónin eiga saman 6 mánaða
stúlkubarn, sem til skamms tíma
var í fangelsinu hjá móður sinni,
og konan á einnig 9 ára gamlan
dreng. Akveðið hefur verið að
börnin fari heim til Islands við
fyrstu hentugleika og mun móðir
konunnar fylgja þeim hingað
heim.
Þessa mynd tók Ól.K.M. á hinum fjölmenna fundi Varðbergs í Reykjavík um helgina.
Farmanna- og fiskimannasamband íslands:
Kröf ur um allt ad 110%
launahækkun sjómanna
15—20%
hækkun
á gos-
drykkjum
og öli
RÍKISSTJÓRNIN hefur
staðfest 15—20% hækkun á
gosdrykkjum og öli, sem
hlotið hafði samþykki verð-
lagsnefndar fyrir nokkru.
Orsökin er hækkanir á hrá-
efni, launum og aðrar
kostnaðarhækkanir, sam-
kvæmt upplýsingum
Gunnars Þorsteinssonar
varaverðlagsstjóra.
Hækkunin er mest á öli, 20%,
hækkun á ávaxtadrykkjum er 18%
en hækkun á kóladrykkjum og
öðrum drykkjum 15%.
Samkvæmt þessu hækkar 19 cl
Coka Cola-flaska úr 62 í 77 krónur,
25 cl appelsínflaska hækkar úr 75 í
88 krónur og 20 cl Seven up-flaska
hækkar úr 66 í 78 krónur. Pilsner-
flaskan hækkar úr 122 í 147
krónur en Thule-lageröl hækkar
úr 157 í 189 krónur flaskan.
VINNUVEITENDASAMBAND
íslands hefur nú rciknað út kröf-
ur Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands og reiknazt því
til, að þær þýði í grunnkaups-
hækkunum frá 26% til 56%.
Heildarlaunahækkunin, sem kröf-
urnar myndu hins vegar hafa í
för með sér. þegar tekið hefur
verið tillit til ýmissa sérkrafna og
frídaga, yrði frá 80 til 110%, ef
samþykktar yrðu. Er þá ekki
tekið tillit til nokkurra þátta,
sem enn hafa ekki verið reiknaðir
nákvæmlega út. Gætu þeir leitt til
hækkunnar.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið fékk í gær frá VSÍ,
hefur ekki verið ákveðinn samn-
ingafundur, en kröfurnar voru
afhentar síðastliðinn miðvikudag.
Á fundi í dag mun framkvæmda-
stjórn VSÍ fjalla um kröfurnar,
svo og afstöðuna til samningamál-
anna í heild miðað við þau áform
stjórnvalda að lögfesta grunnkaup
og verðbætur.
Ingólfur Ingólfsson forseti Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands, sagði að reikna mætti
kröfur sambandsins til þessa gild-
is, sem VSÍ hefði gert, en þó væru
vandkvæði á að meta þær að fullu,
þar sem um væri að ræða viða-
mikla kerfisbreytingu launakerfis,
sem auðvitað kæmi mjög mismun-
andi niður eftir stöðum. Það væri
hins vegar ekkert launungarmál,
að næði allt fram að ganga, sem
sett væri fram, þá myndu kröfurn-
ar leiða af sér mjög miklar hækk-
anir.
Ingólfur kvað sjómenn hafa átt
von á því að annar samningafund-
ur yrði haldinn á miðvikudag og
kvaðst hann ekki vita annað en við
það yrði staðið. Deilan er enn ekki
komin til sáttasemjara ríkisins.
Ungir Alþýðubandalagsmenn:
Ræðumaratahallæri
Kappræðufundum við sjálfstæðis-
menn frestað á 4 stöðum
Smygl í Mánafossi
TOLLVERÐIR fundu fyrir helgi
91 áfengisflösku og 12 vindlinga-
Iengjur í m.s. Mánafossi, þar sem
skipið lá í Reykjavíkurhöfn. Mest-
ur hluti áfengisins var Vodka.
Vélstjórar skipsins áttu varning-
BÚIÐ var að ákveða
kappræðufundi víða um land á
næstu dögum á milli ungra sjálf-
stæðismanna og æskulýðsnefndar
Alþýðubandalagsins, en nú hefur
orðið að fresta fjórum fundum
þar sem alþýðubandalagsmenn
hafa tilkynnt að þeir hafi ekki
ræðumenn til kappræðu við unga
sjálfstæðismenn og geti ekki
útvegað þá fyrr en að nokkrum
vikum liðnum.
Fundirnir sem búið er að fresta
áttu að vera í Vestmannaeyjum
þar sem Eyjamennirnir Árni
Johnsen, Árni Sigfússon og
Sigurður Jónsson munu tala af
hálfu ungra sjálfstæðismanna, á
ísafirði þar sem Guðmundur
Þórðarson, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson og Pétur Rafnsson
tala, á Akureyri þar sem
heimamennirnir Björn Jósef
Arnviðarson og Sigurður J.
Sigurðsson tala auk Jóns Magnús-
sonar og á Húsavík þar sem
ræðumenn verða Björn Jósef Arn-
viðarson, Þorvaldur Mawby og
Júlíus Hafstein.
Akureyri 2. aprfl
FYRIR nokkru var öllu
starfsíólki K. Jóusson og
co á Akureyri sagt upp
störfum, alls um 120
Efnahagsfrumvarp forsætisráðherra:
Þingmenn Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags þögðu þunnu hljóði
Breytingartillögur meiri-
hluta fjárhags- og viðskipta-
nefndar Efri deildar Alþingis
við efnahagsfrumvarp forsætis-
ráðherra, tíu talsins, vóru sam-
þykktar með 13 samhljóða at-
kvæðum í deildinni í gær ásamt
viðaukum við bráðabirgða-
ákvæði laganna. Frumvarps-
greinar, rúmlega 60 talsins,
vóru síðan samþykktar sam-
hljóða utan það að þingmenn
Sjálfstæðisflokks greiddu at-
kvæði gegn 54., 56., 57., 59. og
63. grein frumvarpsins. Frum-
varpsgreinarnar sem sjálf-
stæðismenn greiddu atkvæði
gegn fjölluðu um skyldu vinnu-
veitenda til að gefa upp með
tveggja mánaða fyrirvara
breytingar í rekstri, sem leitt
gætu til samdráttar í atvinnu,
og um breytingar á verðlags-
ákvæðum nýrra verðlagslaga
sem taka áttu gildi 1. nóv. n.k.
K. Jónsson og co. á Akureyri:
Helmingur starfsfólks-
ins þegar endurráðinn
manns, vegna þess áfalls
sem fyrirtækið varð fyrir,
þegar þess varð vart að
gaffalbitar, sém það sendi
á Rússlandsmarkað,
reyndust gölluð vara. Nú
um mánaðamótin var um
helmingur starfsfólksins
endurráðinn og að sögn
Kristjáns Jónssonar for-
stjóra er ákveðið að ráða
hinn helminginn eftir
páska.
Nú er verið að vinna ýmsar
vörur fyrir innanlandsmarkað og
verksmiðjan mun vera í þann
veginn að hefja framleiðslu á
útflutningsvörum einnig, einkum
rækjum, sem keyptar hafa verið
frá ýmsum stöðum. Allt er enn
óljóst um framtíð útflutnings til
Sovétríkjanna, en vonast er til að
þau mál fari að skýrast alveg á
næstunni, þannig að verksmiðjan
komist í fullan gang eftir miðjan
mánuðinn.
-Sv. P.
Siglufjörður:
15-20 millj.
kr. tjón grá-
sleppukarla
TJÓN grásleppukarla í Siglu-
firði er mjög tilfinnanlegt af
völdum hafíssins, því þeir hafa
á síðustu vikum tapað milli 300
og 400 netum sem ísinn hefur
sópað burt á rekinu, en hvert
net kostar um 50 þús. kr.
þannig að hér er um að ræða
15—20 milljón króna tjón.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
greiddu síðan atkvæði gegn því
að vísa frumvarpinu til þriðju
umræðu sem er undirstrikun á
andstöðu þeirra við frumvarpið
í heild.
Það vakti sérstaka athygli að
þingmenn Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags, sem harðast
hafa deilt um efnahagsmál á
Alþingi í vetur, tóku ekki þátt í
umræðunum.
Rifa á stefni
Heklunnar í á-
tökum vió ísinn
RIFA og sprungur komu stjórn-
borðsmegin á stefni strandferða-
skipsins Heklu í átökunum við
hafísinn norður af landinu í
síðustu viku. Skipið var tekið í
slipp í Reykjavík á sunnudaginn
og kom þá í ljós að skipið var
einnig dældað á fleiri stöðum.
Auk viðgerðarinnar vegna ís-
skemmdanna þarf að gera við
bilun í vél skipsins, en Heklan
heldur væntanlega vestur um
land á miðvikudagskvöld eða á
fimmtudagsmorgun.
Hafísinn fyrir Norðurlandi hef-
ur sett áætlanir strandferðaskip-
anna verulega úr skorðum. Þannig
fer Esjan austur um land í dag, en
þangað átti hún að fara síðastlið-
inn föstudag.