Morgunblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
5
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyn:
Samningar tókust
við röntgentækna
Akureyri 2. apríl vildu þeir ekki una og sögðu því
KJARADEILA heíur staðið að
undanförnu milli stjórnenda
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri og fjögurra röntgen-
tækna, sem þar starfa. í haust
var samið við meinatækna, sem
vinna við FSA, og þá drógust
röntgentæknarnir aftur úr. Því
Fyrirlestur
um málaralist
á Selfossi
LISTASAFN íslands efnir til
fyrirlesturs í gagnfræðaskólanum
á Selfossi miðvikudaginn 4. apríl
kl. 20.30. Ólafur Kvaran listfræð-
ingur flytur fyrirlestur sem nefn-
ist „Upphaf abstraktlistar á Is-
landi". Öllum er heimill aðgangur.
upp störfum frá og með 1. apríl.
Á föstudagskvöld tókust svo
samningar í deilu þessari.
Röntgentæknar komu til starfa
sinna í gær, sunnudag, og starf-
semi röntgendeildar FSA varð
ekki fyrir neinni truflun.
Helztu ákvæði samkomulagsins
eru þau að laun röntgentækna
hækka eins og meinatækna um tvo
flokka, úr 11. í 14. launaflokk, og
fyrirheit er gefið um hækkun í 14.
launaflokk út á væntanlega sér-
menntun og starfstíma. Fyrir
hvert starfsár að loknu námi fá
röntgentæknar 3,6 starfsstig og
eftir að hafa áunnið sér 10 starfs-
stig hækka þeir um einn launa-
flokk. Auk þess geta þeir fengið
launahækkun út á sérmenntun,
sem FSA hefur í hyggju að sjá
þeim fyrir.
-Sv. P.
nnnn
nordííIende
nnnnnn
LITASJONVORPIN
mæla
með sér sjálf
serstök vildarkjör
35% út
og restin á 6 mán.
BUÐIN
■--_ /
Skipholti 19, sími 2980
Sex sýning-
ar ákveðnar
á íslands-
klukkunni
FÖSTUDAGINN 30. aprfl frum-
sýndi Ungmennafélag Biskups-
tungna íslandsklukkuna eftir
Halldór Laxness í félagsheimili
Aratungu. Húsið var þéttskipað
og var flytjendum og stjórnanda,
Sunnu Borg, ákaft fagnað í
leikslok. Var það mál manna'að
sýningin hefði tekist með ágæt-
um, enda skiluðu leikendur allir
hlutverkum sínum með prýði og
hinar öru sviðsskiptingar gengu
snurðulaust.
Fyrirhugaðar eru að minnsta
kosti sex sýningar á Islandsklukk-
unni. Var hún flutt öðru sinni í
Aratungu á sunnudagskvöld, en á
þriðjudag verður sýning á Hvoli og
á miðvikudag á Flúðum. Föstudag-
inn 6. apríl er sýning ákveðin á
Borg í Grímsnesi, en fyrirhugað er
að sýna íslandsklukkuna þriðju-
daginn 10. apríl og í Félagsheimili
Seltjarnarness á skírdag. Allar
þessar sýningar hefjast klukkan
21.
Mikill rekís
á Öxarfirði
Skinnastað 2. apríl
SÍÐUSTU viku var mikill
rekís á Öxarfirði, en tals-
verð hreyfing á honum bæði
af völdum vinda og sjávar-
falla. Á hádegi í gær,
sunnudag, var samfelldur ís
allt að 7/10 að þéttleika að
sjá frá Kópaskeri, en auðar
lænur sáust þó utar. Höfn-
inni á Kópaskeri er lokað
með stálvír og þar hefu'r
ekki verið farið á sjó í tvær
vikur, ýmist af völdum haf-
íss eða illviðra.
Illviðrasamt var í Öxarfirði
allan síðasta mánuð og margir
hríðardagar. Aðalþjóðvegir eru nú
ruddir á mánudögum, en jafnan
myndast ófærur eða illfærir kaflar
fljótlega aftur. Torveldar það sam-
göngur. Skafrenningur er oft tölu-
verður. Norðvestan hríðarveður er
í dag og mokar niður snjó.
IB-lánin bjóða marga valkosti. Þarftu mikið, - eða lítið? Er
fyrirvarinn langur - eðastuttur? Heimilterað hækka innborg-
anir og framlengja samninga. Allt eftir efnum og ástæðum.
Býður nokkur annar IB-lán?
Kynntu]pér hinavalkDStma.
SPARNAÐAR- DÆMI UM MANAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR IÐNAÐARBANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR.
TÍMABIL í LOK TÍMABILS LÁNAR ÞÉR FÉ MEÐ VÖXTUM ENDURGREIÐSLA TÍMABIL
6 man. 30.000 50.000 75.000 180.000 300.000 450.000 180.000 300.000 450.000 367.175 612.125 917.938 32.197 53.662 80.493 6 . man.
12 40.000 480.000 480.000 1.002.100 45.549 12,
li=o , 60.000 720.000 720.000 1.502.900 68.324
man. 75.000 900.000 900.000 1.879.125 85.405 man.
BanMþieirra sem íiyggja aö fiamtíðmni
Iðnaðarbankinn
AóalbanM og útíbú
Sigurvin.