Morgunblaðið - 03.04.1979, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
Gunnar
Finnbogason
skólastjóri:
Það verður mörgum undrunar-
efni hversu fortíðin er stundum
lífseig í nútíðinni. Jafnvel nú
þegar talað er um öld breytinga,
öld hraðans, verða fyrir okkur
gamlar venjur sem fólk heldur í —
en af hverju?
Hér skal rætt um eitt atriði sem
varðar þúsundir manna í Reykja-
vík og nágrenni, en það er fóta-
ferðartínri yngstu borgaranna.
Hvenær á skóli að byrja?
Við skulum leggja fyrir okkur
þessa spurningu:
fræðsluyfirvöld hafa verið því
sem næst einráð um gerð stund-
askrár og þar hafa foreldrar
ekki haft nein áhrif. Þeir hafa
ekki verið tilkvaddir. Þeir geta
þó best, um það sagt hvaða áhrif
það hefði á heimilislíf að byrja
skóla sem næst kl. 9.00 á morgn-
ana í stað kl. 8.00.
Nýjar aðstæður
krefjast breytinga
Ég býst við að segja megi að
almennt séu kennarar hrifnari af
því að byrja kennslu fyrr en síðar
(t.d. undir kl. 9.00). Þetta helgast
að nokkru leyti af þeirri venju sem
ríkt hefur og svo líka hver á að
ríða á vaðið. Það er nefnilega ekki
auðvelt fyrir einn skóla hér í
Hvenær á skóli að
byrja á morgnana?
Á hvaða tíma er skynsamlegast
að skóli hefji starf árdegis? Hér á
ég við grunnskóla og alla fram-
haldsskóla, þar með talda mennta-
skóla, á Reykjavíkursvæðinu. (Ég
hætti ekki á að tala um skólabyrj-
un annars staðar þar sem þekking
mín í því efni er ekki nógu traust.)
Til að leita svars við spurning-
unni skulum við athuga eftirfar-
andi en ég held að allir séu
sammála um þetta:
1. Skólinn er vinnustaður nem-
enda.
2. Góður árangur í námi og starfi
næst því aðeins aö mönnum líði
vel. Þess vegna verða menn að
vera vel hvíldir og mettir.
Nú er fyrir löngu viðurkennt að
börn og unglingar þurfa meiri
svefn en fullorðið fólk. Þótt margt
breytist breytist þetta ekki.
Hvernig hefur fullorðna fólkið, t.d.
fræðsluyfirvöld og kennarar,
breytt í þessu efni? Hafa foreldrar
eða þá nemendurnir sjálfir verið
spurðir um þetta?
Það má telja skyldu skólanna að
komast eftir því hver er vilji
foreldra og nemenda.
Aðalreglan hefur verið sú á
undanförnum 40 árum að lang-
flestir skólar hafa hafið starf á
morgnana kl. 8.00—8.15. Til þessa
lágu þung rök áður, t.d. þrengsli i
skólum, þar sem var tví- eða
þrísett i þá, og líklega hafa sumir
álitið að með þessu ættu skólarnir
að hamla gegn kvöldslóri o.s.frv.
Margt hefur breyst
En hvað hefur breyst?
1. Nemendum hefur fækkað í mjög
mörgum skólum, svo að reglu-
legum starfstíma kennara er
lokið að miðmunda eða um kl.
14.00 en er að sjálfsögðu lengri
ef um aukakennslu er að ræða.
Kennslu er lokið að mestu kl.
15.00—16.00, aðeins eru nokkrir
bekkir eftir og getur kennsla þar
treinst til kl. 17.00 en undan-
tekning ef það er lengur.
Hér má einnig minna á hið nýja
fyrirkomulag í vinnu, sveiflu-
tíma, sem áreiðanlega á eftir að
halda innreið sína, þar sem
kennarar geta hafið störf síðar
að degi til en kennt lengur fram
eftir.
Sérstöðu í þessu efni hafa skól-
arnir í Breiðholti og að ein-
hverju leyti ménntaskólarnir.
2. Skólum fækkar svo að í sumum
tilvikum verður lengra fyrir
nemanda að sækja skóla en
áður.
3. Nú um nokkurt skeið höfum við
haft sumartíma allt árið.
Morgnar verða því enn dimmari
og grámyglulegri um háveturinn
en ella.
4. Umferð á götum er miklu meiri
en áður var og því er enn
varasamara fyrir yngstu nem-
endurna að skjótast yfir götu —
og líka hitt að vera svona
snemma á ferli þegar klukkan er.
á undan eðlilegum tíma.
5. Mataræði nemenda, a.m.k. á
vissu aldurskeiði, hefur tekið
breytingum til hins verra eftir ’
því sem best er vitað, morgun-
verður rýr eða enginn og síðan
oft til matar gosdrykkir og
sætindi í skólanum. Reglan — að
hafa með sér nesti í skólann —
er á undanhaldi.
6. Komið er til sögunnar sjónvarp.
Og hvort sem mönnum líkar
betur eða verr og hvort sem
menn þora að viðurkenna það
eða ekki þá bindur það okkur við
dagskrá sína. Því getur lokið
síðla kvölds, eða á hinn bóginn
eitthvað sem var ógért er þá
unnið síðar. Því held ég að
sjónvarpið eigi sinn þátt í því
hvað margir, og þá unga fólkið
líka, gengur seint til náða.
Hvers vegna á skóli
að byrja kl. 9.00?
Nú skal rekja þær ástæður sem
ég tel réttlæta það að umræddir
skólar hefji starfsdag sinn einni
kennslustund síðar en nú er eða
m.ö.o. á tímabilinu kl. 8.45—9.00.
1. Meiri hvíld. Nemendur fá 40
mín. meiri svefn og hvíld en nú
er. Það er nauðsyn á þessari
hvíld þar sem seint er gengið til
rekkju. Það er gagnslaust að
segja sem svo: Farið bara fyrr að
sofa. Tvennt ræður m.a. í þessu
efni: sjónvarp og fullorðið fólk.
Við verðum að taka þessu atriði
eins og það er en ekki berja
höfðinu við steininn.
2. Fyrstir á fætur. Hvernig er
hægt að réttlæta það að þeir sem
einna yngstir eru skuli oft fara
fyrstir á fætur? Þetta gerir m.a.
skólann að oki í huga sumra
nemenda. Margir nemendur
þurfa um langan veg að sækja til
þess að komast í skólann. Hvað
þýðir þetta? Nemendur fara sem
allra síðast fram úr rúminu,
flýta sér óhóflega, borða lítið
eða ekkert, gleyma jafnvel
skólabókum og verða síðan of
seinir í skólann, bölva honum og
finnst hann vera óvinur sinn. Og
stundum verður það sem alvar-
legast er, krakkar flýta sér svo
að slys hlýst af, og þeir sem eldri
eru og aka bíl lenda í árekstri.
Enginn er ánægður, hvorki for-
eldri né barn.
3. Morgunverður. Eins og óbeint
kemur fram í síðustu grein
þurfa menn góðan tíma til þess
að neyta morgunverðar og áður
er um það rætt, og það er álit
hinna færustu manna, að góður
morgunverður leggi grundvöll-
inn að góðu dagsverki. Sá sem
undirbýr morgunverðinn þarf
líka tíma til þess. Það er einn
þáttur uppeldis að sem flestir í
fjölskyldunni geti neytt morgun-
verðar í ró og næði og helst á
sama tíma. Eins og er má segja
að skólinn vinni gegn þessu
mikilvæga uppeldisatriði á
heimilum. Hans sök er því mikil.
4. Barnaár. Það er bæði rétt og
skylt að menn gefi sér tíma til
að huga að því atlæti sem börn
okkar njóta. Hvers vegna ekki
ræða þetta mál við nemend-
urna? Og líka þetta: Skólar og
þéttbýlinu að taka sig út úr og
ætla að byrja seinna en aðrir. Slíkt
getur valdið vanda á heimilum þar
sem margir krakkar eru, líka ef
börnum er ekið í skóla, kennarar
starfa stundum við fleiri en einn
skóla o.s.frv.
Flestir kennarar þekkja af eigin
raun tvísetningu í skólum. Það
mál út af fyrir sig verður ekki rætt
hér en eitt atriði er vert að virða
fyrir sér, nefnilega: Hvað er að
segja um árangur skólanáms
þeirra sem koma í skólann eftir
hádegi, miðað við hina sem voru
fyrir hádegi? Að vísu eru engar
skýrslur né kannanir til um það en
þó fer ekki á milli mála að skóla-
menn hafa reynt að gera sér grein
fyrir þessu. Mér er ljúft að geta
þess að merkur skólamaður, Svein-
björn Sigurjónsson, fyrrv. skóla-
stjóri, var þeirrar skoðunar, að
sennilega væri námsárangur síð-
degisbekkjanna að sínu leyti betri
en árdegisbekkjanna og hann áleit
aðalástæðuna vera þá að síðdegis-
bekkirnir kæmu vel sofnir og
betur hvíldir í skólann en hinir.
Það skiptir þá ekki öllu máli
hversu mikill tími gefst til heima-
náms, því að aðalatriðið er að
nemandinn vinni ötullega í skólan-
um. Og því má bæta við að þetta er
enn brýnna nú en áður þar sem
mjög hefur verið dregið úr kröfum
heimanáms og því fer kennslan og
upplýsingin að meginhluta fram í
skólanum.
Heimanámið er hvort sem er á
undanhaldi og vitna ég þar í
skýrslu skólarannsóknardeildar
menntamálaráðuneytisins (feb.
1979) um könnun á vinnuálagi og
námsvenjum í skólum en þar segir:
„Margt af því sem fram hefur
komið í könnun þessari bendir til
þess að heimanámið sé vandamál í
skólakerfinu, og virðist einkum
vera það vegna þess hve margir
þættir spila inn í og verður oft um
andstæð öfl og togstreitu að ræða,
sem kemur fram í mikilli óánægju
nemenda með heimavinnuna."
Einmitt af þessu er líka bráð-
nauðsynlegt að búa svo um hnút-
ana að dvöl nemenda í skólum
verði um leið besti vinnutíminn.
Það gerist ekki nema þeim atrið-
um sé fullnægt sem minnst hefur
verið á, að nemendur komi í
skólann vel hvíldir og mettir.
Vart þarf fleiri orð um þetta að
hafa því að augljóst er að því betur
„upplagður" sem nemandinn er því
betri árangur námsins.
Ég hefi skrifað um þetta atriði
áður í blaðagrein, í Dagblaðinu 1.
apríl 1976, en minnugur þess að
eigi fellur tré við fyrsta högg þá
freistast ég til að bera þetta mál
fram aftur. Við verðum ávallt að
hafa það í huga að skólinn er til
vegna nemendanna en ekki gagn-
stætt. Og þess vegna verðum við að
vera menn til að breyta ýmsu í
skólanum og fyrirkomulagi hans í
samræmi við breytta hætti og
nýjar aðstæður.
Reykjavík, 27. marz 1979
Gunnar Finnbogason
skólastjóri
Þorsteinn Jóhannesson:
Friðun
Faxaflóa
Garður er eitt af þeim mörgu
íslensku sjávarþorpum, þar sem
allir íbúar eru nátengdir sjónum,
og baráttu sjómanna á hafinu, en
sjósókn og fiskvinnsla er veiga-
mesti þátturinn í lífi fólksins.
Garður er yst, norðan til á
Reykjanesskaga (Suðurnesjum).
Blása þar oft vindar úr öllum
áttum og stundum kaldir, þar sem
svo háttar til, frá náttúrunnar
hendi að lítið er um skjól. Samt
sem áður unir fólk sér vel. í Garði
hafa menn reynt að fylgjast með í
vélvæðingu til sjós og lands. Upp
úr aldamótum komu vélbátar í
stað róðrabáta. Og í Garði kom
fyrsti vísir að íslenskri landhelgis-
gæslu, eða í maí 1913, sem Garð-
menn kostuðu sjálfir.
Einsdæmi má það teljast, með
þeirri miklu bátaútgerð um ára-
raðir, að ekki er komin höfn hér,
nema á pappírnum. Væri það
verðugt verkefni fyrir ráðamenn
og þingmenn kjördæmisins að
huga að því. (vantar þrýstihóp).
Allt árið ræða menn um aflabrögð,
hvernig fiskast þegar róið er, en
það er oft róið til fiskjar, þó ekki
sé stöði gt logn, kontórlogn eins og
Hagalín ’-.omst svo skemmtilega að
orði. í Garði var stofnuð fiski-
félagsdeild 2. febr. 1912. Lifir hún
enn, og hefir ætíð beitt sér fyrir
hagsmunamálum byggðarlagsins
til lands og sjávar. Fiskideildar-
menn og aðrir Garðbúar hafa um
árin fylgst með veiðiskap í Faxa-
flóa, og muna vel þá breytingu er
varð til batnaðar, þegar friðun
komst á 1952. Þeir muna ekki
síður, og harma þá eyðileggingu er
varð, eftir að dragnótin kom aftur
í tilraunaskyni. „Til að nýta skar-
kolann", að sagt var. Þeir muna
eftir því, að þeir neyddust þá til að
selja hluta af bátum sínum í naust
án bóta. Ennfremur muna þeir, að
þeir, er töldust eiga dragnætur
fengu þær bættar með ríkisstyrk,
þegar friðað var fyrst 1952. Garð-
menn muna vel, og vilja styðjast
við reynslu og staðreyndir. Garð-
menn eru næmir fyrir vindum, og
finna vel og heyra hvaðan vindur-
inn blæs ekki síst þegar andar
köldu af mannavöldum.
Út af tilskrifum Guðna Þor-
steinssonar fiskifræðings 13. mars
1979, í Morgunblaðinu, og greinar í
sama blaði 9. mars 1979 um drag-
nótaveiar í Faxaflóa og frumvarpi
til laga frá Ólafi Björnssyni og fl.
varðandi það efni, frá Þorsteini
Jóhannessyni og Þorsteini Einars-
syni í Gárði. Svo og grein, er
fiskifræðingurinn lætur frá sér
fara í Morgunblaðinu 24. mars
1979.
Þakka ber hans undirtektir og
upplýsingar, sem í raun stangast
ekki mikið á við okkar álit og
reynslu. Ef hann hefði bara lesið
alla greinina, en svo virðist ekki
vera. Sé mig því tilneyddan að
leiðrétta, vonandi fljótfærnislegan
yfírlestur á grein okkar, eða vísvit-
andi rangfærslu. Það er rétt að
geta þess, að í umræddri grein frá
9. mars, fyrir þá er ef til vill ekki
lásu hana, var uppistaðan verndun
hrygningar- og uppeldisstöðva fyr-
ir aðalnytjafiska okkar. Og það, að
Faxaflói verði friðaður eins og
verið hefir gert, með lögum a.m.k.
meðan þorskastofninn er í því
lágmarki, sem hann er í, að dómi
fiskifræðinga.
Minnið er gott forðabúr, en
margir gera það að ruslakistu. En
þetta virðist fiskifræðingurinn
ekki skeyta um. Frekar kemur upp
í honum veiðarfærasérfræðingur-
inn og vill meina að endurskoðun-
ar sé þörf á dragnótaveiði með
tilliti til breytingar á veiðarfær-
inu. Hann upplýsir nú, að svo lítið
sé af kola við landið að ekki sé
Unnsteinn Stefánsson:
Laxa og sil-
ungsrannsóknir
Ritgerðasafn á vegum Veiðimálastofnunar
íslenzkar landbúnaðar-
rannsóknir,
10.2 1978.
Nýlega er komið út á vegum
Veiðimálastofnunarinnar safnrit á
ensku með íslensku ágripi um lax
og silung í íslenskum ám og
vötnum. Þetta myndarlega rit er
að nokkru leyti árangur af sam-
starfi sérfræðinga Veiðimála-
stofnunar og erlendra starfs-
bræðra á árunum 1974—1976. Það
samstarf var þannig til komið, að
Þróunarhjálp Sameinuðu þjóð-
anna veitti Veiðimálastofnuninni
styrk til rannsókna á stofnstærð
laxfiska í íslenskum ám og vötnum
og könnunar á árangri af fiskeldi
og gildi seiðaslegpinga fyrir veiði í
íslenskum ám. Áætlun um þessar
rannsóknir gerði prófessor Ole
Mathisen frá Washington Háskóla
í Seattle í Bandaríkjunum, og
hafði hann umsjón með
rannsóknunum í samvinnu við
Veiðimálastjóra. Auk þeirra
ritgerða, sem fjalla um niður-
stöður rannsókna, sem styrktar
voru af Þróunarsjóðnum, eru í
ritsafninu nokkrar greinar, sem
byggjast aðallega á eldri efnivið.
Meðal efnis í ritinu má nefna
greinar um lífssögu og vistfræði
íslenska laxins, um forritakerfi til
úrvinnslu á veiðiskýrslum, um
framleiðslugetu Elliðaánna, um
nýja gerð laxateljara, um saman-
burð á mismunandi laxamerkjum,
um hagnýtingu örmerkja við
rannsóknir á mismunadi aðferðum
við að sleppa gönguseiðum, um
könnun á umbótum í eldisfyrir-
komulagi í Laxeldisstöðinni í
Kollafirði, um vaxtarhraða urriða
og bleikju á Islandi, um notkun
dýptarmæla til að áætla stærð
fiskstofna í íslenskum stöðu-
vötnum og um stjórnun laxveiða
og laxhafbeit við Island.
Hér verður ekki gerður
samanburður á ágæti hinna ýmsu
ritgerða. Ég vil þó vekja athygli á
tveimur þeirra, sem mér fundust
sérstaklega skemmtilegar aflestr-
ar og áhugaverðar.
Fyrri greinin er eftir Þór
Guðjónsson, veiðimálastjóra, og