Morgunblaðið - 03.04.1979, Side 17

Morgunblaðið - 03.04.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 17 son læknir. Framkvæmdastjóri félagsins er Þorvarður Örnólfsson. Félagsmenn eru nú á tólfta hundr- að, þar af um helmingur ævifélag- ar. Hátíðarfundur. Eins og áður segir varð Krabba- meinsfélag Reykjavíkur þrjátíu ára á aðalfundardaginn en það var stofnað 8. marz 1949. Fyrsti for- maður þess var Níels Dungal prófessor. Árið 1951 tók Alfreð Gíslason læknir við af honum og var formaður til 1960 þegar Bjarni Bjarnason læknir tók við for- mennskunni. Núverandi formaður, Gunnlaugur Snædal yfirlæknir, hefur gegnt því starfi síðan 1966. Þrítugs-afmælisins var sérstak- lega minnst með hátíðarfundi í Norræna húsinu föstudaginn 9. marz. Þar fluttu ávörp formaður félagsins og Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri sem flutti félaginu árnaðaróskir frá heilbrigðisráð- herra. Þá tilkynnti formaður kjör fjögurra nýrra heiðursfélaga, þeirra Sveinbjarnar Jónssonar hrl., Gísla Fr. Petersen prófessors, Ólafs Bjarnasonar prófessors og Sigríðar Eiríksdóttur hjúkrunar- konu en þau voru öll í fyrstu stjórn eða varastjórn félagsins. Þrír hin- ir fyrstnefndu voru á fundinum og tóku þar við heiðursskírteinum sínum en Ólafur Bjarnason þakk- aði fyrir hönd heiðursfélaganna og færði félaginu kveðjur og þakkir frá Krabbameinsfélagi Islands. Loks flutti danski yfirlæknirinn Jörgen Rygárd, dr.med., alþýðleg- an fyrirlestur um skipulag nútíma krabbameinslækninga, en honum var sérstaklega boðið til landsins í tilefni afmælisins. Hátíðarfundinn sóttu um 60 manns. Læknaráðstefna Laugardaginn 10. marz efndi Krabbameinsfélag Reykjavíkur til læknaráðstefnu á Hótel Loftleið- um í tilefni af afmæli félagsins. Þátttakendur voru rúmlega 50. Fjallað var sérstaklega um krabbamein í höfði, hálsi, skjald- kirtli og lungum. Einnig var fjall- að um krabbameinsleit, krabba- meinsskráningu og skipulag krabbameinslækninga hér á landi. Frummælendur voru alls ellefu, þar á meðal Jörgen Rygárd. Ályktun aðalfundar Krabbameins- félags Reykjavíkur 8. marz 1979 Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur, haldinn að Suðu'r- götu 22, fimmtudaginn 8. marz 1979, vill í tilefni af 30 ára afmæli félagsins þakka landsmönnum það mikilsverða lið sem þeir hafa veitt málefnum samtakanna. Á þessum tímamótum vill félagið vekja athygli á eftirfarandi: 1. Fræðsla um krabbamein og krabbameinsvarnir hefur frá upphafi verið megin þáttur í starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Reynslan hefur sýnt fram á margvíslegan árangur þessa starfs. Almenningur sýnir æ meiri árverkni um byrjunar- einkenni sjúkdómsins en það flýtir fyrir greiningu hans og eykur batahorfur. Jafnframt hefur afstaða til sjúkdómsins breytst í þá veru að minna gætir ótta en meira raunsæis í viðhorfi til krabbameins. Fundurinn leggur áherslu á að hvergi verði slakað á fræðslustarfinu en það aukið og eflt. 2. Fundurinn fagnar þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn reykingum barna og unglinga eins og m.a. nýleg könnun á reykingavenjum grunnskólanemenda í Reykjavík hefur leitt í ljós. Frumkvæði félagsins og starf þess að reykingavörnum, sem einnig eru mikilvægar krabbameinsvarnir, á drjúgan þátt í þessum árahgri. Haldi svo fram sem horfir er fyrsta reyklausa kynslóðin senn í sjónmáli. 3. Undanfarið hefur á vegum heilbrigðisráðuneytisins verið unnið að tillögum um framtíðarskipan krabbameinslækninga og eftirlits með krabbameinssjúklingum í landinu. Á grundvelli þessara tillagna má búast við ákvörðunum sem gætu markað tímamót í þessum efnum. Fundurinn heitir á stjórnvöld og almenning að stuðla að því að svo verði og felur stjórn félagsins að fylgja málinu fast eftir. 4. Fundurinn bendir á þá staðreynd að krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags íslands hefur getið sér orð fyrir að vera ein hin besta í heiminum og hér á landi eru einstakir möguleikar til rannsókna í faraldsfræði. Fundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnar félagsins að hún stuðli að því eftir föngum að komið verði á fót stofnun sem hafi slíkar vísindalegar krabbameinsrannsóknir að höfuðverkefni. 5. I tilefni af 30 ára afmæli Krabbameinsfélags Reykjavíkur heimilar fundurinn stjórn félagsins að verja tíu milljónum króna til framgangs verkefna sem um ræðir í 3. og 4. lið þessarar ályktunar. Nefnd fjallar um fram- leiðslu- og rekstr- arlán iðnaðarins IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið að höfðu samráði við viðskiptaráðuneytið og Seðla- banka íslands. að skipa fimm manna nefnd til að gera tillögur um. hvernig auka megi fram- leiðslu- og rekstrarlán til iðnaðar með sérstöku tilliti til þarfa samkeppnisiðnaðar. Núverandi fyrirkomulag varð- andi þessi lán skal tekið til endurskoðunar. Sérstaklega skal nefndin huga að því, hversu haga beri framleiðslulánum og rekstrarlánum til að fullnægt sé eðlilegri lánsfjárþörf iðnfyrir- tækja við ríkjandi samkeppnis- aðstæður og eftir því sem aðstæð- ur í hvcrri grein gefa tilefni til. Þá skal nefndin gera tillögur um, hvernig veita megi meira fjármagni til þessara þarfa, jafn- framt því sem hugað verði sér- staklega að, hvernig tryggja megi að aukið svigrúm til nefndra lánveitinga nýtist iðnað- inum að fullu. í nefndina hafa verið skipaðir: Þorsteinn ólafsson, aðstoðamað- ur ráðherra, formaður, Ingi R. Helgason hrl., Davíð ólafsson, seðlabankastjóri, Valur Valsson, aðstoðarbankastjóri Iðnaðar- banka íslands, og Helgi Bachmann, forstöðumaður hag- deildar Landsbanka íslands. Leiðrétting Þau mistök urðu í grein í laugar- dagsblaðinu um Eyjólf Jónasson, Sólheimum, níræðan, að setningar- hluti féll niður. Rétt er þetta þannig: Þegar árin færðust yfir, lét Eyjólfur af búskap og seldi jörðina í hendur sonar síns Ingva og konu hans Helgu. í skjóli þeirra hefur hann dvalizt til þessa og notið frábærrar umhyggju þeirra hjóna og barna þeirra. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. Þessar upplýsingar koma fram í Akureyrarblaðinu Islendingi og í viðtali við blaðið segir Sverrir Guðmundsson framkvæmdastjóri Grávöru að fyrirtækið sé tilleiðan- legt að reyna refaræktina ef fyrir- greiðsla fáist frá opinberum aðil- um. Það yrði þá blárefur, sem við yrðum með, en skinn af þeim ref hafa verið í háu verði á skinna- mörkuðum' að undanförnu, segir Sverrir í viðtali við blaðið. Stofn- inn yrði þá fluttur inn frá Eng- landi eða Noregi. Að sögn mun refurinn vera auðveldari í meðför- um en minkurinn og ekki eins matvandur, segir Sverrir. ræktin, hún krefðist ekki eins mikilla fjárfestinga og heldur ekki sömu nákvæmni og minkaræktin. Refaræktin gæti orðið talsverð aukageta fyrir bændur og hug- myndir manna beindust í þá átt að æskilegt væri að refabú gætu verið nokkur á ákveðnum svæðum þar sem um samvinnu bænda við reksturinn gæti verið að ræða. Þessi svæði þyrftu eðlilega að vera vel í sveit sett með fæðuöflun i huga. Refabú auk minka- ræktar á Grenivík FYRIRHUGAÐ er að hefja refa- rækt hjá minkabúi Grávöru á Grenivík. Það er nefnd á vegum Landbúnaðarráðuneytisins, sem sett var á laggirnar til að auka loðdýrarækt, sem haft hefur sam- band við forráðamenn Grávöru og óskað eftir því að búið hefji tilraunarekstur með rcfarækt. neytisstjóra í Landbúnaðarráðu- neytinu og sagði Sveinbjörn, að þó hann ætti ekki sæti í fyrrnefndri nefnd, þá væri áhugi á refarækt mjög vaxandi. Hún þætti að mörgu leyti heppilegri en minka- Morgunblaðið ræddi í gær við Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- íslenskur villircfur í búri hjá Grávöru í fyrra. (Ljósmynd úr Islendingi). pflLmfl/on & vfiL//on ud. /Egisgötu 10. Sími 27745. INSTANT pxq vinnupallar Hinir velþekktu Instand ál-vinnupallar voru fyrst framleiddir áriö 1947 og hafa því veriö notaöir yfir 30 ár meö góöum árangri. Instant ál-vinnupallar eru settir saman úr einingum, sem vega 25 kg hver. Tvær gerðir eru af hjólum er nota má eftir undirlagi. Samskeyti eru öll kaldpressuö, er gefa þrisvar sinnum meiri styrkleika en soöin samskeyti. Engar lausar súlur, skrúfur eöa rær. Grindin er opin og auöveldar þaö flutning á efni. Samsetning þaö fljótleg aö tveir menn geta slegið upp 10 m turni á hálftíma. 15 cm öryggislisti um fótpall. Einstaka hluti sem slitna, má auöveldlega skipta um. Instant ál-vinnupallar eru viöurkenndir af norska, sænska og danska öryggiseftirlitinu. Okkar vinnupallar tryggja fullkomiö öryggi. OPIN GRIND SAMSKEYTI OPIN SAMSKEYTI LOKUO ENGAR LAUSAR STENGUR, SKRÚFUR EDA RÆR. ÞEGAR GAFLARNIR ERU KOMNIR í LÓO* RÉTTA STÖDU LÆSIST HORNSTAGIO MED FJÖOUR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.